Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði.

Í fyrradag skrifaði Hr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sína:

„Fór á jóla­ball þar sem mik­ill fjöldi leik­skóla­barna skemmti sér inni­lega við söng og dans. Glugga­gæg­ir og Stúf­ur mættu gal­vask­ir til að leiða söng­inn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeyk­ir og glugga­gæg­ir bað fólk að vakta glugg­ana og láta vita ef sæ­ist til út­send­ara frá mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar,“ seg­ir hann.

Það er aðdáunarvert að háttvirtur forsætisráðherra skuli taka afstöðu með kristinni trú. Að leik- og grunnskólabörn fái að njóta þess að fagna komu jólanna hvort sem það er með heimsókn í kirkju eða með því að fara á jólaball. Mættu fleiri skólar stíga í skref Langholtsskóla og bjóða nemendum sínum upp á heimsókn í kirkju þar sem þau fá að fræðast um boðskap jólanna. Við eru kristin þjóð og eigum að varðveita þann menningararf sem fylgt hefur okkur síðustu 1000 árin, og við ættum að vera stolt af. Að síðustu er hér tilvitnun í Biblíuna: "Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar". Sálmur 33:12

Kær kveðja.


mbl.is Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband