Færsluflokkur: Spaugilegt

Þeir Bjarni og Sigmundur ættu að fá sér Kók og Prins Póló og ræða málin saman.

Mig langar til að segja að það er margt mjög gott í hinu nýja fjárlagafrumvarpi háttvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar.  Má þar nefna: afturköllun á skerðingu öryrkja og ellilífeyrisþega, aukin fjárframlög til löggæslu, möguleika mjög skuldsetts fólks til að ganga út úr húsnæði skuldlaust ef greiðslustaðan reynist vonlaus, niðurfelling stimpilgjalda ofl.  Ég met það mikils að í fjárlagafrumvarpinu er stefnt að hallalausum rekstri ríkissjóðs 2014. 

Ég met Bjarna Benediktsson og háttvirtan forsætisráðherra mikils og tel þá mjög vel starfi sínu vaxna og mikið í þá spunnið.  Til að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að beita niðurkurði eins og við er að búast því að öðruvísi væri ekki hægt að forðast áframhaldandi skuldsettningu ríkissjóðs.  Ég verð að segja að mér finnst leitt að í fjármálafrumvarpinu er niðurskurðarhnífnum beitt í heilbriðgðiskerfinu og á ég þar við Landspítalann.  Mér líkar ekki að í frumvarpinu skuli aðeins vera gert ráð fyrir aðeins 200 miljóna fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum, að framlög hækka ekki meira en sem nemur verðlagshækkunum og að innheimta eigi legugjöld.  Mig langar til þess að hvetja háttirtan Forsætisráðherra og háttvirtan Fjármálaráðherra að endurskoða áætluð framlög til  Landspítalans.  Innkoma vegna legugjaldanna er að mér skilst aðeins um 200 miljónir króna.  Það hlýtur að vera hægt að finna peninga annars staðar í kerfinu.  Og ég vil hvetja þá að auka framlag til Landspítalans, það þarf kannski ekki að vera mikið en mjór er mikils vísir og það mundi auka velþóknun landsmanna á ríkisstjórn þeirra.

Það er tillaga mín að þeir Bjarni og Sigmundur ættu nú að gera það sem þeir gerðu í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs síns að koma saman og ræða málin og taka málefni Landspítalans til umræðu.  Þeir gætu komið saman án alls umstangs eins og vöflubaksturs svo þeir geti einbeitt sér betur.  Ég hvet þá til að fá sér Kók og Prins Póló, Kók eins og það var í gamla daga í glerflösku og lakkrísrör.  Þetta var gert þegar ég fyrir 30 árum síðan var í bóklegu einkaflugnámskeiði hjá Flugklúbbi Selfoss.  Hvert kvöldnámskeið var nokkrir klukkutímar og við höfðum aðeins þetta eðalsælgæti að gæða okkur á.  Ég tel að það gerði mig skírari í hugsun því það er létt í maga og gott var að halda áfram námi að máltið lokinni.


mbl.is Mun ekki einkavæða heilbrigðisþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga stjórnarmyndunarviðræðna Sigmundar og Bjarna.

Eftir að Sigmundur Davíð hafði tekið við stjórnmyndunarumboði frá Forseta Íslands sneri hann sér fyrst til vinstri framboðanna með gottið sem hann hyggst færa Íslensku þjóðinni sem eru aðgerðir þær sem hann hefur í hyggju að framkvæma þjóðinni til góðs.  Hann var svolítið smeykur við að koma til Bjarna með gottið því hann var hræddur um að Bjarni myndi kíkja í pokann hans og taka uppáhaldsmola hans sem eru lausnir þær sem hann hefur varðandi lánamál heimilanna.  Vegna þess sneri hann sér fyrst til vinstri til að kanna alla möguleika fyrst og sjá hvort hin höfðu ekki betra gotterí en Bjarni.  Eftir að hafa kíkt á gottið sem hin í vinstri framboðunum höfðu í nammi pokum sínum, tók hann sér stuttan umhugsunarfrest.  Og hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri óhætt að láta á það reyna að snúa sér til Bjarna. 

Og það var eins og við manninn mælt.  Bjarni tók honum mjög vel, og hann lét uppáhalds molann hans alveg vera.  Hann hafði prýðilega góðar hugmyndir um hvernig þeir gætu skipt molunum og mótað þá eftir hvernig þeim báðum líkaði og eftir því sem best kemur fyrir þjóðarhag.  Og Bjarni fór með Sigmund í sumarbústað föður síns og Bjarni hressti hann við og aðstoðarkona hans bakaði vöflur fyrir þá með sultu og rjóma.  Og fljótt hvarf öll hræðsla úr huga Sigmundar eins og dögg fyrir sólu og hann fann sig öruggan hjá Bjarna.  Og þeir settu molana saman í stóra skál, sem eru aðgerðir þær sem þeir hyggjast koma í verk, fólkinu í landinu og atvinnuvegunum til handa.

Og stjórnarmyndunarviðræðurnar gengu vel og oft komu fréttir af þeim félögum með myndum af þeim brosandi vegna þess góða árangurs sem þeir voru að ná og líka vegna vorangans í loftinu sem hafði eins og keim af betri tíð.  Og þeir fóru með sælgætisskálina, stjórnarsáttmálann til Reykjavíkur í Alþingishúsið og brátt var ríkisstjórn þeirra, hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mynduð.

Núna eftir að ríkisstjórnin er nýmynduð komu Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnarinnar ásamt mökum þeirra til að snæða saman.  Þetta var mjög góð hugmynd hjá  þeim.  Þessháttar samvera og matarboð eykur að ég held samhugann og eininguna hjá Ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 

 


mbl.is Hópefli ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vita til að stjórnmyndunarviðræðurnar gangi vel.

það hefur verið mikið rætt um stjórnarmyndunarviðræður þeirra Bjarna og Sigmundar.  Eins og flestir vita þá byrjuðu viðræður þeirra leynilega á stað sem landsmenn vissu ekki um, en seinna var upplýst að þeir héldu til í sumarbústað í eigu fjölskyldu Bjarna.  Mikið var um fréttaflutning af þessum viðræðum og ágiskanir fjölmiðlanna og hnýsni varðandi minnstu smáatriði, eins og innkaup þeirra í Krónunni.  Var margt spáð og spekúlerað, hvers vegna þeir völdu Krónuna til innkaupa og hvað þeir hefðu keypt.  Var sagt að réttast væri að kalla ríkisstjórn þeirra sem væntanlega verður afrakstur þessara viðræðna þeirra "Krónustjórnina".  Seinna kom fram að þeir voru að baka vöflur og snæða, sem var að vissu leiti rétt því í Mbl.is kom fram í  frétt að aðstoðarkona Bjarna hefði bakað vöflurnar fyrir þá félaga og fylgdi uppskrift af vöflunum.  Held ég að þessi fréttafllutningur hafi verið til þess gerður að skapa kátínu og góða stemmingu hjá fólki. 

Langar mig til að leggja mitt innlegg í gamanmálaumræðu þessa.  Mig langar til að varpa þessari spurningu fram:  Hvað keyptu þeir Bjarni og Sigmundur í Krónunni?  Ef mér skjátlast ekki þá hafa þeir þurft á meiri næringu að halda en vöflum og sultu gerðum aðallega úr sykri, hveiti og smjörlíki.  Mig skildi ekki undra þótt þeir hefðu einnig keypt eitthvað kjarnbetra og saðsamara vegna þeirrar mikilvægu og miklu vinnu sem þeir voru að takast á fyrir þjóðina.  Þar sem Sigmundur er formaður Framsóknarflokksins sem er oft bendlaður við  Íslensku bændastéttina þá grunar mig að þeir hafi keypt afurðir úr safni þess besta úr íslenskum landbúnaði eins og hangiálegg, skinku eða kjötmeti eins og grillkjöt. 

Varðandi vöflubaksturinn í sumarbústaðnum þá tel ég að þeir tvímenningar hefðu vel getað tekist vöflubaksturinn á hendur, en ef til vill hefði bökunartíminn á vöflunum verið æði misjafn því að í hugum þeirra er viðfangsefni þeirra Stjórnarmyndunarviðræðurnar þeim efst í huga.  Ég vil lýsa yfir ánægju minni með að þeir Sigmundur og Bjarni séu að vinna að því að mynda nýja ríkisstjórn og að allt virðist ganga vel.  Er gaman að sjá að þeir virðast vera klæddir í samskonar jakkaföt, eins og þeir séu í einum og sama flokknum.  Það er gott að sjá þá sameinast þjóðinni til handa til að vinna að heill hennar og velferð.

Kveðja að sunnan.


mbl.is Fundað næst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband