Betra væri að verja fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins en í Borgarlínu

Ragn­ar Árna­son hag­fræðipró­fess­or segir ný­lega skýrsla Mann­vits og danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI um hagkvæmni borg­ar­lín­unar vera ranga túlkun. Væri hún kynnt þannig að fram­kvæmd­in væri þjóðhags­lega hag­kvæm.
Er höfundur þessa bloggs honum hjartanlega sammála en ég hef undanfarin ár skrifað nokkur blogg um þetta efni án þess að telja mig vera einhvern sérfræðing á þessu sviði.
Það er skoðun mín að ef fjármunum sem annars færu í borgarlínu væri varið í að endurbæta vegakerfið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og að koma sem víðast fyrir tölvustýrðum umferðarljósum mundi umferð við það verða mun greiðari en nú er og strætósamgöngur líka. Það mætti byggja fleiri mislæg vegamót sem ekki taka mikið pláss eins og vegamótin frá Reykjanesbraut að Costco. Það mætti reisa hringtorg á sumum stöðum eins og á Miklubraut þar sem umferðarteppur myndast oft. Væru þessi hringtorg uppbyggð á þar til gerðri brú. Mundi þetta auka umferðaflæði umtalsvert.
Ekki þyrfti að gera Borgarlínu þar sem slíkt mannvirki nær ekki út í útverfin nema að litlu leiti og gert er ráð fyrir að fólk komi sér þaðan sjálft með strætó eða með öðrum hætti. Með Borgarlínu er líka ætlunin að þrengja að umferð einkabílsins sem er mikil öfugþróun því umferðarteppur skapa meiri mengun og ekki er ástæða til að minnka notkun einkabílsins því rafbílum fer sífellt fjölgandi á Íslandi. Kostnaður við þessa fyrirætluðu framkvæmd er mjóg óljós og er við hæfi að kalla hana óútfylltan tékka. Mikið betra væri að nota peningana í uppbyggingu á vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Ef það er vilji til að bæta ennfremum almenningssamgöngur í Reykjavík þá mætti nota aðeins brot af þeirri upphæð sem annars færi í Borgarlínu til að þétta leiðakerfi strætó og fjölga stoppistöðvum.

Kær kveðja.


mbl.is Borgarlínan ekki þjóðhagslega hagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgarlínan er hugsuð sem lausn á vandamáli sem annars skapast eftir 10 ár. Umferðin í dag er ekki vandamálið, en margir sem telja borgarlínuna óþarfa miða aðeins við umferð og íbúadreifingu eins og hún er núna. Eða/og miða aðeins við hluta af framkvæmdinni eins og Ragn­ar Árna­son hag­fræðipró­fess­or. Gert er ráð fyrir 26% umferðaraukningu á næstu 10 árum og mikilli fólksfjölgun í úthverfum, við því þarf að bregðast með öðru en plástrum sem gera oft ekki annað en færa vandamál til.

Vagn (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband