Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Tillaga Amnesty International um lögleyðingu vændis hryggileg.

Þann 11. Ágúst sl. samþykktu Mannréttindasmtökin Amnesty International tillögu um afglæpavæðingu vændis á heimsþingi samtakanna í Dublin.  Hefur þetta eins og við má búast verið mikið reiðarslag fyrir marga utan og innan samtakanna.  En töluvert hefur borið á afsögn meðlima úr samtökunum eftir þetta.  Íslandsdeild Amnesty sat hjá við atkvæðagreiðsluna sem eru dapurleg tíðindi því réttast hefði verið að leggjast gegn slíkri tillögu.

Það er svo margt sem mælir gegn afglæpavæðingu á vændi að stuttur pistill nægir ekki til að útlista það allt.  En það eru bæði siðferðileg og heilsufarsleg rök svo og spurningin hvort afglæpavæðing vændis komi vændisfólki yfirleitt til góða.  Því tengt má nefna að í Hollandi þar sem afglæpavæðing vændis hefur verið innleidd, er þvingað vændi og mannsal enn þar til staðar í miklum mæli.

Eins og formaður Kvennréttindasamtaka Íslands sagði svo listavel þá er vændi nær þrælahaldi en atvinnugrein.  En fjöldamörg samtök á Íslandi hafa lýst yfir vanþóknun sinni á tillögunni þar á meðal: Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvennfélagadeild Íslands, Feministafélag Íslands.  Reynslan hefur sýnt að í þeim löndum í Evrópu þar sem kaup og sala vændis hefur verið lögleidd, er mannsal og þvingað vændi mikið vandamál en þar trónir einmitt Holland hæst á lista.  Hin löndin eru Þýskaland (þar sem vandmál við mannsal og þvingað vændi eru í öðru sæti), Tyrkland og Grikkland.  En ég hef lesið en get ekki staðfest það að af talið sé að 1000 manns starfi löglega við vændi en 20000 ólöglega.  

Það er mikill misskilningur að í lögleiðingu vændis felist einhverskonar kvennfrelsi eða mannréttindi, því rannsóknir hafa sýnt að yfirfnæfandi meirihluti vændiskvenna er í þvinguðu vændi og eiga hórumangarar og glæpasamtök þar oft hlut að máli með mannsali sem slíku fylgir.  Það er slæmt að nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa talað fyrir þess háttar lögleiðingu.  

Það er rangt gagnvart Kristinni trú að kaupa eða selja vændi.  Því vændi grefur undan heilagleika hjónabandsins. Því vændiskaup eiginmanns og eða föður getur eyðilagt hjónaband og hryggt viðkvæmar barnssálir, komist verknaðurinn upp.  Ritað stendur: "En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á meðal yðar.  Svo hæfir heilögum." Efesus 5,3

Það er alkunnugt að kynsjúkdómar eru mun algengari á meðal vændisfólks en annara.  Eiginmaður getur borið HIV. smit yfir úr vændiskonu í saklausa eiginkonu sína.  Og lífslíkur vændikvenna eru oft taldar lægri en annara kvenna.

Það ætti að vera hverjum manni augljóst að lögleiðing eða afglæpavæðing á sölu og kaupa á vændi er bæði óréttlát gagnvart vændisfólki sem er í ánauð glæpamann og skapar aukna smithættu og er skaðlegt fyrir kynheilbrigði fólks og siðferði og siðferðisímynd þjóðarinnar allrar.  Ég vil hvetja stjórn Amnesty á Íslandi til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á þessari samþykkt og Íslensk stjórnvöld og stjórnmálamenn til að standa í gegn afglæpavæðingu á sölu og kaupa á vændi.

 


mbl.is Leggja til afglæpavæðingu vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun verðs á skólabækum í Eymundsson er kjarabót fyrir framhaldsskólanemendur ofl.

Samkvæmt frétt á Mbl.is á föstudaginnkom sl. gerði ASÍ á verðkönnun á nýjum skólabókum í 5 bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag.  Í könnuninni voru borin saman verð á 20 bókatitlum saman við verð þeirra í samskonar könnun sem ASÍ gerði 2014.  Þar kom fram að Penninn- Eymundsson hafi lækkað verð á 11 af 18 bókatitlum (allt að 24%) sem þeir áttu til í báðum mælingunum.  Aðrar bóka/ritfangaverslanir komu lakar út í könnuni, en Forlagið Fiskislóð hafði engann bókatitil lækkað.  Næst best stóð sig A4 samkvæmt útkomu þessarar mælingar en þeir höfðu lækkað verð á 7 bókatitlum.

Vil ég segja að lækkanir sem þessar í ritfangabúðum og fleiri verslunum eru skref í rétta átt til þess að bæta kjör almennings.  Þetta er rétt stefna hjá verslunareigindum að lækka verð til neytenda og minnka þannig hugsanlega eigin gróða en koma til móts við fólkið í landinu og stuðla þannig að hag allra.  Lækkað vöruverð skilar sér sem beinharðir peningar í vasa almennings, það er þjóðfélaginu til hagsbóta.  Sérhagsmunastefna fyrirtækja og verslana þar sem hugsunin er aðeins að mata eigin krók er í raun skaðleg fyrir þjóðfélagið og reyndar þegar málið er skoðað á heimsvísu þar sem hinir efnaminni verða sífellt fátækari og þeir ríku efnaðari.

Þetta er rétt hugarfar sem þeir ættu að hafa sem eru í aðstöðu til þess að stjórna sinni innkomu sjálfir.  Aðgerðir ríkisstjórnar duga skammt ef fyrirtæki og á ég þá einnig við fjármálastofnanir gera allt til þess að hafa sem mest úr vösum fólks.  

Skattahækkun Seðlabankastjóra á stýrivöxtum úr 5 í 5,5pósent er algerlega út úr myndinni að mínu mati.  Þessu hækkun á vöxtum mun hækka greiðslubyrði húsnæðiskaupenda og fleiri lánagreiðenda, ef maður talar nú ekki um kreditkortalánin, bílalánin ofl.  Þetta mun hækka verð á húsaleigu, hækka verð á fasteignum.  Þessi leið vaxtahækkana, þegar þennsla er fyrirsjáanleg í efnahagslífinu með hugsanlegri aukningu á verðbólgu er gamaldags steinrunnin aðferð sem eykur aðeins hagnað bankanna en skilur hinn almenna borgara eftir með verri lífskjör.


mbl.is Penninn-Eymundsson lækkar verð í meira en helmingi tilvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál að Krónan skuli bjóða fólki upp á vel neysluhæf, útrunnin matvæli.

Ég rak augun í þessa frétt á Mbl.is nú í kvöld að matvöruverslunin Krónan Lindum hefur frá því í byrjun sumars boðið upp á vörur, sem eru við það að renna út eða þegar runnar út.  Hafa þessar vörur verið seldar á verulega niðursettu verði.  

Finnst mér þetta vera gott framtak hjá eigendum Krónunnar sem bæði stuðlar að minni matarsóun og gerir fólki kost á að kaupa vel neysluhæfar vörur á mjög lágu verði.  Í greininni kemur fram að stefnt sé að gera það sama í fleiri Krónuverslunum.  Það er klárt mál að matvörur eru oft vel neysluhæfar þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag.

Mig langar til þess að segja að á Hvolsvelli þar sem ég bý er Kjarvalsverslun en hún er eins og kunnugt er í eign sömu aðila sem eiga og reka Krónubúðirnar.  Síðustu misseri hefur Kjarvalsverslunin á Hvolsvelli tekið miklum stakkaskiptum.  Þegar maður gengur um verslunina tekur maður eftir gulum verðmerkingum sem eru undir mörgum vörutegundum.  Er skýringin sú að sífellt fleiri vörutegundir hafa verið settar á svonefnd "Krónuverð", en þau eru gul á litin og því auðþekkjanleg.  Hefur þetta ágerst síðustu mánuði, og er nú þannig farið að í dag eru yfir 1000 vörutegundir á Krónuverði.  

Finnst mér þetta vera mjög göfugt framtak hjá verslunareigendunum að lækka verð í Kjarval sem var þekkt fyrir nokkuð hátt vöruverð og færa mikinn hluta matvara niður í lágvöruverð.  Í sumar voru td. flestir Ávextir og grænmeti sett á Krónuverð.   Mjólkurvörur, ostar og flestar vörur í mjólkurkæli fengu líka gulu verðmerkingarnar.  Er einkar gleðilegt að líta yfir vöruúrvalið og sjá allar þessar gulu verðmerkingar.  Því Hvolsvellingar hafa árum saman beðið eftir því að lágvöruverslun líti dagsins ljós á Hvolsvelli og er þetta skref í þá átt.  Núna þarf maður ekki að kaupa margar matvörutegundir í Bónus Selfossi, einkum grænmeti, því hvers vegna að eyða bensíni á Selfoss og byrgja sig upp af grænmeti fyrir næstu vikuna þegar maður getur keypt ferskt grænmeti á hverjum degi á Hvolsvelli?  Þetta framtak er skref í rétta átt, þar sem hagur neytenda er hafður að leiðarljósi en ekki aðeins stefnt að hámarks hagnaði verslunarinnar.  Mættu fleiri verslunir og verslunarsamstæður feta í spor Krónunnar og Kjarvals Hvolsvelli.


mbl.is Sala á útrunnum mat gengið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband