Þeir vita sínu viti kettirnir.

Það er gott til þess að vita að Bengal kettirnir sem stolið voru nýlega, séu nú komnir í hendur eiganda síns.  Sá hlýtur að vera feginn að hafa endurheimt þessa vini sína eftir að hafa saknað þeirra um nokkuð skeið án þess að vita hvort hann fengi að sjá þá aftur. 

Ég er svo lánsamur að hafa átt nokkra ketti um ævina.  Það er gaman að kynnast köttunum þegar maður fær þá og fylgjast með þeim vaxa og þroskast við leik og aðrar athafnir.  Það er athygglisvert að hver þeirra hefur sinn eigin persónuleika, sitt eigið lundarfar.  Þeir eru eru reyndar hálfgerðir kjánar þegar þeir eru litlir, uppátækjasamir og líkar að leika sér.  Einn kötturinn minn sem heitir Stuart nagaði sundur vírinn á heyrnartólunum fyrir tölvuna mína þegar hann var kettlingur.  Hann er reyndar ennþá frekar smávaxinn þótt hann sé orðinn 6 ára gamall, hann er svartur með óvenju stutt skott.  Ég veit ekki hvað því veldur en hann var þannig þegar við fjölskyldan fengum hann 2 mánaða gamlan.  Ein nágrannakonan kallar hann "Litla Skotta"  Hann er ákaflega blíður og góður, svolítið tilfinninganæmur.  Þegar hann var yngri tókst honum stundum að opna svefnherbergisdyrnar hjá okkur því hann vildi koma til okkar þegar við vorum farin að sofa.  Hvernig hann fór að því vitum við ekki.  Annar kötturinn sem við eigum nefnist Hnoðri.  Hann er allt öðru vísi, rólegur og yfirvegaður, stór, með gráan feld.  Honum líkar að hvila sig og láta fara vel um sig.  Hann er mjög glöggskyggn og gáfaður köttur, í augnaráði hans merki ég einbeitingu og hugrekki. 

Það er merkilegt hvað kettir taka vel eftir breytingum sem maður gerir heima fyrir.  Einu sinni létum við stækka gluggana í stofunni okkar og einn kötturinn okkar skoðaði gaumgæfilega þessa nýju glugga.  Það sama var upp á teningnum þegar við keyptum nýja eldavél um daginn.  Kettir eru miklu sjálfstæðari og meira sjálfum sér nógir en hundar, en við eigum einn hund Trítlu sem er smávaxin blendingur, Jack Russel Terrier og Border Collie.  Hún hefur allt annað lundarfar en kettirnir, er meira upp á okkur komin.  Hún hefur líka allt önnur svipbrigði, sýnir meiri tilfinningar, er mjög glöð að sjá mig þegar ég kem heim úr vinnunni og lætur mjög fjörlega.  Andlitssvipur hennar getur verið á ýmsan máta eftir því í hvaða skapi hún  er.  Hjá köttunum greini ég mun færri andlitssvipi, augu þeirra eru yfirleitt gal-opin (nema þegar þeir eru syfjaðir)og tjá ekki mikil svipbrigði, ég greini reyndar stundum undrunarsvip hjá þeim.  Kettir eru mjög skemmtileg gæludýr og geta gefið fólki mikla gleði og vellíðan.

Kær kveðja.

img_7882_1253564.jpg


mbl.is Bengal-kettirnir komnir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband