Færsluflokkur: Íþróttir

Ung fimleikakona með Downs heilkenni gerist fyrirsæta og brýtur staðalímyndir

Chelsea WarnerAllir eru fallegar á sinn hátt - það er það sem við höfum alltaf heyrt sem börn. En reyndin er ekki sú því þegar við kveikjum á sjónvarpinu og stillum á tískuþættina, sjáum við tákn fullkomnunar þar sem ekki er pláss fyrir þá sem eru öðruvísi. En jafnvel innan þessarar fullkomnunar, braut Chelsea Werner, fimleikakona frá Danville, Kaliforníu, sér leið inn í hinn fullkomna heim. Hún hefur Downs heilkenni, litningagalla sem leiðir til tafa á vitsmunalegum og lífeðlisfræðilegri þróun einstaklings.

Sem fimleikakona er Chelsea Werner vel þekkt. Hún hafði tekið þátt í United States National Championship og hefur unnið World Championship tvisvar. Að vinna eða öllu heldur, fimleikar hefur alltaf verið hluti af lífi hennar. Hún var aðeins 4 ára gömul þegar fimleikar komu í líf hennar sem leið til að styrkja vöðva hennar. Skömmu síðar varð hún meistari sem hún er nú. Samkvæmt Chelsea hefur þessi íþrótt kennt henni nýja hæfileika og þar á ofan fyllt hana sjálfstrausti.

Og það er sennilega, það sem þarf til að komast áfram með drauma sína. Og smá stuðningur frá fjölskyldunni. Saga Chelsea gæti verið sú sama fyrir verðandi módel með Downs heilkenni. Hvar sem hún leitaði fyrir sér í tísku iðnaðinum var henni vísaði í burtu þar sem ekkert pláss var fyrir einstakling með Downs heilkenni samkvæmt því sem fyrirtækin sögðu. En Chelsea hélt markvisst áfram og fjölskylda hennar gafst aldrei upp á henni.

Og þolinmæðin og þrautseigjan borgaði sig. Fljótlega var hún uppgötvuð vegna fjölmiðla af fyrirtækinu "Við tölum", stofnun sem starfar með það að markmiði að stuðla að jákvæðni varðandi líkamsvöxt og þátttöku í fyrrsætu heiminum. Chelsea sá það eins og margar aðrar leiðir, módel heimurinn hafði lága ímynd af fólki með Downs heilkenni. Hún vildi vera sú sem knúði fram breytingu. Og sem betur fer var það nóg, stofnandi We Speak, Briauna Mariah, sá hennar björtu, bjartsýnu orku á myndbandi. Hún uppgötvaði möguleika Chelsea á að klifra stigann í tískuheiminum.

Og hún gerði það! Frá fyrsta myndbandi hennar hefur Chelsea komið fram sem alþjóðleg tilfinning. Fólk dáist að henni í fjölmiðlum og hún varð geisli vonar fyrir marga foreldra með börn greind með Downs heilkenni. Ekki aðeins þáttaka hennar og myndirnar sýna að við erum öll falleg á okkar eigin hátt, heldur hefur hún sýnt fólki með Downs heilkenni að ekkert geti eða ætti að stöðva þau. Þau eru fær eins og hver annar að gera það sem þau vilja. Chelsea hefur sýnt þeim leið til að vinna bug á röskun sinni og yfirvinna hana.

Jafnvel tísku heimurinn er ánægður með Chelsea. Samkvæmt Mariah, er Chelsea bara yndisleg. Hún getur tekið viðbrögðum eins og gagnrýni án þess að líta á það með þröngsýni og hún er fljót að læra líka. Þetta eru tveir eiginleikar sem eru mjög mikilvægar fyrir alla þætti lífsins, en á sérstaklega við í fyrirsætu heiminum. Mariah er full vonar að Chelsea muni ná mjög langt á sinni braut. Það er nú þegar að verið að gera hennar eigin síðu og vörumerki og prófa hana fyrir framan myndavélina. Innan tíðar mun hún koma fram til að heilla okkur með sjálfstrausti sínu og fegurð.

Chelsea Werner mun fylgja Maran Avila og Madeline Stuart, tveimur samnemendum hennar sem einnig hafa Downs heilkenni. Stuart hefur nú þegar komið á framfæri hennar eigin fatalínu með nafninu "21 Ástæða Hvers vegna" (21 Reasons Why), sem gefur til kynna að auka 21-litninginn sem veldur Downs heilkenni. Í heimi sem lofar fullkomnun, er engin föst skilgreining á fullkomnun. Við getum öll verið falleg.

Chelsea heldur því fram að á þessum víðsjáverðu tímum ætti fólk að losa sig við misskilning varðandi fólk með fötlun, vera óttalaust og grípa það sem það dreymir um. Hún hefur gert það að verkefni hennar og við getum öll verið hluti af þessu samþykki. Losum okkur við fastar ímyndir um fegurð og lítum á þá sérstöðu sem við eigum öll í okkur. Eftir allt saman, eins og Chelsea hefur bent á erum við öll falleg á okkar hátt.

Steindór Sigursteinsson þýddi þessa grein sem birtist 24. mars 2019. á heimasíðunni scienceinsanity.com.
http://www.scienceinsanity.com/2019/03/a-champion-gymnast-with-down-syndrome.html
Sjá einnig fleiri þýddar greinar um sama málefni:
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2192613/?fbclid=IwAR0-FxIlzDfc91kBq-9zlUh3zPnDTY2wY943j75yJYBCo6U4q0exGcvoKrA
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2193063/?fbclid=IwAR3qrQIFoL5H_EOSCyMKpTiLsj36NZTwuJD_y5cafKtdLAeP7dp2D_BPnZ8
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2183304/?fbclid=IwAR0-FxIlzDfc91kBq-9zlUh3zPnDTY2wY943j75yJYBCo6U4q0exGcvoKrA


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband