Staðgöngumæðrun samræmist ekki kristnum sjónarmiðum.
18.11.2014 | 17:03
Samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram til umsagnar á Alþingi, verður staðgöngumæðrun leyfð hér á landi og hafa verið sett viss skilyrði og reglur þar að lútandi. Er það meðal annars; að greiða skuli staðgöngumóður útlagagðan kostnað en enga þóknun umfram það, að greina þurfi barni frá uppruna sínum þegar það nær aldri og þroska til og að ekki megi auglýsa þessa þjónustu og að staðgöngumæðrun skuli ekki vera framkvæmd í hagnaðarskyni heldur aðeins í velgjörðarskyni.
Ég verð að segja að leyfi til staðgöngumæðrunar gengur á móti öllu sem ég tel rétt og samkvæmt góðu siðferði. Ég tel að lög um þetta sem varða peningagreiðslur séu heldur losaralegar og það sé auðvelt fyrir fólk að ganga á bak þessara reglna. Þetta opnar að mínu mati dyrnar fyrir þann möguleika að efnað fólk geti nýtt sér fátækt kvenna. Óprúttið fólk geti hugsanlega notfært sér þetta og fengið konur í "þjónustu sína" og að aflokinni fæðingu grætt verulegar fjárhæðir. Staðgöngumæðrun er einnig vafasöm í ljósi þess að móðurtilfinning og ást móður til barns þróast venjulega á meðgöngu og ákvörðun sem var tekin til að hjálpa barnlausum foreldrum snýst þá upp í löngun til að halda barninu þegar það er fætt.
Ég vil hvetja háttvirtan Iðnaðar-og Viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur og fleiri flutningsmenn þingsályktunartillögu þessarar að falla frá frumvarpi sínu um staðgöngumæðrun. Mér finnst slík heimild ganga gegn kristinni hugsun, með velferð hugsanlegra staðgöngumæðra í huga og vegna þess að lög sem þessi opna gátt fyrir efnað fólk að nýta sér fátækt kvenna og hugsanlega að leynileg gróðastarfsemi spretti upp í tengslum við staðgöngumæðrun. Mér skilst að þingmaður Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir hafi sett sig á móti frumvarpinu. Á hún heiður skilið fyrir þá réttsýni og hugrekki sem hún sýndi.
![]() |
Ber að segja barni frá staðgöngumæðrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin er að vinna að bættum hag allra landsmanna.
17.11.2014 | 19:24
Í dag kom fjölmenni saman á Austurvelli, til þess, samkvæmt því sem að mótmælunum standa; að mótmæla aðgerðum og aðgerðarleysi stjórnvalda. Er það svonefnd jæja-samtök sem standa fyrir mótmælendunum. En mótmælin í dag bera yfirskriftina "jæja Hanna Birna"
Mig langar til þess að tjá mig um mótmæli þessi: Jæja, mótmælendur sem viljið Hönnu Birnu úr ráðherrastól: Samkvæmt því sem Hanna Birna hefur lýst yfir nýverið hefur hún reynt að vinna verk sín sem Innanríkisráðherra eins vel og samviskusamlega og hún gat og að hennar sögn var henni ekki kunnugt um meintan leka aðstoðarmanns hennar. Og þegar grunsemdir komu upp um leka í ráðuneyti hennar sagði hún af sér umsjón dómsmála. Hún er að mínu áliti mjög heiðarleg og vönduð manneskja.
Það sem mótmælt er einnig að sögn aðstandenda mótmælana er "að stjónmálamenn taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokka". Vil ég um það segja að nýverið var landsmönnum kynnt niðurstaða skuldanleiðréttingu skuldara verðtryggðra húsnæðislána. Sem er náttúrulega langþráð leiðrétting fyrir hóp fólks sem ekki fékk lán sín leiðrétt þegar fólk með gengistryggð lán fengu sína leiðréttingu.
Ríkisstjórnin hefur gengið í gegn um mikið umrót varðandi kjaradeilur fólks með háskólamenntun eins og Kennarar, tónlistarkennara, flugmanna ofl. Hafa kennara í grunn og framhaldskólum hlotið verulegar launahækkanir. Laun lækna og tónlistarkennara hefur ekki verið samið um ennþá. En það er ekki auðvelt mál að semja um 30-50% próstent launahækkanir til lækna þegar gæta þarf aðhalds og forðast skriðu hárra launakrafna hjá öðrum hópum með verðbólgu sem því fylgir.
Ríkisstjórnin er að vinna að bættum hag allra landsmanna að mínu mati. Niðurfelling vörugjalds og lækkun efra þreps virðisaukaskatts er stórt stórt skref fram á við og hækkun matarskatts verður að skoða í samhengi við það. Að sögn fjármálaráðherra munu matvörur á heildina litið hækka 2,5-3 prósent ma. vegna fyrirhugaðs afnáms sykurskatts. En almenn vörugjöld sem verða felld niður eru á bilinu 15-25 prósent. Ég vænti þess að Alþingi muni ganga þannig frá málum að hlutur þeirra sem lægstar hafa ráðstöfunartekjurnar verði ekki skertur.
![]() |
Mótmælt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saga stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna.
12.11.2014 | 18:00
Eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið við stjórnmyndunarumboði frá Forseta Íslands sneri hann sér fyrst til vinstri framboðanna með gottið sem hann hyggst færa Íslensku þjóðinni sem eru aðgerðir þær sem hann hefur í hyggju að framkvæma þjóðinni til góðs. Hann var svolítið smeykur við að koma til Bjarna með gottið því hann var hræddur um að Bjarni myndi kíkja í pokann hans og taka uppáhaldsmola hans sem eru lausnir þær sem hann hefur varðandi lánamál heimilanna. Vegna þess sneri hann sér fyrst til vinstri til að kanna alla möguleika fyrst og sjá hvort hin höfðu ekki betra gotterí en Bjarni. Eftir að hafa kíkt á gottið sem hin í vinstri framboðunum höfðu í nammi pokum sínum, tók hann sér stuttan umhugsunarfrest. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri óhætt að láta á það reyna að snúa sér til Bjarna.
Og það var eins og við manninn mælt. Bjarni tók honum mjög vel, og hann lét uppáhalds molann hans alveg vera. Hann hafði prýðilega góðar hugmyndir um hvernig þeir gætu skipt molunum og mótað þá eftir hvernig þeim báðum líkaði og eftir því sem best kemur fyrir þjóðarhag. Og Bjarni bauð Sigmundi í sumarbústað á suðurlandsundirlendinu þar sem aðstoðarkona Bjarna bakaði vöflur fyrir þá með sultu og rjóma. Og fljótt hvarf öll hræðsla úr huga Sigmundar eins og dögg fyrir sólu og hann fann sig öruggan hjá Bjarna. Og þeir settu molana saman í stóra skál, sem eru aðgerðir þær sem þeir hyggjast koma í verk, fólkinu í landinu og atvinnuvegunum til handa.
Og stjórnarmyndunarviðræðurnar gengu vel og oft komu fréttir af þeim félögum með myndum af þeim brosandi vegna þess góða árangurs sem þeir voru að ná og líka vegna vorangans í loftinu sem hafði eins og keim af betri tíð. Og þeir fóru með sælgætisskálina, stjórnarsáttmálann til Reykjavíkur í Alþingishúsið og brátt var ríkisstjórn þeirra, hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mynduð.
Og núna þegar styttist til jóla útdeildu þeir gottinu sem eru aðgerðir þær til handa skuldugum íbúðaeigendum. Og fólkið var fegið að fá að snæða úr skálinni því það var svangt eftir langa bið eftir gottinu sem Bjarni og Sigmundur höfðu að færa.
![]() |
Aldrei hefur verið jafn gaman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáranlegt að halda því fram að ríkisstjórnin sé að standa sig illa.
11.11.2014 | 18:52
Mótmæli héldu áfram á Austurvelli í gær. Það sem mótmælt var meðal annars slæm staða heilbrigðiskrefisins vegna verkfalls lækna og vöntun á meira fé til Landspítala og heilbrigðiskerfisins alls. Það er fáránlegt að saka ríkisstjórnina um þessa bágu stöðu heilbrigðiskerfisins. Núverandi ríkisstórn hefur stór aukið framlög til heilbrigðiskrefisins frá því sem var í tíð fyrri ríkisstórn. Vandi heilbrigðiskerfisins er ekki vegna bágrar frammistöðu ríkisstjórnarinnar heldur er þetta uppsafnaður vandi samdráttar sem hefur verið allsráðandi mörg undanfarin ár. Ég tel að kröfur háskólamenntaðs fólks eins og lækna, kennara, leikskólakennara prófessora ofl með háum launahækkunum séu að koma nú vegna þess að fólk sér að nú sjái til lands í ríkissbúskapnum með bættri tíð og stóraukinni velferð.
Annað sem fólk mótmælti á Austurvelli í gær var að þeim peningum sem varið er í skuldaleiðréttingu ríkisstórnarinnar á verðtryggðum lánum hefði mátt nota í heilbrigðiskerfið eða einhver önnur mikilvæg málefni. Sú lækkun á útborgunum á fasteignalánum sem margt fólk uppsker vegna skuldaleiðréttingarinnar er einmitt það sem margt fólk, skuldum hlaðið og láglaunafólk hefur þörf fyrir. Það er margt fólk að basla á lágum launum og á mikið erfiðara með að láta enda ná saman en stéttir eins og læknar og kennarar. Fyrir það fólk er þessi upphæð á við stór launahækkun sem lækkun afborgana færir þeim.
![]() |
Virðingarleysi og röng forgangsröðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nokkrar staðreyndir um svonefnd Blóðtungl.
2.11.2014 | 03:00
Ég birti hérna grein sem vinur minn, sem ég kýs að nafngreina ekki, setti saman um svonefnd "blóðtungl". Er það tilgangur greinarinnar að týna til helstu staðreyndir og það sem vitað er um þessi sjaldgæfu fyrirbæri. Hefst hér greinin:
Almyrkvi á tungli (4 Blood Moons) 1
Rauður máni
Tungl Jörð Sól Stanslaust sólarlag
Stanslaus sólaruppkoma
Ljósgráa svæðið þýðir: Hálfskuggi (Pemumbra), Gráa svæðið: Alskuggi (Umbra)
Tunglmyrkvar / Sólmyrkvar
Tunglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar. Það gerist aðeins þegar sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Það kallast raðstaða eða okstaða.
Tunglmyrkvar verða aðeins á fullu tungli. Tunglmyrkvi sést frá hálfri jörðinni í einu, þ.e. frá næturhliðinni sem snýr frá sól. Almyrkvi verður þegar tunglið gengur allt inn í al skugga (umbra) jarðar eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Mest geta orðið 3 almyrkvar á tungli á einu ári en það er mjög sjaldgæft. Seinast sáust 3 almyrkvar árið 1982 en mun ekki gerast aftur fyrr en árið 2485.
Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það oft á sig rauðleitan blæ. Það er vegna allra sólarlaga og sólarupprása sem verða á jörðinni á þessum tíma. Stanslaus sólaruppkoma er á mörkum nætur og dags og stanslaust sólarlag á mörkum dags og nætur. Sólarljósið berst í gegn um lofthjúp jarðar sem dreifir rauða litnum seinna enn hinum litunum. Sólmyrkvi verður þegar sól, tungl og jörð eru í nokkurn vegin beinni línu. Sólmyrkvi sést aðeins frá litlum hluta jarðar í einu, því þá gengur tunglið milli sólar og jarðar og skuggi tunglsins er miklu minni enn skuggi jarðar.
2
Almyrkvi á tungli. Séð frá Íslandi 28. október 2004. Mynd: Snævarr Guðmundsson.
Stjörnufræðivefurinn: stjornufraedi.is
Litur tungls í almyrkva fer eftir fjarlægð tungls frá jörð/sól og aðstæðum í lofthjúpnum.
Tunglmyrkvi 15. maí 2003. Myndina tók Loyd Overcash, Houston Texas.
NASA website: nasa.gov
3
Litur tungls í almyrkva getur verið:
1) Tunglið er næstum ósýnilegt, sérstaklega um miðbik almyrkvans.
2) Tunglið er grátt eða brúnleitt.
3) Tunglið er dimm - eða ryðrautt.
4) Tunglið er Vínrautt.
5) Tunglið er bjart-koparrautt eða appelsínugult.
4 Blood/Red Moons
Undanfarið hafa umræður og skrif farið vaxandi um það sem á ensku hefur verið nefnt 4 blood moons" sem er það fyrirbæri þegar fjórir almyrkvar, á tungli, verða í röð með sex mánaða (tunglmánaða) millibili sem er fremur sjaldgæft. Á ensku hefur þetta einnig verið nefnt 4 in a row total lunar eclipses," einnig tetrad total lunar eclipses." Ekki hef ég heyrt íslenskt heiti á þessu fyrirbæri, en legg til orðin:(lesist, fjór) 4 mána almyrkvi á tungli", þar til annað betra kemur fram. Þegar verið er að fjalla um þetta í dag á það einkum við um næstu skipti sem þetta verður, en það eru árin 2014/2015. Tveir almyrkvar á tungli verða sitthvort árið og einn almyrkvi á sól á milli, (sjá meðfylgjandi töflu). Athygli vekur hvernig þetta tengist hátíðum Ísraelsmanna, þ.e. þeim 7 hátíðum sem Drottinn boðaði Ísraelsmönnum fyrir munn Móse, sjá 3. Mósebók, 23. kapítuli. Tveir almyrkvar á tungli verða árið 2014, á páskahátíð og laufskálahátíð, og tveir - verða árið 2015 á sömu hátíðum, þ.e. páskahátíð og laufskálahátíð.
Á milli verður svo almyrkvi á sól, 20. mars 2015, sem er daginn fyrir hinn trúarlega, Biblíulega nýársdag Ísraelsmanna sem er á hebresku 1. Nissan, sem er sá dagur sem Drottinn sagði að skyldi vera fyrsti dagur ársins.
Athygli vekur að deildarmyrkvi verður á sól 13. september, daginn fyrir hinn almenna nýjársdag (Rosh Hashanah) í Ísrael sem er á hebresku 1. Tishri. Hefur það einhverja merkingu? Er þessi dagur minna virði" enn hinn Biblíulegi nýársdagur?
Þetta fyrirbrigði 4 mána almyrkvi á tungli" er eins og áður segir, fremur sjaldgæft. Frá árinu 1733 til 1908 kemur það aldrei fyrir, en á 20. öld 5 sinnum og á 21. öld 6 sinnum.
4
Frá fæðingu Jesú hefur það aðeins sjö sinnum tengst þessum Ísraelsku hátíðum, þ.e. árin: 162/163 - 795/796 - 842/843 - 860/861 - 1493/1494 - 1949/1950 -1967/1968. Með 2014/2015 verður það átta sinnum. Ekki verða fleiri sem tengjast ísraelskum hátíðum næstu 400 árin. Það vekur líka athygli að þetta er alltaf tengt tveim sömu hátíðum Ísraelsmanna þ.e. páskum og laufskálahátíð sem eru fyrsta og síðasta hátíðin af þeim 7 hátíðum sem Drottinn bauð Ísraelsmönnum að halda. Sjá 3. Mósebók 23. kafli.
Þegar athugað er samband 4 mána almyrkva á tungli" við þessar ísraelsku hátíðir kemur í ljós að þetta fyrirbrygði á tunglinu getur verið á tímabilinu mars - júní og september - desember. Þar af oftast á tímabilinu apríl - maí og september - október. Til að útskýra af hverju það er þyrfti stjörnufræðinga. Aftur á móti held ég að það stæði í stjörnufræðingum að útskýra af hverju það gerist eitthvað afdrífaríkt varðandi Ísrael, kirkju Krists eða jafnvel á heimsvísu þegar þetta tengist þessum hátíðum Ísraelsmanna.
Minni heimildir eru til um fyrstu fjögur skiptin, eftir fæðingu Jesú, sem þetta á sér stað enn síðar varð, þ.e. 4 mána almyrkvi á tungli" sem tengist þessum hátíðum Ísraelsmanna. Frá 1493/1494 eru til mun meiri heimildir.
5
Árin 162/163 4 mána almyrkvi á tungli" Tengist verstu ofsóknum á Gyðingum og Kristnum í sögu Rómverska Heimsveldisins.
Árin 795/796 4 mána almyrkvi á tungli" Frakkland Karlamagnús konungur hins Rómverska Heimsveldis stofnaði belti héraða eða greifadæma milli Frakklands og Spánar, Marca Hispanica, eftir endilöngum Píreneafjöllum, eins og stuðpúða milli Frakklands og Spánar, til að stöðva aldalanga ásókn Araba til Vestur Evrópu. (Sjá kort hér til hliðar)
Spánn
Árin 842/843 4 mána almyrkvi á tungli" Skömmu síðar réðust múslímar frá Afríku á Vatíkan kirkjuna í Róm og rændu þar og rupluðu.
Árin 860/861 4 mána almyrkvi á tungli" Skömmu síðar sigraði býzantíska keisaradæmið heri Araba í orrustunni við Lalakaon í Tyrklandi og stöðvaði þar með að fullu innrás múslima til Austur Evrópu.
Árin 1493/1494 4 mána almyrkvi á tungli" Gyðingar ofsóttir og reknir frá Spáni
Gyðingar ofsóttir og reknir frá Spáni Árið 1492 voru 800.000 Gyðingar, sem ekki vildu taka kaþólska trú, reknir frá Spáni. Var þeim gefinn fjögurra mánaða frestur til að fara. Þeir sem tóku kaþólska trú voru kallaðir Conversos. Þó nokkur hluti gyðinga gerðust kaþólskir til málamynda en iðkuðu sína Gyðinglegu trú á laun. Þeir Gyðingar sem það gerðu voru kallaðir Marranos sem merkir svín. Það komst upp um marga þeirra því tug þúsundir þeirra voru pyntaðir til að reyna til að fá þá til að segja til annarra Gyðinga sem einnig iðkuðu trú sína á laun. Margir þeirra voru bundnir við staur og brenndir lifandi. Land þeirra og aðrar eignir tóku krúnan og kaþólska kirkjan og skiptu á milli sín.
Árin 1949/1950 4 mána almyrkvi á tungli"
13. apríl 1949 / 7. október 1949
2. apríl 1950 / 26. september 1950
Frelsisstríð Ísraelsmanna 29. nóvember 1947 lögðu Sameinu Þjóðirnar fram áætlun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, annað fyrir Araba og hitt fyrir Ísraela. Samkvæmt skiptingunni átti Ísrael að fá 55% landsins og Arabar - 43%. Afgangurinn, Jerúsalem og Betlehem skyldi vera aðskilið og stjórnað af Sameinuðu Þjóðunum, UN. Ísrael samþykkti þetta
Kort af Tillögu Sameinuðu Þjóðanna að skiptingu Palestínu milli Ísraela og Araba 1947
Ísrael appelsínu rautt/gult, Arabar gult.
Wikipedia: 1948 Arab-Israeli War.
14. maí 1948, lýsti Davíð ben Gúríon yfir stofnun ríkisins, Eretz-Israel, landið Ísrael, sem við í daglegu tali nefnum Ísrael. Nokkrum klukkutímum seinna, á miðnætti 15. maí 1948, féll stjórnarumboð Breta á Palestínu úr gildi og Ísrael varð fullvalda ríki. Aðeins örfáum klukkustundum síðar, réðust herir Egypta, Jórdaníu, Sýrlands og Íraks á Ísrael. Það stríð endaði 10. mars 1949 með vopnahléi og afmörkun landa
Kort af Ísrael eftir sjálfstæðisstríðið 1948 - 1949
Eins og sést á kortinu (Ísrael blátt, Arabar gult) hefur landsvæði Ísraela stækkað
til muna frá tillögu Sameinuðu Þjóðanna sem Ísrael samþykkti en Arabar höfnuðu.
Litli ljósi bletturinn á miðju kortinu er Jerúsalem og umhverfi.
8
Um þetta vopnahlé samdi Ísrael við Egyptaland, Líbanon, Jórdaníu og Sýrland. Þessi ríki skrifuðu undir, en ekki Írak. Þess má geta að Jerúsalem var skipt í tvennt, Austur - og Vestur Jerúsalem, þar sem gamli borgarhlutinn með Musterishæðinni tilheyrði Austur Jerúsalem sem var undir yfirráðum Jórdaníu. Þessi landamæralína hélst þangað til 1967.
Kapteinn Avrham Adan setur upp Blek Fánann (The ink flag), við Umm Rash (staður sem nú er innan Eilat) til merkis um endalok frelsis stríðsins 1948 -
1949. Wikipedia: Arab-Israeli War.
Blek Fáninn (The Ink Flag) varð þannig til að þegar til átti að taka var herdeildin ekki með neinn fána. Hermennirnir fundu hvítan dúk og drógu á hann tvö strik með bleki og saumuðu á hann Davíðsstjörnu sem þeir rifu af skyndihjálpar setti.
Á páskum 24. apríl 1967,
á laufskálahátíð 18. október 1967,
á páskum 13. apríl 1968,
á laufskálahátíð 6. október 1968.
6 daga stríðið, 5 - 10 júní 1967:
Aðdragandi þess var sífellt meiri þrýstingur frá nágrannaríkjum Ísraels. Egyptar drógu saman mikinn her á Sínaískaga sem samanstóð af u.þ.b. 100.000 hermönnum, 950 skriðdrekum, 1.100 APCs vopnuðum herflutningavögnum, meira enn 1.000 fallbyssum og öðrum herbúnaði. Hin ríkin, Jórdanía og Sýrland höfðu komið sínum herjum fyrir meðfram ísraelsku landamærunum. Auk þess sendu Írakar 100 skriðdreka ásamt sveit fótgönguliðs til Jórdaníu og komu sér fyrir nálægt landamærum Jórdaníu og Ísraels. Einnig komu flugmenn sem sjálfboðaliðar frá pakistanska hernum arabísku herjunum til hjálpar. Þá voru Arabar líka styrktir með flugvélum frá Líbýu, Alsír, Marokkó, Kúveit og Sádi Arabíu.
2. júní kölluðu Jórdanir saman fund í Ramalla, með yfirmönnum og leiðtogum á vesturbakkanum og í Ramalla, til að tryggja sér stuðning þeirra og hjálp og fullvissuðu þá um að það tæki þá þrjá daga að ná til TelAvíf. Á þessu sést að spennan milli Ísraels og áður nefndra ríkja var orðin mjög mikil. Það má segja að undir lokin hafi ísraelski herinn verið orðinn eins og spenntur bogi, þaulæfður og vel skipulagður með ákveðin hernaðar plön.
Til marks um hve þaulæfðir þeir voru, þá gátu flugmenn þeirra farið fjórar árásarferðir á dag, með því að lenda, taka eldsneyti og vopn og taka á loft, meðan flugherir andstæðinganna gátu aðeins farið eina til tvær árásarferðir á dag. Þetta varð til þess að ísraelski flugherinn gat, á einum degi, nánast eytt egypska flughernum ásamt flugherjum hinna landanna. Vegna þessa héldu andstæðingarnir að Ísrael fengi hjálp frá flugherjum annarra landa. Þegar Ísraelsmenn sáu að ekki yrði komist hjá átökum, vissu þeir líka að vænlegra til árangurs væri að verða fyrri til og að þá gætu þeir líka notað þaulhugsaða hernaðaráætlun sína.
10
Að morgni 5. júní 1967 gerði ísraelski flugherin árasir á egypska flugvelli og nær gereyddu egypska flughernum á jörðu niðri. Að því loknu gerðu þeir sams konar árásir á Jórdaníu og Sýrland. Að kvöldi þessa fyrsta dags stríðsins hafði ísraelski flugherinn gereytt u.þ.b. 450 flugvélum og eyðilagt mestan hluta af flugvöllum andstæðinganna og höfðu algjör yfirráð í lofti yfir Ísrael, Gólanhæðum í Sýrlandi, Vesturbakkanum og Sínaíeyðimörkinni.
7. júní náði Ísrael fullum yfirráðum yfir Austur Jerúsalem og þar með gamla borgarhlutanum með Musterishæðinni og Vestur Múrnum (Grátmúrnum) og hafa þeir haldið þeim yfirráðum.
Þegar Ísraelsmenn höfðu unnið Austur Jerúsalem gekk einn æðsti foringi þeirra á Zíonfjall, að gröf Davíðs, og hrópaði: "Davíð konungur, ég tilkynni að Jerúsalem er unnin!".
Þekkt mynd David Rubinger´s af Ísraelskum fallhlífahermönnum við Vesturmúrinn ( Grátmúrinn ) skömmu eftir að Ísraelsmenn tóku Austur Jerúsalem. Wikipedia: Six day War.
11
Að loknu 6 daga stríðinu, 10. júní höfðu Ísraelsmenn gjörsigrað andstæðingana og lagt undir sig Sínaí Skagann, Gaza, Austur Jerúsalem, Vesturbakkann og Gólanhæðir.
Yfirráðasvæði Ísraels fyrir og eftir 6 daga stríðið. Ljósasta svæðið er umráðasvæði Ísraela fyrir stríðið, Það ljósbleika er það svæði sem Ísrael vann í stríðinu. Wikipedia: Six day war.
Eftir Camp David samkomulagið árið 1978, afhentu Ísraelsmenn Egyptum Sínaí Skagann.
Hvaða eftirmæli ætli 4 mána almyrkvi á tungli" 2014/2015 fái, Það kemur í ljós. Það er a.m.k. óþarfi að láta það koma sér á óvart vegna þekkingarleysis.
Þessi grein er ekki annað en það sem henni var ætlað að vera, fyrst og fremst samansafn helstu staðreynda um 4 mána almyrkva á tungli" (4 Blood Moons).
25. mars 2014
12
Helstu heimildir:
Biblían; íslensk útgáfa 1981; Hið íslenska Biblíufélag.
Mannkynssaga; Ólafur Þ Kristjánsson; Fyrra hefti; Bókaútgáfa Þorsteinn Jónsson h.f. 1951.
Heimkoma Ísraels Endurkoma Krists, Erling Ström, þýðing Jón Sigurðsson,
Útg. Blaða og Bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykjavík.
Hebreskt Almanak: 2012 Biblical/Jewish Calendar.
Stjörnufræðivefurinn: stjornufraedi.is
YouTube: Nokkur vídeó um Blood Red Moons". John Hagee, Mark Bilts, Perry Stone.
Wikipedia, the free encyclopedia: 1948 Arab-Israeli War; 1949 Armistice Agreements.
Wikipedia, the free encyclopedia: Six Day War; Origins of the 6 Day War; Operation Focus.
Wikipedia, the free encyclopedia: Marca Hispanica.
Wikipedia, the free encyclopedia: Eclipse cycle.
NASA: nasa.gov: NASA Eclipse Web Site; Index to Five Millennium Catalog of Lunar Eclipses.
NASA: nasa.gov: Catalog of Lunar Eclipses: 1401 to 1500; Lunar Eclipses: 2011 - 2020.
World Watch Daily KOENING International News: watch.org.
americaslastdays.blogspot.com: 214 - 2015 blood moons, solar eclipses and lunar eclipses
on Jewish feasts days The future of Israel.
real-world-news.org/sky-signs html: Signs in the Sun, Moon & Stars.
Pray 4 Zion: pray4zion.org: The Coming Blood Moons
Pray 4 Zion: pray4zion.org: The Biblical Feasts.
Trúmál | Breytt 9.11.2014 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki ætti að veita leyfi til lagningar vegar á landi Hlíðarenda.
25.10.2014 | 09:38
Nokkuð hefur borið á umræðum um áform Valsmanna um að reisa íbúðabyggð í landi Hlíðarenda sem er við austurenda neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Í frétt á Mbl.is í gær var viðtal við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Þar ræddi hann um umsókn Valsmanna til að leggja veg á landi Hlíðarenda sem muni skilja að íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda og fyrirhugað íbúðasvæði. Sagði hann að hér væri um að ræða framkvæmdaleyfi sem fæli ekki í sér leyfi til þess að reisa byggingar á svæðinu. Framkvæmdir fyrsta kastið á Hlíðarendalandinu munu ekki einu sinni hafa neitt að gera með neyðarbrautina, hina svokölluðu þriðju flugbraut," sagði hann.
Finnst mér með ólíkindum að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur skuli lýsa því yfir að lagning vegs á Hlíðarendasvæðinu hafi "fyrsta kastið" ekki neitt að gera með neyðarbrautina. Að sjálfsögðu fylgir íbúðabyggð þessum veg seinna meir fái áform Valsmanna fram að ganga, sem felur í sér að neyðarflugbrautin þurfi að víkja. Það virðist ætlun borgarstjórnarmeirihlutans að lauma þessum framkvæmdum af stað og hefja þær þannig að ekki sé unnt fyrir velunnara flugvallarins að fá neinu um breytt. Skriðþunginn í þessu máli er slíkur að það á að reyna að koma framkvæmdum af stað, án þess að Rögnunefndin svokallaða sem átti að meta þessi mál hafi skilað áliti sínu.
Það er mikið hagsmunamál fyrir landsmenn alla að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera áfram með öllum sínum 3 flugbrautum. Neyðarflugbrautin er nauðsynleg þegar veður eru válind og vindar sterkir úr SV og NA áttum, en þær aðstæður skapast yfir 20 daga á ári. Myndi öryggi flugvallarins skerðast verulega verði neyðarflugbrautin látin víkja.
Í samkomulagi sem undirritað var af háttvirtum innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jóni Gnarr Kristinssyni fyrverandi borgarstjóra, kemur fram að tilkynnt verði um lokun neyðarbrautar Reykjavíkurvallar (NA/SV brautar) fyrir áramót. En þá var hugsunin sú að Rögnunefndin hafi skilað áliti sínu, en nefnd þeirri hefur verið falið að finna framtíðarstaðsetningu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Síðustu fréttir frá Rögnunefndinni er sú að hugsanlegum möguleikum á framtíðarsvæði fyrir flugvöllum hafi fækkað úr 15 í 5 og er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í breyttri mynd einn af þeim 5 valkostum. Tel ég það ólíklegt að Rögnunefndin finni einhvern stað fyrir flugvöllinn sem henti vel fyrir þá starfsemi sem til staðar er á vellinum. Yrði það óhemju kostnaðarsamt fyrir flugrekstraraðila sem þar reka starfsemi sína og landið allt sem af flutningi flugvallarins hlýst með lagningu nýs flugvallar með öllum þeim byggingum sem honum fylgja. Yrði það gríðarlegur skellur fyrir innanlandsflugið, flugskólana flugverkstæðin ofl. sem færa þyrftu starfsemi sína og þetta myndi að lokum koma niður á landsmönnum öllum með hækkuðu verði á innanlandsflugi.
Háttvirtur forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tjáði sig á síðasta ári:
Ég myndi að sjálfsögðu helst vilja sjá flugvöllinn í þeirri mynd, sem hann er, þ.e.a.s. þriggja flugbrauta völl. Það er mjög óheppilegt á allan hátt þessi leið að reyna að þrengja stöðugt meira og meira að flugvellinum, og flytja hann nánast í pörtum úr Vatnsmýrinni, en í rauninni að reyna að gera flugvellinum ókleyft að starfa þarna. Það er stefna, sem að ríkið þarf að koma í veg fyrir að nái fram að ganga."
Það er einlæg ósk mín að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fái áfram að vera óskertur með öllum sínum 3 flugbrautum og að öll þau starfsemi sem þar hefur starfað lengi, fái að vera þar áfram. Ég vil biðla til stjórnvalda að taka afstöðu í þessu máli og ræða þessi mál því orð eru til alls fyrst. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa að kryfja þetta mál til mergjar og komast til botns í því hvort skerðing á starfsemi flugvallarins og þeirra fyrirtækja sem þar eru, séu til að efla hag fólksins í landinu. Og hvort veita eigi hópi fólks og hagsmunaaðilum sem byggja vilja í Vatnsmýrinni án þess að hafa í huga alla þá hagsmuni sem í húfi eru fyrir flugtengda þjónustu sem rekin er á Reykjavíkurflugvelli og hag allra landsmanna, því innanlandsflugvöllur á Stór- Reykjavíkursvæðinu með öllu því hagræði sem því fylgir er mikið þjóðþrifamál.
![]() |
Engin áhrif á neyðarbrautina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef til vill er þörf á inngripi stjórnvalda í Flugvallarmálinu.
21.10.2014 | 20:54
Samkvæmt frétt á Mbl.is verður opinn borgarafundur á hótel Natura kl 20:00 í kvöld, og er til hans stofnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri. En það er í stuttu máli svo komið að borgaryfirvöld hafa veitt verktökum framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu, sem er í skjön við áður gefnar yfirlýsingar borgarstjórnar þar sem sagt var að ekki yrði farið í framkvæmdir á svæðinu fyrr en Rögnunefndin svokallaða hafi skilað áliti sínu. En eins og kunnugt er hefur umrædd nefnd engu áliti skilað né komist að neinni niðurstöðu um hvort fýsilegur kostur sé að þessi hluti af flugvallarsvæðinu víki fyrir íbúðabyggð og hvort einhver staður sé nógu álitlegur kostur til að byggja upp aðstöðu fyrir þá flugstarfsemi sem á svæðinu er og þyrfti að víkja ef til framkvæmda kæmi. Á fundinum verða eftirtaldir framsögumenn sem gera munu grein fyrir athugasemdum sínum við deiliskipulagið og útskýra hina válegu stöðu sem upp er komin:
Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group
Leifur Magnússon, verkfræðingur og fv. formaður Flugráðs
Sigurður Ingi Jónsson, fulltrúi í flugöryggisnefnd Isavia um lokun Neyðarbrautarinnar
Bergur Stefánsson, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og formaður fagráðs sjúkraflutninga
Það er alveg makalaust að borgarstjórn ætli að svíkja gefin loforð um að beðið verði efti áliti Rögnunefndar áður en framkvæmdir eru hafnar og virða að vettugi raddir þeirra sem reka flugstarfsemi á svæðinu, sem eru flugskólar, sjúkraflugsaðilar, flugverkstæði ofl. Og að ekki eigi að hlusta á vilja 70% prósenta borgarbúa sem vilja flugvöllinn áfram. Samkvæmt frétt á Mbl.is 17. þessa mánaðar tjáði Ívar nokkur Pálsson sig á þessa leið að brautarendinn verði við fyrirhugaðar byggingar sem reisa á og að "Það verður engin fluglína með blokkir við brautarendann." Kom ennfremur fram að aðflug neiðarbrautar Reykjavíkurflugvallar gangi ekki upp verði skipulagið samþykkt.
Þetta er báleg staða sem komin er upp hjá þeim sem þarna eiga hagsmuni að gæta og reyndar Reykvíkinga allra svo og landsmanna, því að sú aðstaða sem er þarna til staðar á Reykjavíkurflugvelli kemur allri þjóðinni til góða. Nýtingarstuðull Flugvallarins og öryggi myndu falla niður í ruslflokk verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika því neyðarbrautinnar er þörf þegar vindátt er ekki hagstæð fyrir aðrar brautir. Borgarbúar sofnuðu þarna á verðinum og kusu yfir sig flokka í borgarstjórn sem ekki skilja mikilvægi flugvallarins og þessa svæðis sem á að byrja framkvæmdir á.
Ég sé ekki aðra kosti í stöðunni en að Ríkisstjórnin taki þarna af skarið og banni fyrirhugaðar framkvæmdir. Það er þó nokkuð margt sem sem rættlætt geti slíkt inngrip stjórnvalda. Ég tek fram að ég er ekki lögfróður maður þannig að ég viti allar hliðar málsins en ég lít svo á að inngrip stjórnvalda væri mögulegt vegna eftirtaldra ástæðna:
Öryggissjónarmið. Flugvöllurinn er mikilvægur vegna öryggis bæði ef til náttúruhamfara, eins og eldgoss komi og svo vegna sjúkraflugs sem er hagkvæmt vegna nálægðar við Landsspítalann og af þeirri ástæðu að flugvélar eru margfallt ódýrari í rekstri en þyrlur sem þyrfti að notast við þurfi flugvöllurinn að víkja.
Þjóðarhagsmunir. Það leikur enginn vafi á því að ef Flugskólarnir sem þarna eru þurfi að hafa sig á brott, jafnvel þótt einhver staður kynni að finnast síðar fyrir þá starfsemi þá yrði þarna stór- tjón á þessari atvinnustarfsemi sem flugskólarnir hafa byggt upp og er kennsla sú sem þeir bjóða, á heimsmælikvarða. Með frekari framkvæmdum og niðurrifi Reykjavíkurflugvallar myndi innanlandsflugið þurfa að víkja. Yrði það mikill skellur fyrir landsbyggðina alla svo og Reykvíkinga. Það yrði mikil afturför varðandi samgöngur á landinu. Því Keflavíkurflugvöllur er á engann hátt heppilegur til að taka við innanlandsfluginu, meðal annars vegna fjarlægðar hans frá Stór- Reykjavíkursvæðinu.
Varðveisla sögulegra verðmæta. Eftir því sem ég best veit þá er Reykjavíkurflugvöllur 75 ára á þessu ári. Bretar reistu hann á tíma fyrri heimstyrjaldarinnar.
Ég vil hvetja Háttvirtan forsætisráðherra Sigmund Davíð Guðlaugsson að bregðast við í þessu máli 0g kalla saman Ríkisstjórn sína og fyrirskipa lögbann á fyrirhugaðar byggingaframdvæmdir á Vatnsmýrasvæðinu.
Kær kveðja.
![]() |
Borgarafundur vegna neyðarbrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heildaráhrif breytinga á virðisaukaskatti og niðurfelling vörugjalda eru jákvæð fyrir heimilin.
16.10.2014 | 16:57
Samskvæmt frétt á Mbl.is og myndbroti sem henni fylgdi varð háttvirtum forsætisráðherra býsna heitt í hamsi er hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvars þingmanns Samfylkingarinnar. Sagði Sigmundur reyndar "ef fyrirspurn skyldi kalla." Því háttvirtur þingmaður Samfylkingarinnar fór óvægum orðum um verk ríkisstjórnarinnar, hvað varðar breytingar á virðisaukaskattsþrepunum og skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að ekki yrðu greiddar af hrægammasjóðunum svonefndu heldur með því að láta heimilin borga fyrir þær með hækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Sagði hann ennfremur "að hagur heimilana hafi versnað mjög frá síðasta kjörtímabili".
Bragst forsætisráðherra við með ákveðni og góðri mælskulist, þar sem hann hratt til baka ummælum Helga Hjörvars, sagði hann ekki hafa farið rétt með neitt atriði rétt í ræðu sinni. Sagði hann að ríkisstjórnin væri að lækka skatta en ekki hækka. Ríkisstjórnin væri "að lækka álögur á heimili en ekki hækka sem síðsta ríkisstjórn hefði gert á allan mögulegan hátt". Sagði Sigmundur að ríkisstjórnin færi skuldir heimilana niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða á ári. Sem er ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn gerði, en hún notaði ekki tækifærið þegar gullið tækifæri gafst til þess að lækka skuldir heimilana og hafi barist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja yfir á heimilin.
Ég er hjartanlega sammála Sigmundi Davíð. Ríkisstjórnin er með skulda- lækkunar áformum sínum að koma í verk aðgerðum sem eru löngu tímabærar. Engin ríkisstjórn hefur komið slíkum áformum í verk sem koma sér eins vel fyrir skuldug heimili svo ég viti. Varðandi breytingar á virðisaukaskattsþrepunum og hækkun matarskatts vil ég segja að hækkun virðisaukaskatts á matvæli gæti við fyrstu sýn virst vera hækkun á álögur á einstaklinga og heimili. En með nánari íhugun og með því að velta fyrir mér þessum málum þá tel ég að heildaráhrifin verði jákvæð fyrir heimilin og jafnvel einstaklinga. Því á móti hækkunum á neðra þrepinu úr 7 í 12 prósent kemur lækkun efra þrepsins úr 25,5 í 24 prósent. Í því þrepi eru innifaldar vörur eins og td. snyrtivörur. hreinlætisvörur klósettpappír, eldhúsrúllur og margt fleira. Til mótvægis við hækkun matarskattsins svokallaða kemur svo að sykurskattur af matvælum verður lagður niður. Ekki er mér kunnugt um nákvæmlega hvaða lækkun það skilar, fer það eftir hlutfallslegu sykurinnihaldi í matvörunum. Samkvæmt frétt í vef Rúv 6 apríl á síðasta ári var hækkun sú sem sykurskatturinn hafi skilað á matvæli vera um 1-3 prósent. Háttvirtur fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sagði nýlega að hækkun á matvæli vegna hækkunar á matarskatt yrði ekki 5 prósent eins og halda mætti heldur 2,5 - 3 prósent. Trúi ég því vel, því til mótvægis við hækkun á matarskattinum kemur lækkun á vörum sem innihalda sykur. Það eru býsna margar vörur og vöruflokkar matvæla sem bera þennan skatt. En það eru td. mjólkurvörur eins og jógúrt sem innihalda viðbættan sykur, bakarísvörur eins og vínarbrauð, kökur og kex og að sjálfsögðu gos og sælgæti, jafnvel brauð sem inniheldur sykur og margt fleira. Það sem gerir virkilega útskagið í lækkun útgjalda á heimilin og einstaklinga er svo niðurfelling vörugjalda sem mér skilst að skilað geti kringum 15-25prósent lækkun á fjöldamörgum vöruflokkum.
Má þar nefna; rafmagnstæki, eins og sjónvörp, sjónvarpsflakkarar, hljóm- og myndlutningstæki, handfrjáls búnaður fyrir farsíma (25%).
Heimilistæki eins og eldavélar, ofnar, örbylgjuofnar, gasgrill, ísskápar, frystar, uppþvottavélar, þvottavélar og þurrkarar(20%)
byggingarvörur eins og gólfefni, teppi, flísar, baðker, salerni, handlaugar, blöndunartæki, heitir pottar(15%)
og margar aðrar vörur fyrir heimilið eins og ljós, lampar og ljósaperur, kertastjakar, hleðslurafhlöður(15%)
Það er klárt mál í mínum huga að jafnvel efnaminni fjölskyldur og einstaklingar þurfa oft að endurnýja ýmiskonar raftæki og kaupa vörur sem falla undir þennan lið. Lækkunin á þessum vöruflokkum er það há 15-25 prósent eða meira að það þarf ekki að kaupa mikið af vörum sem falla undir þennan lið til þess að viðkomandi einstaklingur eða heimili hagnist af og að kaupmáttur fólks verði heldur meiri heldur en ef ekki væri farið út í þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin stefnir að hrinda í framkvæmd með bættan hag fólksins í landinu að leiðarljósi.
Við megum vera þakklát fyrir núverandi ríkisstjórn.
![]() |
Allt sem háttvirtur þingmaður sagði er rangt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.10.2014 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkisstjórn og Alþingi þurfa ekki að samþykkja þessar reglugerðir ESB.
15.10.2014 | 19:35
Samkvæmt frétt á Mbl.is hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um visthönnun. Felur það í sér að tilskipanir evrópusambandsins varðandi svonefndar orkutengdar vörur ganga í gildi hér á landi. Felur það ma. í sér að sturtuhausar með takmarkaða vatnsnotkun verða lögleiddir , takmörk verði sett á afl ryksuga og hárblásara.
Finnst mér þetta vera með eindæmum fáránlegt. Á Íslandi höfum við nóg að heitu vatni eða vatni hituðu upp af rafmagni og nóg er með rafmagni til að knýja ryksugur með nægan sogkraft og öfluga, góða hárblásara. Finnst mér þetta vera eins og framhald af þeim fáránleika sem innleiðing sífellt fleiri evróputilskipana færa okkur.
Ég var svo fyrirhyggjusamur að ég keypti um 100 glóperur áður en bannið við sölu þeirra gekk í gildi (kostuðu frá 69 kr. stykkið). Ég er með nokkur lokuð ljós sem ég nota þessar perur fyrir, því ég hef fundið út að sparperurnar endast ákaflega stutt í þessum ljósum. Ef til vill er kælingin ekki nógu mikil. Ég get ekki hugsað mér að fara í sturtu með sturtuhaus með takmörkuðu rennsli, slíkt veldur því aðeins að maður er lengur að þvo sér og að skola af sér sápuna.
Þessar evróputilskipanir eru í takt við það sem maður er orðinn vanur að heyra, sífellt strangari reglur sem hefta bæði líf fólks, viðskipti og atvinnulíf. Við getum séð hvernig evrópureglur hafa farið með einkaflugið í landinu. Þar sem fáránleg pappírsvinna og óhentugar reglur varðandi tegundarviðurkenningar á íhlutum sem settar eru í flugvélar, ollu á tímabili tímabundinni stöðvun á flugi margra einkaflugvéla á landinu.
Er ekki kominn tími til að segja: hingað og ekki lengra. Hættum að innleiða ESB reglur, enda er það ekki ætlun Íslenskra stjórnvalda að ganga í ESB, né er það vilji almennings í landinu. Sendum evrópuráðinu langt nef og höfnum öllum þvingandi og óhentugum reglugerðum.
Kær kveðja.
![]() |
Sturtur verða vatnsminni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég las frétt á vefsíðu Rúv þar sem háttvirtur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson greindi frá því að "Samkomulag hefur náðst um innleiðingu reglna um samevrópskt fjármálaeftirlit í EFTA ríkjunum þremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein." Var ennfremur sagt að "Með því verður tryggt að evrópulöggjöf, sem byggir á viðbrögðum við alþjóðlegu fjármálakreppunni tekur gildi í ríkjunum þremur, þar á meðal löggjöf um þrjár evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði.
Ég verð að segja að þessi frétt olli ugg í huga mér. Og mér finnst formaður Sjálfstæðisflokksins sem ég met mjög mikils vegna þeirra kosta sem mér finnst hann búa yfir, vera kominn út á afar vafasama braut hvað varðar þetta samkomulag. Ég er enginn sérfræðingur varðandi þessi mál en það er nokkuð augljóst í mínum huga að slíkt fjármálaeftirlit sem felur í sér að viðbrögð við alþjóðlegu fjármálakreppunni verði samkvæmt evrópulöggjöf, sem ég tel vera mikið hættuspil fyrir Ísland, því það er mikil óvissa í því hvað í þessu felst og hvaða áhrif þetta gæti haft á Íslenskt efnahagslíf.
Í fréttinni er ennfremur sagt "Þar sem stofnanirnar hafa meðal annars vald til að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja fela reglurnar í sér framsal framkvæmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki." Ég verð að segja að mér finnst þetta gera útslagið varðandi þá röngu ákvörðun að innleiða þessi lög, að þessi reglugerð sem um er fjallað felur í sér valdaframsal Íslenska ríkisins sem Stjórnarskráin leyfir ekki. Og að eftirlitsstofnanir þær sem um er rætt hefðu vald til að grípa inn í rekstur fjármálastofnana. Það er klárt mál í mínum huga að viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra voru rétt þegar hrun Íslensku bankanna varð 2008. Neyðarlögin, sem fólu í sér gjaldeyrishöft björguðu miklu fyrir Íslenskan efnahag, og það er staðreynd að Ísland fór betur út úr kreppunni en ríki Evrópusambandsins.
Í frétt Rúv.is kom fram að "Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti samkomulagið fyrir Íslands hönd en reglurnar verða lögfestar hér á landi á næstunni." Ég vil hvetja háttvirtan fjármálaráðherra til að draga þessa ákvörðun til baka. Því yfirráð erlendra eftirlitsstofnana yfir íslenskum fjármálastofnunum ef annað hrun verður er mjög varhugavert.
Mér finnst einnig að EES samningurinn hafa mjög bindandi áhrif á atriði er varða viðskipti, atvinnuvegi þjóðarinnar og efnahag þar sem margar íþyngjandi reglur hafa verið innleiddar. Hefur reglugerðarfarganið aukist mjög hin síðari ár. Má þar nefna bann á sölu á glóperum. Finnst mér að umræða eigi að eiga sér stað á Alþingi hvort EES samningurinn þjóni Íslenskum hagsmunum. Evrópusambandið hefur að mig minnir unnið að gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin. Gætum við Íslendingar ekki sagt upp EES samningnum og bjargað okkur á eigin spítur og gert okkar eigin fríverslunarsaminga og ýmsa viðskiptasamninga við önnur lönd þar á meðal ríki Evrópusambandsins ?
Kær kveðja.
Steindór.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)