Stjórnarandstaðan reynir að spyrna við fótunum til að hindra slit á aðildarviðræðum.
26.2.2014 | 20:07
Eins og alþjóð veit snúast umræður á Alþingi nú mjög um tillögur ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við ESB. Er óhætt að segja að rætt sé af miklum hugmóð og kappi. Báðir aðilar hyggjast koma sínum markmiðum fram, sem er að hálfu stjórnarandstöðuflokkana að halda aðildarumsókn opinni og að hálfu ríkisstjórnarflokkanna að slíta viðræðum.
Staðreynd málsins er sú að aðildarumsóknin að ESB var lögð fram án þess að vilji þjóðarinnar væri fyrir aðild, Samfylkingin fékk Vinstri græna með sér til að hefja aðildarviðræður við ESB. En Vinstri græn vildu ekki aðild heldur vildu aðeins fá að "kíkja í pokann" að viðræðum loknum.
Aðildarviðræðurnar voru ekki viðræður heldur aðlögunarferli að regluverki ESB. Á vissum tímapunkti í viðræðunum varð ekki lengra komist því breytingar þær sem ESB kröfðust í aðlöguninni voru farnar að ganga lengra en Íslensk löggjöf og og stjórnarskrá Íslands leyfði. Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lýsir því yfir á bloggsíðu sinni að sjávarútvegskaflinn hafi enn ekki verið opnaður því hann kallar á að ákvarðanavald yfir Íslenskum sjávarútveg, þar á meðal leyfilegt hámark veiða, tæknilegar varúðarráðstafanir, markaðsmál, skipting kvóta á milli aðildarríkja og fleiri atriði, verði alfarið framseld til Brussel. það er að hans sögn ekki hægt að ljúka viðkomandi kafla nema Íslenska samninganefndin samþykkji að framselja yfirráðarétti viðkomandi atvinnuvegs til ESB. Það er ekki þannig að kaflar séu opnaðir og farið sé yfir málin og síðan komist að ásættanlegum samningum eins og margir halda fram.
Að sögn Jóns Bjarnasonar voru aldrei um að ræða einhverjar sér undanþágur fyrir Íslendinga og að ef undanþágur voru veittar umsóknarríki voru þær aðeins tímabundnar.
ESB vinnur á þann hátt að rýniskýrsla er lögð fram bæði af hálfu ESB og umsóknarríkis þar sem sambandið metur mismun á regluverki ESB og umsóknarríkis. ESB metur síðan hvort umsóknarríki sé hæft eða tilbúið til aðildar. Þeir kaflar sem eftir voru í aðildarferlinu voru þeir sem snertu undirstöðuatriði Íslensks atvinnulífs sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. En ESB leggur það til grundvallar að þegar þessir kaflar eru opnaðir að umsóknarríki ákveði að framselja ákvörðunarvald viðkomandi málaflokks til ESB. Á það stig voru viðræðurnar komnar 2012 og ekki varð lengra komist því til að ganga frá viðkomandi köflum varð breyting á Stjórnarskrá Lýðveldisins að koma til. Rýniskýrsla ESB varðandi Sjávarútveg var ekki komin fram þegar viðræður voru settar á ís. Það varð ljóst að þær forsendur sem gengið var út frá 2009 voru brostnar, aðlögunin myndi kosta meira en hugmyndir fyrrverandi ríkisstjórnar voru þegar umsóknin var send inn. Í grundvallaratriðum var hugmynd fyrverandi ríkisstjórnar að senda inn umsókn, hefja aðildarviðræður og síðan að kíkja í pokann til að sjá hvað væri í boði, en raunin var önnur.
Eins og aðildarumsóknin var send inn á borð ESB 2009 án þess að þjóðin fengi að tjá sig, og ljóst var í skoðanakönnunum að vilji þjóðar lægi ekki fyrir aðild. Er það að ég tel ekki skilyrði að núverandi ríkisstjórn stofni til atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, viðræðna sem voru gerðar í óþökk þjóðar.
Ekki er rétt að stofna til sýndarviðræðna þar sem vilji ráðamanna og reyndar vilji þjóðarinnar fylgir ekki máli.
![]() |
Minnihlutinn ræður ekki dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.2.2014 kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umræðan um ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum og á vörum landsmanna síðustu daga. Sýnist sitt hverjum og hafa ESB aðildarsinnar talað um að ríkisstjórnin sé með þessu að halda landi okkar frá þeirri velgengni sem þeir telja að aðild að sambandinu feli í sér. En þeir sem þetta mál hafa kynnt sér vita að svo er ekki, því að atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks er einstaklega mikið í allmörgum ríkjum ESB. Og ríki Evrópusambandsins fóru flest ver út úr kreppunni, sem gengið hefur yfir síðustu 5 ár, en ríki annars staðar í heiminum. Hafa sérfræðingar sem um þetta hafa fjallað, jafnvel sagt að þessu sé að kenna gjaldmiðlinum Evrunni og efnahagsstjórn þeirri sem tíðkast í Evrópusambandinu.
Mér finnst ráðherrar ríkisstjórnarinnar vera að gera það rétta í þessu máli með því að stöðva aðildarumsókn þessa. Mér fannst Bjarni Benediktsson efnahags og fjármálaráðherra, komast vel að orði í þættinum: Ísland í dag, nú í kvöld þar sem hann sagði að það væri rétt að ganga hreint til verks og láta ESB ekki lengur í óvissu. Að ekki væri vilji ráðherra ríkisstjórnarinnar á inngöngu né vilji landsmanna fyrir aðild að ESB og því væri þetta hið eina rökrétta að gera. Sagði hann ennfremur að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna án vilja þjóðar og Alþingis væri visst "flækjustig" sem væri ómögulegt að vinna úr ef niðurstaðan yrði áframhald viðræðna. Enda er það að sögn ESB skilyrði fyrir aðildarumsókn að vilji Alþingis fylgi þar máli.
Mér finnst að fylgjendur aðildar þar á meðal þingmenn stjórnarandstöðuflokkanahafa viðhaft mörg stór orð um ríkisstjórnina nú eftir að ákvörðun hennar var tilkynnt. Eru ráðherrar hennar sakaðir um að steypa þjóðinni í ógæfu hvað efnahag og viðskiptatækifæri varðar. Er þessu lýst eins og Íslendingar séu með þessu jafnvel að missa af möguleikanum á geta notið efnahagslegrar velgengni jafnfætis hinum Evrópuþjóðunum. Að Ísland verði skilið eftir í einhverskonar einangrun útilokað frá samstarfi við innri markað Evrópu. Þetta fólk gleymir því að fátækt er mjög mikil í mörgum aðildarríkjum ESB og hátt atvinnuleysi er eins og landlægt í ríkjum Sambandsins, eins og á Spáni þar sem atvinnuleysi á meðal ungs fólks er gríðarlegt.
Ég vil og geta þess að ég er í Sjálfstæðisfélaginu Kári í Rangárvallasýslu og ég er mjög ánægður með að félag mitt og fleiri Sjálfstæðisfélög hafa lýst yfir stuðningi við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um slit á aðildarumsókn að ESB.
![]() |
Lýsa yfir stuðningi við þingflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 25.2.2014 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var betra að ganga beint til verks og stöðva aðildarviðræðurnar.
22.2.2014 | 11:39
Eins og komið hefur fram á fjölmiðlum þá samþykktu Ríkisstjórnarflokkarnir í gær tillögu þess efnis að slíta aðildarviðræðum við ESB, og var tillaga þessi lögð fyrir Alþingi í gærkvöldi. En tillagan felur það einnig í sér "að ekki verði sótt um aðild að ESB á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það".
Ég tel það rétt hjá ríkisstjórnarflokkunum að taka af skarið og stöðva aðildarviðræðurnar eða réttara sagt aðildarferlið að ESB. Þessi slit á viðræðunumr eru ekki svik á stjórnarsáttmálanum því í honum stendur: "Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðrænanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Það er ekki skrifað að aðildarviðræðum verði ekki slitið þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Heldur að málið verði ekki tekið upp aftur nema að aðstæður hugsanlega breytist hjá Evrópusambandinu og að áhugi skapist þar hjá Alþingi og þar með Íslensku þjóðinni á inngöngu í sambandið.
Ég tel að ráðherrar ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Gunnar Bragi og fleiri ráðherrar hafi sýnt þarna röggsemi og kjark, að slíta viðræðum. Það er að ég tel ekki þjóðinni fyrir bestu að gengið verði í ESB og að þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt væri um hvort landsmenn vildu halda áfram aðildarviðræðum við ESB væru villandi, þar sem fólk telur margt hvert ennþá að aðeins sé verið að ræða málin og að semja um einhverja vænlega kosti og undanþágur fyrir þjóðina í ýmsum mikilvægum málum sem lúta að undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar eins og í Sjávarútvegi og Landbúnaði. Slíkar undanþágur og sérsamningar eru að sjálfsögðu ekki til þar sem í þeim tilfellum þar sem þjóðir í aðildarviðræðum hafa fengið undanþágur eru það yfirleit atriði sem er svo miklu minni í sniðum og léttvægara en þeir hagsmunir sem Íslenska þjóðin hyggst verja varðandi Sjávarútveginn og fleiri auðlindir. Og þær undanþágur eru eftir því sem ég hef heyrt ekki varanlegar og geta breyst.
Ég tel að ef kosið væri um áframhald viðræðna næsta vor myndi það hugsanlega enda með áframhaldi viðræðna (aðildarferlis). Sem væri mjög bagalegt því í þessar viðræður færi mikill tími ráðamanna og mikill kostnaður hlytist af þessu, sem við skattgreiðendur yrðum að borga. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þar á meðal utanríkissráðherra Gunnar Bragi Sveinsson eru að sjálfsögðu algerlega andvígir slíkum viðræðum eða aðlögun að ESB, enda skilja þeir vel að þjóðinni er ekki til góðs að framselja framkvæmdavald sitt, þar á meðal stjórn fiskveiða og gerð viðskiptasamninga til erlends stórveldis. Ísland er mjög fámennt land með mjög miklar auðlindir af náttúrunnar hendi og það er þess vegna þjóð okkar í hag að Ísland standi utan ESB.
![]() |
Ákveðið að slíta aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mismunandi niðurstöður skoðanakannana Gallup og Stöðvar 2.
1.2.2014 | 20:59
Ég var að horfa á fréttatíma Stöðvar 2 og síðan fréttatíma Rúv þar á eftir. Þar voru birtar niðurstöður tveggja skoðanakannana var sú fyrri unnin af stöð tvö 23 janúar en hin var unnin af Gallup 3 til 29 janúar. Var fréttin á Stöð 2 öllu neikvæðari í garð ríkisstjórnarinnar, sagt að fylgi hennar hafi dregist saman að fylgi Framsóknar væri 15,1% og fylgi Sjálfstæðisflokks hafi reyndar styrkst og væri rúm 30%. Í fréttatíma Rúv var hins vegar sagt að fylgi ríkisstjórnarinnar hafi styrkst nokkuð frá síðustu skoðanakönnun sem gerð var fyrir mánuði síðan. Mældist fylgi Framsóknar 18,4% og Sjálfstæðisflokks 26,9%. Niðurstöður fyrri skoðanakönnunarinnar má að nokkru útskýra vegna þess að ríkisstjórnin var þá ekki búin að birta niðurstöður starfshóps um afnám verðtryggingar á húsnæðislánum.
Mér finnst að það sé töggur í Framsóknarflokknum og háttvirtum forsætisráðherra Sigmundi Davíð. Hann er að koma í gegn stórkostlegum aðgerðum sem eru niðurfelling höfuðstóls húsnæðislána og aðgerðir til að minnka vægi verðtryggðra lána og hugsanlega seinna að banna þau alfarið. Ég er reyndar flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum, en mér finnst ástæða til að styðja við bakið á Sigmundi og flokk hans því mér finnst hann og flokkur hans vera að standa sig vel. Gott fyrir Bjarna og flokk hans að hafa flokk í stjórnarsamstarfi sem er svona ötull við að koma baráttumálum ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Og ötul andstaða flokksins gegn ESB aðild kemur sér líka vel.
Ég met Bjarna líka mjög mikils, finnst hann einbeittur og útsjónarsamur að halda um stjórnartaumana í fjármálum ríkisins. Að koma til móts við ýmsar þarfir í þjóðfélaginu eins og að auka fjárveitingar til Landspítalans um 3 milljarða eftir langan niðurskurðartíma, að lækka ýmis gjöld til fólksins á landinu um 460 milljarða, en á sama tíma skila hallalausum fjárlögum. Að sjálfsögðu eru þeir Bjarni og Sigmundur sem og aðrir ráðherra ríkisstjórnarinnar nýliðar í stjórnarsetu, hafa þeir þurft að þreifa sig áfram í ýmsum málum en hafa að ég tel fundið farsælar lausnir á úrlausnarmálum að lokum.
Kær kveðja að sunnan.
![]() |
Stjórnarflokkar með aukið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2014 kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Prins Póló er einkar bragðgott og saðsamt sælgæti.
31.1.2014 | 19:14
Samkvæmt frétt á Mbl.is sagði Anna Kryzanowska sem starfar hjá Pólsku almannatengslafyrirtæki og er hér á landi í tengslum við upptöku á auglýsingu fyrir Prins Póló að Íslendingar hreinlega elska Prins Póló, eins og Pólverjar. Um þessi ummæli hennar vil ég segja að Prins Póló hefur svo sannarlega verið í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum, og hefur það oft verið kallað þjóðarréttur íslendinga og þá með Kóki. Kók og Prins Póló kallast það.
Prins Póló hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér nánast frá því ég man eftir mér. Ég fæ mér Prins Póló nokkuð oft, því Prins Pólóið er að mér finnst mjög bragðgott og hæfilega létt í sér, og er orsökin sú að Prins Póló er að hluta til kex eins og Ískex. Ég á því láni að fagna að á vinnustað mínum er Prins Póló alltaf á boðstólunum í matsalnum, bæði í kaffi og matartímum og er oft gott að gæða sér á því með kaffi eftir morgunverðinn. Það er enginn svikinn sem fær sér Prins Póló, það er frekar létt miðað við önnur súkkulaðistykki minna stykkið er 36 grömm en XL stykkið er að mig minnir 52 grömm.
Ég vil enda þessa umfjöllun mína um Prins Póló með því að segja að fyrir um 30 árum var ég í bóklegu einkaflugmannsnámskeiði á Selfossi. Og við höfðum alltaf á hverju kvöldi smá pásu þar sem við höfðum þetta gæðasælgæti að gæða okkur á. Það var mjög gott að hafa það til að narta í og halda síðan áfram námi að því loknu. Prins Póló er líka einkar gott með Kóki sem neytt er með lakkrísröri.
Kær kveðja.
![]() |
Herferð um ást á Prins póló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að sögn Jacobs Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, "eru strandríkin farin að sjá til lands í deilunni" í Makrílviðræðunum sem standa yfir í Björgvin í Noregi. Hvað það þýðir veit ég ekki en það veit ég að ef Íslensk stjórnvöld sætta sig eitthvað minna en ca 16% Makrílkvótans eins og td eitthvað í nánd við þau 12% prósent sem ESB hefur verið að bjóða þá er það í mínum augum að gefast upp fyrir fiskveiðistjórn ESB.
Hótanir ESB eru að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráherra ólöglegar og eru að mínu mati átroðningur stórveldis gegn Íslendingum. Við Íslendingar ættum ekki að beygja okkur undir vald ESB í fiskveiðimálum, minnkandi hagur vegna samdráttar í Makrílveiðum er augljós ef 12 prósentin verða samþykkt.
Háttvirtur Sjávarútvegsráðherra ætti að láta renna á vaðið og blása á öll tilboð sem eru ekki sæmandi Íslenskum sjávarútveg og gera eins og stjórnvöld fyrr á tímum gerðu sem fóru fram með kjark og frumkvæði og háðu þorskastríðin svonefndu og komu landhelgi Íslands upp í 200 mílur. Ég treysti Sigurði Inga mjög vel og met hann mikils. Það kunna að verða einhverjar refsiaðgerðir af hálfu ESB en það er líka mikið sem tapast ef Íslensk útgerð þarf að minnka aflahlutdeild sína niður í 12%, og það veit ekki á gott að gefa eftir fyrir stórveldi á einn hátt því þá liggur beinast fyrir að gefa þá eftir á einhvern annan hátt. Best er frjálsum manni að lifa.
![]() |
Sjá til lands í makríldeilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 22.2.2014 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og frétt af heimasíðu Mbl.is gefur til kynna birti lögreglan mynd af kettlingi sem er í eigu lögreglumanns sem var á leið með hann í pössun, á Facebook síðu Lögreglunnar. Hefur þessi ljósmynd valdið töluverðri eftirtekt þar sem hún birtist á samfélagsmiðlinum Instigram í gær. Mér finnst bara jákvætt að lögreglan birti myndir af einhverju svona sem er ekki hluti af hinum daglegu störfum Lögreglunnar. Þetta er sætur kettlingur og mynd sem þessi vekur aðeins hjá manni hlýjar tilfinningar. Það er satt að lögreglan þarf stundum að koma særðum dýrum eða týndum eins og hundum og köttum til hjálpar og þá er gott að vera dýravinur. Dýr koma að einhverju leiti við sögu í starfi lögreglunnar og eiga þá hundar þar hlut að máli, þar sem þeir fást við fíkniefnaleit og geta jafnvel þefað upp slóðir týnds fólks í tenglsum við leitir björgunarsveita og lögreglu.
![]() |
Lögregluköttur í starfsmjálmun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt 22.2.2014 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmaður vinstrihreifingarinnar - Græns framboðs, Ögmundur Jónasson sagði í dag í sérstakri umræðu um skattaundirskot, að auka þurfi skattaeftirlit og að slíkt eftirlit mundi skila sér í auknum tekjum fyrir ríkissjóð. Hann sagði ennfremur að auka þurfi siðferði og skilning landsmanna á þessum málum.
Mikið eru þessi orð Ögmundar orð í tíma töluð og ég er honum þarna hjartanlega sammála. Koma þarf í veg fyrir skattaundirskot og svartai atvinnustarfsemi með öllum tiltækum ráðum, því slíkt grefur undan velferðarkerfinu og spillir fyrir okkur sem vinnum okkar vinnu og teljum samviskusamlega fram til skatts. Ég vil líka bæta við að nauðsynlegt er einnig að koma í veg fyrir kennitöluflakk fyrirtækja, þar sem eigendur fyrirtækja hafa skilið eftir sig sviðna jörð með gjaldþroti fyrirtækja sinna, þar sem margir skaðast af, bæði fyrirtæki og einstaklingar. En sömu fyrirtækjaeigendur geta síðan stofnað ný fyrirtæki með nýrri kennitölu.
Ögmundur sagði einnig að auka þurfi siðferðisvitund fólks meðal annars með því að hafa kennslu um rétt siðferði í skattamálum í skólum. Og hann sagði einnig að sjónvarpið gæti komið þarna ínn í með því að henda eins og einum ofbeldisþætti úr dagskrá sinni á hverju kvöldi og haft þar "kennslu í samhenginu á milli skatta og velferðar". Bætti hann við "að það myndi ekki sjá högg á vatni , að það væri nóg blóðbaðið þrátt fyrir það."
Þessum síðustu orðum Ögmundar er ég einnig hjartanlega sammála. Það er nóg af ljótu efni á sjónvarpsstöðvunum. Er þar ofbeldi sýnt í miklum mæli og margt ósiðlegt eins og of nánar myndir af ástarlífi fólks og mikið er gert út á nekt kvenna, og eru þær oft sýndar einum of fáklæddar í ýmsum kvikmyndum, þáttum og auglýsingum, einkum erlendum auglýsingum.
Ég er þér hjartanlega sammála, Ögmundur hvað siðferði og eftirlit með skattlagningu varðar.
Kær kveðja.
![]() |
Vill efla siðferðið í skattamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2014 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það hefur valdið talsverðri umræðu í fjölmiðlum og á netheimum undanfarið hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. Háttvirtur formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason sagði í morgunútvarpi Stöðvar 2 í gærmorgun að í aðildarviðræðunum hafi það verið samþykkt að "engar óafturkræfar breytingar yrðu gerðar á stofnanaaðlögun á aðildarumsóknartímanum". En eins og kunnugt er hefur þetta aðildarferli oft verið nefnt aðildarviðræður af ESB sinnum og fleiri landsmönnum, þar sem lokapunkturinn átti að vera þegar" kíkt væri í pakkann".
Mér finnst það góðs viti að það sé að koma meira og meira upp á yfirborðið í umræðunni um ESB að hér sé um að ræða aðlögunarferli þar sem lögum og stöðlum stofnana og stjórnkerfi Íslands sé breytt og aðlagað að ESB. Og að hér séu ekki aðeins viðræður að eiga sér stað eða einhverskonar samninsgerð. Finnst mér gott að formaður Samfylkingarinnar lýsir því hér yfir að hér sé um að ræða aðlögunarferli að lögum ESB.
Það ölli töluverðum ugg í huga mínum um daginn þegar ég las í frétt að erfitt getur verið að flytja inn vissar vörur frá Bandaríkjunum vegna staðla sem þær verði að uppfylla til að mega flytja þær inn. Er orsökin sú að reglur ESB og EES samningsins eru farnar að koma meira og meira inn í Íslenskt regluverk og heftir það innflutning frá öðrum löndum en ESB. Las ég jafnframt að innflutningur á bílum frá Bandaríkjunum væri jafnvel í hættu ef ekkert verði að gert. Mér finnst þetta forkastanlegt! Við höfum verið mikil vinaþjóð Bandaríkjanna og flytjum inn mikið af vörum þaðan. Viljum við láta innlima okkur meir og meir í tolla og staðlakerfi ESB og láta það binda hendur okkar svo að við neyðumst til að sækja í auknum mæli alls konar vörur frá Evrópu?
Það kann að vera að breytingar þær sem formaður Samfylkingarinnar talar um séu ekki óafturkræfar. En það er ég viss um að breytingar til fyrri horfs muni kosta mikla fjármuni og tima og fyrirhöfn, og að á meðan aðildarferlið sem ég vona svo sannarlega að fari ekki aftur af stað, muni kosta Íslensku þjóðina óþarfa óþægindi og fyrirhöfn og binda hendur þjóðarinnar í innflutningi á vörum eins og ég mynntist á og meiri undanlátssemi í sjávarútvegsmálum og nefni ég þar Makríldeiluna.
Ég vona að Landsmenn allir og stjórnmálamenn velji að standa utan ESB.
Kær kveðja.
![]() |
Engin óafturkræf aðlögun að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 22.1.2014 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnvöld eiga ekki að gangast undir vilja ESB í Makríldeilunni.
28.12.2013 | 11:45
Það hefur legið mjög í sviðsljósinu um þessar mundir að stjörnvöld þykja líkleg til að taka tilboði framkvæmdaráðs Evrópusambandsins um 11,9 % hlutdeild í Makrílkvótanum. Í gær kom sú frétt á mbl.is að Írsk stjórnvöld vilji að ESB styðji tillögu sem Norsk stjórnvöld hafa lagt fram sem gengur út á að Íslendingar og Færeyingar fái mun lægri hlutdeild í Makrílkvótanum en það sem þeim hefur verið boðið, en Færeyingar hafa eins og kunnugt er einnig fengið tilboð um 11,9 % hlutdeild.
Mér leggur nú brýnast á orði að segja: Hvað eigum við með að vera að beygja okkur undir vilja Brusselvaldsins og láta hafa okkur að leiksoppi. Láta stórveldið leika sér með okkur, brögð þeirra og hótanir eru ekki réttlátar aðgerðir þess sem vill gæta jafnræðis eða réttlætis, heldur er hér um að ræða ólögmætar hótanir stórveldis sem vill gæta hagsmuna sinna og aðildarríkja sinna. Og hér er ekki verið að skammta Íslendingum (og Færeyingum) sanngjarnan hlut í Makrílkvótanum heldur eru þetta aðgerir til að seilast enn frekar inn á fiskveiðirétt Íslendinga og fleiri, ESB til framdráttar. Þangað til fyrir nokkrum mánuðum viðurkenndi ESB að Makrílstofninn sé raunar alls ekki eins veikburða og haldið var fram af fiskveiðistjórn þeirra í fyrstu. þeir hafa nú séð að Makrílstofnin fer stækkandi og að hann er það stór að hann er að taka mikið af átu frá öðrum fiskstofnum.
Nú eru Írsk stjórnvöl farin að blanda sér í málið og vilja ekki að Íslendingum sé skammtaður of stór hlutur, ef til vill svo þeir geti veitt meira sjálfir. Og ekki hafa Norðmenn reynst okkur vel í þessu máli. Það hefur jú verið keppikefli íslenskra Stjórnvarlda þangað til nú að halda amk. 16-17 % af aflahlutanum, enda er það talin sanngjörn hlutdeild með það í huga að Makríllinn sækir í stórum stíl á Íslensk fiskimið og sú staðreynd að Ísland er strandþjóð sem ekki er aðili að ESB.
Það eru skír skilaboð mín til Íslenskra stjórnvalda: Haldið fast við 16-17 % heildaraflans og víkið ekki frá honum. Það sem ESB er að reyna með okkur er að beygja okkur til algerrar hlýðni og undirgefni við sig. Það má ekki góðri lukku að stýra, því við sjáum hversu mikið aðrar þjóðir í Sambandinu og jafnvel utan þess geta haft á ákvarðanatöku ESB, ákvaranir sem reynst geta Íslandi til mikils skaða. Er ekki betra að halda fast á sínu þrátt fyrir einhverjar mótbárur ESB og aðildarríkja þess og hótanir um ólögmætar refsiaðgerðir? Er ekki betra að láta vaða blint á vaðið eins og Íslendingar gerðu í 4 síðustu Þorskastríðum, þar sem áræðni og innsæi þeirra Stjórnvalda sem þá voru við völd olli því að Íslendingar komust í gegn og unnu, og Íslendingar fengu með því stóraukinn hluta af fiskimiðunum og aukna velsæld sem því fylgdi.
Ég segi nú og hef sagt það áður að við Íslendingar eigum ekkert að gera í ESB. Við sjáum það á því að ESB vill koma vilja sínum fram á aðildarríkjum sínum og þjóða sem það finnst geta skert ávinning þess á einhvern hátt. ESB hefur sýnt með Icesavedeilunni og Makríldeilunni að hér er á ferðinni stórveldi sem beitir völdum sínum til að hafa áhrif á þjóðir eða beygja þær til hlýðni.
Kærar Jóla og Nýárskveðjur.
![]() |
ESB styðji tillögu Norðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 22.1.2014 kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)