Ert þú búinn að bolla einhvern í dag ?

Það hefur lengi verið siður hér á landi að börn búi til bolluvendi til þess að þau geti á Bolludegi farið og Bollað fólk.  Er talað um að börnin eigi að fá Bollur hjá þeim sem það flengir og þá í þeim fjölda sem bollað er.  Ég mynnist þess í æsku að ég gerði Bolluvönd í skólanum.  Var hann eins og í dag, gerður úr priki sem litríkar lykkjur úr sérstökum pappír var festur á.  Fannst mér ekki ástæða til að bolla neinn því ég fékk mínar bollur heima, þrátt fyrir það.

Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma.  Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er.  Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.

Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk.  Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar.  Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur.  Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum.  Er hreint ótrúlegt skopskynið  í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt.  Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu.

Það er gott að setjast niður eftir amstur dagsins með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollu.

Kær kveðja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband