Enginn á að þurfa að borga lán sem hann hefur ekki skrifað upp á.

Samkvæmt frétt í dag á Mbl.is gerði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lánasjóð íslenskra Námsmanna að umtalsefni sínu.  En eins og mörgum er kunnugt hefur sjóður sá tekið upp það verklag að senda afkomendum lántaka sjóðsins eða ábyrgðarmanna, kröfur um að þeir borgi niður lán fyrir látna ættingja sína.  Eru það um 8000 þúsund manns sem hafa fenguð viðvörunarbréf frá sjóðnum.  Sagði Árni þetta fara á svig við lög þessu lútandi, að þarna sé verið að leita leiða til þess að halda opnum ábyrgðum á fólk sem er algjörlega grandvaralaust aftur í tímann.  Sagði hann þetta fullkomlega óásættanlegt.

Þarna verð ég að segja að ég er fullkomlega sammála formanni Samfylkingarinnar.  Þetta er ábyggilega ólöglegt eins og hann segir.  Því það er enginn vafi á því að enginn á að þurfa að taka á sig lán sem hann er ekki sjálfur skuldari fyrir eða hafi sjálfur skrifað upp á lán hjá einhverjum öðrum sem ábyrgðarmaður.  Finnst mér þarna vera verðugt verkefni fyrir ríkisstjórnina og löggjafarvaldið að koma í veg fyrir svona óréttláta aðför að grandalausu fólki.


mbl.is „Þetta er fullkomlega óásættanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki ólöglegt vegna þess að lög eru ekki afturvirk og þessi lán eru síðan fyrir lagasetninguna sem hann er að miða við.

Og þessir aðilar sem hafa nú þessar ábyrgðir á herðunum gera það vegna þess að dánarbúunum var skipt en ekki gerð upp. Erfingjarnir yfirtóku eignir þess látna án þess að athuga hvaða skuldbindingar fylgdu með í kaupunum. Þannig getur skeð þegar farin er ódýrari leiðin og sparað með því að sleppa því að ráða aðila sem kann til verka við uppgjör dánarbúa.

Það kaupir enginn hús eða bíl án þess að athuga hvort eitthvað sé áhvilandi. Sá sem sleppir þeirri athugun getur engum nema sjálfum sér um kennt þegar skuld reynist hvíla á eigninni. Það sama á við um dánarbú.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 18:44

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Þakka þér fyrir athugasemdina.  Þetta er að sjálfsögðu dapurlegt fyrir það fólk sem lendir í þessu.  Þetta er kannski löglegt eins og þú heldur fram en það er heldur harkalegt af LÍN að mínu mati, að nýta sér þennan rétt varðandi kröfur í tengslum við dánarbú.  Umræður ættu að eiga sér stað á Alþingi um hugsanlega lausn á þessu máli.

Steindór Sigursteinsson, 4.3.2015 kl. 21:10

3 identicon

Það þarf ekki að finna lausn þegar ekkert er vandamálið. Þó einhverjum þyki dapurlegt að skuldir falli ekki niður við andlát þá er það þannig hjá öllum lánveitendum. Og það væri nær að Alþingi stöðvaði skattlagningu dánarbúa frekar en að reyna að koma í veg fyrir að lánveitendur fái greitt. Lánveitendur eru aðeins að sækja það sem þeir lánuðu.

Vagn (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband