Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Þeir vita sínu viti kettirnir.

Það er gott til þess að vita að Bengal kettirnir sem stolið voru nýlega, séu nú komnir í hendur eiganda síns.  Sá hlýtur að vera feginn að hafa endurheimt þessa vini sína eftir að hafa saknað þeirra um nokkuð skeið án þess að vita hvort hann fengi að sjá þá aftur. 

Ég er svo lánsamur að hafa átt nokkra ketti um ævina.  Það er gaman að kynnast köttunum þegar maður fær þá og fylgjast með þeim vaxa og þroskast við leik og aðrar athafnir.  Það er athygglisvert að hver þeirra hefur sinn eigin persónuleika, sitt eigið lundarfar.  Þeir eru eru reyndar hálfgerðir kjánar þegar þeir eru litlir, uppátækjasamir og líkar að leika sér.  Einn kötturinn minn sem heitir Stuart nagaði sundur vírinn á heyrnartólunum fyrir tölvuna mína þegar hann var kettlingur.  Hann er reyndar ennþá frekar smávaxinn þótt hann sé orðinn 6 ára gamall, hann er svartur með óvenju stutt skott.  Ég veit ekki hvað því veldur en hann var þannig þegar við fjölskyldan fengum hann 2 mánaða gamlan.  Ein nágrannakonan kallar hann "Litla Skotta"  Hann er ákaflega blíður og góður, svolítið tilfinninganæmur.  Þegar hann var yngri tókst honum stundum að opna svefnherbergisdyrnar hjá okkur því hann vildi koma til okkar þegar við vorum farin að sofa.  Hvernig hann fór að því vitum við ekki.  Annar kötturinn sem við eigum nefnist Hnoðri.  Hann er allt öðru vísi, rólegur og yfirvegaður, stór, með gráan feld.  Honum líkar að hvila sig og láta fara vel um sig.  Hann er mjög glöggskyggn og gáfaður köttur, í augnaráði hans merki ég einbeitingu og hugrekki. 

Það er merkilegt hvað kettir taka vel eftir breytingum sem maður gerir heima fyrir.  Einu sinni létum við stækka gluggana í stofunni okkar og einn kötturinn okkar skoðaði gaumgæfilega þessa nýju glugga.  Það sama var upp á teningnum þegar við keyptum nýja eldavél um daginn.  Kettir eru miklu sjálfstæðari og meira sjálfum sér nógir en hundar, en við eigum einn hund Trítlu sem er smávaxin blendingur, Jack Russel Terrier og Border Collie.  Hún hefur allt annað lundarfar en kettirnir, er meira upp á okkur komin.  Hún hefur líka allt önnur svipbrigði, sýnir meiri tilfinningar, er mjög glöð að sjá mig þegar ég kem heim úr vinnunni og lætur mjög fjörlega.  Andlitssvipur hennar getur verið á ýmsan máta eftir því í hvaða skapi hún  er.  Hjá köttunum greini ég mun færri andlitssvipi, augu þeirra eru yfirleitt gal-opin (nema þegar þeir eru syfjaðir)og tjá ekki mikil svipbrigði, ég greini reyndar stundum undrunarsvip hjá þeim.  Kettir eru mjög skemmtileg gæludýr og geta gefið fólki mikla gleði og vellíðan.

Kær kveðja.

img_7882_1253564.jpg


mbl.is Bengal-kettirnir komnir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er von á öðru en framfarir og uppbygging eigi sér stað á valdatíma Framsóknar og Sjálfsæðisflokks?

Ég hlustaði á ármótaávarp háttvirts forsætisráðherrans okkar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Var ég ánægður með orð hans því ég vissi sem svo að á bak við þessi orð og yfirlýsingar voru þrotlaus vinna ríkisstjórnar hans og þrautseigja við að koma fyrirætlunum ríkisstórnarinnar og kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna í framkvæmd.  Snemma hófst vinna ríkisstjórnarinnar við að koma til leiðar fyrirhugaðri höfuðstólsleiðréttingu til handa skuldugum húsnæðiskaupendum.  Þeir Sigmundur og Bjarni unnu heimavinnuna sína þar sem þeir tvinnuðu saman í eitt fyrirætlanir beggja ríkisstjórnaflokkana hvað þetta málefni varðar og varð úr leið sem nýtti bæði innborgun beint í höfuðstólin og nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar til lækkunar höfuðstóls.  Voru þeir Sigmundur og Bjarni jafnvel gagnrýndir af stjórnarandstöðunni á Alþingi þegar þeir huggðust koma þessum kjarabótum til fólks.  Eins og aðrir tugir þúsunda Íslendinga, fékk ég jólagjöf mína frá Sigmundi og Bjarna núna rétt eftir jólin senda inn í heimabankann minn og inn á íbúðalán mitt (1,3 millj í mínu tilviki).  Er ég þvílíkt þakklátur fyrir þetta og tel að þetta muni bæta fjárhagstöðu mína verulega á komandi árum. 

Sigmundur nefndi í ávarpi sínu að framlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin á valdatíma ríkisstjónar hans og nefndi hann að framlög til tækjakaupa á Landspítalanum hafi verið sjöfölduð ef ég man rétt.  Það er skoðun þess sem þetta ritar að vandi heilbrigðiskerfisins sé vandi okkar allra og að ríkisstjórnin eigi ekki sök á langvarandi launadeilu og verkfalla lækna.  Því staða sú sem heilbrigðiskerfið er komið í með allt of miklu álagi á lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og launum lækna sem eru lægri en þekkjast í löndum sem hvað best borga læknum, sé vegna uppsafnaðs vanda vegna margra ára niðurskurðar til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í landinu. 

Það kann að vera að þeim launavæntingum lækna þurfi að svara með nokkrum smærri skrefum.  Skrefum sem fært gætu læknum nægjanleg laun til framfærslu sem yrðu, fyrst í stað kannski ekki alveg sambærileg launum lækna í landi því sem Íslenskir læknar sækja gjarnarn til; Noregs, en uppbyggingarstarf ríkisstjórnarinnar og fólksins í landinu myndu með tíð og tíma færa lífskjör lækna til þess sem best þekkist í nágrannalöndunum.  Yrði það gert með nokkrum taktföstum skrefum ríkisstjórnarinnar sem hefðu hag lækna og landsmanna allra að leiðarljósi.  Margra tuga prósenta launahækkun launa mundi óhjákvæmlega leiða til stórkarlalegra krafna annara stétta launafólks, háskólamenntaðra og annara.  Sagt er "sígandi lukka sé best", það er best að samningar við lækna náist með grundvelli stöðugleika fyrir atvinnu- og efnahagsþróun í landinu og viðunandi lífskjör allra einkum þess fólks sem lægstar hafa tekjurnar.

Kær kveðja.


mbl.is Árangur 2014 traustur grunnur framfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fyrstu þrjú sætin var valið fólk sem hefur unnið þjóð sinni mikið gagn.

Það þarf varla að fjölyrða um það að yfirlæknir á Landspítalanum Tómas Guðbjartsson var valinn maður ársins 2014.  Hefur hann og starfsfólk spítalans unnið óeigingjarnt starf í þágu sjúkra.  Í öðru sæti urðu síðan björgunarsveitarfólkið okkar.  En síðast enn ekki síst hafnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þriðja sæti.  Það gleður mig að sjá hann komast þarna í þriðja sætið, það sýnir að mikill hluti landsmanna kann að meta hann og hans verk.  Ég galt honum atkvæði mitt og hefði að sjálfsögðu viljað að hann hefði lent í fyrsta sætinu, en ég tek fram að ég met Tómas Guðbjartsson mjög mikils og hans óeigingjarna starf, sem og björgunarsveitarmenn. 

Mér finnst að verk ríkisstjórnarinnar fái oft neikvæðan blæ í umræðum í fjölmiðlum.  Fannst mér áramótaskaupið líka bera þess merki, en það var að sjálfsögðu allt til gamans gert.  Það má ekki gleymast að höfuðstólsniðurfærslan er mikið hagsmunamál fyrir tugi þúsunda heimila og einstaklinga í landinu.  Ég fékk mína jólagjöf frá þeim Sigmundi og Bjarna senda í heimabankann minn 3 dögum fyrir áramót tæplega 1,3 milljóna innborgun á höfuðstóli íbúðaláns míns hjá Landsbankanum.  Fylltist ég slíku þakklæti fyrir þessa kjarabót sem ný ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks færði mér.  Þetta skiptir miklu máli fyrir mann eins og mig sem er verkamaður, mér reiknast til að þetta muni lækka  greiðslubyrði mína um 9000 kr á mánuði eða 108.000 á ári.

Það má ekki gleymast í umræðuni um þann vanda sem er í heilbrigðiskerfinu, að vandinn er uppsafnaður, afleiðing af margra ára niðurskurði.  Núna á valdatíð ríkisstjórnar Sigmundar fór skriðan af stað.  Læknar sættu sig ekki lengur við allt of mikið vinnuálag og laun sem ekki eru eins há og í mörgum nágrannalandana eins og í Noregi sem er það land sem best borgar læknum í Evrópu.  Hafa læknar látið það í veðri vaka að fjöldi lækna hyggist segja upp og flytja til annara landa til að starfa.  Hafa launakröfur þeirra, sem reyndar enginn virðist vita hvað eru háar verið lagðar fram.  Í upphafi var talað um í fjölmiðlum að þær væru 30-36% hækkun grunnlauna, en seinna nefndi háttvirtur fjármálaráðherra að þær væru jafnvel 50%.  Það er alls ekki upp á sjórnvöld að sakast að ekki hafi enn náðst samningar því læknar hafa ekki viljað slá á kröfur sínar um launhækkanir með raunhæfum hætti.  Þetta er grafarvarleg staða sem ríkisstjórnin er komin í að semja um launahækkanir sem koma til  móts við þarfir lækna en ógna ekki stöðugleikanum í landinu.  Því það er ekki góð lausn ef læknum er veitt jafvel margra tuga prósenta hækkun sem veldur því að þjónusta á Landspítala og heilsugæslustöðvunum á landinu færist aftur í eðlilegt horf, en skriða launadeilna hjá öðrum stéttum færi af stað.  Það mundi hrinda af stað þróun sem kæmi hugsanlega af stað mikilli verðbólgu og erfiðum skilyrðum fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar.  Það mundi einnig skerða hag ríkissjóðs með stórauknum kostnaði sem háar launahækkanir lækna myndu valda.  Sem aftur mundi kalla á meiri skattbyrði fólksins í landinu.

Kær kveðja. 


mbl.is Tómas valinn maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband