Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Við ættum ekki að vera hrædd við að börn okkar fái að heyra um Jesú Krist.

Það hefur mikið verið rætt um heimsóknir grunnskóla í kirkjur nú rétt fyrir jólin.  Hafa spunnist miklar deilur manna á meðal um réttmæti þess að skólar séu með þessu að hafa milligöngu um trúarinnrætingu Kristinnar trúar fyrir skólabörn.  Hafa kennarar og skólastjórnendur skóla sem hafa farið í þessar heimsóknir haldið fram að þetta sé ekki trúarinnræting heldur kennsla undir handleiðslu og fylgd kennara.  Tiltölulega lítið hlutfall landsmanna er andvígur þessum heimsóknum í kirkjur, og er málflutningur þeirra að skólar eigi ekki að innræta börnum kristna trú og að ekki eigi að gera einum trúarbrögðum hærra undir höfði en öðrum.  Hefur þetta verið baráttumál samtaka eins og vantrúar, siðmenntar ofl. Hefur mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem er eins og armur þessara samtaka inn í borgarstjórn, stuðlað að því að lagabjálkur var innleiddur sem hindrar mjög eða bannar afskipti þjóðkirkju eða trúfélaga innan grunnskóla Reykjavíkursvæðisins.

Ég hef það á tilfinningunni að meirihluti landsmanna hafi ekkert á móti heimsóknum skóla í kirkjur tengdar jólum og öðrum stórhátíðum tengd kristinni trú, og gildir það engu hvort að svonefnd trúarinnræting eigi sér þar stað eða ekki.  Á vefsíðu Menntamálaráðuneytinu eru birtar tillögur frá 2012 þar sem kemur fram að grunnskólar skuli halda uppi góðri og vandaðri trúarbragðafræðslu og að heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. 

Ég vil segja sambandi við hvort trúarleg innræting egi sér stað í þessum heimsóknum eða ekki, að við Íslendingar eigum að vera stollt af Kristinni trú okkar sem kom hingað til lands árið 1000 og hefur fylgt okkur með uppbyggilegri fræðslu og áhrifum sem henni fylgir.  Það er ekkert að því að boða börnunum Kristna trú með öllu því sem hún kennir;  náungakærleik og umburðarlyndi, virðingu fyrir yfirvöldum og mikilvægi góðra verka bæði fyrir þjóðfélagið, fjölskylduna og náungann og þá sem hafa það bágt.  Samtök eins og Hjálparstarf Þjóðkirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, ABC ofl. hafa unnið mikilvægt og þarft starf áratugum saman og hafa verið eins og græðandi armur Krists fyrir skjólstæðinga sína og alla landsmenn og fólk utan landssteinana.  Það er engin ástæða að hindra að börnin fái að heyra boðskap trúarinnar um að "Því svo elskaði Guð heiminn að hann sendi son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf" (Jóhannes 3:16).  Og "þú skalt elska Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni,öllum huga þínum og öllum mætti þínum.  Annað er þetta þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 'ekkert boðorð annað er þessum meira'. (Markús 12:30-31)

Kær kveðja.

 

 


Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði.

Í fyrradag skrifaði Hr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sína:

„Fór á jóla­ball þar sem mik­ill fjöldi leik­skóla­barna skemmti sér inni­lega við söng og dans. Glugga­gæg­ir og Stúf­ur mættu gal­vask­ir til að leiða söng­inn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeyk­ir og glugga­gæg­ir bað fólk að vakta glugg­ana og láta vita ef sæ­ist til út­send­ara frá mann­rétt­indaráði Reykja­vík­ur­borg­ar,“ seg­ir hann.

Það er aðdáunarvert að háttvirtur forsætisráðherra skuli taka afstöðu með kristinni trú. Að leik- og grunnskólabörn fái að njóta þess að fagna komu jólanna hvort sem það er með heimsókn í kirkju eða með því að fara á jólaball. Mættu fleiri skólar stíga í skref Langholtsskóla og bjóða nemendum sínum upp á heimsókn í kirkju þar sem þau fá að fræðast um boðskap jólanna. Við eru kristin þjóð og eigum að varðveita þann menningararf sem fylgt hefur okkur síðustu 1000 árin, og við ættum að vera stolt af. Að síðustu er hér tilvitnun í Biblíuna: "Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar". Sálmur 33:12

Kær kveðja.


mbl.is Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsóknir í kirkjur er aðeins eðlilegur hlutur í lífi flestra Íslendinga.

Samkvæmt frétt á Mbl.is vakti Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi VInstri Grænna, formaður Mannréttindaráðs athygli á fyrirhugaðri heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Langholtskirkju í næstu viku í Facebokk-síðu sinni.  Sagði hún það algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.  Að skólar séu fræðslu og menntastofnanir og hafi ekkert með trúboð að gera.

Ég vil segja í þessu sambandi að það að fara í kirkju er fullkomlega eðlilegur hlutur í lífi Íslensku þjóðarinnar og hefur verið það síðustu 1000 árin frá kristnitöku. Það er á engann hátt réttlætanlegt að þessum þætti í Íslensku mannlífi sé haldið frá börnum í leik og grunnskólum.  Það þykir sjálfsagt í skólum að nemendur kynnist sem flestum þáttum í Íslensku samfélagi, farið er í leikhús og jafnvel farið í bíó, farið á íþróttaviðburði tónleikar og söngkeppnir eru haldnir innan grunnskólanna.  Þjóðkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir hafa haldið uppi góðu og uppbyggilegu starfi fyrrir fullorðna sem börn og unglinga.  Það eru engin haldbær rök fyrir því að þessu góða starfi sem börnum bjóðast sé haldið frá börnum í leik- og grunnskólum.

Það er slæmt að samtök fólks sem ekki líkar við Kristna trú hafi getað með áhrifum sínum í borgarstjórn og í hinum pólitíska armi, komið því til leiðar hin síðari ár að trúarlegri innrætingu og góðri kristnifræðslu hafa verið nánast útrýmt innan grunnskóla í Reykjavík.  Margir skólar hafa eftir því sem ég best veit fetað í veg skóla á höfuðborgarsvæðinu. 

Það að Langholtsskóli hafi tekið ákvörðun um að fara með nemendur sína ásamt starfsmönnum í Langholtskirkju til þess að hlýða á það sem þar er á boðstólunum er mikið gleðiefni og fleiri skólar ættu að feta í fótspor þeirra.  Í guðsþjónustunni mun prestur kirkjunnar flytja hugvekju, nemendur þriðja bekkjar munu flytja helgileik og sungin verða jólalög.  Er til eitthvað eðlilegra og sjálfsagðara en að hlusta á Guðs orð og njóta fallegrar jólatónlistar.  Kristin trú er ekkert sem á ekki við í grunnskólum landsins, trúin kennir okkur að elska Guð og náungann eins og sjálfa okkur og að koma vel fram við aðra.  Sú kennsla á svo sannarlega við í grunsskólum landsins og í þjóðfélagi okkar.

Kær kveðja.


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar samþykki tilboð ríkisstjórnarinnar um 10% launahækkun.

Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag söfnuðust rúmlega 200 læknanemar fyrir utan fjármálaráðuneytið og afhentu fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni um 200 undirskriftir. Nemarnir ætla ekki að sækja um stöður í heilbrigðisstofnunum fyrr en kjaradeila lækna verður leyst.  Bjarni tjáði sig í kjölfar mótmælanna að það væri óraunhæft að semja um 50% launahækkun við eina stétt án þess að það hafi áhrif á aðrar stéttir.

Í fréttatíma Stöðvar 2 nú í kvöld kom fram að læknum hafi verið boðin um 10% launahækkun.  Vil ég hvetja lækna til þess að taka þessu tilboði.  Því við erum öll, Íslendingar á sömu skútunni.  Það er ekki raunhæft að læknar krefjist hækkunar 30 til 50 prósent til að gera laun þeirra sambærileg við laun lækna í því landi í Evrópu sem hvað best borgar læknum. Það er alls ekki raunhæft gagnvart stöðu ríkissjóðs og heilbrigðiskerfisins og vegna þess að hafa ber í huga aðrar stéttir sem eiga eftir að semja.  Gríðarhá launhækkun til einnar stéttar mun sennilega valda ólgu og óánægju hjá öðrum launþegum og verkalýðsfélögum þeirra.  Það mundi ógna þeim stöðugleika sem náðst hefur og hafa ýmsar stéttir sætt sig við hóflegar hækkanir en launasamningar þeirra eru í uppnámi og stefnir allt í hörð átök um verulega hækkuð laun, ma. vegna góðra samninga sem grunn og framhaldskólakennarar og fleiri stéttir náðu við viðsemjendur sína nýverið.

Ég vil hvetja lækna til að hugsa um hag landsmanna allra í samningum sínum við ríkið.  Heilbrigðiskerfið er mikilvægt en það eru fleiri atriði sem skipta máli.  Ef læknar fá þá launahækkun sem þeir vilja en í staðinn raskist sá stöðugleiki sem samfélaginu er nauðsynlegur, þá er það slæmt mál.  Ég bið Guð að blessa land og þjóð og hvet landsmenn til hófsemi í kröfum sínum um veraldleg gæði.  Við erum hér fyrir hvert annað, enginn er eyland.

Kær kveðja.

 


mbl.is Vona að Bjarna gangi betur að hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband