Bloggfćrslur mánađarins, desember 2016

Ekki skađar ţađ börnin á neinn hátt ađ fá ađ heyra Guđs Orđ

Í könnun sem nú stendur yfir á Dv.is ţar sem spurt er; “Á ađ leyfa kirkjuferđir skólabarna á skólatíma” kemur fram ađ 66,5% eru ţví fylgjandi en 33,5% á móti. Kirkjuheimsóknir eru á vegum skólanna og fara fram í fylgd og viđveru kennara. Eru vettvangsferđir mikilvćgur hluti skólastarfs á öllum skólastigum sem fara fram í ýmsum kennslugreinum ţví kennslustofan getur ekki komiđ í stađinn fyrir vettvangskynningu eins og fjöruferđ, á sögustađ eđa til kirkju..

Ţađ ţarf enginn ađ velkjast í vafa um ađ Kristnin er snar ţáttur í menningu og sögu ţjóđarinnar. Kynning og frćđsla um kristni innan skólakerfisins er ein af forsendum skilnings á menningararfi Íslendinga. Menningarlćsi og ţekking á ýmis konar táknmáli, hugtökum og tungutaki í bókmenntum, listum og öđrum ţáttum menningarinnar er međal annars undir slíkri frćđslu komin. Í umrćđuni um kirkjuferđir og trúarlega frćđslu er oft blandađ saman trúarlegri frćđslu og trúbođi eđa áróđri.

Hér fyrir neđan er góđ athugasemd frá manni sem ekki vildi láta nafn síns getiđ viđ bloggpistil sem ég birti 2013.

“Ćfaforn trúarrit flokkast ekki undir "áróđur". Ţú ţarft ađ lćra Biblíuna hvort sem ţú lćrir guđfrćđi, bókmenntir eđa mannfrćđi, svo bara örfá fög séu lesin. Ţú telst aldrei međal fólks međ grunnţekkingu samkvćmt stöđlum yfirstéttarinnar hafir ţú ekki lesiđ ţessa bók. Meira ađ segja yfirstéttir Indlands og Kína lesa hana. Biblían er nauđsynleg fyrir skilning á vestrćnni sögu, félagsgerđ, heimspeki (sérstaklega ţýsku heimspekingunum, nćr öllum), , listasögu og fagurbókmenntum og telst sjálf á köflum, svo sem Jobsbók, til 100 helstu bókmenntaverka sögunnar, sem bókmenntaverk (ekki sem trúarrit), og ţví hafa allir vellćsir menn á fagurbókmenntir lesiđ hana. Biblían er sameign mannkyns. Lestur hennar er sérstaklega mikilvćgur fyrir börn innflytjenda sem tilheyra annarri trú, svo ţau nái betur ađ skilja ţá menningu sem ţau lifa og hrćrast í, en fari ekki halloka, alveg eins og mađur sem elst upp í löndum Araba en ţekkir ekki Kóraninn á engan séns á ađ komast nokkurn tíman inn í samfélagiđ eđa skilja nágranna sína til fulls. Ţađ kemur trúnni ekkert viđ, heldur áhrif trúarinnar á menninguna. En eins og allir félagsfrćđingar hafa bent á halda ţau áhrif áfram löngu eftir, hundruđum ára eftir, ađ kirkjusókn dvín eđa hćttir. Trúarbrögđ geta jafnvel haft meiri áhrif eftir ađ ţau "hverfa". Viđ verđum leiksoppar ţeirra áhrifa en höfum ekki ţađ val ađ hafna ţeim nema viđ sjálf lesum frumritin. ţví ţađ sem er ómeđvitađ er sterkar ţví sem er međvitađ. Vinnusiđferđi venjulegs Íslendings og annarra Vesturlandabúa kemur til ađ mynda úr mótmćlendatrú, og um ţađ hefur fjöldi trúlausra félagsfrćđinga, svo sem Weber, fjallađ. Sá sem ekki ţekkir ţennan uppruna verđur alltaf bara strengjabrúđa, og getur ekki sjálfur valiđ ađ gangast viđ honum eđa hafna honum. Hann verđur bara á valdi hans án ţess ađ vita um hvađ máliđ snýst. Hvort hann sćki kirkju eđa ekki kemur málinu ekkert viđ. Lesiđ bara Weber... “


Kraftur krossins

12.
Ég mun međan ég hjari
minnast á krossinn ţinn.
Heimsins ljúfi lausnari,
lífgar ţađ huga minn.
Hvort ég geng út eđa inn,
af innstum ástargrunni
ćtíđ međ huga og munni
segjandi hvert eitt sinn:

13.
Jesú Kristí kvöl eina
á krossinum fyrir mig skeđ
sé mín sáttargjörđ hreina
og syndakvittunin,
af sjálfum Guđi séđ.
Upp á ţađ önd mín vonar
í nafni föđur og sonar
og heilags anda.

...........Amen.

Hallgrímur Pétursson Sálmur 33 

 


mbl.is Stađa lýđrćđis rćdd í hugvekju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband