Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020

Þingmenn í Massachusetts reyna að koma frumvarpi um fóstureyðingar á seinni tíma meðgöngu inn í fjárlög

Baráttan fyrir lífsréttinum er að hitna í Massachusetts þar sem lýðræðislegir þingmenn reyna að auka réttindi til fóstureyðinga með því að reyna að koma fóstureyðingaráætlun sinni inn í fjárlög ríkisins 2021.

ACLU og aðrir vinstri hópar beita sér fyrir hinni fyrirhuguðu breytingu á fjárhagsáætlun # 759 sem endurspeglar stöðvuð ROE-lög (sem standa fyrir Fjarlægja hindranir og auka aðgang að fóstureyðingum). Breytingin myndi sem sagt lögleiða fóstureyðingar allt fram fram á 9. mánuð meðgöngu, vegna "alvarlegs fósturgalla“.

Fjárlagabreytingin myndi einnig draga til baka núverandi kröfur um umboð þar sem ólögráða börn verði að fá samþykki fyrir fóstureyðingu frá foreldri eða dómara.
Daily Hampshire Gazette fréttaveitan greinir frá að repúblikaninn Charlie Baker sem tilheyrir "republicans for choice" sem er hópur þingmanna á móti fóstureyðingum hafi sagt að hann sé á móti fóstureyðingum seint á meðgöngu og styðji núverandi lög um fóstureyðingar.

Forseti þingsins, Robert DeLeo, og forseti öldungadeildarinnar, Karen Spilka, sem standa á bak við tillöguna, segjast hins vegar hafa áhyggjur af því að hinn íhaldssami Hæstiréttur taki úr gildi svonefnd "Roe V. Wada" lög frá 1973 um rétt kvenna til fóstureyðinga án mikilla hindrana.

„Við höfum miklar áhyggjur af því að rétti kvenna til fóstureyðinga í Massachusetts sé ógnað á landsvísu,“ sagði parið við Boston Globe. „Við erum því skuldbundin til að ræða um ráðstafanir í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni á þessu þingi sem myndu fjarlægja hindranir á heilbrigðis valkostum kvenna þegar kemur að fóstureyðingum og vernda hugtökin sem voru lögfest í Roe V. Wade.“
Formaður repúblikanaflokksins í Massachusetts, Jim Lyons, kenndi DeLeo og Spilka um að ýta undir breytingartillöguna.

„Fyrir þau að ákveða við hvaða alvarleikastig og á hvaða tíma á meðgöngu sé rétt að gera eitthvað slíkt er algerlega truflandi,“ sagði Lyons í fréttatilkynningu.

Lífsverndarhópurinn "Massachusetts Citizens for Life" hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun á netinu og hvetja fólk til að hafa samband við stjórnmálamenn - handhafa löggjafarvaldisins og hvetja þá til að greiða atkvæði gegn „frumvarpinu sem beinist gegn lífi ófæddra.“
„Við munum ekki hætta að berjast fyrir lífinu á næstu fjórum árum,“ segir á heimasíðu hópsins. „Ef eitthvað er munum við berjast harðar, með stærri hjörtum, jákvæðu viðhorfi og styrkt af sannleikanum um að ást og virðing fyrir lífi sérhvers manns vinni daginn.“

Hópurinn greinir frá því að næstum 20.000 fóstureyðingar séu þegar gerðar á ári í Massachusetts.

Þetta er bara nýjasta tilraun demókratastýrðs löggjafarvalds til að knýja fram umdeildar aðgerðir til fóstureyðinga, eins og þingmenn í New York fylki sem samþykktu fóstureyðingar fram að fæðingu í fyrra.
Þýdd frétt af CBN fréttaveitunni.


mbl.is Sakaði Þorgerði Katrínu um „þvætting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband