Í amstri dagsins.

Núna líður senn að jólum.  Fólk er margt hvert í óða önn að undirbúa sig fyrir jólin, kaupa gjafir fyrir sína nánustu, baka jólasmákökur og sinna mörgu sem ekki má gleymast fyrir jólahátíðina, því öll viljum við jú hafa það sem best um jólin.  Eitt er það sem ekki má gleymast í öllu amstrinu og umstanginu, en það er sjálfur tilgangur eða tilefni jólanna.  Um jólin fara margir til kirkju til að hlusta á jólahugvekju hjá prestinum sínum, til að fá yl og ljós jólanna beint í sálartetrið. 

Hinn sanni tilgangur jólanna er að Guð sendi okkur son sinn sem hann lét fæðast sem lítið barn.  Hann lifði hér á jörðu stutt æviskeið svo hann gæti sýnt okkur leiðina til Guðs, og að lokum leið hann og dó fyrir syndir okkar, en hann reis upp á þriðja degi.  Jesús Kristur dó fyrir okkur, hann gerðist staðgengill vegna synda okkar, hann tók á sig það sem við höfðum gert rangt.  Hann tók á sig refsinguna sem við verðskulduðum vegna misgjörða okkar.  Hann yfirgaf himnana dýrð og fæddist sem litið barn á meðal vor til þess að hann gæti sýnt okkur leiðina til Guðs, hvað okkur ber að gera til þess að öðlast eilíft líf með honum á himnum. 

Jesús sagði "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig".  Jóhannes 14:6.  Við getum ekki frelsað okkur sjálf, við erum í eðli okkar ófullkomin og syndug.  Páll postuli sagði "Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð".  En Guð er auðugur af miskun. hann sendi okkur son sinn til að deyja fyrir syndir okkar.  "Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum".  Rómverjabréfið 8:38-39.  Jesú Kristur er lausnargjaldið fyrir syndir okkar.  "Því að laun syndarinnar er dauði; en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm Drottin vorn".  Róm 6:23.  Fyrir trú á Jesum Krist öðlumst við eilíft líf.  "Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist".  Róm 5:1. 

Fáort hef ég kynnt og útlistað fyrir ykkur fagnaðarerindi Guðs.  Ég vona að þið fáið öll gengið inn í Jólahátíðina með trú á frelsarann Jesúm Krist, og geti fagnað með þúsundum trúaðra um heim allan að Jesús Kristur sé komin til að færa oss gleði og frið.

Kær jólakveðja.


Gleðiefni að ekki verði skorið niður í barnabótum.

Það er mikið rætt um það þessa dagana í fjölmiðlum og meðal almennings til hvaða aðgerða ríkisstjórnin muni grípa til þess að afla fjármuna til reksturs Landspítalans og til tækjakaupa og til að styðja við heilbrigðiskerfið.  En eins og kunnugt er hafði Ríkisstjórnin það jafnvel til athugunar að skerða barna og vaxtabætur til að hægt væri að auka framlög til Landspítalans. 

Í dag tjáði háttvirtur Forsætisráðherra sig um að hann geri ekki ráð fyrir að barnabætur verði skertar.  Mér finnst það gleðiefni að Sigmundur hlustar á fólkið í landinu og þá á ég við barnafjólskyldur sem sannarlega mega illa við að missa spón úr aski sínum sem barnabæturnar hafa óneytanlega verið.    Sagði Sigmundur að barnabætur yrðu jafnvel miklu hærri en þær voru í tíð fyrri ríkisstjórnar.   Mér finnst góðs viti að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að þreyfa sig áfram við fjárlagagerðina.  Þetta er mikil og yfirgripsmikil vinna sem ekki hefur verið hægt að sjá út og fastákveða í einu skrefi heldur hefur ríkisstjórnin komið með tillögur sem hún hefur síðan breytt eða hafnað.  Það er allt í lagi, ef útkoman verður góð og alllflestir landsmenn geta vel við unað.

Eitt af því sem Ríkisstjórnin hefur lagt til við að afla fjármuna fyrir heilbrigðiskerfiskerfið er að lækka framlag í þróunaraðstoð við bágstödd lönd.  Við þetta atriði hef ég það að athuga að mér finnst það leitt að framlag til þróunarlanda verði skert.  Mér finnst að við Íslendingar sem erum allmennt talin fremur efnuð þjóð eigum ekki að vera neinir eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað þróunaraðstoð varðar.  Það er mikil blessun í því að gefa og sýna öðrum örlæti og þá á ég við það er blessun bæði fyrir einstaklinga sem og heilar þjóðir, að gefa.  Það segir Biblían Guðs orð.  "Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum."  Sálmur 41:2  Og "Sælla er að gefa en þiggja." sagði Jesú Kristur.

Ég hef reyndar engar hugmyndir eða tillögur um hvernig hægt sé að afla tekna eða skapa rekstrarafgang svo hægt sé að falla frá áætlun ríkisstjórnarinnar um að lækka stuðning við þróunaraðstoð.  En mér finnst Sigmundur og Háttvirtur Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar vera það úrræðagóðir að þeir gætu hugsanlega fundið einhver ráð svo Íslendingar geti að minnsta kostið haldið fast við núverandi fjártyrk við þróunaraðstoð.  Mér fannst ég eiga að benda ráðherrum ríkisstjórnarinnar á þetta.

Kær kveðja.


mbl.is Ekki skorið niður í barnabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin ástæða til annars en að halda áfram kristilegri boðun í skólum.

Það hefur varla farið fram hjá mörgum, umræðan um ávarp háttvirts Innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Kirkjuþingi.  Þar lýsir hún andúð sinni á að Kristnum áhrifum skuli hafa eins og verið ýtt út úr skólakerfinu.  Ég vil lýsa yfir hrifningu minni og velþóknun yfir orðum hennar og afstöðu að vilja styðja við Kristna trú.  Kristin trú er svo sannarlega ekki aðeins ein af mörgum lífskoðunum eins og margir vilja nefna hana þegar talað er um Kristna trú og skólastarf, heldur er hún trú á Almáttugan Guð sem skapað hefur alla hluti.

Í grunnskólum á Íslandi eins og í skólum um heim allan er kennd sú kenning að allt hafi orðið  til vegna þróunar og að við séum sennilega komin af öpum.  Og að alheimurinn hafi orðið til fyrir milljónum ára vegna mikillar sprengingar sem varð í einhverjum efnismassa.  Það er augljóst að samkvæmt þessu þá hafi eitthvað alltaf verið til staðar, einhver massi sem vísindamenn hafa ekki getað útskýrt hvernig hafi til orðið.  Ég vil benda á að þetta "eitthvað" er Guð skapari okkar, það er engin heilbrigð skynsemi í að halda að umheimurinn með öllum sínum lögmálum , gangi himinstjarnanna, öllum lífverunum þar á meðal okkur mannfólkinu hafi orðið til vegna sprengingar og einhverskonar íblöndunar efnasambanda.  Það er augljóst að það er einhver hönnuður eða hugsuður á bak við þetta allt.  Biblían, Orð Guðs bendir á að sjálf sköpunin sýni fram á tilvist Guðs, að við getum greint að það sé skapari á bak við allt saman í veröld okkar.

Í sálmi 19:2 stendur:  "Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa."  Takið þið eftir að á þessum árum sem þetta var ritað vissu menn lítið um það sem heldur stjörnunum á braut sinni, sem er  yfirleitt áhrif einhverrar stjörnu eins og td sólu sem fær þær til að snúast umhverfis viðkomandi stjörnu.  "Festingin" er þetta sem heldur stjörnunum á braut þeirra.  Það er stórkostlegt að Guðs orð segi frá þessu.  Það segja margir að Biblían segi ekki rétt frá lögun jarðar að ritað sé í Biblíunni að jörðin sé flöt.  Sannleikurinn er sá að orðið sem notað var í frumritningunum getur bæði þýtt "kringla" og "kúla". 

 Í Jobsbók 26:7 stendur:  "Hann þenur norðrið yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum."  Þarna greinir Biblían frá að jörðin "svífi" um í alheiminum sem er alveg satt.  Er nokkur ástæða til að hafna Orði Guðs Biblíunni og segja að hún eigi ekki erindi í skóla landsins og að hún sé úrelt helgirit.  Nei trúin á Guð og son hans Jesúm Krist sem gaf líf sitt fyrir syndir mannkyns hefur svo sannarlega fært heiminn til betri vegar, og í trúnni á Krist með lestri Guðs Orðs og með hlýðni við boð Guðs fær maðurinn ljós á veginum til góðra verka og kærleika við samferðafólk sitt.  Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir sem með málefni grunnskólana fara ættu óhikað að opna dyrnar fyrir Kristinni trú eins og með því að færa Kristnifræðslu aftur til vegs og virðingar og bjóða presta, Gídeonmenn og aðra boðendur fagnaðarerindisins velkomna.


mbl.is Engin breyting á samskiptum kirkju og skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna á heiður skilið fyrir gott ávarp á Kirkjuþingi varðandi trú og skóla.

Eins og kunnugt er hefur háttvirtur Innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir tekið þátt í Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar.  Ég var að kynna mér hvað hún hafði að segja í ávarpi sínu sem hún flutti á kirkjuþinginu.  Það hreif mig mjög að hún skyldi taka hlut hinna trúuðu varðandi hvort börn í grunnskólum landsins eigi að fá að heyra kristna trú boðaða í skólum.  Um það sagði hún að hún harmaði að sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafi gert  það að forgangsverkefni að færa trúna sem lengst í burtu frá skólabörnum þessa lands.  Ég afritaði hluta ávarps hennar og birti það hér í bloggfærslu minni.  Því þetta er eins og talað út frá mínu eigin hjarta, því börnin þurfa svo sannarlega á Kristi að halda eins og við öll.  Hérna kemur hluti úr ávarpinu:

"Nokkur umræða hefur verið í samfélaginu á liðnum misserum um gildi og hlutverk kristinnar trúar.

Það er ekkert nema eðlilegt að við sem samfélag skiptumst á skoðunum um slík grunngildi

en sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum.

Ég er ekki sammála þeirri stefnu og það segi ég ekki bara sem stjórnmálamaður -

heldur miklu frekar sem móðir tveggja barna á grunnskólaaldri. Á sama tíma og börnin okkar kynnast flestu ef ekki öllu sem gerist í samfélaginu; heimsækja reglulega á vegum skólans fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, fá í heimsókn boðbera ólíkra sjónarmiða í skólana sína, að því ógleymdu að dvelja flest óáreitt langdvölum í netheimum er Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista samhliða því sem af alvöru er rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands.

Á ögurstundum í lífi þessarar þjóðar getur það varla verið forgangsmál að forða börnunum okkar frá boðskap um kristni og kærleika enda hlýtur skólastarf nútímans að eiga að einkennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoðanir, trú og sannfæringu."

kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2013/11/setning-avarp-radherra.pdf

 

 

 


mbl.is Kirkjuþing fái aukin völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að beita sér í makrílmálinu sem fullvalda ríki.

Nú þegar samningaviðræður ESB og annarra hagsmunaríkja vegna skiptingu Makrílaflans stendur yfir beinist athygli landsmanna óneitanlega að því hvað Íslensk stjórnvöld muni gera í málinu.  Framkvæmdastjórn ESB býður Íslendingum aðeins 11,9% hlutdeild í heildaraflanum en Íslendingar hafa eins og kunnugt er undanfarin ár haldið fast við 16-17% aflans  .Enda eru fyrir því gild rök að Ísland sem fullvalda strandríki með mikið af Makríl í landhelginni kringum landið haldi óbreyttri aflahlutdeild.  Makríllinn etur eins og rannsóknir sýna mikið af æti frá öðrum fisktegundum.  Er talað um að aflahlutdeildin sem ESB býður Íslendingum sé ekki sanngjörn heldur sé það yfirgangur stórveldis gegn Íslendingum, og má því að líkum geta að ESB hugsi að það hafi Ísland að nokkru leiti í hendi sinni þar sem Íslendingar hafa enn ekki formlega slitið aðildarviðræðum sínum við sambandið, og er Ísland því fræðilega séð umsóknarríki að Evrópusambandinu.

Ég vil hvetja ríkisstjórnina og háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðherra að halda fast við 16-17% hlutdeild í Makrílaflanum.  Og sýni með því framkvæmdastjórn ESB að við eru fullvalda þjóð og við látum ekki bjóða okkur stór skerta aflaheimild.  Íslendingar fóru frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu yfir í að verða ein sú ríkasta, einmitt í krafti sjálfstæðis síns og stækkun landhelgi sinnar úr 4 mílum í 200 mílur.

Ég vil einnig hvetja ráðamenn ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.  Bjarni Benediktsson tjáði sig í fréttatíma RÚV núna í kvöld um að það  væri ekki vegna Krónunnar sem óstöðugleiki ríkti í Íslensku efnahagslífi heldur væri það vegna annarra þátta og væri það að mestu okkur sjálfum um að kenna.  Evran eða aðild að ESB mun ekki sjálfkrafa færa okkur stöðugleika sem við sækjumst eftir heldur með því að við sjálf Íslendingar komum stöðugleika í fjármál lands okkar. 


mbl.is Gefi ekki eftir í makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherra ætti ekki að beygja sig undir vilja ESB.

Ég vil hvetja háttvirtan Sjávarútvegs og Landbúnaðrráðherra Sigurð Inga Jóhannsson til að samþykkja ekki 12 prósent hlutdeild Íslendinga í Makrílkvótanum.  Við íslendingar höfum staðið í 4 landhelgisdeilum eða þorskastríðum eins og það var kallað.  Og við bárum sigur úr bítum og áunnum með því stórbættan hag Íslensku þjóðarinnar.  Við eigum ekki að láta erlent stórveldi hræða okkur og beygja okkur til hlýðni. Við eigum ekki að láta hugsanlegar hótanir þeirra um löndunarbann hræða okkur.   Það er ljóst að við Íslendingar verðum af 50-60 þúsund tonnum að Makrílkvótanum verði 12 prósentin samþykkt.

Ég vil uppörva Sigurð Inga og hina nýju ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.  Mér finnst þið vera að standa ykkur vel og ég hef trú á að þið munuð koma mörgu góðu til vegar.  Ég heyrði í dag í Háttvirtum forsætisráðherra þar sem hann talaði um að vinna við skuldamálin væru samkvæmt áætlun.  Það er eðlilegt að Sigmundur og ríkisstjórn hans geti ekki komið öllum kosningaloforðum sínum í framkvæmd strax með því því einu að smella saman fingrunum.


mbl.is Sakar Framsókn um eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bygging nýs Landspítala er ekki tímabær miðað við núverandi stöðu ríkissjóðs.

Þingmennirnir Kristján L. Möller Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri Framtíð hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala.

Ég tel það óráðlegt að leggja út í svo kostnaðarsama framkvæmd nú þegar staða ríkissjóðs er ekki sterkari en raun ber vitni.  Slík framkvæmd með tilheyrandi kostnaði sem að öllum líkindum mundi falla á ríkissjóð myndi slá allar áætlanir ríkisstjórnarinnar um efnahagsbata Íslensks efnahagslífs út af borðinu.   Talað er um að kostnaður við nýjan landspítala yrði um 77 milljarðar en sá kostnaður mundi sennilega fara í 100 milljarða króna vegna þess að slíkar kostnaðaráætlanir eru oft of lágt reiknaðar. Flutningsmenn tillögunnar segja að fjármögnun geti komið úr ríkissjóði eða með láni sem væri tekið af ríkissjóði eða í nafni Nýs Landspítala, en hið síðastnefnda væri ósennilegt hygg ég með veika stöðu Landspítalans í huga.  Slík fjárútlát hvort sem er bein greiðsla úr ríkissjóði sem myndi færa Íslenska ríkið niður í svartnætti gífurlegs niðurskurðar og eða ef fjármagnað væri með láni mundi afborganir og vextir valda verulegri byrði fyrir ríkissjóð um ókomin ár.  Og að áætlaður sparnaður 2,6 milljarðar á ári vegna hagkvæmari uppbyggingar nýs spítala muni engan veginn vega upp á móti útborgunum láns og vaxtagreiðslum.  Slík bygging væri ekki eitthvað sem væri byggt í eitt skipti og eftir það mundi duga næstu 50 árin heldur mundi hún úreldast eftir vissan tíma og þurfa sitt viðhald með kostnaði sem því fylgir.

Ég tel að við verðum að notast við núverandi húsnæði Landspítala eitthvað áfram, hvað lengi þori ég ekki að leggja dóm á.  Ég tel að uppbygging atvinnulífsins muni skapa grunn að bættri grunnþjónustu fyrir landsmenn og að hugsanlga verði hægt að byggja nýjan Landspítala með tíð og tíma þegar aðstæður batna. 

Ég tel að Háttvirtur fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp sem muni örva atvinnulífið og hvetji fyrirtæki til vaxtar og ráðningu fleira starfsfólks.  Það hyggst hann gera með einföldun regluverks fyrir atvinnurekstur, lítillega lækkaðs veiðigjalds fyrir útgerðarfyrirtæki ásamt fjölda annarra aðgerða sem eiga að örva atvinnulífið með aukinni fjárfestingu, nýsköpun og fleiri störfum.  Þessar aðgerðir eru mjög mikilvægar því þær munu skila sér í bættri stöðu ríkissjóðs.  Að vísu vil ég segja að framlag til reksturs Landspítala og til tækjakaupa mætti vera hærra og að finna verði fjármagn svo ekki þurfi að taka upp legugjöld.  En fjármálaráðherra hefur sagt að þessi atriði geti tekið breytingum í umfjöllun Alþingis ef fjármagn finnst , svo fremi sem það færi ekki rekstrarhalla fyrir ríkissjóð.


mbl.is Vilja hraða spítalaframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mjög jákvætt að efla viðskiptatengsl Íslands við Færeyinga.

Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson skýrði Kaj Leo Johannesen lögmanni Færeyinga, frá því í dag að ný ríkisstjórn hefði markað þá stefnu að efla enn frekar hið miklvæga samstarf sem væri við Færeyjar. Samskiptin væru þegar náin á ýmsum sviðum en stefnt væri að að auka þau enn frekar. Ræddu þeir um viðskipti ríkjanna almennt og hvernig mætti nýta sem best möguleika þá sem viðskiptasamningur ríkjanna býður upp á og greiða þannig fyrir frekari viðskiptum.

Það er að ég tel mjög jákvætt að utanríkisráðherra skuli leitast við að bæta viðskiptatengsl okkar við nágranna okkar Færeyinga.  Við höfum sömu hagsmuna að gæta og þeir hvað varðar hagsmuni í sjávarútvegi og það sem gerst getur á næstu árum: Að Alþjóðlegar skipaferðir hefjist um Norðurheimskautsvæðið.  Tel ég mjög jákvætt að Utanríkisráðherra og Forsætisráðherra hafi unnið í því að Ísland geti komið að Þessum siglingum um Norðurheimskautið á einhvern hátt, hugsanlega með því að reisa stórskipahöfn á Íslandi og þjónusta þau skip sem taka þátt í þessum siglingum.

Fögnuðu þeir Gunnar Bragi og Kaj Leo tillögu Vestnorræna ráðsins um að styrkja samstarf Færeyja, Íslands og Grænlands um málefni norðurslóða á þeim sviðum sem hagsmunir landanna fara saman. Tel ég mjög mikilvægt að ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar séu iðnir við að afla Íslandi velvilja annarra landa í viðskiptalegu samhengi.  Við getum vel dafnað og bjargað okkur sjálf án þess að gerast hluti af einhvers konar ríkjabandalagi.  Framlag Utanríkisráðherra og Háttvirts Forsætisráðherra er aðdáunarvert hvað þetta varðar.


mbl.is Engin þjóð nær en Færeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir Bjarni og Sigmundur ættu að fá sér Kók og Prins Póló og ræða málin saman.

Mig langar til að segja að það er margt mjög gott í hinu nýja fjárlagafrumvarpi háttvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar.  Má þar nefna: afturköllun á skerðingu öryrkja og ellilífeyrisþega, aukin fjárframlög til löggæslu, möguleika mjög skuldsetts fólks til að ganga út úr húsnæði skuldlaust ef greiðslustaðan reynist vonlaus, niðurfelling stimpilgjalda ofl.  Ég met það mikils að í fjárlagafrumvarpinu er stefnt að hallalausum rekstri ríkissjóðs 2014. 

Ég met Bjarna Benediktsson og háttvirtan forsætisráðherra mikils og tel þá mjög vel starfi sínu vaxna og mikið í þá spunnið.  Til að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að beita niðurkurði eins og við er að búast því að öðruvísi væri ekki hægt að forðast áframhaldandi skuldsettningu ríkissjóðs.  Ég verð að segja að mér finnst leitt að í fjármálafrumvarpinu er niðurskurðarhnífnum beitt í heilbriðgðiskerfinu og á ég þar við Landspítalann.  Mér líkar ekki að í frumvarpinu skuli aðeins vera gert ráð fyrir aðeins 200 miljóna fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum, að framlög hækka ekki meira en sem nemur verðlagshækkunum og að innheimta eigi legugjöld.  Mig langar til þess að hvetja háttirtan Forsætisráðherra og háttvirtan Fjármálaráðherra að endurskoða áætluð framlög til  Landspítalans.  Innkoma vegna legugjaldanna er að mér skilst aðeins um 200 miljónir króna.  Það hlýtur að vera hægt að finna peninga annars staðar í kerfinu.  Og ég vil hvetja þá að auka framlag til Landspítalans, það þarf kannski ekki að vera mikið en mjór er mikils vísir og það mundi auka velþóknun landsmanna á ríkisstjórn þeirra.

Það er tillaga mín að þeir Bjarni og Sigmundur ættu nú að gera það sem þeir gerðu í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs síns að koma saman og ræða málin og taka málefni Landspítalans til umræðu.  Þeir gætu komið saman án alls umstangs eins og vöflubaksturs svo þeir geti einbeitt sér betur.  Ég hvet þá til að fá sér Kók og Prins Póló, Kók eins og það var í gamla daga í glerflösku og lakkrísrör.  Þetta var gert þegar ég fyrir 30 árum síðan var í bóklegu einkaflugnámskeiði hjá Flugklúbbi Selfoss.  Hvert kvöldnámskeið var nokkrir klukkutímar og við höfðum aðeins þetta eðalsælgæti að gæða okkur á.  Ég tel að það gerði mig skírari í hugsun því það er létt í maga og gott var að halda áfram námi að máltið lokinni.


mbl.is Mun ekki einkavæða heilbrigðisþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ABC hjálparsamtökin vinna mjög þarft verk.

Það er átakanlegt að vita hvað neyðin er mikil í mörgum löndum heimsins, þar sem ríkir fátækt og sumstaðar jafnvel stríð eða óeirðir.  Þar hefur ABC komið til hjálpar í mörgum þessara landa.  Ég vil hvetja sem flesta til að leggja þessu málefni lið með fjárframlögum, td að styrkja barn mánaðarlege eða gefa peninga til uppbyggingar skóla.  Ég og konan mín gefum litla upphæð 3500 kr mánaðarlega til styrktar dreng í Uganda, og það er mikil blessun fyrir okkur að geta styrkt hann svo að hann geti gengið í skóla og fengið mat að borða.  Guðs orð segir:

"Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum,  á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.  Drottinn varðveitir hann og lætur hann njóta lífs og sælu í landinu."  Sálmur 41:2-3a


mbl.is Grét úr sér augun að sjá neyðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband