Er von á öðru en framfarir og uppbygging eigi sér stað á valdatíma Framsóknar og Sjálfsæðisflokks?

Ég hlustaði á ármótaávarp háttvirts forsætisráðherrans okkar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Var ég ánægður með orð hans því ég vissi sem svo að á bak við þessi orð og yfirlýsingar voru þrotlaus vinna ríkisstjórnar hans og þrautseigja við að koma fyrirætlunum ríkisstórnarinnar og kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna í framkvæmd.  Snemma hófst vinna ríkisstjórnarinnar við að koma til leiðar fyrirhugaðri höfuðstólsleiðréttingu til handa skuldugum húsnæðiskaupendum.  Þeir Sigmundur og Bjarni unnu heimavinnuna sína þar sem þeir tvinnuðu saman í eitt fyrirætlanir beggja ríkisstjórnaflokkana hvað þetta málefni varðar og varð úr leið sem nýtti bæði innborgun beint í höfuðstólin og nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls.  Voru þeir Sigmundur og Bjarni jafnvel gagnrýndir af stjórnarandstöðunni á Alþingi þegar þeir huggðust koma þessum kjarabótum til fólks.  Eins og aðrir tugir þúsunda Íslendinga, fékk ég jólagjöf mína frá Sigmundi og Bjarna núna rétt eftir jólin senda inn í heimabankann minn og inn á íbúðalán mitt (1,3 millj í mínu tilviki).  Er ég þvílíkt þakklátur fyrir þetta og tel að þetta muni bæta fjárhagstöðu mína verulega á komandi árum. 

Sigmundur nefndi í ávarpi sínu að framlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin á valdatíma ríkisstjónar hans og nefndi hann að framlög til tækjakaupa á Landspítalanum hafi verið sjöfölduð ef ég man rétt.  Það er skoðun þess sem þetta ritar að vandi heilbrigðiskerfisins sé vandi okkar allra og að ríkisstjórnin eigi ekki sök á langvarandi launadeilu og verkfalla lækna.  Því staða sú sem heilbrigðiskerfið er komið í með allt of miklu álagi á lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og launum lækna sem eru lægri en þekkjast í löndum sem hvað best borga læknum, sé vegna uppsafnaðs vanda vegna margra ára niðurskurðar til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í landinu. 

Það kann að vera að þeim launavæntingum lækna þurfi að svara með nokkrum smærri skrefum.  Skrefum sem fært gætu læknum nægjanleg laun til framfærslu sem yrðu, fyrst í stað kannski ekki alveg sambærileg launum lækna í landi því sem Íslenskir læknar sækja gjarnarn til; Noregs, en uppbyggingarstarf ríkisstjórnarinnar og fólksins í landinu myndu með tíð og tíma færa lífskjör lækna til þess sem best þekkist í nágrannalöndunum.  Yrði það gert með nokkrum taktföstum skrefum ríkisstjórnarinnar sem hefðu hag lækna og landsmanna allra að leiðarljósi.  Margra tuga prósenta launahækkun launa mundi óhjákvæmlega leiða til stórkarlalegra krafna annara stétta launafólks, háskólamenntaðra og annara.  Sagt er "sígandi lukka sé best", það er best að samningar við lækna náist með grundvelli stöðugleika fyrir atvinnu- og efnahagsþróun í landinu og viðunandi lífskjör allra einkum þess fólks sem lægstar hafa tekjurnar.

Kær kveðja.


mbl.is Árangur 2014 traustur grunnur framfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

SDG laug í áramótaræðu sinni þegar hann hélt því fram að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið leiðréttingar kjara sinna.

Þeir sem verst hafa það í þessum hópi hafa engar leiðréttingar fengið og núna um þessi áramót er meira að segja skorið af lögbuninni hækkun örorkubóta og ellilauna um 0,5%.

SDG hefur aldrei nokkurntíma komið út úr sér heilli setningu án þess að ljúga.

Jack Daniel's, 1.1.2015 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband