Gleðiefni að ekki verði skorið niður í barnabótum.

Það er mikið rætt um það þessa dagana í fjölmiðlum og meðal almennings til hvaða aðgerða ríkisstjórnin muni grípa til þess að afla fjármuna til reksturs Landspítalans og til tækjakaupa og til að styðja við heilbrigðiskerfið.  En eins og kunnugt er hafði Ríkisstjórnin það jafnvel til athugunar að skerða barna og vaxtabætur til að hægt væri að auka framlög til Landspítalans. 

Í dag tjáði háttvirtur Forsætisráðherra sig um að hann geri ekki ráð fyrir að barnabætur verði skertar.  Mér finnst það gleðiefni að Sigmundur hlustar á fólkið í landinu og þá á ég við barnafjólskyldur sem sannarlega mega illa við að missa spón úr aski sínum sem barnabæturnar hafa óneytanlega verið.    Sagði Sigmundur að barnabætur yrðu jafnvel miklu hærri en þær voru í tíð fyrri ríkisstjórnar.   Mér finnst góðs viti að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að þreyfa sig áfram við fjárlagagerðina.  Þetta er mikil og yfirgripsmikil vinna sem ekki hefur verið hægt að sjá út og fastákveða í einu skrefi heldur hefur ríkisstjórnin komið með tillögur sem hún hefur síðan breytt eða hafnað.  Það er allt í lagi, ef útkoman verður góð og alllflestir landsmenn geta vel við unað.

Eitt af því sem Ríkisstjórnin hefur lagt til við að afla fjármuna fyrir heilbrigðiskerfiskerfið er að lækka framlag í þróunaraðstoð við bágstödd lönd.  Við þetta atriði hef ég það að athuga að mér finnst það leitt að framlag til þróunarlanda verði skert.  Mér finnst að við Íslendingar sem erum allmennt talin fremur efnuð þjóð eigum ekki að vera neinir eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað þróunaraðstoð varðar.  Það er mikil blessun í því að gefa og sýna öðrum örlæti og þá á ég við það er blessun bæði fyrir einstaklinga sem og heilar þjóðir, að gefa.  Það segir Biblían Guðs orð.  "Sæll er sá sem gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum."  Sálmur 41:2  Og "Sælla er að gefa en þiggja." sagði Jesú Kristur.

Ég hef reyndar engar hugmyndir eða tillögur um hvernig hægt sé að afla tekna eða skapa rekstrarafgang svo hægt sé að falla frá áætlun ríkisstjórnarinnar um að lækka stuðning við þróunaraðstoð.  En mér finnst Sigmundur og Háttvirtur Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar vera það úrræðagóðir að þeir gætu hugsanlega fundið einhver ráð svo Íslendingar geti að minnsta kostið haldið fast við núverandi fjártyrk við þróunaraðstoð.  Mér fannst ég eiga að benda ráðherrum ríkisstjórnarinnar á þetta.

Kær kveðja.


mbl.is Ekki skorið niður í barnabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband