Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Prins Póló er einkar bragðgott og saðsamt sælgæti.

Samkvæmt frétt á Mbl.is sagði Anna Kryzanowska sem starfar hjá Pólsku almannatengslafyrirtæki og er hér á landi í tengslum við upptöku á auglýsingu fyrir Prins Póló að  Íslendingar hreinlega elska Prins Póló, eins og Pólverjar.  Um þessi ummæli hennar vil ég segja að Prins Póló hefur svo sannarlega verið í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum, og hefur það oft verið kallað þjóðarréttur íslendinga og þá með Kóki.  Kók og Prins Póló kallast það. 

Prins Póló hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér nánast frá því ég man eftir mér.  Ég fæ mér Prins Póló nokkuð oft, því Prins Pólóið er að mér finnst mjög bragðgott og hæfilega létt í sér, og er orsökin sú að Prins Póló er að hluta til kex eins og Ískex.  Ég á því láni að fagna að á vinnustað mínum er Prins Póló alltaf á boðstólunum í matsalnum, bæði í kaffi og matartímum og er oft gott að gæða sér á því með kaffi eftir morgunverðinn.  Það er enginn svikinn sem fær sér Prins Póló, það er frekar létt miðað við önnur súkkulaðistykki minna stykkið er 36 grömm en XL stykkið er að mig minnir 52 grömm.

Ég vil enda þessa umfjöllun mína um Prins Póló með því að segja að fyrir um 30 árum var ég í bóklegu einkaflugmannsnámskeiði á Selfossi.  Og við höfðum alltaf á hverju kvöldi smá pásu þar sem við höfðum þetta gæðasælgæti að gæða okkur á.  Það var mjög gott að hafa það til að narta í og halda síðan áfram námi að því loknu.  Prins Póló er líka einkar gott með Kóki sem neytt er með lakkrísröri.

Kær kveðja.


mbl.is Herferð um ást á Prins póló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnvöld ættu að halda fast við 16% aflaheimild í Makríldeilunni.

Að sögn Jacobs Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, "eru strandríkin farin að sjá til lands í deilunni" í Makrílviðræðunum sem standa yfir í Björgvin í Noregi.  Hvað það þýðir veit ég ekki en það veit ég að ef Íslensk stjórnvöld sætta sig eitthvað minna en ca 16% Makrílkvótans eins og td eitthvað í nánd við þau 12% prósent sem ESB hefur verið að bjóða þá er það í mínum augum að gefast upp fyrir fiskveiðistjórn ESB. 

Hótanir ESB  eru að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráherra ólöglegar og eru að mínu mati átroðningur stórveldis gegn Íslendingum.  Við Íslendingar ættum ekki að beygja okkur undir vald ESB í fiskveiðimálum, minnkandi hagur vegna samdráttar í Makrílveiðum er augljós ef 12 prósentin verða samþykkt. 

Háttvirtur Sjávarútvegsráðherra ætti að láta renna á vaðið og blása á öll tilboð sem eru ekki sæmandi Íslenskum sjávarútveg og gera eins og stjórnvöld fyrr á tímum gerðu sem fóru fram með kjark og frumkvæði og háðu þorskastríðin svonefndu og komu landhelgi Íslands upp í 200 mílur.  Ég treysti Sigurði Inga mjög vel og met hann mikils.  Það kunna að verða einhverjar refsiaðgerðir af hálfu ESB en það er líka mikið sem tapast ef Íslensk útgerð þarf að minnka aflahlutdeild sína niður í 12%, og það veit ekki á gott að gefa eftir fyrir stórveldi á einn hátt því þá liggur beinast fyrir að gefa þá eftir á einhvern annan hátt.  Best er frjálsum manni að lifa.


mbl.is Sjá til lands í makríldeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er jákvætt að lögreglan sýni eitthvað sem er ekki hluti af daglegu amstri.

Eins og frétt af heimasíðu Mbl.is gefur til kynna birti lögreglan mynd af kettlingi sem er í eigu lögreglumanns sem var á leið með hann í pössun, á Facebook síðu Lögreglunnar.  Hefur þessi ljósmynd valdið töluverðri eftirtekt þar sem hún birtist á samfélagsmiðlinum Instigram í gær.  Mér finnst bara jákvætt að lögreglan birti myndir af einhverju svona sem er ekki hluti af hinum daglegu störfum Lögreglunnar.  Þetta er sætur kettlingur og mynd sem þessi vekur aðeins hjá manni hlýjar tilfinningar.  Það er satt að lögreglan þarf stundum að koma særðum dýrum eða týndum eins og hundum og köttum til hjálpar og þá er gott að vera dýravinur.  Dýr koma að einhverju leiti við sögu í starfi lögreglunnar og eiga þá hundar þar hlut að máli, þar sem þeir fást við fíkniefnaleit og geta jafnvel þefað upp slóðir týnds fólks í tenglsum við leitir björgunarsveita og lögreglu.


mbl.is Lögregluköttur í starfsmjálmun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukið eftirlit með skattaundirskotum mundi skila ríkinu töluverðum tekjum.

Þingmaður vinstrihreifingarinnar - Græns framboðs, Ögmundur Jónasson sagði í dag í sérstakri umræðu um skattaundirskot, að auka þurfi skattaeftirlit og að slíkt eftirlit mundi skila sér í auknum tekjum fyrir ríkissjóð.  Hann sagði ennfremur að auka þurfi siðferði og skilning landsmanna á þessum málum.

Mikið eru þessi orð Ögmundar orð í tíma töluð og ég er honum þarna hjartanlega sammála.  Koma þarf í veg fyrir skattaundirskot og svartai atvinnustarfsemi með öllum tiltækum ráðum, því slíkt grefur undan velferðarkerfinu og spillir fyrir okkur sem vinnum okkar vinnu og teljum samviskusamlega fram til skatts.  Ég vil líka bæta við að nauðsynlegt er einnig að koma í veg fyrir kennitöluflakk fyrirtækja, þar sem eigendur fyrirtækja hafa skilið eftir sig sviðna jörð með gjaldþroti fyrirtækja sinna, þar sem margir skaðast af, bæði fyrirtæki og einstaklingar.  En sömu fyrirtækjaeigendur geta síðan stofnað ný fyrirtæki með nýrri kennitölu.

Ögmundur sagði einnig að auka þurfi siðferðisvitund fólks meðal annars með því að hafa kennslu um rétt siðferði í skattamálum í skólum.  Og hann sagði einnig að sjónvarpið gæti komið þarna ínn í með því að henda eins og einum ofbeldisþætti úr dagskrá sinni á hverju kvöldi og  haft þar "kennslu í samhenginu á milli skatta og velferðar".  Bætti hann við "að það myndi ekki sjá högg á vatni , að það væri nóg blóðbaðið þrátt fyrir það."

Þessum síðustu orðum Ögmundar er ég einnig hjartanlega sammála.  Það er nóg af ljótu efni á sjónvarpsstöðvunum.  Er þar ofbeldi sýnt í miklum mæli og margt ósiðlegt eins og of nánar myndir af ástarlífi fólks og mikið er gert út á nekt kvenna, og eru þær oft sýndar einum of fáklæddar í ýmsum kvikmyndum, þáttum og auglýsingum, einkum erlendum auglýsingum.

Ég er þér hjartanlega sammála, Ögmundur hvað siðferði og eftirlit með skattlagningu varðar.

Kær kveðja.


mbl.is Vill efla siðferðið í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að ESB sinnar séu farnir að játa að hér sé um aðildarferli að ræða.

Það hefur valdið talsverðri umræðu í fjölmiðlum og á netheimum undanfarið hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB.  Háttvirtur formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason sagði í morgunútvarpi Stöðvar 2 í gærmorgun að í aðildarviðræðunum hafi það verið samþykkt að "engar óafturkræfar breytingar yrðu gerðar á stofnanaaðlögun á aðildarumsóknartímanum".  En eins og kunnugt er hefur þetta aðildarferli oft verið nefnt aðildarviðræður af ESB sinnum og fleiri landsmönnum, þar sem lokapunkturinn átti að vera þegar" kíkt væri í pakkann".

Mér finnst það góðs viti að það sé að koma meira og meira upp á yfirborðið í umræðunni um ESB að hér sé um að ræða aðlögunarferli þar sem lögum og stöðlum stofnana og stjórnkerfi Íslands sé breytt og aðlagað að ESB.  Og að hér séu ekki aðeins viðræður að eiga sér stað eða einhverskonar samninsgerð.  Finnst mér gott að formaður Samfylkingarinnar lýsir því hér yfir að hér sé um að ræða aðlögunarferli að lögum ESB.

Það ölli töluverðum ugg í huga mínum um daginn þegar ég las í frétt að erfitt getur verið að flytja inn vissar vörur frá Bandaríkjunum vegna staðla sem þær verði að uppfylla til að mega flytja þær inn.  Er orsökin sú að reglur ESB og EES samningsins eru farnar að koma meira og meira inn í Íslenskt regluverk og heftir það innflutning frá öðrum löndum en ESB.  Las ég jafnframt að innflutningur á bílum frá Bandaríkjunum væri jafnvel í hættu ef ekkert verði að gert.  Mér finnst þetta forkastanlegt!  Við höfum verið mikil vinaþjóð Bandaríkjanna og flytjum inn mikið af vörum þaðan.  Viljum við láta innlima okkur meir og meir í tolla og staðlakerfi ESB og láta það binda hendur okkar svo að við neyðumst til að sækja í auknum mæli alls konar vörur frá Evrópu?

Það kann að vera að breytingar þær sem formaður Samfylkingarinnar talar um séu ekki óafturkræfar.  En það er ég viss um að breytingar til fyrri horfs muni kosta mikla fjármuni og tima og fyrirhöfn, og að á meðan aðildarferlið sem ég vona svo sannarlega að fari ekki aftur af stað, muni kosta Íslensku þjóðina óþarfa óþægindi og fyrirhöfn og binda hendur þjóðarinnar í innflutningi á vörum eins og ég mynntist á og meiri undanlátssemi í sjávarútvegsmálum og nefni ég þar Makríldeiluna.

Ég vona að Landsmenn allir og stjórnmálamenn velji að  standa utan ESB.

Kær kveðja.


mbl.is Engin „óafturkræf“ aðlögun að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband