Ríkisstjórnin er að vinna að bættum hag allra landsmanna.

Í dag kom fjölmenni saman á Austurvelli, til þess, samkvæmt því sem að mótmælunum standa; að mótmæla aðgerðum og aðgerðarleysi stjórnvalda.  Er það svonefnd jæja-samtök sem standa fyrir mótmælendunum. En mótmælin í dag bera yfirskriftina "jæja Hanna Birna"

Mig langar til þess að tjá mig um mótmæli þessi:  Jæja, mótmælendur sem viljið Hönnu Birnu úr ráðherrastól:  Samkvæmt því sem Hanna Birna hefur lýst yfir nýverið hefur hún reynt að vinna verk sín sem Innanríkisráðherra eins vel og samviskusamlega og hún gat og að hennar sögn var henni ekki kunnugt um meintan leka aðstoðarmanns hennar.  Og þegar grunsemdir komu upp um leka í ráðuneyti hennar sagði hún af sér umsjón dómsmála.  Hún er að mínu áliti mjög heiðarleg og vönduð manneskja.

Það sem mótmælt er einnig að sögn aðstandenda mótmælana er "að stjónmálamenn taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokka". Vil ég um það segja að nýverið var landsmönnum kynnt niðurstaða skuldanleiðréttingu skuldara verðtryggðra húsnæðislána.  Sem er náttúrulega langþráð leiðrétting fyrir hóp fólks sem ekki fékk lán sín leiðrétt þegar fólk með gengistryggð lán fengu sína leiðréttingu. 

Ríkisstjórnin hefur gengið í gegn um mikið umrót varðandi kjaradeilur fólks með háskólamenntun eins og Kennarar, tónlistarkennara, flugmanna ofl.  Hafa kennara í grunn og framhaldskólum hlotið verulegar launahækkanir. Laun lækna og tónlistarkennara hefur ekki verið samið um ennþá.  En það er ekki auðvelt mál að semja um 30-50% próstent launahækkanir til lækna þegar gæta þarf aðhalds og forðast skriðu hárra launakrafna hjá öðrum hópum með verðbólgu sem því fylgir.

Ríkisstjórnin er að vinna að bættum hag allra landsmanna að mínu mati. Niðurfelling vörugjalds og lækkun efra þreps virðisaukaskatts er stórt stórt skref fram á við og hækkun matarskatts verður að skoða í samhengi við það.  Að sögn fjármálaráðherra munu matvörur á heildina litið hækka 2,5-3 prósent ma. vegna fyrirhugaðs afnáms sykurskatts.  En almenn vörugjöld sem verða felld niður eru á bilinu 15-25 prósent.  Ég vænti þess að Alþingi muni ganga þannig frá málum að hlutur þeirra sem lægstar hafa ráðstöfunartekjurnar verði ekki skertur. 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband