Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Ekki er gott að Ríkisstjórnin fríhjóli í ESB málinu.

Yfirlýsingar Jean-Clau­de Junckers, verðandi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, um fimm ára hlé á stækk­un ESB hefur vakið upp margar spurningar hjá landsmönnum.  Hvað mun ríkisstjórnin gera varðandi aðildarumsókn Íslands að ESB og verður tillaga að slitum aðildarviðræðna við ESB lögð fram á komandi Haustþingi.  Háttvirtur Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson tjáði sig í kjölfar ummæla Junkers;  „Menn þurfa að meta hvort það sé ein­hver þörf á að flytja slíka til­lögu, hvort þetta út­spil Junckers sé það svar sem við þurft­um. Sé tal­in þörf á því að leggja til­lög­una fyr­ir þingið er ég í sjálfu sér til­bú­inn að gera það."

Varðandi ummæli Gunnars Braga vil ég segja þetta; er nokkur spurning um hvort flytja eigi fram tillöguna að viðræðuslitunum á næsta haustþingi?  Mér finnst ríkisstjórnin hafi látið draga sig til og frá í máli því er snertir fyrirhugaða ákvörðun að slíta aðildarviðræðunum, þar sem hlustað hafi verið um of á úrtöluraddir og upphrópandir úr hópi ESB- aðildarsinna.  Gunnar sagði að meta þurfi hvort þörf sé á að  flytja tillöguna að viðræðuslitum.  Mér er spurn hvað veldur því að utanríkisráðherra er  tvístígandi í þessu máli. Er hann hræddur við mótmæli aðildarsinna og sumra ESB sinnaðra fjölmiðla?  Eða sér hann ekki mikilvægi þess að best sé fyrir land og þjóð að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB?  Þar sem fréttir hafa borist af auknum erfiðleikum í Evrusamstarfinu og viðvarandi atvinnuleysi hefur lengi verið vandamál í mörgum Evruríkjunum.  Er ríkisstjórnin ef til vill að gæla við þá hugmynd að best sé að fresta viðræðuslitum um óákveðinn tíma, jafnvel þangað til kjörtímabil hennar er á enda ?  Það er ekki gott að Ísland hafi stöðu aðildarríkis, þar sem það að mínu mati setur Ísland í óvissu varðandi samninga við önnur lönd og heimsálfur og getur snert gerð fiskveiðisamninga.

Ég vil segja að það kann ekki góðri lukku að stýra að fríhjóla í þessu máli.  Að Ríkisstjórnin láti dragast að taka afstöðu um hvort aðildarviðræðunum verði slitið.   Það er ekki gott að fríhjóla lengi í málum sem þessum sem snerta svo mjög hag þjóðarinnar, sem er sjálfstæði og afkoma undirstöðuatvinnuvega landsins.  Því þá geta veður og vindar borið menn af leið.

Háttvirt Ríkisstjórn; látið ekki áróður og ummæli ESB- sinna hræða ykkur frá því að taka rétta ákvörðun í ESB málinu.  Slítum ESB viðræðum strax á næsta haustþingi.


mbl.is Afturköllun til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slit aðildarviðræðna mundi auka álit þorra landsmanna á Ríkisstjórninni.

Oft er því haldið fram af fylgjendum ESB umsóknar að Ríkisstjórninni beri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB.  Undir það tekur Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins á vef sínum Evrópivaktin.  Þar lætur hann þau ummæli falla um Ríkisstjórnina að hann spái henni fylgishruni í Þingkosningunum 2017 ef ekki verður stefnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu landsmanna til ESB.  Líkti hann málinu við tap Brasilíska knattspyrnuliðsins á HM við hugsanlegt fylgishrun ríkisstjórnarinnar, þar sem Brasilíska liðið gjörtapaði fyrir þjóðverjum 1:7.  Það er ekkert nýtt að þeir sem hugsa sér vel til glóðarinnar varðandi hugsanlega ESB aðild reyni að gera ríkisstjórnina tortryggilega með ýmsum aðferðum.  Er látið í veðri vaka að rRkisstjórninni beri að stofna til fyrrgreindrar atkvæðagreiðslu og að landsmenn verði að fá að segja hug sinn varðandi áframhald ESB viðræðna. 

Ég vil benda á að Ríkisstjórnarflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að ESB aðild henti ekki Íslenskri þjóð.  og að í Stjórnarsáttmálanum segir eitthvað á þessa leið; að ekki ekki verði gengið lengra í aðildarviðræðum við ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er ekkert fyrirheit þarna um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það má vera að einhverjir sem tjáðu sig fyrir hönd Stjórnarflokkana í aðdragandi síðustu Alþingiskosninga hafi látið einhver orð falla um hugsanlega atkvæðagreiðslu varðandi ESB aðildarviðræður á kjörtímabilinu.  En slík ummæli eru persónulegar skoðanir viðkomandi stjórnmálamanna og endurspegla að mínu mati á engan hátt yfirlýsta stefnu flokks þeirra.  Má segja að þetta hafi verið vanhugsað af viðkomandi að láta þessi ummæli falla.

Á hinn bóginn er tihæfulaust að stofna til þjóðaratkvæðis um mál sem byrjað var á í óþökk þjóðar, með raunverulega einn flokk að baki, það er.  Samfylkingin og Vinstir Græn sem eru andsnúin aðild en ákváðu að fylgja með Samfylkingunni inn í Stjórnarsamstarf 2009 og gerast eins og fylgissveinar hennar og hlýða henni í einu og öllu.  En þar á ég við umsókn um aðild Íslands að ESB og aðildarferlið sem átti sér stað í tíð fyrri ríkisstjórnar sem var ranglega kynnt sem aðildarviðræður.  Eins og alþjóð veit þá var ekki stofnað til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn að aðild þá og siglt var í gegnum þessar viðræður með tilheyrandi lagabreytingum sem ESB krafðist af Íslendingum sem umsóknarríkis, stofnuð var Evrópustofa sem sá um að útbreiða áróðri fyrir ESB aðild, IPA styrkir komu til.  Allt til að liðka fyrir aðild og til að auka áhuga landsmanna á ESB.  En viðræðurnar sigldu í strand á tíma fyrri ríkisstjórnar, þær voru settar á ís eins og það var kallað.  Var margt ályktað um orsakir þess en sennilegasta skýringin var eflaust sú að áframhaldandi innleiðing á lögum ESB og hugsanlegt framsal yfirráða yfir mikilvægum auðlindum þjóðarinnar var ekki lengur möguleg án breytingar á Stjórnarskrá Lýðveldisins.  Ekki var að undra að  fyrrverandi ríkisstjórn var svo umhugað um að koma fram breytingum á Stjórnarskrá Íslands.

Aðildarviðræðum sem stofnað var til, án vilja þjóðarinnar á að binda enda á, af núverandi Ríkisstjórn og með samþykkt  Alþingis.  Þessum svonefndu aðildarviðræðum var komið á af þáverandi ríkisstjórn á algerlega ólýðræðislegan hátt, ætti að binda enda á, á lýðræðislegan hátt.  Með því að ríkisstjórnin sem hefur á bak við sig atkvæði meirihluta landsmanna sem samþykkti ályktanir hennar varðandi ýmis mál. þar á meðal; afneitun á framsali fullveldis Íslands til ESB, slíti þessum viðræðum.  Og hætti að  láta berast eftir veðri og vindum, með því að láta orð og áróður ESB sinna hræða sig og draga úr sér kjarkinn.  Og ekki má fyrir neinn mun fresta að taka ákvörðun varðandi málið fram yfir næstu kosningar.  Meginþorri landsmanna mundu að ég tel, meta ríkisstjórnina mun meira ef hún hún stígi fram þegar Alþingi kemur saman í haust og slíti þessum viðræðum.


mbl.is Spáir ríkisstjórninni fylgishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veljum Íslenskt.

Það er skoðun mín að íslenskar matvörur séu í sérflokki hvað gæði og bragð snertir og á ég þá við sem breiðasta flóru matar bæði kjöts og bökunarvöru, sælgætis og drykkja.  Íslenska kjötið er í heimsmælikvarða hvað hreinleika varðar, engir hormónar eru notaðir við ræktun.  Íslenskt grænmeti er ekki erfðabætt eins og tíðkast víða erlendis.  Gosdrykkir framleiddir hér á landi eru þeir bestu í heimi þar sem notast er við hreint íslenskt vatn, og íslenskt sælgæti er með því besta sem til er í heiminum.  En sælgætið er það sem ég vil gera að umtalsefni mínu hér.

Ég fór fyrir nokkru síðan í eina af lágvöruverslunum sem eru á suðurlandsundirlendinu.  Þar fylgdist ég með hvar fólk var að byrgja sig upp af sælgæti fyrir helgina.  Sá ég þar að Íslenska sælgætið var þar oftast fyrir valinu.  Ég leit í eina körfuna og sá að viðkomandi kaupandi hafði valið sér kassa með íslenskum súkkulaðibitum, hvart það var Hraun eða Conga man ég ekki.  Ég leit í næstu körfu og þar var samskonar kassi ekki með því alveg sama en ein af gömlu góðu súkkulaðistykkjunum sem seld eru í 200 g öskjum.  Ég leit framar í röðina og mér til mikillar gleði sá ég að manneskjan þar hafði valið Góu rúsínur í 375 g öskju, eitt af Íslensku eðalsælgætistegundunum, ekkert innflutt erlent sælgæti þar.  Ég fór og tók út sælgætisúrvalið í verslun þessari og sá að sælgætisúrvalið var blómlegt einn langur rekki með ekkert nema sælgæti og það vakti aðdáun mína að aðeins lítill hluti af rekkanum var fyrir erlent sælgæti.  Gott mál það.  Mér finnst íslenskur sælgætis- iðnaður standa í miklum blóma þessa stundina.  Mikið er af tegundum og sælgæti yfirleitt ljúffengt, ég smakkaði td Pipp um daginn með karmellufyllingu og það var eins og besta konfekt, svona eins og maður borðar á Jólunum.  Sælgætisframleiðendurnir Íslensku Nói Síríus, Góa, Lindu og fleiri hafa aukið sælgætisúrval sitt með því að bjóða hið hefðbundna sælgæti sitt eins og súkkulaðistykkin í öskjum.  Eru súkkulaði- stykkin þar lítil og gott er að hafa kassa á borðinu og gæða sér á því á laugardagskvöldum við sjónvarpið.

Svo ég haldi áfram með þráðinn eins og frá var horfið, þá fór ég líka í aðra verslun  við hliðina.  Var þar stór bás fyrir bland í poka, Ég fór að básnum því ég gerði þar smá innkaup og sá ég þar það sem síst skyldi vera, en þar var mestmegnis erlent sælgæti, eins og súkkulaði, brjóstsykur, hlaup og lakkrís.  En um lakkrísinn vil ég segja að ég hef aldrei fundið erlendan lakkrís sem stenst þeim íslenska samanburð.  Er nánast alltaf um mikið þurrari vöru að ræða og bragðið beiskara en af þeim Íslenska.

Ég vil segja hvað höfum við með erlenda matvöru að gera?  Styðjum  Íslensk matvælafyrirtæki og Íslenska bændur.  


mbl.is Kafað ofan í Costco-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband