Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Stjórnvöld eiga ekki að gangast undir vilja ESB í Makríldeilunni.

Það hefur legið mjög í sviðsljósinu um þessar mundir að stjörnvöld þykja líkleg til að taka tilboði framkvæmdaráðs Evrópusambandsins um 11,9 % hlutdeild í Makrílkvótanum.  Í gær kom sú frétt á mbl.is að Írsk stjórnvöld vilji að ESB styðji tillögu sem Norsk stjórnvöld hafa lagt fram sem gengur út á að Íslendingar og Færeyingar fái mun lægri hlutdeild í Makrílkvótanum en það sem þeim hefur verið boðið, en Færeyingar hafa eins og kunnugt er einnig fengið tilboð um 11,9 % hlutdeild.

Mér leggur nú brýnast á orði að segja:  Hvað eigum við með að vera að beygja okkur undir vilja Brusselvaldsins og láta hafa okkur að leiksoppi.  Láta stórveldið leika sér með okkur, brögð þeirra og hótanir eru ekki réttlátar aðgerðir þess sem vill gæta jafnræðis eða réttlætis, heldur er hér um að ræða ólögmætar hótanir stórveldis sem vill gæta hagsmuna sinna og aðildarríkja sinna.  Og hér er ekki verið að skammta Íslendingum (og Færeyingum) sanngjarnan hlut í Makrílkvótanum heldur eru þetta aðgerir til að seilast enn frekar inn á fiskveiðirétt Íslendinga og fleiri, ESB til framdráttar.  Þangað til fyrir nokkrum mánuðum viðurkenndi ESB að Makrílstofninn sé raunar alls ekki eins veikburða og haldið var fram af fiskveiðistjórn þeirra í fyrstu.  þeir hafa nú séð að Makrílstofnin fer stækkandi og að hann er það stór að hann er að taka mikið af átu frá öðrum fiskstofnum.

Nú eru Írsk stjórnvöl farin að blanda sér í málið og vilja ekki að Íslendingum sé skammtaður of stór hlutur, ef til vill svo þeir geti veitt meira sjálfir.  Og ekki hafa Norðmenn reynst okkur vel í þessu máli.  Það hefur jú verið keppikefli íslenskra Stjórnvarlda þangað til nú að halda amk. 16-17 % af aflahlutanum, enda er það talin sanngjörn hlutdeild með það í huga að Makríllinn sækir í stórum stíl á Íslensk fiskimið og sú staðreynd að Ísland er strandþjóð sem ekki er aðili að ESB.

Það eru skír skilaboð mín til Íslenskra stjórnvalda:  Haldið fast við 16-17 % heildaraflans og víkið ekki frá honum.  Það sem ESB er að reyna með okkur er að beygja okkur til algerrar hlýðni og undirgefni við sig.  Það má ekki góðri lukku að stýra, því við sjáum hversu mikið aðrar þjóðir í Sambandinu og jafnvel utan þess geta haft á ákvarðanatöku ESB, ákvaranir sem reynst geta Íslandi til mikils skaða.  Er ekki betra að halda fast á sínu þrátt fyrir einhverjar mótbárur ESB og aðildarríkja þess og hótanir um ólögmætar refsiaðgerðir?  Er ekki betra að láta vaða blint á vaðið eins og Íslendingar gerðu í 4 síðustu Þorskastríðum, þar sem áræðni og innsæi þeirra Stjórnvalda sem þá voru við völd olli því að Íslendingar komust í gegn og unnu, og Íslendingar fengu með því stóraukinn hluta af fiskimiðunum og aukna velsæld sem því fylgdi.

Ég segi nú og hef sagt það áður að við Íslendingar eigum ekkert að gera í ESB. Við sjáum það á því að ESB vill koma vilja sínum fram á aðildarríkjum sínum og þjóða sem það finnst geta skert ávinning þess á einhvern hátt.  ESB hefur sýnt með Icesavedeilunni og Makríldeilunni að hér er á ferðinni stórveldi sem beitir völdum sínum til að hafa áhrif á þjóðir eða beygja þær til hlýðni.

Kærar Jóla og Nýárskveðjur.


mbl.is ESB styðji tillögu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í amstri dagsins.

Núna líður senn að jólum.  Fólk er margt hvert í óða önn að undirbúa sig fyrir jólin, kaupa gjafir fyrir sína nánustu, baka jólasmákökur og sinna mörgu sem ekki má gleymast fyrir jólahátíðina, því öll viljum við jú hafa það sem best um jólin.  Eitt er það sem ekki má gleymast í öllu amstrinu og umstanginu, en það er sjálfur tilgangur eða tilefni jólanna.  Um jólin fara margir til kirkju til að hlusta á jólahugvekju hjá prestinum sínum, til að fá yl og ljós jólanna beint í sálartetrið. 

Hinn sanni tilgangur jólanna er að Guð sendi okkur son sinn sem hann lét fæðast sem lítið barn.  Hann lifði hér á jörðu stutt æviskeið svo hann gæti sýnt okkur leiðina til Guðs, og að lokum leið hann og dó fyrir syndir okkar, en hann reis upp á þriðja degi.  Jesús Kristur dó fyrir okkur, hann gerðist staðgengill vegna synda okkar, hann tók á sig það sem við höfðum gert rangt.  Hann tók á sig refsinguna sem við verðskulduðum vegna misgjörða okkar.  Hann yfirgaf himnana dýrð og fæddist sem litið barn á meðal vor til þess að hann gæti sýnt okkur leiðina til Guðs, hvað okkur ber að gera til þess að öðlast eilíft líf með honum á himnum. 

Jesús sagði "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig".  Jóhannes 14:6.  Við getum ekki frelsað okkur sjálf, við erum í eðli okkar ófullkomin og syndug.  Páll postuli sagði "Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð".  En Guð er auðugur af miskun. hann sendi okkur son sinn til að deyja fyrir syndir okkar.  "Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum".  Rómverjabréfið 8:38-39.  Jesú Kristur er lausnargjaldið fyrir syndir okkar.  "Því að laun syndarinnar er dauði; en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm Drottin vorn".  Róm 6:23.  Fyrir trú á Jesum Krist öðlumst við eilíft líf.  "Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist".  Róm 5:1. 

Fáort hef ég kynnt og útlistað fyrir ykkur fagnaðarerindi Guðs.  Ég vona að þið fáið öll gengið inn í Jólahátíðina með trú á frelsarann Jesúm Krist, og geti fagnað með þúsundum trúaðra um heim allan að Jesús Kristur sé komin til að færa oss gleði og frið.

Kær jólakveðja.


Gleðiefni að ekki verði skorið niður í barnabótum.

Það er mikið rætt um það þessa dagana í fjölmiðlum og meðal almennings til hvaða aðgerða ríkisstjórnin muni grípa til þess að afla fjármuna til reksturs Landspítalans og til tækjakaupa og til að styðja við heilbrigðiskerfið.  En eins og kunnugt er hafði Ríkisstjórnin það jafnvel til athugunar að skerða barna og vaxtabætur til að hægt væri að auka framlög til Landspítalans. 

Í dag tjáði háttvirtur Forsætisráðherra sig um að hann geri ekki ráð fyrir að barnabætur verði skertar.  Mér finnst það gleðiefni að Sigmundur hlustar á fólkið í landinu og þá á ég við barnafjólskyldur sem sannarlega mega illa við að missa spón úr aski sínum sem barnabæturnar hafa óneytanlega verið.    Sagði Sigmundur að barnabætur yrðu jafnvel miklu hærri en þær voru í tíð fyrri ríkisstjórnar.   Mér finnst góðs viti að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að þreyfa sig áfram við fjárlagagerðina.  Þetta er mikil og yfirgripsmikil vinna sem ekki hefur verið hægt að sjá út og fastákveða í einu skrefi heldur hefur ríkisstjórnin komið með tillögur sem hún hefur síðan breytt eða hafnað.  Það er allt í lagi, ef útkoman verður góð og alllflestir landsmenn geta vel við unað.

Eitt af því sem Ríkisstjórnin hefur lagt til við að afla fjármuna fyrir heilbrigðiskerfiskerfið er að lækka framlag í þróunaraðstoð við bágstödd lönd.  Við þetta atriði hef ég það að athuga að mér finnst það leitt að framlag til þróunarlanda verði skert.  Mér finnst að við Íslendingar sem erum allmennt talin fremur efnuð þjóð eigum ekki að vera neinir eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað þróunaraðstoð varðar.  Það er mikil blessun í því að gefa og sýna öðrum örlæti og þá á ég við það er blessun bæði fyrir einstaklinga sem og heilar þjóðir, að gefa.  Það segir Biblían Guðs orð.  "Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum."  Sálmur 41:2  Og "Sælla er að gefa en þiggja." sagði Jesú Kristur.

Ég hef reyndar engar hugmyndir eða tillögur um hvernig hægt sé að afla tekna eða skapa rekstrarafgang svo hægt sé að falla frá áætlun ríkisstjórnarinnar um að lækka stuðning við þróunaraðstoð.  En mér finnst Sigmundur og Háttvirtur Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar vera það úrræðagóðir að þeir gætu hugsanlega fundið einhver ráð svo Íslendingar geti að minnsta kostið haldið fast við núverandi fjártyrk við þróunaraðstoð.  Mér fannst ég eiga að benda ráðherrum ríkisstjórnarinnar á þetta.

Kær kveðja.


mbl.is Ekki skorið niður í barnabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband