Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Það er lágmarkskrafa að Reykjavíkurborg bíði eftir faglegu mati varðandi nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.

Samkvæmt frétt á Mbl.is kemur fram að flugmenn í Félagi Íslenskra atvinnuflugmanna geri þá kröfu að "óháður, viðurkenndur erlendur aðili verði fenginn til þess að vinna nýtt mat á notkunarstuðli Reykjavíkurflugvallar og að öllum framkvæmdum á Valssvæðinu verði frestað þar til Rögnunefndin hefur lokið störfum, og varanleg lausn er fundin."  Harma þeir vinnubrögð Reykjavíkurborgar, Isavia og annarra hlutaðeigandi aðila varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Kemur það fram í ályktun sem þeir sendu frá sér.

Það er lágmarkskrafa að Reykjavíkurborg virði samkomulag sem gert var á milli hlutaðeigandi aðila í þessu máli sem snertir framtíð Reykjavíkurflugvallar eða hluta hans.  En Rögnunefndin svokallaða átti eins og flestum er kunnugt að fullkanna hvort brotthvarf neyðarflugbrautar eða jafnvel Reykjavíkurflugvallar alls sé raunhæfur kostur og þá hvar sé heppilegur staður fyrir flugvöllinn.  Ef háttvirtur borgarstjóri og vinstri- meirihluti borgarstjórnar ætlar ekki að virða þetta samkomulag þá er það ályktun mín að ríkisvaldinu beri að koma í veg fyrir framkvæmdir á svæðinu, alla vega þangað til að ályktun Rögnunefndarinnar liggur fyrir eða annars faglegs aðila.  Það er að mínu mati mjög álitlegur kostur eins og Félag atvinnuflugmanna benda á að "erlendur, óháður, viðurkenndur aðili" verði látinn kanna málið, hversu mikilvæg neyðarflugbrautin sé.  Þetta er mál sem snertir okkur öll, landsmenn og lausn verður að finna sem fyrst á þessu máli.

Kær kveðja.


mbl.is Flugmenn ósáttir vegna Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið - Innanríkisráðherra ætti nú að skerast í leikinn.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að meirihluti Borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í forystu hefur svikið samkomulag að ekki skuli hafnar bygginga eða vegaframkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu án samþykkis Rögnunefndarinnar svo nefndu.  Hér er á ferðinni stóralvarlegt mál sem varðar ekki aðeins hagsmuni Reykvíkinga og framboð af íbúðum, heldur er þetta mál sem snertir alla landsmenn því lokun neyðarflugbrautarinnar getur hindrað aðgengi sjúkraflugvéla og annara flugvéla þegar vindátt leyfir ekki að aðrar flugbrautir Reykjavíkurvallar séu notaðar.  Þetta er algerlega óforkastanlegt að svona hafi verið staðið að málum, og sé ég þetta ekki á annan veg en svik hafi verið framin af vinstri meirihlutanum í borgarstjórn, svik gegn öllum landsmönnum því þetta er mál sem varðar okkur öll.  Veðrið undanferið sem hefur verið bísna risjótt hefur sýnt okkur að neyðarflugbrautarinnar er þörf. 

Ef fram fer sem horfir mun neyðarflugbrautin hverfa.  Nema háttvirtur innanríkisráðherra Ólöf Nordal skerist í leikinn.  Inngrip stjórnvalda er sá varnagli sem getur komið í veg fyrir þetta niðurrif á flugvelli allra landsmanna.  Stjórnvöld nú ættuð þið að taka af skarið.

Kær kveðja.


mbl.is Fordæmir ákvörðun meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar byggingarframkvæmdir átti að leyfa áður en Rögnunefndin hefði skilað áliti sínu.

Á Mbl.is í dag gefur að líta frétt þar sem greint er frá að í dag sé fundur hjá Borgarstjórn og til samþykkt­ar sé fram­kvæmda­leyfi vegna upp­bygg­ing­ar Hlíðar­enda­svæðisins, sem þýðir að uppbygg­ing getur hafist þar fljót­lega.  Þetta er mikill skellur fyrir velunnara flugvallarins og flesta landsmenn en skoðanakannanir hafa sýnt að um 80% prósent vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.  Svo virðist sem Degi B Eggertssyni sé að takast ætlunarverk sitt að koma hluta flugvallarins, neyðarflugbrautinni í burtu og hefja þar byggingarframkvæmdir.  Það skrítnasta við þetta allt saman er að Dagur B. skipar sjálfur sæti í Röggunefndinni svokallaðri sem átti ma. að athuga hvort raunhæft væri að neyðarflugbrautin víki fyrir íbúða/atvinnubyggð.  En sú nefnd hefur sem kunnugt er ekki skilað áliti sínu.  Það var fastmælum bundið að engar framkvæmdir yrðu hafnar á Hlíðarendasvæðinu þar sem neyðarflugbrautin er nema Rögnunefndin hafi gefið samþykki sitt.  Einnig hefur inn­an­rík­is­ráðherra ít­rekað það í lok árs 2013 að flug­braut­inni verði ekki lokað eða aðrar ákv­arðanir tekn­ar sem leiða til þess að flug­braut­in verði tek­in úr notk­un meðan Rögnu­nefnd­in er enn að störf­um.

Það er dapurlegt að borgarstjóri sé þarna að leyfa að hefja framkvæmdir sem hefta mjög nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.  Friðrik Páls­son, ann­ar formanna Hjart­ans í Vatns­mýri, skrifaði grein í Morgunblaðið þann 12. þessa mánaðar að „Skipu­lagi Hlíðar­enda­svæðis­ins má breyta þannig að allt fyr­ir­hugað bygg­ing­ar­magn Vals­manna verði staðsett þannig á svæðinu að neyðarbraut­in geti áfram sinnt sínu mik­il­væga ör­ygg­is­hlut­verki.“  Borgarstjórnin ætti að kynna sér þessa sáttatillögu Hjartans í Vatnsmýrinni, kannski er þarna góð lausn á málinu.  Það er betra að taka tillit til þeirra sem stunda starfsemi á flugvellinum og þarfa þeirra.  Það er algjörlega forkastanlegt að Dagur B. ætli að gera að engu samkomulag sem hljóðaði uppá að engar framkvæmdir skuli hafnar fyrr en Rögnunefndin hafi skilað áliti sínu.  Og að ekki sé tekið mið af fjöldamörgum skoðanakönnunum sem sýna að yfirgnæfanlegur hluti landsmanna vilji flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni.  En niðurrif neyðarflugbrautarinnar gæti verið fyrsta skrefið í brottnámi flugvallarins, þar sem aðgerðir sem slíkar þrengja mjög að starfsemi flugvallarins og rýra notagildi hans. 

Kannski er þörf á inngripi stjórnvalda í þessu máli, innanríkisráðherra ætti að láta til sín taka í málinu.

Kær kveðja.


mbl.is Segir Dag spilla friði í Rögnunefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þú að bolla einhvern á morgun ?

Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum.  Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á.  Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sá eða sú sem bolluð væri, ennþá í náttfötunum.  Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru.  Tel ég að betra sé þá að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að forðast að þurfa að gefa viðkomandi barni of margar bollur. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.
Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma.  Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er.  Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.
Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum.  Virðist uppruni þess siðar að eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska.  En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins.  Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum.  Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér.  Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á.  En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.
Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk.  Fer Bjössi þar eitthvað út á land að heimsækja frænku sína. Fer hann með skipi, en á ferðinni verður hann sjóveikur, en hann tekur því öllu vel og fer ma. upp í brúnna til að tala við stýrimanninn. Að aflokinni sjóferðinni gengur hann niður landgöngubrúna heldur aumur á svip. Tekur þar frænka hans á móti honum, Var eins og honum væri bumbult og var hann grænn í framan. Fljótlega rennur þó af honum sjóveikin og innan tíðar er hann farinn að spígspora um bæinn. Á glugga bakaríisins á staðnum sér hann atvinnutilboð þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni við bollubaksturinn. Hugsar Bjössi sér þar gott til glóðarinnar og víkur sér inn. Þar er honum færð svunta og er hann þegar látinn hefjast handa við bollubaksturinn. Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur.  Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar.  Hann hefur uppskrift til að fara eftir en heldur komu skilaboðin eitthvað bjöguð til skila til Bjössa, því hann hendir eggjunum í deig- skálina með skurninu, hendir mjólkinni í fernunni og það sem verst er hann setur gerið “eftir hendinni” sem átti að skiljast sem eftir því sem viðkomandi telur þurfa. En það verður síðan til þess að seinna springur deigið með miklum hvell. Og þeir sem nálægt standa fá á sig deig- sletturnar. Í því bili kemur frænka Bjössa og er ekki alveg alls kostar ánægð með frammistöðu Bjössa. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum.  Er hreint ótrúlegt skopskynið  í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt.  Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu. En heldur var hann óhreinn í framan á trýninu við bolluátið því rjóminn er einstaklega ljúffengur en linur og rennur því auðveldlega niður. 

Kær kveðja.


mbl.is Bjuggu til öskupoka og bolluvendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku Bolludags bollurnar eru lostæti sem gott er að bíta í.

Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum.  Virðist uppruni þess siðar að eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska.  En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins.  Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum.  Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér.  Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á.  En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.

Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum.  Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á.  Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sá eða sú sem bolluð væri, ennþá í náttfötunum.  Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru.  Tel ég að betra sé þá að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að forðast of mikil Bollu- útgjöld.  Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.

Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma.  Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er.  Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.
Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk.  Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar.  Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur.  Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum.  Er hreint ótrúlegt skopskynið  í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt.  Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu.
Það er gott að setjast niður eftir amstur dagsins með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollu.

Kær kveðja.


Samhjálp er best til þess fallin að sjá um rekstur Gistiskýlisins á Lindargötu

Það eru dapurlegar fréttir á Mbl.is í gær, að á fundi velferðarráðs Reykjavíkur hafi verið ákveðið að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Gistiskýlis Samhjálpar á Lindargötu.  Samhjálp hefur rekið Gistiskýlið í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkur um árabil með miklum metnaði, þar er áherslan lögð á kristna trú og umhyggjusemi við náungann.  Samhjálp hefur verið rekin síðan 1972 með frjálsum fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja, útgáfu ýmiskonar kristilegs efnis eins og tónlistar og bóka og með sölu happdrættismiða ofl. Samhjálp er því ákaflega ódýr og skilvirk stofnun þar sem hún aflar fjármuna sinna að miklu leiti sjálf en hún nýtur einnig stuðnings Reykjavíkurborgar.

Rökin fyrir þessari ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans er með þessu að spara nokkra þúsundkalla í kostnað fyrir borgina.  Aðrar ástæður er mér ókunnugt um, en ég veit að vinstri meirihlutinn, bæði sá sem nú hefur völdin og sá sem var á undan þeim hefur sett sig á móti trúarinnrætingu barna í grunnskólum.  Það er þá að mínu mati ekki von til þess að þeir sem að þessari tillögu unnu hafi mikinn skilning á því að Samhjálp sé best treystandi til þess að reka Gistiskýlið.  Ekki síst í ljósi þess að starf Samhjálpar er rekið með Kristnum hugsunarhætti þar sem kærleikur Krists er sýndur í verki.  Gegn þessari tillögu borgarmeirihlutans tóku afstöðu borgarfulltrúar Framsóknar og Flugvallarvina ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks.  Í tilkynningu frá Framsókn og Flugvallarvinum segir "að Samhjálp hafi áralanga reynslu í rekstri gistiskýlisins með góðum árangri.  Ekkert gefi til kynna að Reykjavíkurborg geti sinnt þessu verkefni fyrir lægri fjárhæð eða með betri þjónustu en núverandi rekstraraðili.  Við teljum kost að leyfa frjálsum félagasamtökum að koma að rekstri úrræða til þess að auka fjölbreyttni og val þjónustuþega". 

En þær Sveinbjörg og Guðfinna hafa sett sig á móti ýmsu miður góðu sem vinstrimeirihlutinn hefur fundið upp á eins og niðurrif Neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar, þrengingu gatna í og við miðbæinn, þrengingu byggðar og svo mætti lengi telja.  Hafi þær þakkir fyrir.

Kær kveðja.


mbl.is Vilja ekki að borgin taki við rekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld ættu að setja saman vel skilyrt lög til að hindra okurlánastarfsemi.

Eins og kemur fram í Mbl.is lagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins starfsemi smálánafyrirtækja að jöfnu við glæpastarfsemi.  Það er að mínu mati hverju orði sannara að mínu mati, því miður.  Smálánafyrirtæki hafa náð að bjóða upp á lán með slíkum okurvöxtum og ýmiskonar kostnaði sem numið getur þúsundum prósenta, í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda.  Fólk er æði margt að falla fyrir tilboðum þessara okurfyrirtækja og hlekkjar sjálft sig oft í vítahring síendurtekinnar lántöku. 

Löggjafar er þörf að mínu mati til að koma í veg fyrir þessa miskunarlausu gróðastarfsemi sem beinist oftast að þeim sem minnstar hafa tekjurnar.  Stjórnvöld þurfa að fara vel yfir málið og setja saman lög sem koma í veg fyrir lánastarfsemi sem þessa og hindra slíka ofurálagningu smálánafyrirtækja.  Umrædd fyrirtæki virðast geta komist fram hjá lögum sem banna meiri álagningu en sem nemur 50 prósendtum, auk stýrivaxta Seðlabankans.  Gera þau það með því að telja kostnað sem getur numið þúsundir þrósenta sem "valkvæðan". 

Það þarf að setja saman lög sem sýna smálánafyrirtækjum sem stunda slíka starfsemi í tvo heimana, svo ekki verður um villst að slíkt leyfist ekki á Íslandi að hinir lægstu þegnar þjóðfélagsins og fleiri séu beittir slíkri fjárkúgun.  Það þarf að fylgja slíkum lögum vel eftir og hafa lögfræðikostnað gefins fyrir þá sem hafa verið leiknir illa í samskiptum sínum við þessi fyrirtæki og vilja leita réttar síns.

Kær kveðja.


mbl.is Sagði smálánafyrirtæki glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir Íslands eru best tryggðir utan ESB.

Samkvæmt frétt á Stöð 2 hefur þeim sem vilja að Ísland gangi í ESB fjölgað síðan Capacent gerði síðast könnun.  Í könnuninni kom fram að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu hlyntari aðild en íbúar landsbyggðarinnir.  Var sú skýring dregin fram að það sé vegna þess að köflum um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál hafi ekki verið lokið ennþá og úbúar landsbyggðarinnar viti þess vegna ekki að hverju er að ganga ef Ísland gerðist aðili að ESB.  Mér finnst að þessi útskýring sé út í hött.  Íbúar landsbyggðarinnar gera sér grein fyrir því að skilmálum ESB varðandi sjávarútveg og landbúnað verður ekki breytt heldur verða Íslendingar að gangast undir lög og reglugeriðir ESB þessu viðvíkjandi og það hefur margoft komið fram að undanþágur séu ekki í boði.  Við Íslendingar höfum ekkert í ESB að gera.  Við verðum að framsala yfirráð yfir sjávarútveg og öðrum veigamiklum atriðum Íslensks efnahagslífs til Brussel.  Við vitum ekkert hvernig ESB á eftir að breytast í framtíðinni.  Íbúar margra ESB- landa vilja þangað út aftur og efnahagslegt óöryggi ríkir í mörgum evru-löndum og einstaklega mikið atvinnuleysi einkanlega á meðal ungs fólks.  Með upptöku evru og ESB aðild er Ísland að taka niður fyrir sig.

Kær kveðja.


mbl.is Meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengileg framganga flugvallarandstæðinga og þeirra sem byggja vilja á flugvallarsvæðinu.

Samkvæmt frétt á Mbl.is var vinnuhópur sem annast hefur mat á nauðsyn neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar leystur upp nú fyrir jól.  Og í kjölfarið hefur forstjóri Ísavía lýst því yfir að mat vinnuhópsins sé rangt, að neyðarflugbrautin sé í raun óþörf.  Að sögn Þorkels Ásgeirs Jóhannessonar hjá Mýflugi sem átti sæti í vinnuhópnum sendi forstjóri Isavía frá sér skýrslu viðvíkjandi neyðarflugbrautina fyrir ári síðan, sem gengur í berhögg við reglur um útreikninga um nothæfistuðul.  "Það getir hann ekki hafa gert nema vegna þess að hann hefur viljað komast að einhverri ákveðinni niðurstöðu."

Það er skoðun þess sem þetta skrifar að hér er augsýnilega  ekki verið að ganga hreint til verks heldur er hér verið að þóknast ákveðnum öflum sem vilja flugvöllinn burt eða eða hluta hans svo hægt verði að hefja byggingaframkvæmdir á svæðinu.  Til að réttlæta skýrslu forstjóra Isavía var verkfræðistofan Efla látin gera úttekt á málinu.  En niðurstaða hennar var samhljóma skýrslu forstjóra Isavía.  Reykjavíkurborg ákvað að taka álit þessara tveggja aðila sem gott og gilt.  Enda er það yfirlýstur vilji borgarstjórnar meirihlutans að Reykjavíkurflugvöllur eða allavega neyðarflugbrautin skuli víkja fyrir íbúðabyggð.

Það er ekki rétt að hagsmunir þeirra sem hefja vilja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu seu látnir ganga fyrir öryggi flugvallarins. 

Kær kveðja.


mbl.is Óvönduð vinnubrögð í besta falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband