Háttvirt ríkisstjórn - standið fast á stefnu ykkar !

Samkvæmt frétt á Mbl.is söfnuðust saman milli fimm og sex þúsun manns á Austurvelli á samstöðufundi þar sem mótmælt var að stjórnvöld hyggjast draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu.  Langar mig til að hvetja ríkisstjórnina að hvika ekki frá tillögu sinni um slit á viðræðum við ESB.  Er það, að ég tel aðgerðir ríkistjórnar sem ber hag Íslands fyrir brjósti og borgurum þess, og hér er ríkisstjórnin líka að fylgja yfirlýstri stefnu sinni sem kemur fram í Stjórnarsáttmálanum. 

Kæru Landsmenn !  ESB aðildarviðræður eru ekki þess eðlis að samningsaðilar Íslands og samningsaðilar ESB koma saman og ræða málin, heldur felast í þessari umræðu sem réttu nafni nefnast aðildarferli, lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB og ýmislegt annað sem á sér stað á viðræðutímanum.  ESB aðild er ekki Landi og þjóð til góðs, því hún bindur hendur Íslenskra ráðamanna þar sem ákvarðanavald færist yfir til Brussel !

Mér finnst svo mikilvægt að fram komi meiri fagleg umræða í fjölmiðlum um eðli og afleiðingar ESB aðildarviðræðna.  Hvað þær raunverulega eru og hvað í þeim felst.  Ég skora á stjórnendur sjónvarpsstöðvanna að koma með þátt í sjónvarpinu þar sem útskýrt er á hreinskiptan og faglegan hátt í hverju aðildarviðræður felast.

Kæra ríkisstjórn, mér finnst þið vera að standa ykkur vel.    Haldið ótrauð áfram verki ykkar !

Kær kveðja.


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2014 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband