Háttvirt Ríkisstjórn - ekki samþykkja neina hjáleið Stjórnarandstöðunnar varðandi ESB málið.
11.3.2014 | 10:42
Það er deginum ljósara nú eftir að umræður á Alþingi hófust á ný um þingsályktunartillögu háttvirts utanríkisráðherra, að stjórnarandstaðan hefur stundað málþóf og mikið er um neikvæðar athugasemdir í garð ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ég fylgdist með umræðum á Alþingi í gær í sjónvarpinu og sá að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru margir hverjir óvægnir í ummælum sínum um háttvirtan Forsætisráðherra, Fjármálaráðherra og fleiri ráðherra ríkisstjórnarinnar. Fannst mér það jaðra við persónulegt níð. Ég var ánægður með að Háttvirtur Forsætisráðherra var fastur fyrir í málflutningi sínum og lét í engu bifast af ásökunum stjórnarandstöðunnar þegar afturköllun ESB umsóknar bar á góma.
Ég vil hvetja forsætisráðherra, Sigmund Davíð og fleiri ráðherra sem með þetta mál fara að falla ekki frá ákvörðun sinni um að slíta aðildarviðræðum við ESB. Ríkisstjórnin hefur fullt umboð til að koma þingsályktunartillögu sinni um viðræðuslit í framkvæmd. Þar sem þetta mál var samþykkt á landsfundum beggja stjórnarflokkana og er eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar sem skráð er í stjórnarsáttmálanum.
Mig langar til að segja: Hjáleið hefur verið boðin af hálfu Vinstri Grænna sem hljóðar upp á að aðildarviðræðum verði ekki slitið heldur verði aðildarumsóknin áfram á ís þangað til rétt fyrir enda þessa kjörtímabils en þá verði kosið um áframhald aðildarviðræðna. Er ætlun Vinstri Grænna að ríkisstjórnin setji aðeins út þetta kjörtímabil, og að því loknu taki vinstri stjórn aftur við sem leiða mun þjóðina aftur í átt að inngöngu í ESB ? Ég vil vara Háttvirta Ríkisstjórn við að samþykkja þessa tillögu Vinstri Grænna, sem er málamiðlun sem felur ma. í sér að Ísland verði áfram lagalega séð umsóknarríki að ESB. Þessari ESB umsókn sem fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna þröngvaði upp á þjóðina, án atvæðagreiðslu, ætti að vera dregin til baka af núverandi ríkisstjórn á lögformlegan hátt með samþykkt Alþingis. Því þessi umsókn var fullkomlega ólögmæt þar sem hún var í andstöðu við vilja þjóðarinnar, þar sem skoðanakannanir þá og ætíð síðar hafa leitt í ljós að þjóðin vill ekki aðild að ESB.
Það er skoðun mín að stjórnarandstaðan og ESB sinnar séu að reyna að koma styggð á hjörðina sem er fólkið í landinu, sem hún - fyrrverandi ríkisstjórn eitt sinn hafði yfirráð yfir og hafði sett á hana hlekki ESB umsóknarinnar. Nú eru ESB sinnar og Stjórnarandstaðan að hlaupa til hliðar við vagninn sem hjörðin er nýlega komin upp í og er stjórnað af Sigmundi, Bjarna og fleirum ráðherrum. Þeir hafa tekið hana upp á sinn verndarvæng - þjóðina, og bjóða henni lausn frá ánauð ESB aðildar og laganetsins sem aðildarumsóknarferlinu fylgir og eru þeir að koma á umbótum hjá hjörðinni - í landinu, bæði efnahagslega og á öðrum sviðum. Stjórnarandstaðan og ESB aðdáendur gera nú allt hvað þeir geta til að koma styggð á hjörðina með hrópum og köllum sem þeir beina til þeirra Bjarna og Sigmundar og reyna að fá sauðina til að stökkva út af vagninum, og í átt til þeirra sem bjóða þeim áframhaldandi tryggð við ESB umsókn og hlekki ESB aðildar.
Kær kveðja.
![]() |
Engin niðurstaða af fundi formanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkisstjórnarflokkarnar unnu hérna yfirburða sigur í síðustu alÞingiskosningum 27 apríl 2013. Var það eitt af aðalstefnumálum þeirra að ekki skildi gengið lengra í aðildarviðræðum við ESB, enda báðir flokkar á móti aðild. Ríkisstjórnin hefur á þessum tíma sem hún hefur verið við völd í hartnær 1 ár komið til vegar nokkuð betri efnahag en verið hefur undanfarin ár. Ríkisstjórnin hefur, ákveðið að auka framlög til Landspítalans um 3 milljarða og aukið framlög til ýmissa málaflokka sem eiga að létta líf og greiðslubyrði almennings, um 460 milljarða ofl. Nú er umræðan í fjölmiðlum og á meðal margra landsmanna að ríkisstjórnin sé að standa sig illa og er ástæðan sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætli að stöðva aðildarviðræður við ESB og láta tímann leiða í ljós hvort áhugi skapast fyrir inngöngu í ESB sem síðan mundi kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu. Óttast ESB aðildarsinnar að ESB muni ekki samþykkja Ísland sem umsóknarríki ef viðræðum hefur verið slitið.
Mig langar til að segja að ríkisstjórnin er að standa sig vel, það er gott að ríkisstjórnin stefni að hallalausum ríkisrekstri og að atvinnuleysi fer minnkandi. Það er leitt að stofnað sé til mótmæla gegn ríkisstjórninni og ákvörðun hennar að slíta aðildarviðræðum. Það er ein af áætlunum ríkisstjórnarinnar sem er vel ígrunduð, að stefna að því að Ísland standi utan ESB, enda er það skoðun ríkisstjórnarinnar að það sé þjóðinni heillavænlegast. Háttvirtur forsætisráðherra sat fyrir svörum í úundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi áðan, og sagði hann eitthvað á þá leið: að atvinnuleysi væri nú mjög lítið á Íslandi sem væri ekki raunin í ríkjum ESB þar sem væri jafnvel 50% atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Sagði hann að það væri ekki hægt að ríkisstjórn sem er á móti inngöngu í ESB skuli standa i aðildarviðræðum. Hefur ríkisstjórnin myndað sér fastmótaða skoðun á því að landi okkar er best borgið utan við ESB. Sagði Sigmundur að ef vilji Alþingis og landsmanna skapaðist fyrir aðild þá yrði stofnað til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mér finnst leitt að aðildarviðræðunum sem var þvingað upp á þjóðina af fyrrverandi ríkisstjórn 2009, eigi nú að þvinga upp á land okkar og ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan og velunnarar ESB hafa æst fólk upp í móti ríkisstjórninni svo nú er mótmælt nánast daglega á Austurvelli. Helstu fjölmiðlarnir eru mjög hliðhollir Samfylkingunni í fréttaflutningi sínum og á ég þar við Stöð 2, Rúv og Fréttablaðið. Finnst mér að verið sé að kaffæra boðskap þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi landsins. Sjónarmið þeirra sem finnst þjóðaratkvæðagreiðsla ekki tímabær núna og að aðildarviðræður sem enginn vilji sé fyrir séu ekki til góðs, fær sjaldnast að koma fram í fjölmiðlum. Má segja að þessar raddir hrópi hjáróma einhverstaðar í skúmaskotum, á vefmiðlum og bloggsíðum. Er ekki annars von þar sem flestir fjölmiðlarnir eru fylgjandi ESB aðild (að ég tel).
Ég vil árétta með núverandi ríkisstjórn og þeim sem vilja að Ísland sé áfram sjálfstætt ríki og án erlendra yfirráða að: Höfum við eitthvað við það að gera að afsala okkur fyllveldi okkar og framselja ákvarðanavaldi íslenskra stjórnvalda til Brussel. Að afsala okkur 200 mílna landhelgi sem ríkisstjórnir fyrr á tímum komu í gegn með samtakamætti, kjarki og frumkvæði. Viljum við eins og sumar þjóðir sem ESB tilheyra láta nægja 12, eða í mesta lagi 24 eða 30 mílna landhelgi ? Og láta fiskveiðiskip annarra aðildarþjóða fá að veiða þar sem við eitt sinn höfðum 200 mílna landhelgi ? Innganga í ESB myndi valda því að okkur væri meinað að gera af eigin forsendum viðskiptasamninga og fiskveiðisamninga við önnur lönd og ef ég tala nú ekki um að ákveða fiskveiðikvóta okkar.
![]() |
Reisa girðingar vegna mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.3.2014 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhliða fréttaflutningur varðandi Evrópumálin á Stöð 2 og Rúv.
6.3.2014 | 22:05
Á Mbl.is birtist frétt í gærmorgun þar sem greint var frá því að skýrsla Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið til umræðu á Alþingi síðastliðinn þriðjudag . Voru Stefán Már Stefánsson og Maximilian Conrad höfundar viðauka skýrslunnar, gestir fundarins. Í fréttinni tjáði Birgir Ármansson, formaður utanríkismálanefndar sig á þá leið að hæpið væri að undanþágur fáist, sem máli skipta fyrir Ísland á sviði sjávarútvegs og landbúnaðarmála. Sagði hann að það væru himinn og jörð á milli regluverks ESB á þessu sviði og þeirra sjónarmiða sem Íslendingar þyrftu að setja á oddinn. Sýndist honum að regluverk ESB væri þannig úr garði gert að það séu hreinir draumórar að halda því fram að Íslendingar nái fram einhverjum sérlausnum sem máli skipta. Enda þótt til séu dæmi um sérlausnir, eru þær aðeins á afmörkuðum þröngum sviðum, sagði hann.
Ég fylgdist með fréttatíma Stöðvar 2 og Rúv í gærkvöldi og í dag. Var ekkert minnst á þessi ummæli Birgis Ármannssonar varðandi þessa skýrslu, heldur var aðeins fjallað á heldur neikvæðan hátt um fyrirhuguð slit ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við ESB. Mér finnst fréttaflutningur þessara tveggja stöðva bera vott um neikvæða afstöðu til ríkisstjórnarinnar og tillögu hennar. Finnst mér alvarlegt þegar ríkisfjölmiðill eins og Rúv sem á að vera hlutlaus og óháður og er styrktur af skattgreiðendum sé ekki hlutlaus í fréttaflutningi sínum og sé hlutlægur varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar.
Ég held að það væri að bera vatn í bakkafullan lækinn að koma með einhver rök sem styðja þessi orð Birgis Ármanssonar varðandi það að ekki sé líklegt að Íslendingar nái einhverjum sérlausnum í samningum sínum við ESB. Um það hafa nokkrir bloggarar sem bloggað hafa við þessa sömu frétt útlistað nokkuð vel.
Kær kveðja.
![]() |
Undanþágur hreinir draumórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ert þú búinn að bolla einhvern í dag ?
3.3.2014 | 22:14
Það hefur lengi verið siður hér á landi að börn búi til bolluvendi til þess að þau geti á Bolludegi farið og Bollað fólk. Er talað um að börnin eigi að fá Bollur hjá þeim sem það flengir og þá í þeim fjölda sem bollað er. Ég mynnist þess í æsku að ég gerði Bolluvönd í skólanum. Var hann eins og í dag, gerður úr priki sem litríkar lykkjur úr sérstökum pappír var festur á. Fannst mér ekki ástæða til að bolla neinn því ég fékk mínar bollur heima, þrátt fyrir það.
Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma. Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er. Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.
Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk. Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar. Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum. Er hreint ótrúlegt skopskynið í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt. Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu.
Það er gott að setjast niður eftir amstur dagsins með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollu.
Kær kveðja.
Matur og drykkur | Breytt 4.3.2014 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Háttvirt ríkisstjórn - standið fast á stefnu ykkar !
2.3.2014 | 12:56
Samkvæmt frétt á Mbl.is söfnuðust saman milli fimm og sex þúsun manns á Austurvelli á samstöðufundi þar sem mótmælt var að stjórnvöld hyggjast draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Langar mig til að hvetja ríkisstjórnina að hvika ekki frá tillögu sinni um slit á viðræðum við ESB. Er það, að ég tel aðgerðir ríkistjórnar sem ber hag Íslands fyrir brjósti og borgurum þess, og hér er ríkisstjórnin líka að fylgja yfirlýstri stefnu sinni sem kemur fram í Stjórnarsáttmálanum.
Kæru Landsmenn ! ESB aðildarviðræður eru ekki þess eðlis að samningsaðilar Íslands og samningsaðilar ESB koma saman og ræða málin, heldur felast í þessari umræðu sem réttu nafni nefnast aðildarferli, lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB og ýmislegt annað sem á sér stað á viðræðutímanum. ESB aðild er ekki Landi og þjóð til góðs, því hún bindur hendur Íslenskra ráðamanna þar sem ákvarðanavald færist yfir til Brussel !
Mér finnst svo mikilvægt að fram komi meiri fagleg umræða í fjölmiðlum um eðli og afleiðingar ESB aðildarviðræðna. Hvað þær raunverulega eru og hvað í þeim felst. Ég skora á stjórnendur sjónvarpsstöðvanna að koma með þátt í sjónvarpinu þar sem útskýrt er á hreinskiptan og faglegan hátt í hverju aðildarviðræður felast.
Kæra ríkisstjórn, mér finnst þið vera að standa ykkur vel. Haldið ótrauð áfram verki ykkar !
Kær kveðja.
![]() |
Fjöldi fólks á samstöðufundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott og faglegt mat á ESB umsókn hjá Björg Thorarensen Lagaprófessor
2.3.2014 | 12:34
Björg Thorarenssen lagaprófessor við Háskóla Íslands tjáði sig í útvarpsþættinum vikulokin í gærmorgun, eitthvað á þá leið að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við ESB væri ekki heillavænlegur kostur. Átti hún þá við að það sé ekki skynsamlegt að ríkisstjórnarflokkarnir, sem báðir eru andvígir aðild haldi áfram aðildarviðræðum. Finnst mér það vera fullkomlega rökrétt skoðun. Reyndar er Björg andvíg þeirrri stefnu ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum heldur að umsókninni verði haldið opinni svo að önnur ríkisstjórn geti ef áhugi er fyrir hendi staðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún sagði ennfremur að slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri aðeins ráðgefandi en ekki lagalega bindandi.
Er ég reyndar sammála ríkisstjórninni að aðildarviðræðum beri að slíta til að koma hreint fram við stækkunarnefnd ESB, og að ef vilji skapist í framtíðinni eða aðstæður innan ESB breytist verði stofnað til þjóðraratkvæðagreiðslu. Mér finnst gleðilegt þegar ég sé í fjólmiðlunum faglega umræðu um ESB aðild.
Mig langar til að biðja þá sem um þetta mál fjalla í fjölmiðlum og hvort sem það er í sjónvarpi, fréttablöðum eða á netmiðlum að útskýra á faglegan og hreinskiptan hátt hvað aðildarviðræður við Evrópusambandið séu og í hverju þær felast. Eru þetta aðeins viðræður þar sem Íslenskir samningaaðilar koma og ræða við samningsaðila ESB? Eða er eitthvað meira innifalið í þessum umræðum, eins og lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB eða eitthvað í þá áttina?
![]() |
Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Verði ekki upp á aðrar þjóðir komnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott er að leggja ástandið hjá þjóð okkar í hendur Guðs.
1.3.2014 | 08:58
Árið 2009 lét þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vinstri öflin hrinda sér af stalli. Samfylkingunni tókst með hjálp Vinstri Grænna að troða ESB umsókn upp á þjóðina, sem var á móti aðild. Samfylkingin kaffærði þarna meirihluta landsmanna sem ekki vildi aðild að Evrópusambandinu. Nú virðist það sama vera í farvatninu hjá stjórnarandstöðuflokkunum og ESB sinnum. Látið er í veðri vaka að ríkisstjórnin sé óhæf og sé að svíkja gefin fyrirheit, og að best sé að hún dragi til baka ákvörun sína að slíta aðildarviðræðunum sem fyrrverandi ríkistjórn stofnaði til. Að sjálfsögðu er ríkisstjórnin aðeins að framfylgja Stjórnarsáttmálnum sem gerður var 2013.
Við kjósendur sem viljum ekki aðild að ESB og kusum Ríkisstjórnarflokkana ma. vegna þessa, eigum líka rétt á að okkar málstaður nái fram að ganga. Núverandi ríkisstjórn ætti nú ekki að láta Stjórnarandstöðuna og ESB sinna neyða sig til að samþykkja áframhaldandi viðræður við ESB.
Ég sem tel mig trúaðan mann vil hvetja fólk til þess að biðja fyrir Landi og Þjóð og fyrir Ríkisstjórninni sem hlýtur að hafa erfiða daga á þessum tímum ólgu og mótmæla. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að trúa á Jesúm Krist. Stjórnmálamönnum þessa lands vil ég benda á að farsælast er að koma með málefni líðandi stundar til Guðs sem skapað hefur alla hluti og sem getur breytt hlutum fyrir bæn. Það eru mörg vandamál í þjóðfélaginu sem þarfnast úrlausna. Og gott er að koma með vandamálin til hans sem valdið hefur, og fær er um að leysa úr málum. Í Biblíunni, Guðs orði stendur þetta um bæn: "Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir , til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði. Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum." 1 Tímóteusarbréf 2:1-4 Og ég vil bæta við öðrum góðu ritningarstað: "Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem er fagurt er fyrir sjónum allra manna. Hafið frið við alla menn að því leyti sem sem það er unnt og á yðar valdi." Rómverjabréfið 12:17-18
![]() |
Við eigum að vera hér fyrir fólkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vald fjölmiðlanna er mikið.
28.2.2014 | 21:03
Undanfarna viku eða þar um bil hefur verið mikið fjallað um fyrirhuguð slit ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við ESB. Finnst mér að umræðan sé oft neikvæð í garð Ríkisstjórnarinnar og einhliða. Stjórnarandstaðan leitast eftir því af alefli að koma í veg fyrir að þessi tillaga ríkisstjórnarinnar komist í framkvæmd. Um helgina var td. að margra mati, stundað málþóf að hálfu stjórnarandstöðuflokkana til að koma í veg fyrir að háttvirtur Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson gæti mælt fyrir tillögu sinni um viðræðuslit við ESB. Var það að ég hygg til þess að vinna tíma að seinka áframhaldi viðræðna um þetta mál til 10 mars þegar Alþingi kemur aftur saman. Og skapa þannig betra færi fyrir stjórnarandstöðuna og ESB sinna að vinna gegn Ríkisstjórninni og tillögu hennar um Viðræðuslit við ESB. Mér finnst Stjórnarflokkarnir og formenn þeirra einkum Háttvirtur Fjármála- og Efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, hafa verið ataðir aur af hálfu fjölmiðlanna Stöð 2, og RÚV sem er ekkert betri. Finnst mér ranglega vegið að þessum vönduðu stjórnmálamönnum sem mér finnst aðeins vera að uppfylla það sem stjórnarsáttmálinn kveður á um.
Ég vil minna á að þjóðin valdi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk einmitt vegna andstöðu þeirra við ESB aðild og margra annarra atriða sem snertu hag lands og þjóðar. Nú er staðan sú að fólk hefur verið að mótmæla á Austurvelli að krefjast þess að stjórnarflokkarnir standi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB. Hvílík fásinna! Veit fólk ekki að þessar viðræður eru ekki annað en undirbúningur fyrir aðild og inntaka fjölmargra breytinga og lagasetninga ESB sem ekki verður lokið fyrr en Íslenska samninganefndin hefur samþykkt að ákvarðanavald Íslenskrar stjórnsýslu verði alfarið framselt til ESB! Þetta snýst ekki um að málin séu rædd og komist að hvað sé í boði og síðan komist að ásættanlegum samningum, td hvað sjávarútveg og landbúnað varðar - Slíkt er aðeins tilbúningur sumra ESB sinna sem á ekki við rök að styðjast.
Ég vil hvetja Háttvirta Ráðherra Ríkisstjórnarinnar að standa þolgóðir vaktina um velferð þjóðarinnar. Það er ekki rétt að óánægjuraddir fólks hverju sinni og ranghugmyndir hverju sinni fái að stjórna stjórnmálamönnum sem eru settir til að gæta réttar og hags landsins. Það á að fylgja stjórnarsáttmála viðkomandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin á að fylgja sáttmálanum sem formenn Stjórnarflokkanna gerðu eftir bestu vitund síðasta ár, en fyrir alla muni ekki láta rekast fram og aftur eftir hugmynda-vindum þeim sem fjúka um þjóðfélagið þá stundina og eru tilkomnir vegna neikvæðs fréttaflutnings og rangra hugmynda um eðli svonefndra aðildarviðræðna. Íslendingar vilja ekki aðild að ESB og það er því óvirðing við ESB að hefja aðildarviðræður sem við meinum ekkert með!
![]() |
Fylgi stjórnarflokkanna undir 40% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mig langar til að segja að mér finnst það sælgæti sem framleitt er af innlendum framleiðendum það besta sem ég hef bragðað, og á ég þá við gömlu góðu súkkulaðistykkin: Hraun og að ég tali ekki um Conga sem er eiginlega besta súkkulaði sem selt er í lengjum. Bragðið alveg einstakt, með alveg sérstökum bragðhreim sem ég hef hvergi fundið í öðru súkkulaði. Enda er það búið til úr ljósu súkkulaði sem mér líkar best. Eitt af bestu perlum Íslensks sælgætis eru Kókosbollurnar, og á ég þá við löngu turnlaga bollurnar sem eru fylltar með hvítu kermi og eru huldar með súkkulaði og kókosdufti. Eru þær alveg einstaklega ljúfar að bíta í því kremið inn í þeim er alveg eins og hvítt ský.
Mér finnst gömlu góðu Íslensku gottin vera eins og eitthvað yndislegt, sem kemur aftur úr gamla tímanum. Þau minna mig á þegar ég var ungur að árum og neytti þessara gersema. Langar mig til að segja að ég sakna gamla góða bláa Ópalsins sem var með alveg sérstakan bragðhreim, vakti hjá mér góðar tilfinningar.
Önnur sælgæti sem mér líkar eru: Prins sem mér finnst enginn eftirbátur Prince Póló, Íslenska konfektið frá Góu , Lindu og Nóa Síríus. Mér finnst það mikið betra en Enskt og jafnvel það besta sem Belgar hafa upp á að bjóða. Maður finnur ekki konfektkassa með öðrum eins molum með sætum, bragðgóðum og marglitum fyllingum hjá erlendum framleiðendum. Íslenski lakkrísinn er líka það besta sem maður smakkar.
Við þurfum ekki að kaupa erlent sælgæti, það Íslenska er alveg einstakt!