Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Afnám laga um helgidagafrið er atlaga að réttindum launafólks og kristinni hefð

    Þau dapurlegu tíðindi bárust 12. júní sl á Mbl.is að frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um breyt­ingu á lög­um um helgi­dagafrið var samþykkt á Alþingi með 44 at­kvæðum gegn 9. Er það ekki undrunarefni að allir þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu er það í ljósi þess að þingmenns þess flokks hafa áður sett sig á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem brýtur á móti kristnu siðgæði en það var fóstureyðingarfrumvarpið alræmda sem gefið var fegrunaryrðið "þungunarrof" til þess eins að fela þann gjörning að deyða á miskunnarlausan hátt barn í móðurkviði allt til enda 22 viku meðgöngu.

    Fellir frumvarpið sem Sig­ríður kynnti þegar hún var dóms­málaráðherra úr gildi ákvæði laga sem banna til­tekna þjón­ustu, skemmt­an­ir og afþrey­ingu á til­greind­um helgi­dög­um þjóðkirkj­unn­ar. enn verður þó bannað að trufla guðsþjón­ustu, krikju­leg­ar at­hafn­ir eða annað helgi­hald.

    Það er alveg kristalstært í mínum augum að afnám helgidagafriðar hefur í för með sér meira vinnuálag fyrir launafólk og minni hvíld. Enda þótt að lagabreytingin feli ekki í sér afnám lögbundinna frídaga þá mun þessi breyting auka þrýsting atvinnurekenda á starfsfólk í vínveitinga- og veitinga- og skemmtistaðabransanum og starfsfólks í búðum að vinna á lögboðnum helgidögum kirkjunnar.
Finnst mér þetta vera hvílík hneisa fyrir Alþingi að samþykkja þetta lagafrumvarp sem að mínu áliti var samþykkt af 2 augljósum ástæðum:

1 Að maka krókinn sem mest fyrir atvinnurekendur í þjónustubundnum rekstri.
2. Að afnema sem mest af kristum hefðum og menningu sem hafa ekki skilað öðru en góðum áhrifum til samfélags okkar í gegnum árin.
    Með þessu er verið að:
1. Lítilsvirða kristna trú og þá helgidaga sem settir hafa verið fyrir áhrif kirkjunnar sem ætlaðir eru að gefa fólki frið og hvíld til að njóta þessara helgidaga.
2. Þrengja að rétti launafólks til að fá hvíld frá störfum sem veitir ekki af því vinnuálag vinnandi fólks hér á landi er með því mesta sem þekkist.

    Megi Ríkisstjórnin hafa skömm fyrir þetta lagafrumvarp sem samþykkt hefur verið og sá meirihluti þingmanna sem samþykkti þetta.
    Með Miðflokkinn er annað mál. Megi Guðs blessun fylgja þeim Miðflokksmönnum fyrir að samþykkja ekki þetta frumvarp. Mættu þeir ganga hnarreistir inn í framtíðina og ná yfirburðakosningu í komandi kosningum sem eru ekki svo langt undan. Þeir eiga það svo sannarlega skilið með þrautseigju sinni og fullveldis-ást sem þeir sýna með því að standa föstum fótum gegn 3 orkupakkamálinu 
    En um það mál vil ég segja að það er úlfur í sauðagæru þar sem ætlunin er að koma orkuauðlindum landsins sem mest í einkaeigu og græða sem mest á raforkusölu án þess að það komi fólkinu og allra síst garðyrkjubændum, bökurum, stóriðju og starfsfólki þeirra til góða. Nei þvert á móti aukast líkurnar á því að með samþykkt orkupakka 3 verði sæstrengur lagður en það myndi margfalda raforkuverð hér á landi. Þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin þykist hafa gert gegn lagningu sæstrengs munu ekki halda fari ACER í mál við ríkið vilji erlent fyrirtæki leggja hingað sæstreng.

Kær kveðja.


mbl.is Helgidagafriður ekki lögbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung fimleikakona með Downs heilkenni gerist fyrirsæta og brýtur staðalímyndir

Chelsea WarnerAllir eru fallegar á sinn hátt - það er það sem við höfum alltaf heyrt sem börn. En reyndin er ekki sú því þegar við kveikjum á sjónvarpinu og stillum á tískuþættina, sjáum við tákn fullkomnunar þar sem ekki er pláss fyrir þá sem eru öðruvísi. En jafnvel innan þessarar fullkomnunar, braut Chelsea Werner, fimleikakona frá Danville, Kaliforníu, sér leið inn í hinn fullkomna heim. Hún hefur Downs heilkenni, litningagalla sem leiðir til tafa á vitsmunalegum og lífeðlisfræðilegri þróun einstaklings.

Sem fimleikakona er Chelsea Werner vel þekkt. Hún hafði tekið þátt í United States National Championship og hefur unnið World Championship tvisvar. Að vinna eða öllu heldur, fimleikar hefur alltaf verið hluti af lífi hennar. Hún var aðeins 4 ára gömul þegar fimleikar komu í líf hennar sem leið til að styrkja vöðva hennar. Skömmu síðar varð hún meistari sem hún er nú. Samkvæmt Chelsea hefur þessi íþrótt kennt henni nýja hæfileika og þar á ofan fyllt hana sjálfstrausti.

Og það er sennilega, það sem þarf til að komast áfram með drauma sína. Og smá stuðningur frá fjölskyldunni. Saga Chelsea gæti verið sú sama fyrir verðandi módel með Downs heilkenni. Hvar sem hún leitaði fyrir sér í tísku iðnaðinum var henni vísaði í burtu þar sem ekkert pláss var fyrir einstakling með Downs heilkenni samkvæmt því sem fyrirtækin sögðu. En Chelsea hélt markvisst áfram og fjölskylda hennar gafst aldrei upp á henni.

Og þolinmæðin og þrautseigjan borgaði sig. Fljótlega var hún uppgötvuð vegna fjölmiðla af fyrirtækinu "Við tölum", stofnun sem starfar með það að markmiði að stuðla að jákvæðni varðandi líkamsvöxt og þátttöku í fyrrsætu heiminum. Chelsea sá það eins og margar aðrar leiðir, módel heimurinn hafði lága ímynd af fólki með Downs heilkenni. Hún vildi vera sú sem knúði fram breytingu. Og sem betur fer var það nóg, stofnandi We Speak, Briauna Mariah, sá hennar björtu, bjartsýnu orku á myndbandi. Hún uppgötvaði möguleika Chelsea á að klifra stigann í tískuheiminum.

Og hún gerði það! Frá fyrsta myndbandi hennar hefur Chelsea komið fram sem alþjóðleg tilfinning. Fólk dáist að henni í fjölmiðlum og hún varð geisli vonar fyrir marga foreldra með börn greind með Downs heilkenni. Ekki aðeins þáttaka hennar og myndirnar sýna að við erum öll falleg á okkar eigin hátt, heldur hefur hún sýnt fólki með Downs heilkenni að ekkert geti eða ætti að stöðva þau. Þau eru fær eins og hver annar að gera það sem þau vilja. Chelsea hefur sýnt þeim leið til að vinna bug á röskun sinni og yfirvinna hana.

Jafnvel tísku heimurinn er ánægður með Chelsea. Samkvæmt Mariah, er Chelsea bara yndisleg. Hún getur tekið viðbrögðum eins og gagnrýni án þess að líta á það með þröngsýni og hún er fljót að læra líka. Þetta eru tveir eiginleikar sem eru mjög mikilvægar fyrir alla þætti lífsins, en á sérstaklega við í fyrirsætu heiminum. Mariah er full vonar að Chelsea muni ná mjög langt á sinni braut. Það er nú þegar að verið að gera hennar eigin síðu og vörumerki og prófa hana fyrir framan myndavélina. Innan tíðar mun hún koma fram til að heilla okkur með sjálfstrausti sínu og fegurð.

Chelsea Werner mun fylgja Maran Avila og Madeline Stuart, tveimur samnemendum hennar sem einnig hafa Downs heilkenni. Stuart hefur nú þegar komið á framfæri hennar eigin fatalínu með nafninu "21 Ástæða Hvers vegna" (21 Reasons Why), sem gefur til kynna að auka 21-litninginn sem veldur Downs heilkenni. Í heimi sem lofar fullkomnun, er engin föst skilgreining á fullkomnun. Við getum öll verið falleg.

Chelsea heldur því fram að á þessum víðsjáverðu tímum ætti fólk að losa sig við misskilning varðandi fólk með fötlun, vera óttalaust og grípa það sem það dreymir um. Hún hefur gert það að verkefni hennar og við getum öll verið hluti af þessu samþykki. Losum okkur við fastar ímyndir um fegurð og lítum á þá sérstöðu sem við eigum öll í okkur. Eftir allt saman, eins og Chelsea hefur bent á erum við öll falleg á okkar hátt.

Steindór Sigursteinsson þýddi þessa grein sem birtist 24. mars 2019. á heimasíðunni scienceinsanity.com.
http://www.scienceinsanity.com/2019/03/a-champion-gymnast-with-down-syndrome.html
Sjá einnig fleiri þýddar greinar um sama málefni:
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2192613/?fbclid=IwAR0-FxIlzDfc91kBq-9zlUh3zPnDTY2wY943j75yJYBCo6U4q0exGcvoKrA
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2193063/?fbclid=IwAR3qrQIFoL5H_EOSCyMKpTiLsj36NZTwuJD_y5cafKtdLAeP7dp2D_BPnZ8
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2183304/?fbclid=IwAR0-FxIlzDfc91kBq-9zlUh3zPnDTY2wY943j75yJYBCo6U4q0exGcvoKrA


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband