Þeir Bjarni og Sigmundur ættu að fá sér Kók og Prins Póló og ræða málin saman.

Mig langar til að segja að það er margt mjög gott í hinu nýja fjárlagafrumvarpi háttvirts fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar.  Má þar nefna: afturköllun á skerðingu öryrkja og ellilífeyrisþega, aukin fjárframlög til löggæslu, möguleika mjög skuldsetts fólks til að ganga út úr húsnæði skuldlaust ef greiðslustaðan reynist vonlaus, niðurfelling stimpilgjalda ofl.  Ég met það mikils að í fjárlagafrumvarpinu er stefnt að hallalausum rekstri ríkissjóðs 2014. 

Ég met Bjarna Benediktsson og háttvirtan forsætisráðherra mikils og tel þá mjög vel starfi sínu vaxna og mikið í þá spunnið.  Til að ná fram hallalausum fjárlögum þarf að beita niðurkurði eins og við er að búast því að öðruvísi væri ekki hægt að forðast áframhaldandi skuldsettningu ríkissjóðs.  Ég verð að segja að mér finnst leitt að í fjármálafrumvarpinu er niðurskurðarhnífnum beitt í heilbriðgðiskerfinu og á ég þar við Landspítalann.  Mér líkar ekki að í frumvarpinu skuli aðeins vera gert ráð fyrir aðeins 200 miljóna fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum, að framlög hækka ekki meira en sem nemur verðlagshækkunum og að innheimta eigi legugjöld.  Mig langar til þess að hvetja háttirtan Forsætisráðherra og háttvirtan Fjármálaráðherra að endurskoða áætluð framlög til  Landspítalans.  Innkoma vegna legugjaldanna er að mér skilst aðeins um 200 miljónir króna.  Það hlýtur að vera hægt að finna peninga annars staðar í kerfinu.  Og ég vil hvetja þá að auka framlag til Landspítalans, það þarf kannski ekki að vera mikið en mjór er mikils vísir og það mundi auka velþóknun landsmanna á ríkisstjórn þeirra.

Það er tillaga mín að þeir Bjarni og Sigmundur ættu nú að gera það sem þeir gerðu í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs síns að koma saman og ræða málin og taka málefni Landspítalans til umræðu.  Þeir gætu komið saman án alls umstangs eins og vöflubaksturs svo þeir geti einbeitt sér betur.  Ég hvet þá til að fá sér Kók og Prins Póló, Kók eins og það var í gamla daga í glerflösku og lakkrísrör.  Þetta var gert þegar ég fyrir 30 árum síðan var í bóklegu einkaflugnámskeiði hjá Flugklúbbi Selfoss.  Hvert kvöldnámskeið var nokkrir klukkutímar og við höfðum aðeins þetta eðalsælgæti að gæða okkur á.  Ég tel að það gerði mig skírari í hugsun því það er létt í maga og gott var að halda áfram námi að máltið lokinni.


mbl.is Mun ekki einkavæða heilbrigðisþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Meeee.

Sigurður Haraldsson, 4.10.2013 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband