Heimsóknir í kirkjur er aðeins eðlilegur hlutur í lífi flestra Íslendinga.

Samkvæmt frétt á Mbl.is vakti Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi VInstri Grænna, formaður Mannréttindaráðs athygli á fyrirhugaðri heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Langholtskirkju í næstu viku í Facebokk-síðu sinni.  Sagði hún það algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.  Að skólar séu fræðslu og menntastofnanir og hafi ekkert með trúboð að gera.

Ég vil segja í þessu sambandi að það að fara í kirkju er fullkomlega eðlilegur hlutur í lífi Íslensku þjóðarinnar og hefur verið það síðustu 1000 árin frá kristnitöku. Það er á engann hátt réttlætanlegt að þessum þætti í Íslensku mannlífi sé haldið frá börnum í leik og grunnskólum.  Það þykir sjálfsagt í skólum að nemendur kynnist sem flestum þáttum í Íslensku samfélagi, farið er í leikhús og jafnvel farið í bíó, farið á íþróttaviðburði tónleikar og söngkeppnir eru haldnir innan grunnskólanna.  Þjóðkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir hafa haldið uppi góðu og uppbyggilegu starfi fyrrir fullorðna sem börn og unglinga.  Það eru engin haldbær rök fyrir því að þessu góða starfi sem börnum bjóðast sé haldið frá börnum í leik- og grunnskólum.

Það er slæmt að samtök fólks sem ekki líkar við Kristna trú hafi getað með áhrifum sínum í borgarstjórn og í hinum pólitíska armi, komið því til leiðar hin síðari ár að trúarlegri innrætingu og góðri kristnifræðslu hafa verið nánast útrýmt innan grunnskóla í Reykjavík.  Margir skólar hafa eftir því sem ég best veit fetað í veg skóla á höfuðborgarsvæðinu. 

Það að Langholtsskóli hafi tekið ákvörðun um að fara með nemendur sína ásamt starfsmönnum í Langholtskirkju til þess að hlýða á það sem þar er á boðstólunum er mikið gleðiefni og fleiri skólar ættu að feta í fótspor þeirra.  Í guðsþjónustunni mun prestur kirkjunnar flytja hugvekju, nemendur þriðja bekkjar munu flytja helgileik og sungin verða jólalög.  Er til eitthvað eðlilegra og sjálfsagðara en að hlusta á Guðs orð og njóta fallegrar jólatónlistar.  Kristin trú er ekkert sem á ekki við í grunnskólum landsins, trúin kennir okkur að elska Guð og náungann eins og sjálfa okkur og að koma vel fram við aðra.  Sú kennsla á svo sannarlega við í grunsskólum landsins og í þjóðfélagi okkar.

Kær kveðja.


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skortur á grunnþekkingu á rótum eigin menningar og eðlilegri upplifun af trúarbrögðum gerir samkvæmt nýjustu rannsóknum menn móttækilegri fyrir áhrifum hættulegra sérttrúarsafnaða og ofbeldisfullra ofstækishópa af ýmsu tagi. Hér er áhugaverð grein um það að flest vestræn ungmenn sem ganga til liðs við IS hryðjuverkasamtökin eiga trúlausa foreldra og skilgreina sig sem trúlaus. Að banna venjulegar kirkjur eins og um glæpastarfsemi sé að ræða eða gera þær hornreka veldur því að raunveruleg glæpasamtök komast upp á dekk. Þeir sem horfast ekki í augu við þetta gera það af tilfinningaástæðum og heilaþvotti og ættu að leitast við að öðlast hugsun sem einkennist af hlutleysi og hugrekki, til að hindra það að verða hjól í vél sem leiðir samfélagið til glötunnar. Hvet menn eindregið til að lesa þessa afbragðsgrein, og þá sem eru þýskumælandi grein Der Spiegel (virtasta tímarits Þýskalands), sem fjallar um vandamálið að trúleysi og veraldarhyggja í barnæsku virðist auka líkurnar á trúarlegri hryðjuverkastarfsemi á unglingsárum.  http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1500025/

Liberté (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 19:36

2 identicon

Kommúnistar eru alltaf samir við sig. Forræðishyggja og heimska.

Og síðan er allt í lagi að banna sömu börnum að borða hefðbundin mat og þau eiga að borða "halal-stlátrað að múslimskum sið".

Svona einstaklinga á að útiloka frá stjórnmálum, þeir eru landráðafólk heiskunar vegna og ekkert annað.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 19:45

3 Smámynd: Ármann Birgisson

Heimsóknir í kirkju er aðeins eðlilegur hluti af lífi Íslendinga,bíðum við, hvernig er hægt að fullyrða svona?. Það hafa bara mjög margir Íslendingar engan áhuga á að fara í kirkju.Þess vegna er þetta aðeins eðlilegur hluti fyrir þá fáu sem enn hafa áhuga á að mæta í kirkju.cool

Ármann Birgisson, 10.12.2014 kl. 19:56

4 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

 "Liberté" ég þakka fyrir fróðlega athugasemd varðandi rannsókn sem bendir til þess að börn trúlausra foreldra láti frekar tælast af hreifingum eins og IS.  Trúin á Guð færir okkur frið og traustan grunn til að byggja líf sitt á.

Steindór Sigursteinsson, 10.12.2014 kl. 20:55

5 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér fyrir athugasemd þína Valdimar.

Steindór Sigursteinsson, 10.12.2014 kl. 20:59

6 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér fyrir athugasemdina Ármann.  Að sjálfsögðu er það rétt að ekki allir Íslendingar vilja fara í kirkju.  Ég meinti að á heildina litið eru Íslendingar kristinnar trúar og líkar að fara í kirkju. 77,6% hluti íslendinga eru í þjóðkirkjunni og þar að auki koma aðrir kristnir söfnuðir sem eru ekki inn í þeirri tölu.  Hérna er listi yfir kristnu söfnuðina á Íslandi og hlutfallsprósentu þeirra:

http://vefir.nams.is/truarbrogd/kristni/pdf/kristniaislandi.pdf

Steindór Sigursteinsson, 10.12.2014 kl. 21:07

7 Smámynd: Hvumpinn

Hvað er Reykjavíkurborg að gera með "mannréttindaráð"?  Og hver setti þessa kommageit þar í forsvar?

Hvumpinn, 10.12.2014 kl. 23:11

8 identicon

Hví förum við ekki með krakkana á sveitaball, heimsóknir í sælgætis og gosverksmiðjur? Hvers vegna fá þau ekki hið þjóðlega kók og prins í kaffinu og eina með öllu í hádeginu? Allt eru þetta hlutar af menningu okkar.

Fyrir þá sem ekki eru kristnir er að fara með börnin í kirkju eins og að draga þau á sveitaball. Að messa yfir þeim eins og að gefa þeim gos og sælgæti í skólanum. Nokkuð sem margir foreldrar væru ekki ánægðir með. Miðað við hvað kristnir halda fram um trú sína þá er þetta tillitsleysi mjög undarlegt og bendir til þess að trúin sé veik en frekjan sterk.

Vagn (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 10:40

9 identicon

Það eru örfá prósent af íslendingum sem sækja í kirkjur... giftingar/skírn/fermingar snúast meira um hefð en trú.
Skólakerfið á algerlega að hafna trúarstögli, nema að því leiti að fræða börnin um helstu trúarbrögð

DoctorE (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 12:36

10 Smámynd: Óli Jón

Steindór: Gott og vel, gefum okkur að heimsóknir í kirkjur séu eðlilegur þáttur í lífi flestra Íslendinga. Er þá nokkur ástæða til þess að skólinn sé að vasast í þessu trúboði? Sjá þessir 'flestir Íslendingar' ekki bara um það sjálfir? Nei, af einhverjum orsökum er þeim ekki treystandi fyrir þessu og þess vegna þarf ríkið að teyma börnin í kirkjurnar einmitt vegna þess að 'flestir Íslendingar' nenna því ekki.

Þú segir, líklega hróðugur:

77,6% hluti íslendinga eru í þjóðkirkjunni og þar að auki koma aðrir kristnir söfnuðir sem eru ekki inn í þeirri tölu.

Ég leyfi mér að fullyrða að 90% þessa fólks skráði sig ekki sjálft inn á félagatal kristins söfnuðar í fyrsta skiptið heldur sá ríkið um það. Vera má að eitthvert þeirra hafi séð sjálft um flutning á milli kristilegra söfnuða, en ríkið sá um frumskráninguna í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. Flestir Íslendingar (engar gæsalappir hér) eru því taldir kristnir af því að ríkið bjó þannig um hnúta.

En þrátt fyrir vélskráningu lítilla barna inn á félagatöl trúfélaga þá fækkar jafnt og þétt í þeim. Spáðu í það, þrátt fyrir að ríkið grípi næstum því nýfædd börn og skrái þau í trúfélög, þá lækkar jafnt og þétt það hlutfall þjóðarinnar sem er skráð í þau! Jafnvel Castro hefði ekki getað búið til betra kerfi til ríkisskráningar, en samt er það að klikka.

En þeir sem klikka þó mest eru 'flestir Íslendingar' sem nenna ekki með börnin sín í kirkju og þess vegna þarf ríkið að sjá um það eins og flest allt annað sem lýtur að kristinni trú hér heima.

Óli Jón, 11.12.2014 kl. 17:18

11 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Hvumpinn.  Það er dapurlegt að Mannréttindaráð skuli vera andsnúið kristinni trú.  Hugmyndafræðin þar er eftir því sem ég tel: Að ef lítill hópur fólks er óánægt með kristna innrætingu í skólum þá sé það réttur viðkomandi fólks að krefjast þess að viðkomandi innrætingu sé hætt.  Og er þá ekki tekið tillit til meirihlutans sem stendur uppi með sárt ennið.  Það er ekkert sem bendir til þess að kristin trú eigi upp á pallborðið í grunnskólum.  Í skólum er þróunarkenningin kennd sem eitthvað sem búið er að sanna.  Þarna er viss trú á ferðinni eða trúboð.  Því þróunarkenninguna hefur enginn vísindamaður sannað.

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 18:56

12 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Vagn.  Það er leitt að sumir foreldrar vilji ekki að börn þeirra sæki Guðsþjónustur eða fái að heyra eitthvað trúarlegt í skólum.  Trúin hefur þann boðskap að mínu mati, sem fært getur bætt siðferði og kærleika til náungans.  Það er ekkert barn neytt til þess að fara í heimsóknir í kirkju, allavega ekki í þessu tilviki sem fréttin Mbl,is greinir frá, en þar var foreldrum sagt að láta umsjónarkennara vita ef börn þeirra eiga ekki að koma.  Þessi atriði sem ég tilgreindi í samhengi við að trúin sé eðlilegur hluti af Íslenskri menningu voru nokkur atriði sem ég tiltók sem dæmi.  Að sjálfsögðu fyndist mér slæmt ef barn mitt væri sent á sveitaball, með í huga þá áfengisneyslu og slæmu hegðun sem þar tíðkast að mínu mati.  Trúin er ekkert sem skaðað getur nokkurn mann.  Jesús sagði:  "Ég er vegurinnn, sannleikurinn og lífið.  Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig."

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 19:15

13 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Doctor E.  Það eru eflaust ítill hluti Íslendinga sem sækir reglulega kirkjur, og margir mæta aðeins þegar viðburðir eins og giftingar, fermingar, skírn ofl.  Ég hef þá tilfinningu að margir virði kristna trú og kristna kirkju þótt þeir nenni ekki að mæta í kirkjur.  Mér finnst að skólar eigi að kenna börnum um kristna trú og leifa þeim að upplifa það sem kristin kirkja hefur upp á að bjóða. 

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 19:25

14 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Óli Jón.  Ég tel að meirihluti landsmanna virði kristna trú og vilji að börn þeirra njóti trúarkennslu í skólum og kynnist starfi þjóðkirkjunnar.  Þrátt fyrir að þeir hafi ekkert haft neitt um það að segja að þeir voru skráðir í þjóðkirkjuna í kjölfar skírnar þeirra.  Kristin kirkja er hluti af samfélagi okkar þess vegna á skólakerfið ekki að útiloka heimsóknir í kirkjur og heimsóknir presta í grunnskólana.  Því miður er ekki hægt að segja að reglubundnar mætingar í guðsþjónustur sé hluti af lífi flestra Íslendinga, en nánast allir Íslendingar nýta sér að einhverju leiti þá þjónustu sem kirkjan býður upp á, mæta td. í fermingar, giftingar, skírnir ofl.  Og kirkjan nýtur að ég tel velvild meirihluta landsmanna.

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 19:41

15 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta er brandari hjá þér, er það ekki? "komið því til leiðar hin síðari ár að trúarlegri innrætingu og góðri kristnifræðslu hafa verið nánast útrýmt innan grunnskóla í Reykjavík" trúi ekki öðru en að um brandara hafi verið að ræða. Síðan hvenær varð þetta að "góðri kristnifræðslu"?

Þetta er ekkert annað en áróður sem notat best yfirvöldum til að hafa stjórn á lýðnum.

Það vita það vonandi flestir að kristin trú er uppfinning, og Jólin er miklu eldri hátíð en trúin á hinn ímyndaða guð...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 11.12.2014 kl. 19:57

16 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Afsakið !  Smá leiðrétting við athugasemd mína númer 11.  Þar stendur:  "Það er ekkert sem bendir til þess að kristin trú eigi upp á pallborðið í grunnskólum".  Það átti að sjálfsögðu að standa að "Það er ekkert sem bendir til þess að kristin trú eigi ekki upp á pallborðið í grunnskólum."

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 21:14

17 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Ólafur Björn.  Þetta er ekki brandari hjá mér, mér er full alvara með það sem ég skrifaði.  Ég hefði ef til vill getað notað annað orðalag.  Eins og: "Dregið hafi verulega úr kristinni innrætingu og kristinfræði í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að lög voru sett sem banna heimsóknir presta og Gídeonmanna og eiginleg kristnifræði aflögð og kristin trú aðeins kynnt lítillega ásamt öðrum trúarbrögðum, þar sem ekki má gera einni trú eða lífskoðun hærra undir höfði en öðrum".  Ég vil benda þér á og öllum sem þetta lesa að Jesú Kristur kom í heiminn sendur af Guði sem lítið barn, fæddur af Maríu mey, eingetinn, fæddur á tíma Pontíusar Pílatusar, pyntaður, deyddur og settur í gröf, en reis upp á þriðja degi.  Hann gerði það til þess að þeir sem á hann trúa eigi í trúnni á hann eilíft líf.  Hann tók á sig þá refsingu sem við áttum skilda fyrir misgjörðir okkar.  "Honum bera allir spámennirnir vitni að sérhver sem á hann trúi fái fyrir hans nafn fyrirgefningu synda sinna"

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 21:36

18 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Afsakið.  Í athugasemd minni númer 17 átti að sjálfsögðu að standa "Pyntaður, á tíma Pontíusar Pílatusar..".  Hann var fæddur á valdatíð Heródesar Keisara.  Leiðréttist það hér með.

Steindór Sigursteinsson, 11.12.2014 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband