Við ættum ekki að vera hrædd við að börn okkar fái að heyra um Jesú Krist.

Það hefur mikið verið rætt um heimsóknir grunnskóla í kirkjur nú rétt fyrir jólin.  Hafa spunnist miklar deilur manna á meðal um réttmæti þess að skólar séu með þessu að hafa milligöngu um trúarinnrætingu Kristinnar trúar fyrir skólabörn.  Hafa kennarar og skólastjórnendur skóla sem hafa farið í þessar heimsóknir haldið fram að þetta sé ekki trúarinnræting heldur kennsla undir handleiðslu og fylgd kennara.  Tiltölulega lítið hlutfall landsmanna er andvígur þessum heimsóknum í kirkjur, og er málflutningur þeirra að skólar eigi ekki að innræta börnum kristna trú og að ekki eigi að gera einum trúarbrögðum hærra undir höfði en öðrum.  Hefur þetta verið baráttumál samtaka eins og vantrúar, siðmenntar ofl. Hefur mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem er eins og armur þessara samtaka inn í borgarstjórn, stuðlað að því að lagabjálkur var innleiddur sem hindrar mjög eða bannar afskipti þjóðkirkju eða trúfélaga innan grunnskóla Reykjavíkursvæðisins.

Ég hef það á tilfinningunni að meirihluti landsmanna hafi ekkert á móti heimsóknum skóla í kirkjur tengdar jólum og öðrum stórhátíðum tengd kristinni trú, og gildir það engu hvort að svonefnd trúarinnræting eigi sér þar stað eða ekki.  Á vefsíðu Menntamálaráðuneytinu eru birtar tillögur frá 2012 þar sem kemur fram að grunnskólar skuli halda uppi góðri og vandaðri trúarbragðafræðslu og að heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. 

Ég vil segja sambandi við hvort trúarleg innræting egi sér stað í þessum heimsóknum eða ekki, að við Íslendingar eigum að vera stollt af Kristinni trú okkar sem kom hingað til lands árið 1000 og hefur fylgt okkur með uppbyggilegri fræðslu og áhrifum sem henni fylgir.  Það er ekkert að því að boða börnunum Kristna trú með öllu því sem hún kennir;  náungakærleik og umburðarlyndi, virðingu fyrir yfirvöldum og mikilvægi góðra verka bæði fyrir þjóðfélagið, fjölskylduna og náungann og þá sem hafa það bágt.  Samtök eins og Hjálparstarf Þjóðkirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, ABC ofl. hafa unnið mikilvægt og þarft starf áratugum saman og hafa verið eins og græðandi armur Krists fyrir skjólstæðinga sína og alla landsmenn og fólk utan landssteinana.  Það er engin ástæða að hindra að börnin fái að heyra boðskap trúarinnar um að "Því svo elskaði Guð heiminn að hann sendi son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf" (Jóhannes 3:16).  Og "þú skalt elska Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni,öllum huga þínum og öllum mætti þínum.  Annað er þetta þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 'ekkert boðorð annað er þessum meira'. (Markús 12:30-31)

Kær kveðja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að kristni meirihlutinn skuli telja sig í rétti að traðka á mannréttindum minnihlutans. Að hrifning þeirra á eigin trú geri þá tillitslausa og blinda fyrir réttindum, siðum og venjum annarra. Að boðskapinn skuli þurfa að þvinga inn á varnarlaus börn í óþökk foreldra.

Það er sorglegt að skipta skólum í kristna og hina með því aðkasti og einelti sem því hefur fylgt. Það er ekki gott fólk sem hagar sér svona. Þetta er hegðun einfeldninga sem vita ekki betur og illmenna sem þrífast á því að kúga minnimáttar.

Espolin (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 13:31

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég tel það ekki réttlátt að réttur meirihlutans sé fyrir borð borinn til þess að réttur minnihlutans nái fram að ganga.  Mér finnst það að sjálfsögðu dapurlegt ef börn sem ekki fá að fara í kirkjur eða jólaböll verði fyrir einelti í skólum vegna þessa.  Það þarf á einhvern hátt að koma í veg fyrir það.  Mér finnst það vera rangt af foreldrum að vilja hindra börn sín í að fara í kirkjur og heyra Guðs orð.  Jesús sagði þegar menn vildu koma með börnin til hans, en lærisveinarnir átöldu þá: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki". Markús 10:14b

Steindór Sigursteinsson, 26.12.2014 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband