Aukið eftirlit með skattaundirskotum mundi skila ríkinu töluverðum tekjum.

Þingmaður vinstrihreifingarinnar - Græns framboðs, Ögmundur Jónasson sagði í dag í sérstakri umræðu um skattaundirskot, að auka þurfi skattaeftirlit og að slíkt eftirlit mundi skila sér í auknum tekjum fyrir ríkissjóð.  Hann sagði ennfremur að auka þurfi siðferði og skilning landsmanna á þessum málum.

Mikið eru þessi orð Ögmundar orð í tíma töluð og ég er honum þarna hjartanlega sammála.  Koma þarf í veg fyrir skattaundirskot og svartai atvinnustarfsemi með öllum tiltækum ráðum, því slíkt grefur undan velferðarkerfinu og spillir fyrir okkur sem vinnum okkar vinnu og teljum samviskusamlega fram til skatts.  Ég vil líka bæta við að nauðsynlegt er einnig að koma í veg fyrir kennitöluflakk fyrirtækja, þar sem eigendur fyrirtækja hafa skilið eftir sig sviðna jörð með gjaldþroti fyrirtækja sinna, þar sem margir skaðast af, bæði fyrirtæki og einstaklingar.  En sömu fyrirtækjaeigendur geta síðan stofnað ný fyrirtæki með nýrri kennitölu.

Ögmundur sagði einnig að auka þurfi siðferðisvitund fólks meðal annars með því að hafa kennslu um rétt siðferði í skattamálum í skólum.  Og hann sagði einnig að sjónvarpið gæti komið þarna ínn í með því að henda eins og einum ofbeldisþætti úr dagskrá sinni á hverju kvöldi og  haft þar "kennslu í samhenginu á milli skatta og velferðar".  Bætti hann við "að það myndi ekki sjá högg á vatni , að það væri nóg blóðbaðið þrátt fyrir það."

Þessum síðustu orðum Ögmundar er ég einnig hjartanlega sammála.  Það er nóg af ljótu efni á sjónvarpsstöðvunum.  Er þar ofbeldi sýnt í miklum mæli og margt ósiðlegt eins og of nánar myndir af ástarlífi fólks og mikið er gert út á nekt kvenna, og eru þær oft sýndar einum of fáklæddar í ýmsum kvikmyndum, þáttum og auglýsingum, einkum erlendum auglýsingum.

Ég er þér hjartanlega sammála, Ögmundur hvað siðferði og eftirlit með skattlagningu varðar.

Kær kveðja.


mbl.is Vill efla siðferðið í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þá er spurning, hvort það er siðferðilega réttlætanlegt að borga skatta - vitandi það innst inni að þeir peningar eru minnst notaðir í okkar þágu.

Þða sem mönnum tekst að svíkja undan, það vita þeir þó hvað þeir nota í.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2014 kl. 20:08

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Komdu sæll Ásgrímur, það má eflaust lengi deila um hvort skattfé okkar sé vel varið af stjórnvöldum.  Núverandi stjórn er að leita leiða hvernig redda megi málum svo ekki skapist rekstrarhalli hjá ríkissjóði og um leið koma á móts við þarfir og neyð fólks.  Tel ég að ekki sé hægt að koma á fulls til móts við alla, því miður.  Td var fallið frá of miklum niðurskurði hjá Landspítalanum en ákveðið að veita 3 milljarða til hans sem er hvergi nóg en það er mikið betra en stefnt var að í fyrstu.   Mér finnst reyndar svekkjandi hvað verkafólk hefur lágar tekjur, en ég er einmitt í þeim hópi með aðeins um 3,6 milljón í tekjur á ári.  Er leitt til þess að vita að maður er oft að greiða laun til fólks sem er með  2-5 sinnum hærri laun en maður hefur sjálfur, þegar maður er að borga skattana sína.  Á ég þá við forstöðumenn ýmissa stofnana, ýmsra sérfræðinga ofl, en óneytanlega er maður kannski ekki að borga mikla skatta til velferðarkerfisins með þessar lágu tekjur  vegna skattleysismarkanna.  Mér finnst rétt að gefa rétt upp til skatts vegna þess að manni líður best með góða samvisku og að ef margir svíkja frá skatti þá þurfa hinir sem greiða samviskusamlega skattana sína ef til villi að borga meira, þá þyrfti skattprósentan eflaust að vera hærri.

Steindór Sigursteinsson, 23.1.2014 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband