Hagsmunir Íslands eru best tryggðir utan ESB.

Samkvæmt frétt á Stöð 2 hefur þeim sem vilja að Ísland gangi í ESB fjölgað síðan Capacent gerði síðast könnun.  Í könnuninni kom fram að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu hlyntari aðild en íbúar landsbyggðarinnir.  Var sú skýring dregin fram að það sé vegna þess að köflum um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál hafi ekki verið lokið ennþá og úbúar landsbyggðarinnar viti þess vegna ekki að hverju er að ganga ef Ísland gerðist aðili að ESB.  Mér finnst að þessi útskýring sé út í hött.  Íbúar landsbyggðarinnar gera sér grein fyrir því að skilmálum ESB varðandi sjávarútveg og landbúnað verður ekki breytt heldur verða Íslendingar að gangast undir lög og reglugeriðir ESB þessu viðvíkjandi og það hefur margoft komið fram að undanþágur séu ekki í boði.  Við Íslendingar höfum ekkert í ESB að gera.  Við verðum að framsala yfirráð yfir sjávarútveg og öðrum veigamiklum atriðum Íslensks efnahagslífs til Brussel.  Við vitum ekkert hvernig ESB á eftir að breytast í framtíðinni.  Íbúar margra ESB- landa vilja þangað út aftur og efnahagslegt óöryggi ríkir í mörgum evru-löndum og einstaklega mikið atvinnuleysi einkanlega á meðal ungs fólks.  Með upptöku evru og ESB aðild er Ísland að taka niður fyrir sig.

Kær kveðja.


mbl.is Meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband