Gott og faglegt mat á ESB umsókn hjá Björg Thorarensen Lagaprófessor

Björg Thorarenssen lagaprófessor við Háskóla Íslands tjáði sig í útvarpsþættinum vikulokin í gærmorgun, eitthvað á þá leið að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við ESB væri ekki heillavænlegur kostur.  Átti  hún þá við að það sé ekki skynsamlegt að ríkisstjórnarflokkarnir, sem báðir eru andvígir aðild haldi áfram aðildarviðræðum.  Finnst mér það vera fullkomlega rökrétt  skoðun.  Reyndar er Björg andvíg þeirrri stefnu ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum heldur að umsókninni verði haldið opinni svo að önnur ríkisstjórn geti ef áhugi er fyrir hendi staðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hún sagði ennfremur að slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri aðeins ráðgefandi en ekki lagalega bindandi. 

Er ég reyndar sammála ríkisstjórninni að aðildarviðræðum beri að slíta til að koma hreint fram við stækkunarnefnd ESB, og að ef vilji skapist í framtíðinni eða aðstæður innan ESB breytist verði stofnað til þjóðraratkvæðagreiðslu.  Mér finnst gleðilegt þegar ég sé í fjólmiðlunum faglega umræðu um ESB aðild. 

Mig langar til að biðja þá sem um þetta mál fjalla í fjölmiðlum og hvort sem það er í sjónvarpi, fréttablöðum eða á netmiðlum að útskýra á faglegan og hreinskiptan hátt hvað aðildarviðræður við Evrópusambandið séu og í hverju þær felast.  Eru þetta aðeins viðræður þar sem Íslenskir samningaaðilar koma og ræða við samningsaðila ESB?  Eða er eitthvað meira innifalið í þessum umræðum, eins og lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB eða eitthvað í þá áttina?


mbl.is Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill oft gleymast í umræðunni að við erum ekki einangruð frá umheiminum og ESB er eins meðvitað um stöðuna hér og við. Þannig að komi til þess að núverandi stjórnvöld þurfi að hefja viðræður þá kemur í ljós hversu áfjáð ESB er að fá okkur þarna inn. þá verður það á ábyrgð ESB að heilla óákveðna og marga nei sinna uppúr skónum. Aðildarsinnar verða þá að leggja traust sitt á ESB frekar en Íslensku samninganefndina, samninganefndin tekur fyrsta tilboði. Ef ESB vill Ísland þá verða þeir að koma með "tilboð sem ekki er hægt að hafna". Erum við eins eftirsótt og haldið hefur verið fram?

Það að auki þá hangir e.t.v. meira en Ísland á spýtunni fyrir ESB. Vill ESB að við fellum samninginn eins og Norðmenn eða fáum við samning sem fær jafnvel Norðmenn til að endurskoða afstöðu sína? Og þá væri stutt í Færeyinga og Grænlendinga. Hvað vill ESB ganga langt fyrir allt Norður Atlandshafið? Þeir hafa þegar sýnt viðleitni með sérlausnum fyrir svæði norðan 62N. Ísland er allt norðan 62N.

Og hafi ESB lítinn áhuga og sé ósveigjanlegt þá verður samningurinn felldur, málið afgreitt og allir glaðir. Sama hvernig fer þá verður niðurstaðan það sem þjóðin telur sér fyrir bestu og betri en núverandi ástand úlfúðar og ósættis.

Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru viðræður samningsaðila. En til þess að geta orðið meðlimir þurfa að koma til lagabreytingar og aðlögun að ESB, best er að það sé samhliða. Í því felst ekkert sem ekki er hægt að breyta aftur síðar eða láta þjóðina kjósa um. Lagabreytingar verða ekki nema með samþykki Alþingis og Forseta. Fræðilega væri hægt að gera lagabreytingarnar og aðlögunina eftir að samið hefur verið, en engin hefur séð ástæðu til þess. Enda oftast breytingar sem eru til mikilla bóta fyrir umsóknarríkið (bætt matvælaeftirlit, neitendavernd, vinnuvernd o.s.frv.) og ESB ber mikinn hluta kostnaðarins sé ríkið í umsóknarferli.

Ufsi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband