Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tillaga Amnesty International um lögleyðingu vændis hryggileg.

Þann 11. Ágúst sl. samþykktu Mannréttindasmtökin Amnesty International tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna í Dublin.  Hefur þetta eins og við má búast verið mikið reiðarslag fyrir marga utan og innan samtakanna.  En töluvert hefur borið á afsögn meðlima úr samtökunum eftir þetta.  Íslandsdeild Amnesty sat hjá við atkvæðagreiðsluna sem eru dapurleg tíðindi því réttast hefði verið að leggjast gegn slíkri tillögu.

Það er svo margt sem mælir gegn afglæpavæðingu á vændi að stuttur pistill nægir ekki til að útlista það allt.  En það eru bæði siðferðileg og heilsufarsleg rök svo og spurningin hvort afglæpavæðing vændis komi vændisfólki yfirleitt til góða.  Því tengt má nefna að í Hollandi þar sem afglæpavæðing vændis hefur verið innleidd, er þvingað vændi og mannsal enn þar til staðar í miklum mæli.

Eins og formaður Kvennréttindasamtaka Íslands sagði svo listavel þá er vændi nær þrælahaldi en atvinnugrein.  En fjöldamörg samtök á Íslandi hafa lýst yfir vanþóknun sinni á tillögunni þar á meðal: Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvennfélagadeild Íslands, Feministafélag Íslands.  Reynslan hefur sýnt að í þeim löndum í Evrópu þar sem kaup og sala vændis hefur verið lögleidd, er mannsal og þvingað vændi mikið vandamál en þar trónir einmitt Holland hæst á lista.  Hin löndin eru Þýskaland (þar sem vandmál við mannsal og þvingað vændi eru í öðru sæti), Tyrkland og Grikkland.  En ég hef lesið en get ekki staðfest það að af talið sé að 1000 manns starfi löglega við vændi en 20000 ólöglega.  

Það er mikill misskilningur að í lögleiðingu vændis felist einhverskonar kvennfrelsi eða mannréttindi, því rannsóknir hafa sýnt að yfirfnæfandi meirihluti vændiskvenna er í þvinguðu vændi og eiga hórumangarar og glæpasamtök þar oft hlut að máli með mannsali sem slíku fylgir.  Það er slæmt að nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir þess háttar lögleiðingu.  

Það er rangt gagnvart Kristinni trú að kaupa eða selja vændi.  Því vændi grefur undan heilagleika hjónabandsins. Því vændiskaup eiginmanns og eða föður getur eyðilagt hjónaband og hryggt viðkvæmar barnssálir, komist verknaðurinn upp.  Ritað stendur: "En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á meðal yðar.  Svo hæfir heilögum." Efesus 5,3

Það er alkunnugt að kynsjúkdómar eru mun algengari á meðal vændisfólks en annara.  Eiginmaður getur borið HIV. smit yfir úr vændiskonu í saklausa eiginkonu sína.  Og lífslíkur vændikvenna eru oft taldar lægri en annara kvenna.

Það ætti að vera hverjum manni augljóst að lögleiðing eða afglæpavæðing á sölu og kaupa á vændi er bæði óréttlát gagnvart vændisfólki sem er í ánauð glæpamann og skapar aukna smithættu og er skaðlegt fyrir kynheilbrigði fólks og siðferði og siðferðisímynd þjóðarinnar allrar.  Ég vil hvetja stjórn Amnesty á Íslandi til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á þessari samþykkt og Íslensk stjórnvöld og stjórnmálamenn til að standa í gegn afglæpavæðingu á sölu og kaupa á vændi.

 


mbl.is Leggja til afglæpavæðingu vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskamfeilni og dónaskapur andstæðinga ríkisstjórnarinnar á sjálfan lýðveldisdaginn.

Óskammfeilni og dónaskapur andstæðinga ríkisstjórnarinnar, aðallega vinstri manna var fyrir neðan allar hellur á þjóðhátíðardeginum 17. júní á Austurvelli. Þarna voru hátíðahöldin trufluð með hrópum og hávaða, þar á meðal ræða háttvirts Forsætisráðherra og þjóðsöngurinn. Þessi mannssöfnuður sem hefur látið Fréttablaðið og vissa fjölmiðla sem eru undir hatti ESB aðildarsinna og óvina ríkisstjórnarinnar heilaþvo sig, skammast sín ekki fyrir að trufla hátíðahöldin á sjálfum lýðveldisdeginum. 

Þessi mótmæli bera skugga á lýðveldisdag okkar Íslendinga sem á að vera dagur þar sem við fögnum fullveldi landsins.  Þarna var hefðum og siðum okkar Íslendinga engin virðing sýnd heldur voru hátíðahöldin að mestu eyðilögð fyrir flestu fólki sem kom til þess að fylgjast með hátíðarhöldunum. 

17. júni á að vera dagur gleði og samstöðu, en það er ekkert gleðiefni í huga margra vinstri manna og fleiri að Ísland skuli enn vera fullvalda ríki, vilja koma Íslandi undir klafa Evrópusambandsins.  Undir áþján erlends stórveldis þar sem atkvæði þess hefur lítið að segja.  Það fólk sem nú er að mótmæla núna er ef til vill tapsárt eftir að síðasta ríkisstjórn beið lægri hlut fyrir núverandi ríkisstjórnarflokkum.  Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar sem eru andvígir ríkisstjórninni reyna að telja fólki trú um að núverandi ríkisstjórn sé óhæf og eigi að víkja.  En verk ríkisstjórnarinnar tala; skattar hafa verið lækkaðir, vörugjöld og skattar afnumdir og fólk hefur meira á milli handanna.  Og ekki má gleyma niðurfærslu verðtryggðra íbúðalána.


mbl.is Púað á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mættu Íslensk lög standa vörð um líf og heilsu allra ófæddra barna.

Samkvæmt frétt á Vísir.is í gær hefur verkfall BHM staðið í 5 vikur og sér ekki fyrir endann á því. Hafa aðstandendur Mæðraverndar í heilsugæslunni verulegar og vaxandi áhyggjur af því.  Verkfall ljósmæðra á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum.  Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað eftir sýkingum, meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkyrtils í konum í áhættuhópum.  En þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu kvenna og ófæddra barna þeirra og er einn af hornsteinum Mæðraverndar.  Í niðurlagsorðum fréttar Vísir.is voru þessi orð sögð: "Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn".

Þessi síðustu orð í þessari stuttu samantekt minni á frétt á Vísir.is fær fólk eflaust til þess að íhuga rétt allra ófæddra barna í móðurkviði. Að heilsu þeirra sé gætt og síðast en ekki síst að þau fái rétt til þess að fá að lifa.  Íslensk lög standa ekki vörð um líf og heilsu allra ófæddra barna.  Heilbrigðisstarfsfólk er ekki aðeins ætlað að standa vörð um líf fólks og ófæddra barna.  Heldur er það svo að ef vissar félagslegar aðstæður eru fyrir hendi þá eru félagsráðgjöfum heimilt að ráðleggja móður eða foreldrum að "láta eyða fóstri". Og fólki innan heilbrigðisþjónustunnar er þá heimilt með undangengnu samþykki móður/foreldra að deyða viðkomandi barn í móðurkviði.  Þetta á líka við um ef barn í móðurkviði er greint með einhverskonar fósturgallar eða Downs heilkenni.

Þetta er mikill smánarblettur á Íslensku heilbrigðiskerfi og á löggjöf Íslands.  Lögin leyfa þetta, jafnvel þótt að smávægilegar ástæður liggi þarna að baki.  Félag kvennréttindakvenna Feministar hafa nýverið látið í ljós þá skoðun sína að kona geti fengið að fara í fósturdeyðingu án þess að einhverjar sérstakar ástæður liggi þar að baki.  Að vilji og hentisemi konu sé nóg til þess að heimila slíka "aðgerð".  En þetta er að mínu mati fullkomin lítilsvirðing fyrir lífi því sem Guð gefur foreldrum þegar barn er getið í móðurkviði.  Þarna er verið að brjóta boðorð Guðs. "þú skalt ekki morð fremja".

Mættu stjórnvöld og þingmenn á Alþingi fá hugarfarsbreytingu í málum ófæddra barna og banna fóstureyðingar á Íslandi.  Við sem eru kristin; Biðjum fyrir heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu og stjórnvöldum, að þessum útburðum á ófæddum börnum verði hætt, sem hafa verið smánarblettur á Íslensku þjóðfélagi í alltof langan tíma.


Tilboð SA eins og blaut tuska í andlitið á þeim lægst launuðu.

Samkvæmt frétt á Mbl.is hafa Samtök Atvinnulífsins komið með tillögu í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins, en hún felur í sér í grófum dráttum að vinnutíminn verði gerður upp á mánaðargrundvelli, að yfirvinna reiknist af unnum vinnustundum yfir 160 klst á mánuði. Dagvinnutími yrði lengdur og verði frá kl 6-19, yfirvinnuálag lækki úr 80% í 50%.  Er hugsun SA að bjóða upp á "Sveigjanlegri vinnutíma" þar sem hægt er að taka frí í næstu viku á eftir mikið vinnuálag fyrri vikuna.  Það skammarlega við þetta er að hækkun dagvinnulauna sem boðið er upp á er 8% og á að koma í þremur þrepum.

Finnst mér þetta vera svo yfirgengilega sívirðileg tillaga af hendi SA að þetta er eins og blaut tuska í andlitið á verkafólki og öðru láglauna fólki.  Það er hugmynd SA að verkafólk borgi fyrir hækkun launa sinna með auknu vinnuframlagi.  Starfsgreinasambandið bendir á að þessi tillaga feli í sér 28000 kr "hækkun" fyrir launþega. En það veit hver maður að lágt launað verkafólk vinnur oft á tíðum myrkrana á milli til þess að ná endum saman.  Yfirvinnuálagið 80% hefur hjálpað mikið til að ýta laununum upp, og hjá verkafólki sem neyðist til þess að vinna td. 30-70 yfirvinnustundir á mánuði, skiptir þetta miklu máli þegar grunnlaunin eru rétt yfir 200 þúsund á mánuði.  Það að lækka yfirvinnuálagið mun lækka greidd laun fyrir yfirvinnu sem mun gera þá launahækkun sem SA vill bjóða verkafólki fyrir dagvinnu að engu.  Það þarf ekki mikla eða flókna útreikninga til að sýna fram á þetta.

Ég vil hvetja samningsaðila SA að sýna kristilegan hugsunarhátt í samnigagerð við verkafólk og verkalýðssamtök þeirra Starfsgreinasambandið.  Því "Verðugur er verkamaðurinn launa sinna. (Lúkas 10,17)

Kær kveðja.


mbl.is 8% hækkun og aukinn sveigjanleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki of seint fyrir ríkisvaldið að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu.

Sú frétt birtist á Mbl.is í morgun að tillögu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um að framkvæmdir á svæði Hlíðarenda við Reykjavíkurflugvöll yrðu stöðvaðar, var felld á borgarstjórnarfundi í gær.  Að sjálfsögðu var tillaga hægri minnihlutaflokkana ekki samþykkt þar sem vinstri meirihlutinn, Samfylkingin, Björt Framtíð eru fjölmennari og stefna þeir að með lævísum hætti að bola flugvellinum í burtu, með markvissum hætti.  Reyndar hafa Píratar snúist á sveif með Samfylkingunni og Bjartri Framtíð í þessu máli þrátt fyrir  kosningaloforð sín. 

Ég hvet ríkisvaldið, með háttvirtan Innanríkisráðherra Ólöfu Nordal í huga, að grípa þarna inn í og stöðva framkvæmdir á svæði Valsmanna á Hlíðarenda.  Það nær engri átt að hafnar séu framkvæmdir þegar ekki liggur fyrir álit Rögnunefndarinnar, en það var pólitískt samkomulag sem komist var að sem Valsmenn og borgarstjórn hafa nú að engu gert.  Valsmenn hafa nú sem komið er aðeins lagt í kostnað vegna undirbúnings og hönnunarvinnu.  Ég veit ekki hversu miklar skaðabætur ríkið yrði að greiða Valsmönnum ef framkvæmdir yrðu stöðvaðar.  En það væri ekkert í samanburði við það tjón sem hlýst af skerðingu flugvallarins um eina flugbraut eða í samanburði við það ef þessi niðurrifsvinna á flugvallarsvæðinu heldur áfram og byggja þurfi nýjan flugvöll. 

Aðgerðir Reykjavíkurborgar og Valsmanna eru fyrsta skrefið í að bola Flugvellinn burt úr Vatnsmýrinni.  En enginn heppilegur staður hefur enn fundist fyrir nýjan flugvöll og uppbygging nýs flugvallar yrði óhemju kostnaðarsöm.  Fjármögnun hans væri ekki á færi flugfélaga og flugrekstraraðila og því þyrfti ríkið að standa þar undir bagga.  Þessar framkvæmdir Valsmanna og Reykjavíkurborgar eru hið mesta feygðarflan fyrir flugstarfsemina á svæðinu, innanlandsflugið, einkaflugið og flugskólana og reyndar hagsmuni allra landsmanna. 

Ríkisstjórn og Alþingi - nú er tækifærið og nú er tíminn til þess að grípa í taumana.


mbl.is Framkvæmdir ekki stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ætti að samþykkja lagafrumvarp um staðgöngumæðrun.

Í þættinum "Ísland í dag" á Stöð 2 í gærkvöldi var greint frá því að tveir sam­kyn­hneigðir karlmenn, "hjón" bú­sett hér á landi, hafi eignast barn með hjálp erlendrar konu- staðgöngumóður í eld­hús­inu heima hjá sér í íbúð hér á landi.  Kom fram að menn­irn­ir hafi farið tvisvar út til henn­ar þar sem þeir gerðu til­raun til að gera hana ófríska, en það tókst í fyrstu til­raun í bæði skipti en hún missti fóst­ur eft­ir fyrra skiptið.  Í dag er ann­ar maður­inn með for­ræði yfir drengn­um og ætla "hjón­in" að sækja um stjúpætt­leiðingu þannig að þeir verði báðir for­eldr­ar barns­ins.

Ég verð að segja að mér finnst staðgöngumæðrun vera röng og stangast á við Kristin viðhorf, það sem Kristin trú mín hefur innrætt mér frá barnæsku. Orð Guðs segir: "Þú skalt ekki drýgja hór". Það má segja að það að koma fyrir sæði í legi konu með einhverjum tækjum eða ég tali ekki um með náttúrulegu leiðinni sé hórdómur í skilningi Bibliunnar, þar sem ekki sé um hjón að ræða. Að nota líkama konu til að láta hana ala barn er að mínu mati siðlaust.  Þetta leiðir hættuna heim á því að þetta lagaákvæði verði misnotað af glæpa/gróðraöflum.  Því að þótt ætlunin sé að búa til lagaramma um þetta mál þar sem bannað verði að einstaklingar fari erlendis og láta konu ala fyrir sig barn, þá verður farið á bak við þessi lög, að mínu mati.  Og einnig verði hægðarleikur að græða á fátækum konum hér á landi þar sem auðvelt er að halda greiðslu til staðgöngumóður og jafnvel hugsanlegs milliliðs, leyndri.  Glæpastarfsemi þessu tengt erlendis er æði umfangsmikil og veltir miklum fjármunum.

Ég vil hvetja háttvirt Alþingi og ekki síst háttvirtan Iðnaðar og Viðskiptaráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur að samþykkja ekki lög sem heimila staðgöngumæðrun.  Samkvæmt því sem Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar lét hafa eftir sér þá hafa "bæði systurþjóðir okkar og systurkirkjur á Norðurlöndunum ekki séð ástæðu til þess að leyfa staðgöngumæðrun.  Reglugerðir eru ekki alveg samhljóma en afgerandi þegar kemur að staðgöngumæðrun".

Kær kveðja.


mbl.is Notuðu staðgöngumóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin stöðvi framkvæmdir strax á Hlíðarendasvæðinu.

Samkvæmt frétt á Mbl.is í gær hófust framkvæmdir á Hlíðarenda kl níu í gær- morgun.  Það er augljóst að Borgarstjórn og Valsmenn og fleiri sem að framkvæmdunum standa ætla ekki að virða pólitískt samkomulag um að flugvöllurinn verði látinn í friði á meðan Rögnunefndin svonefnda er enn starfandi.  Er þetta mikið skeytingarleysi gagnvart flugrekstraraðilum sem hafa aðstöðu á svæðinu og hafa sagt að neyðarflugbrautin svokallaða sé nauðsynleg til að tryggja öryggi og notagildi vallarins. 

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins "að grípa þurfi til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll".  Ég vil segja að nú er tíminn og tækifærið til að grípa inn í atburðarásina og stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu.  Ef það er ekki gert munu mikil verðmæti fara í súgin þar sem notagildi flugvallarins skerðist og mikil röskun verður á starfsemi flug- tengdra fyrirtækja á svæðinu því áframhaldandi framkvæmdir munu þýða eyðileggingu fasteigna á svæðinu. 

Fyrir 2-3 dögum síðan kom frétt í sjónvarpinu að til athugunar væri hjá Rögnunefndinni hugsanleg staðsetning Reykjavíkurflugvallar á Hvassahrauni, kom fram að kostnaður við slíkan flugvöll yrði minni en við uppsetningu hraðlestar á milli Höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.  Ég vil segja að mér finnst þetta mjög slæm hugmynd.  Í fyrsta lagi yrði flugvöllurinn nokkurn veginn á miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur.  Í öðru lagi er í nágrenninu fjallgarður sem veldur óhagstæðum veðurskilyrðum fyrir flug á svæðinu.  Af hverju viðurkenna þau sem að Rögnunefndinni standa ekki einfaldlega að áframhaldandi vera flugvallarins í Reykjavík sé lang besti kosturinn?


mbl.is Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð einn af betri stjórnmálamönnum í sögu lýðveldisins.

Háttvirtur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi í gær.  Fékk hann 98,2 prósenta gildra atkvæða sem á reyndar engum að koma á óvart því hann hefur sýnt fram á að hann er einn af meiri stjórnmálaskörungum sem Ísland hefur alið.  Má þar nefna að hann og ríkisstjórn  hans ýtti úr vör skuldaniðurfærslu til handa almennings með stökkbreytt íbúðalán.  Fjárhagur ríkisins og kaupmáttur fólks hefur tekið mikið stökk upp á við. Er nú svo farið að launþegar eru farnir að sjá að menn eru komnir í brúna (Sigmundur og Bjarni) sem komið hafa þjóðarskútunni á ágætt skrið. Sést það á því að umsemjendur launþega og félög þeirra hafa undanfarin misser verið að tala um launahækkanir sem skipta tugum prósenta.

Nei það skal engan undra að Sigmundur Davíð fékk endurkosningu upp á 98.2 prósent.  Slíkur er hugurinn í honum og atorkan.  Skoðanakannanir undanfarið sem sýnt hafa lítið fylgi flokks hans 11 prósent þurfa ekki að þýða mikið.  Skoðanakannanir sýna fylgi upp og niður eftir því hvað ríkisstjórnir eru að takast á við í það og það sinnið, en ríkisstjórnin hefur verið að taka á erfiðum málum sem krefjast mikillar ígrundunar eins og sjávarútvegsmálin sem eru mjög vandmeðfarin.  Svo hefur stjórnarandstaðan staðið fyrir nokkurri gagnrýni á ríkisstjórnina og samflokksmann Sigmundar, háttvirtan Utanríkisráðherra í tengslum við Evrópumálin.  En eins og kunnugt er dró Gunnar Bragi umsókn Íslands að ESB til baka með bréfi til formanns ráðherraráðs ESB.  Þessi gagnrýni stjórnarandstöðunnar og ESB fylgjandi fjölmiðla er ekkert nema stormur í vatnsglasi.  Það er enginn skaði skeður fyrir Íslendinga, síður en svo.  Hafa þingmenn Samfylkingar og hinir vinstri flokkarnir, því þeir hafa óvænt snúist á sveif með Samfylkingunni í þessum áróðri, látið þau ummæli falla að þjóðin skuli fá að neyta réttar síns og skuli fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.  En það er hvílík fásinna að það nær engu tali.  Að sjálfsögðu er hér ekki um eiginlegar umræður eða samningaferli að ræða heldur aðlögun og innsetning og tilskipun laga frá Evrópska stórveldinu.  Mættu Íslensk þjóð varðveitast frá því að flækja sig í Evrópu- og Evru samstarfinu.  Því það er bágt efnahagsástandi í mörgum ríkjum ESB sem margir vilja kenna Evrunni um, og mikið atvinnuleysi sérstaklega á meðal ungs fólks, svo mikið að við Íslendingar höfum aldrei kynnst öðru eins. 

Sigmundur og flokkur hans hafa líka staðið vörð um Stjórnarskrá lýðveldisins, en vinstri flokkarnir vilja breyta henni til að auðvelda hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið, og einnig til að fá úr gildi tekin lög um tengingu ríkis og kirkju.  En það er mikilvægt að Íslenska ríkið styðji áframhaldandi við Kristna trú og kirkju og meti hana sem órjúfanlegan hluta af Íslensku þjóðlífi, efli hana og að hún verði áfram hluti af starfi hins opinbera með launagreiðslum til presta og fleiri þjóna hennar. Mætti Framsóknarflokkurinn og hinn stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn standa vörð um kristin gildi og hafa kristin viðmið og kristin gildi í heiðri höfð í gerðum sínum og flokkssamþykktum.

Kær kveðja.


mbl.is Sigmundur Davíð endurkjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn á að þurfa að borga lán sem hann hefur ekki skrifað upp á.

Samkvæmt frétt í dag á Mbl.is gerði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lánasjóð íslenskra Námsmanna að umtalsefni sínu.  En eins og mörgum er kunnugt hefur sjóður sá tekið upp það verklag að senda afkomendum lántaka sjóðsins eða ábyrgðarmanna, kröfur um að þeir borgi niður lán fyrir látna ættingja sína.  Eru það um 8000 þúsund manns sem hafa fenguð viðvörunarbréf frá sjóðnum.  Sagði Árni þetta fara á svig við lög þessu lútandi, að þarna sé verið að leita leiða til þess að halda opnum ábyrgðum á fólk sem er algjörlega grandvaralaust aftur í tímann.  Sagði hann þetta fullkomlega óásættanlegt.

Þarna verð ég að segja að ég er fullkomlega sammála formanni Samfylkingarinnar.  Þetta er ábyggilega ólöglegt eins og hann segir.  Því það er enginn vafi á því að enginn á að þurfa að taka á sig lán sem hann er ekki sjálfur skuldari fyrir eða hafi sjálfur skrifað upp á lán hjá einhverjum öðrum sem ábyrgðarmaður.  Finnst mér þarna vera verðugt verkefni fyrir ríkisstjórnina og löggjafarvaldið að koma í veg fyrir svona óréttláta aðför að grandalausu fólki.


mbl.is „Þetta er fullkomlega óásættanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn á skilið meira en 11% fylgi á meðal landsmanna.

Samkvæmt frétt á Mbl.is í gær mældust Píratar með 15,2 prósent fylgi í könnun Gallup, en þeir hlutu 5% fylgi í síðustu þingkosningum.  Var fylgi Sjálfstæðisflokksins 26,1% en næst á eftir Samfylkingin 17,1%.  Fylgi Framsóknarflokksins mældist lágt eða 11 prósent.  Ég vil segja að fylgi Framsóknarflokksins getur vænkast fram að næstu Alþingiskosningum.  Sigmundur Davíð er að mínu mati mjög traustvekjandi forsætisráðherra sem er verðugur fulltrúi þjóðar sinnar, hvort sem er inni á Alþingi þar sem hann berst fyrir baráttumálum sínum til hagsbóta fyrir landsmenn eða þar sem hann stígur fæti sínum á erlenda grund.

Eitt besta trompið sem hann hefur dregið fram er höfuðstólslækkun verðtryggðra lána.  Það er kjarabót sem gagnast mörgum með áþreifanlega bættri afkomu og meiri afgangi í veskinu þegar nær líður mánaðarmótum.  Bætt staða ríkissjóðs og aukinn kaupmáttur almennings síðasta ár er góðs viti og sýnir okkur að ekki er allt slæmt sem ríkisstjórnin er að gera.  Framsóknarflokkurinn fær oft meira fylgi þegar kemur að kosningum en niðurstaða skoðanankannana hefur gefið til kynna.  Mættum við öll velja rétt í næstu kosningum og kjósa þann flokk aftur inn í ríkisstjórn sem er besti samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins.  En það er Framsóknarflokkurinn með dyggri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.


mbl.is Píratar í stórsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband