Eins og kemur fram í Mbl.is lagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins starfsemi smálánafyrirtækja að jöfnu við glæpastarfsemi. Það er að mínu mati hverju orði sannara að mínu mati, því miður. Smálánafyrirtæki hafa náð að bjóða upp á lán með slíkum okurvöxtum og ýmiskonar kostnaði sem numið getur þúsundum prósenta, í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Fólk er æði margt að falla fyrir tilboðum þessara okurfyrirtækja og hlekkjar sjálft sig oft í vítahring síendurtekinnar lántöku.
Löggjafar er þörf að mínu mati til að koma í veg fyrir þessa miskunarlausu gróðastarfsemi sem beinist oftast að þeim sem minnstar hafa tekjurnar. Stjórnvöld þurfa að fara vel yfir málið og setja saman lög sem koma í veg fyrir lánastarfsemi sem þessa og hindra slíka ofurálagningu smálánafyrirtækja. Umrædd fyrirtæki virðast geta komist fram hjá lögum sem banna meiri álagningu en sem nemur 50 prósendtum, auk stýrivaxta Seðlabankans. Gera þau það með því að telja kostnað sem getur numið þúsundir þrósenta sem "valkvæðan".
Það þarf að setja saman lög sem sýna smálánafyrirtækjum sem stunda slíka starfsemi í tvo heimana, svo ekki verður um villst að slíkt leyfist ekki á Íslandi að hinir lægstu þegnar þjóðfélagsins og fleiri séu beittir slíkri fjárkúgun. Það þarf að fylgja slíkum lögum vel eftir og hafa lögfræðikostnað gefins fyrir þá sem hafa verið leiknir illa í samskiptum sínum við þessi fyrirtæki og vilja leita réttar síns.
Kær kveðja.
Sagði smálánafyrirtæki glæpastarfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2015 kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagsmunir Íslands eru best tryggðir utan ESB.
3.2.2015 | 21:05
Samkvæmt frétt á Stöð 2 hefur þeim sem vilja að Ísland gangi í ESB fjölgað síðan Capacent gerði síðast könnun. Í könnuninni kom fram að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu hlyntari aðild en íbúar landsbyggðarinnir. Var sú skýring dregin fram að það sé vegna þess að köflum um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál hafi ekki verið lokið ennþá og úbúar landsbyggðarinnar viti þess vegna ekki að hverju er að ganga ef Ísland gerðist aðili að ESB. Mér finnst að þessi útskýring sé út í hött. Íbúar landsbyggðarinnar gera sér grein fyrir því að skilmálum ESB varðandi sjávarútveg og landbúnað verður ekki breytt heldur verða Íslendingar að gangast undir lög og reglugeriðir ESB þessu viðvíkjandi og það hefur margoft komið fram að undanþágur séu ekki í boði. Við Íslendingar höfum ekkert í ESB að gera. Við verðum að framsala yfirráð yfir sjávarútveg og öðrum veigamiklum atriðum Íslensks efnahagslífs til Brussel. Við vitum ekkert hvernig ESB á eftir að breytast í framtíðinni. Íbúar margra ESB- landa vilja þangað út aftur og efnahagslegt óöryggi ríkir í mörgum evru-löndum og einstaklega mikið atvinnuleysi einkanlega á meðal ungs fólks. Með upptöku evru og ESB aðild er Ísland að taka niður fyrir sig.
Kær kveðja.
Meirihluti vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirgengileg framganga flugvallarandstæðinga og þeirra sem byggja vilja á flugvallarsvæðinu.
3.2.2015 | 20:17
Samkvæmt frétt á Mbl.is var vinnuhópur sem annast hefur mat á nauðsyn neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar leystur upp nú fyrir jól. Og í kjölfarið hefur forstjóri Ísavía lýst því yfir að mat vinnuhópsins sé rangt, að neyðarflugbrautin sé í raun óþörf. Að sögn Þorkels Ásgeirs Jóhannessonar hjá Mýflugi sem átti sæti í vinnuhópnum sendi forstjóri Isavía frá sér skýrslu viðvíkjandi neyðarflugbrautina fyrir ári síðan, sem gengur í berhögg við reglur um útreikninga um nothæfistuðul. "Það getir hann ekki hafa gert nema vegna þess að hann hefur viljað komast að einhverri ákveðinni niðurstöðu."
Það er skoðun þess sem þetta skrifar að hér er augsýnilega ekki verið að ganga hreint til verks heldur er hér verið að þóknast ákveðnum öflum sem vilja flugvöllinn burt eða eða hluta hans svo hægt verði að hefja byggingaframkvæmdir á svæðinu. Til að réttlæta skýrslu forstjóra Isavía var verkfræðistofan Efla látin gera úttekt á málinu. En niðurstaða hennar var samhljóma skýrslu forstjóra Isavía. Reykjavíkurborg ákvað að taka álit þessara tveggja aðila sem gott og gilt. Enda er það yfirlýstur vilji borgarstjórnar meirihlutans að Reykjavíkurflugvöllur eða allavega neyðarflugbrautin skuli víkja fyrir íbúðabyggð.
Það er ekki rétt að hagsmunir þeirra sem hefja vilja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu seu látnir ganga fyrir öryggi flugvallarins.
Kær kveðja.
Óvönduð vinnubrögð í besta falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir vita sínu viti kettirnir.
27.1.2015 | 19:57
Það er gott til þess að vita að Bengal kettirnir sem stolið voru nýlega, séu nú komnir í hendur eiganda síns. Sá hlýtur að vera feginn að hafa endurheimt þessa vini sína eftir að hafa saknað þeirra um nokkuð skeið án þess að vita hvort hann fengi að sjá þá aftur.
Ég er svo lánsamur að hafa átt nokkra ketti um ævina. Það er gaman að kynnast köttunum þegar maður fær þá og fylgjast með þeim vaxa og þroskast við leik og aðrar athafnir. Það er athygglisvert að hver þeirra hefur sinn eigin persónuleika, sitt eigið lundarfar. Þeir eru eru reyndar hálfgerðir kjánar þegar þeir eru litlir, uppátækjasamir og líkar að leika sér. Einn kötturinn minn sem heitir Stuart nagaði sundur vírinn á heyrnartólunum fyrir tölvuna mína þegar hann var kettlingur. Hann er reyndar ennþá frekar smávaxinn þótt hann sé orðinn 6 ára gamall, hann er svartur með óvenju stutt skott. Ég veit ekki hvað því veldur en hann var þannig þegar við fjölskyldan fengum hann 2 mánaða gamlan. Ein nágrannakonan kallar hann "Litla Skotta" Hann er ákaflega blíður og góður, svolítið tilfinninganæmur. Þegar hann var yngri tókst honum stundum að opna svefnherbergisdyrnar hjá okkur því hann vildi koma til okkar þegar við vorum farin að sofa. Hvernig hann fór að því vitum við ekki. Annar kötturinn sem við eigum nefnist Hnoðri. Hann er allt öðru vísi, rólegur og yfirvegaður, stór, með gráan feld. Honum líkar að hvila sig og láta fara vel um sig. Hann er mjög glöggskyggn og gáfaður köttur, í augnaráði hans merki ég einbeitingu og hugrekki.
Það er merkilegt hvað kettir taka vel eftir breytingum sem maður gerir heima fyrir. Einu sinni létum við stækka gluggana í stofunni okkar og einn kötturinn okkar skoðaði gaumgæfilega þessa nýju glugga. Það sama var upp á teningnum þegar við keyptum nýja eldavél um daginn. Kettir eru miklu sjálfstæðari og meira sjálfum sér nógir en hundar, en við eigum einn hund Trítlu sem er smávaxin blendingur, Jack Russel Terrier og Border Collie. Hún hefur allt annað lundarfar en kettirnir, er meira upp á okkur komin. Hún hefur líka allt önnur svipbrigði, sýnir meiri tilfinningar, er mjög glöð að sjá mig þegar ég kem heim úr vinnunni og lætur mjög fjörlega. Andlitssvipur hennar getur verið á ýmsan máta eftir því í hvaða skapi hún er. Hjá köttunum greini ég mun færri andlitssvipi, augu þeirra eru yfirleitt gal-opin (nema þegar þeir eru syfjaðir)og tjá ekki mikil svipbrigði, ég greini reyndar stundum undrunarsvip hjá þeim. Kettir eru mjög skemmtileg gæludýr og geta gefið fólki mikla gleði og vellíðan.
Kær kveðja.
Bengal-kettirnir komnir heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er von á öðru en framfarir og uppbygging eigi sér stað á valdatíma Framsóknar og Sjálfsæðisflokks?
1.1.2015 | 14:05
Ég hlustaði á ármótaávarp háttvirts forsætisráðherrans okkar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Var ég ánægður með orð hans því ég vissi sem svo að á bak við þessi orð og yfirlýsingar voru þrotlaus vinna ríkisstjórnar hans og þrautseigja við að koma fyrirætlunum ríkisstórnarinnar og kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna í framkvæmd. Snemma hófst vinna ríkisstjórnarinnar við að koma til leiðar fyrirhugaðri höfuðstólsleiðréttingu til handa skuldugum húsnæðiskaupendum. Þeir Sigmundur og Bjarni unnu heimavinnuna sína þar sem þeir tvinnuðu saman í eitt fyrirætlanir beggja ríkisstjórnaflokkana hvað þetta málefni varðar og varð úr leið sem nýtti bæði innborgun beint í höfuðstólin og nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls. Voru þeir Sigmundur og Bjarni jafnvel gagnrýndir af stjórnarandstöðunni á Alþingi þegar þeir huggðust koma þessum kjarabótum til fólks. Eins og aðrir tugir þúsunda Íslendinga, fékk ég jólagjöf mína frá Sigmundi og Bjarna núna rétt eftir jólin senda inn í heimabankann minn og inn á íbúðalán mitt (1,3 millj í mínu tilviki). Er ég þvílíkt þakklátur fyrir þetta og tel að þetta muni bæta fjárhagstöðu mína verulega á komandi árum.
Sigmundur nefndi í ávarpi sínu að framlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin á valdatíma ríkisstjónar hans og nefndi hann að framlög til tækjakaupa á Landspítalanum hafi verið sjöfölduð ef ég man rétt. Það er skoðun þess sem þetta ritar að vandi heilbrigðiskerfisins sé vandi okkar allra og að ríkisstjórnin eigi ekki sök á langvarandi launadeilu og verkfalla lækna. Því staða sú sem heilbrigðiskerfið er komið í með allt of miklu álagi á lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og launum lækna sem eru lægri en þekkjast í löndum sem hvað best borga læknum, sé vegna uppsafnaðs vanda vegna margra ára niðurskurðar til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í landinu.
Það kann að vera að þeim launavæntingum lækna þurfi að svara með nokkrum smærri skrefum. Skrefum sem fært gætu læknum nægjanleg laun til framfærslu sem yrðu, fyrst í stað kannski ekki alveg sambærileg launum lækna í landi því sem Íslenskir læknar sækja gjarnarn til; Noregs, en uppbyggingarstarf ríkisstjórnarinnar og fólksins í landinu myndu með tíð og tíma færa lífskjör lækna til þess sem best þekkist í nágrannalöndunum. Yrði það gert með nokkrum taktföstum skrefum ríkisstjórnarinnar sem hefðu hag lækna og landsmanna allra að leiðarljósi. Margra tuga prósenta launahækkun launa mundi óhjákvæmlega leiða til stórkarlalegra krafna annara stétta launafólks, háskólamenntaðra og annara. Sagt er "sígandi lukka sé best", það er best að samningar við lækna náist með grundvelli stöðugleika fyrir atvinnu- og efnahagsþróun í landinu og viðunandi lífskjör allra einkum þess fólks sem lægstar hafa tekjurnar.
Kær kveðja.
Árangur 2014 traustur grunnur framfara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það þarf varla að fjölyrða um það að yfirlæknir á Landspítalanum Tómas Guðbjartsson var valinn maður ársins 2014. Hefur hann og starfsfólk spítalans unnið óeigingjarnt starf í þágu sjúkra. Í öðru sæti urðu síðan björgunarsveitarfólkið okkar. En síðast enn ekki síst hafnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þriðja sæti. Það gleður mig að sjá hann komast þarna í þriðja sætið, það sýnir að mikill hluti landsmanna kann að meta hann og hans verk. Ég galt honum atkvæði mitt og hefði að sjálfsögðu viljað að hann hefði lent í fyrsta sætinu, en ég tek fram að ég met Tómas Guðbjartsson mjög mikils og hans óeigingjarna starf, sem og björgunarsveitarmenn.
Mér finnst að verk ríkisstjórnarinnar fái oft neikvæðan blæ í umræðum í fjölmiðlum. Fannst mér áramótaskaupið líka bera þess merki, en það var að sjálfsögðu allt til gamans gert. Það má ekki gleymast að höfuðstólsniðurfærslan er mikið hagsmunamál fyrir tugi þúsunda heimila og einstaklinga í landinu. Ég fékk mína jólagjöf frá þeim Sigmundi og Bjarna senda í heimabankann minn 3 dögum fyrir áramót tæplega 1,3 milljóna innborgun á höfuðstóli íbúðaláns míns hjá Landsbankanum. Fylltist ég slíku þakklæti fyrir þessa kjarabót sem ný ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks færði mér. Þetta skiptir miklu máli fyrir mann eins og mig sem er verkamaður, mér reiknast til að þetta muni lækka greiðslubyrði mína um 9000 kr á mánuði eða 108.000 á ári.
Það má ekki gleymast í umræðuni um þann vanda sem er í heilbrigðiskerfinu, að vandinn er uppsafnaður, afleiðing af margra ára niðurskurði. Núna á valdatíð ríkisstjórnar Sigmundar fór skriðan af stað. Læknar sættu sig ekki lengur við allt of mikið vinnuálag og laun sem ekki eru eins há og í mörgum nágrannalandana eins og í Noregi sem er það land sem best borgar læknum í Evrópu. Hafa læknar látið það í veðri vaka að fjöldi lækna hyggist segja upp og flytja til annara landa til að starfa. Hafa launakröfur þeirra, sem reyndar enginn virðist vita hvað eru háar verið lagðar fram. Í upphafi var talað um í fjölmiðlum að þær væru 30-36% hækkun grunnlauna, en seinna nefndi háttvirtur fjármálaráðherra að þær væru jafnvel 50%. Það er alls ekki upp á sjórnvöld að sakast að ekki hafi enn náðst samningar því læknar hafa ekki viljað slá á kröfur sínar um launhækkanir með raunhæfum hætti. Þetta er grafarvarleg staða sem ríkisstjórnin er komin í að semja um launahækkanir sem koma til móts við þarfir lækna en ógna ekki stöðugleikanum í landinu. Því það er ekki góð lausn ef læknum er veitt jafvel margra tuga prósenta hækkun sem veldur því að þjónusta á Landspítala og heilsugæslustöðvunum á landinu færist aftur í eðlilegt horf, en skriða launadeilna hjá öðrum stéttum færi af stað. Það mundi hrinda af stað þróun sem kæmi hugsanlega af stað mikilli verðbólgu og erfiðum skilyrðum fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það mundi einnig skerða hag ríkissjóðs með stórauknum kostnaði sem háar launahækkanir lækna myndu valda. Sem aftur mundi kalla á meiri skattbyrði fólksins í landinu.
Kær kveðja.
Tómas valinn maður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við ættum ekki að vera hrædd við að börn okkar fái að heyra um Jesú Krist.
25.12.2014 | 12:28
Það hefur mikið verið rætt um heimsóknir grunnskóla í kirkjur nú rétt fyrir jólin. Hafa spunnist miklar deilur manna á meðal um réttmæti þess að skólar séu með þessu að hafa milligöngu um trúarinnrætingu Kristinnar trúar fyrir skólabörn. Hafa kennarar og skólastjórnendur skóla sem hafa farið í þessar heimsóknir haldið fram að þetta sé ekki trúarinnræting heldur kennsla undir handleiðslu og fylgd kennara. Tiltölulega lítið hlutfall landsmanna er andvígur þessum heimsóknum í kirkjur, og er málflutningur þeirra að skólar eigi ekki að innræta börnum kristna trú og að ekki eigi að gera einum trúarbrögðum hærra undir höfði en öðrum. Hefur þetta verið baráttumál samtaka eins og vantrúar, siðmenntar ofl. Hefur mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem er eins og armur þessara samtaka inn í borgarstjórn, stuðlað að því að lagabjálkur var innleiddur sem hindrar mjög eða bannar afskipti þjóðkirkju eða trúfélaga innan grunnskóla Reykjavíkursvæðisins.
Ég hef það á tilfinningunni að meirihluti landsmanna hafi ekkert á móti heimsóknum skóla í kirkjur tengdar jólum og öðrum stórhátíðum tengd kristinni trú, og gildir það engu hvort að svonefnd trúarinnræting eigi sér þar stað eða ekki. Á vefsíðu Menntamálaráðuneytinu eru birtar tillögur frá 2012 þar sem kemur fram að grunnskólar skuli halda uppi góðri og vandaðri trúarbragðafræðslu og að heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.
Ég vil segja sambandi við hvort trúarleg innræting egi sér stað í þessum heimsóknum eða ekki, að við Íslendingar eigum að vera stollt af Kristinni trú okkar sem kom hingað til lands árið 1000 og hefur fylgt okkur með uppbyggilegri fræðslu og áhrifum sem henni fylgir. Það er ekkert að því að boða börnunum Kristna trú með öllu því sem hún kennir; náungakærleik og umburðarlyndi, virðingu fyrir yfirvöldum og mikilvægi góðra verka bæði fyrir þjóðfélagið, fjölskylduna og náungann og þá sem hafa það bágt. Samtök eins og Hjálparstarf Þjóðkirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, ABC ofl. hafa unnið mikilvægt og þarft starf áratugum saman og hafa verið eins og græðandi armur Krists fyrir skjólstæðinga sína og alla landsmenn og fólk utan landssteinana. Það er engin ástæða að hindra að börnin fái að heyra boðskap trúarinnar um að "Því svo elskaði Guð heiminn að hann sendi son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf" (Jóhannes 3:16). Og "þú skalt elska Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni,öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 'ekkert boðorð annað er þessum meira'. (Markús 12:30-31)
Kær kveðja.
Trúmál og siðferði | Breytt 22.9.2018 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði.
16.12.2014 | 18:17
Í fyrradag skrifaði Hr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sína:
Fór á jólaball þar sem mikill fjöldi leikskólabarna skemmti sér innilega við söng og dans. Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, segir hann.
Það er aðdáunarvert að háttvirtur forsætisráðherra skuli taka afstöðu með kristinni trú. Að leik- og grunnskólabörn fái að njóta þess að fagna komu jólanna hvort sem það er með heimsókn í kirkju eða með því að fara á jólaball. Mættu fleiri skólar stíga í skref Langholtsskóla og bjóða nemendum sínum upp á heimsókn í kirkju þar sem þau fá að fræðast um boðskap jólanna. Við eru kristin þjóð og eigum að varðveita þann menningararf sem fylgt hefur okkur síðustu 1000 árin, og við ættum að vera stolt af. Að síðustu er hér tilvitnun í Biblíuna: "Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar". Sálmur 33:12
Kær kveðja.
Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir í kirkjur er aðeins eðlilegur hlutur í lífi flestra Íslendinga.
10.12.2014 | 18:41
Samkvæmt frétt á Mbl.is vakti Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi VInstri Grænna, formaður Mannréttindaráðs athygli á fyrirhugaðri heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Langholtskirkju í næstu viku í Facebokk-síðu sinni. Sagði hún það algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Að skólar séu fræðslu og menntastofnanir og hafi ekkert með trúboð að gera.
Ég vil segja í þessu sambandi að það að fara í kirkju er fullkomlega eðlilegur hlutur í lífi Íslensku þjóðarinnar og hefur verið það síðustu 1000 árin frá kristnitöku. Það er á engann hátt réttlætanlegt að þessum þætti í Íslensku mannlífi sé haldið frá börnum í leik og grunnskólum. Það þykir sjálfsagt í skólum að nemendur kynnist sem flestum þáttum í Íslensku samfélagi, farið er í leikhús og jafnvel farið í bíó, farið á íþróttaviðburði tónleikar og söngkeppnir eru haldnir innan grunnskólanna. Þjóðkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir hafa haldið uppi góðu og uppbyggilegu starfi fyrrir fullorðna sem börn og unglinga. Það eru engin haldbær rök fyrir því að þessu góða starfi sem börnum bjóðast sé haldið frá börnum í leik- og grunnskólum.
Það er slæmt að samtök fólks sem ekki líkar við Kristna trú hafi getað með áhrifum sínum í borgarstjórn og í hinum pólitíska armi, komið því til leiðar hin síðari ár að trúarlegri innrætingu og góðri kristnifræðslu hafa verið nánast útrýmt innan grunnskóla í Reykjavík. Margir skólar hafa eftir því sem ég best veit fetað í veg skóla á höfuðborgarsvæðinu.
Það að Langholtsskóli hafi tekið ákvörðun um að fara með nemendur sína ásamt starfsmönnum í Langholtskirkju til þess að hlýða á það sem þar er á boðstólunum er mikið gleðiefni og fleiri skólar ættu að feta í fótspor þeirra. Í guðsþjónustunni mun prestur kirkjunnar flytja hugvekju, nemendur þriðja bekkjar munu flytja helgileik og sungin verða jólalög. Er til eitthvað eðlilegra og sjálfsagðara en að hlusta á Guðs orð og njóta fallegrar jólatónlistar. Kristin trú er ekkert sem á ekki við í grunnskólum landsins, trúin kennir okkur að elska Guð og náungann eins og sjálfa okkur og að koma vel fram við aðra. Sú kennsla á svo sannarlega við í grunsskólum landsins og í þjóðfélagi okkar.
Kær kveðja.
Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Læknar samþykki tilboð ríkisstjórnarinnar um 10% launahækkun.
8.12.2014 | 19:08
Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag söfnuðust rúmlega 200 læknanemar fyrir utan fjármálaráðuneytið og afhentu fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni um 200 undirskriftir. Nemarnir ætla ekki að sækja um stöður í heilbrigðisstofnunum fyrr en kjaradeila lækna verður leyst. Bjarni tjáði sig í kjölfar mótmælanna að það væri óraunhæft að semja um 50% launahækkun við eina stétt án þess að það hafi áhrif á aðrar stéttir.
Í fréttatíma Stöðvar 2 nú í kvöld kom fram að læknum hafi verið boðin um 10% launahækkun. Vil ég hvetja lækna til þess að taka þessu tilboði. Því við erum öll, Íslendingar á sömu skútunni. Það er ekki raunhæft að læknar krefjist hækkunar 30 til 50 prósent til að gera laun þeirra sambærileg við laun lækna í því landi í Evrópu sem hvað best borgar læknum. Það er alls ekki raunhæft gagnvart stöðu ríkissjóðs og heilbrigðiskerfisins og vegna þess að hafa ber í huga aðrar stéttir sem eiga eftir að semja. Gríðarhá launhækkun til einnar stéttar mun sennilega valda ólgu og óánægju hjá öðrum launþegum og verkalýðsfélögum þeirra. Það mundi ógna þeim stöðugleika sem náðst hefur og hafa ýmsar stéttir sætt sig við hóflegar hækkanir en launasamningar þeirra eru í uppnámi og stefnir allt í hörð átök um verulega hækkuð laun, ma. vegna góðra samninga sem grunn og framhaldskólakennarar og fleiri stéttir náðu við viðsemjendur sína nýverið.
Ég vil hvetja lækna til að hugsa um hag landsmanna allra í samningum sínum við ríkið. Heilbrigðiskerfið er mikilvægt en það eru fleiri atriði sem skipta máli. Ef læknar fá þá launahækkun sem þeir vilja en í staðinn raskist sá stöðugleiki sem samfélaginu er nauðsynlegur, þá er það slæmt mál. Ég bið Guð að blessa land og þjóð og hvet landsmenn til hófsemi í kröfum sínum um veraldleg gæði. Við erum hér fyrir hvert annað, enginn er eyland.
Kær kveðja.
Vona að Bjarna gangi betur að hlusta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |