Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Krossinn vísdómur Guðs og kærleikur

Viljir þú vita eitthvað sem lýtur að eilífum vísdómi Guðs skaltu aðgæta krossinn. Þar sérðu huga hins eilífa við lausn eilífðarvanda. Hvernig getur Guð verið réttsýnn og jafnframt fyrirgefið einhverjum á sama tíma? Hvernig getur hann sameinað réttlæti og miskunn, heilagleik og kærleika? Er slíkt mögulegt? Svarið er krossinn! Þess vegna hrósar Páll sér af krossinum. Hann sá hluti sem hann hafði hvergi annarsstaðar augum litið. Hann var frómur farísei sem rannsakaði Ritningarnar, og hann taldi sig vita allt um Guð, en hér uppgvötvaði hann að hann vissi ekkert. Það er hér sem hann sér vísdóm Guðs, útbúa leið, að Guð gæti áfram verið Guð en samt fyrirgefið syndaranum.
Hér birtist viska Guð, náð hans og áform, miskun hans og umhyggja. En ég sé annað. Óbreytileika Guðs. Að Guð breytist ekki og hann getur ekki breyst. Menn sníða sér guð sem breytist með tískuvindum og veðri. Sá Guð tekur breytingum öld fram af öld með vísindaþekkingu og heimspekivangaveltum. Þetta er ekki Guð Biblíunnar því hann stendur óhagganlegur – óbreytanlegur. Það er á einum stað í sögunni allri, og í öllum alheimi þar sem þú sérð óbreytanleika Guðs, hvergi eins skýrann og klárann. Það er á krossinum! Þarna þjáist hans eigin Sonur. Mun Guð breyta sér? Ætlar hann að sýna mildi? Nei, Guð segir að hann muni refsa synd. Og jafnvel þegar hans eigin Sonur verður fulltrúi syndara stendur hann við orð sín. Hann slakar ekki á refsingunni þó að Sonur hans eigi hlut að máli. Þannig er óbreytileiki Guðs og allir hans vegir fullkomnir út í ystu æsar! En þetta leiðir hugann að því undursamlegasta af öllu – kærleika Guðs í okkar garð. Það er því engin furða að postulinn segi við hina kristnu í Rómaborg:
“En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.” (Róm. 8.8)
Hvernig sérð þú kærleika Guðs í krossinum? Margur nútíma maðurinn segir sem svo: “já, þó að menn hafi hafnað syni Guðs og myrt hann, fyrirgefur Guð þeim í kærleika sínum.” Jú, það er vissulega hluti af þessu en sá minnsti. Það er ekki hinn raunverulegi kærleikur Guðs. Því Guð var ekki hlutlaus, óvirkur áhorfandi þegar Sonur hans dó á krossinum. Guð horfði bara af himni og sá mennina drepa sinn eigin son og sagði: “Allt í lagi, ég ætla að fyrirgefa þeim.” Þannig líta margir á þetta í dag. Við teljum okkur svo merkileg og mikil. En það voru ekki við sem leiddum Son hans á krossinn. Það var Guð, sem gerði það samkvæmt fyrirhuguðu áformi sínu og ráði.
Ef þig langar til að kynnast hvað kærleikur Guðs merkir, skaltu lesa það sem páll skrifaði í Rómverjabréfinu 8.3. “Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.” Guð dæmdi syndina í líkama síns eigin Sonar.
Þetta er kærleikur Guðs! Lestu einnig spádóminn dásamlega um það sem geriðst á Golgatahæð hjá Jesaja 53. Taktu eftir endurtekninngunum: “En vorar þjáningar voru það sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan af Guði og lítillættann..” 4 vers.... En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum.. 10 vers. Þetta er ekkert annað en hárnákvæm lýsing á því sem gerðist á krossinum! Lestu samantekt Páls á þessum atburði í 2. Kor. 5.21. “Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna...”
Er ykkur ljóst hvað ég er að fara? Gallinn er sá að heimurinn allur er andlega blindur og ráfar í myrkri. Guð hefur gert sinn eingetna Son að synd fyrir okkur, þó hann syndlaus væri, til þess að hann gæti fyrirgefið okkur, “þannig að við yrðum rættlæti Guðs í honum.” Hvað þýðir þetta allt? Ég tek aðra tilvísun frá Páli postula í Rómverjabréfinu 8.32, sem lýsir, hví hann metur krossinn svo mikils. Hann (Guð) sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla.” Þetta er undursamleg lýsing á því sem gerðist á krossinum. Í stórkostlegum kærleika sínum gagnvart okkur, gaf Guð, sinn elskaða, eingetna Son í dauðann á krossinum. Hann hafði aldrei óhlýðnast honum og aldrei gert nokkrum manni minnsta mein. Taktu eftir hvað hann segir:
“Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni.”
Hann meinar að Guð hafði gert það deginum ljósara, að hann mundi refsa syndinni með því að hella úr skálum reiði sinnar. Hann ætlaði að refsa syndinni með dauða mannanna. Laun syndarinnar er dauði og það merkir endalausann, eilífan dauða. Og postulinn segir okkur, að eftir að hann (Guð hafði lagt syndir okkar á sinn eigin Son á krossinum, var honum engin vægð sýnd í refsidómnum. Guð sagði ekki: “Jú, vegna þess að hann er sonur minn ætla ég að milda refsinguna og hlífa honum dálítið. Ég get ekki gert þetta við minn eigin Son. Ég get ekki skoðað hann sem syndara. Ég get ekki slegið hann.”
Guð sagði þetta ekki. Hann framkvæmdi allt sem hann hafði sagt. Hann hlífði honum í engu. Hann þyrmdi ekki sínum eigin Syni. Hann úthellti allri sinni guðlegu reiði yfir sinn eigin, elskaða son. Og þú heyrir Soninn hrópa í angist: “Guð minn, Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig? Hann dó þegar hjarta hans bókstaflega brast. Jóhannes segir okkur að þegar hermaðurinn stakk spjótinu í síðu hans: “Rann jafnskjótt út blóð og vatn.” (Jóh. 19.34) Hjartað brast og blóðið varð kökkur – blóðvatn og blóðvdrefjar runnu út – vegna þess að hjartað bókstaflega rifnaði. Sprakk, af angist af völdum reiði Guðs sem skall á honum, og sökum aðskilnaðar við föðurinn. Þetta er kærleikur Guðs.
Þetta vinur minn, er kærleikur Guðs gagnvart þér syndaranum. Hann horfir ekki á hlutlaus og segir: “Ég fyrirgef þér þrátt fyrir það sem þú gerðir Syni mínum.” Nei hann ljóstar sjálfur Son sinn. Hann gerir það við Soninn sem ég og þú gætum aldrei gert. Hann úthellir sinni eilífur reiði yfir hann og hylur ásjónu sína fyrir honum.. þetta gerði hann svo að refsingin bitnaði ekki á okkur og við höfnum ekki í helvíti um alla eilífð.
Þetta er kærleikur Guðs!
Þetta er undur, stórmerki og dýrð krossins, að Guð refsaði sínum eigin Syni, svo að hann þyrfti ekki að hegna mér og þér. Þetta gerðist einnig til að boðskapur krossins yrði prédikaður, sem er þessi: “Trú þú á Drottinn Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.” (Postulasagan 16.31) Trúðu að hann hafi dáið þínum dauða, borið þína refsingu, þjáðst í þinn stað, og öll þín harmkvæli lögð á hann. Um leið og þú beinir trú þinni að Jesú Kristi færðu fyrirgefningu. Þetta er hrós og dýrð krossins. Guð í vísdómi sínum lagði þennan veg, og kærleikur hans hratt þessu í framkvæmd, þrátt fyrir hið háa gjald er hann varð að greiða. Sonur hans gekk fús í dauðann til þess að þú og ég mættum hljóta fyrirgeningu synda okkar og verða Guðs borð.


Eftir D. Martyn Lloyd- Jones (1899-1981) frá Wales á Bretlandi.


Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesús þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda
Hallgrímur Pétursson


mbl.is „Ekki í anda kristinna sjónarmiða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gjörðu nú hermennirnir

    „Og þeir fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á höfuð honum og reyrstaf í hægri hönd honum; og þeir féllu á kné frammi fyrir honum, hæddu hann og sögðu: Heill vertu Gyðinga konungur!" Matt. 27,29.
    „Þeir sögðu því hver við annan: Skerum hann ekki í sundur, köstum heldur hlut um hann. hver skuli fá hann; því rætast hlaut sú ritning, er segir: Þeir skiptu með sér klæðum mínum og köstuðu hlut um kyrtil minn. Þetta gjörðu nú hermennirnir." Jóh. 19,21.
    Þannig hljóða þessi orð úr píslarsögu Jesú frá Nazaret, þar sem hann er handtekinn og grimmir hermenn taka að pína hann, hæða og smána. Vegna þess að hann hafði sagst vera konungur, þá fara þeir af stað og flétta kórónu úr þyrnum og setja á höfuð hans. Við getum vel skilið, hve sársaukafullt það hefur verið, þegar hinir hvössu broddar stungust djúpt inn í hið hreina, saklausa enni Freisarans. því þar var ekki tekið á með mjúkum höndum. Heldur stendur, að þeir slógu hann í höfuðið, og þá skiljum við, að þyrnarnir hafi þrýstst enn dýpra inn í enni hans.
    En þar stendur Frelsarinn og mælir ekki orð af vörum. Hann líður þetta allt með mestu þolinmæði, því hann stendur þar í stað okkar mannanna. Vegna synda okkar verðskuldum við alls konar pyndingar og kvalir. En þegar Jesús á að greiða syndasekt og græða sár hins fallna mannkyns, þá verður hann að þola allt þetta, sem við lesum um, að hafi gjörzt þar í hallargarðinum og á krossinum. Hann þurfti að líða háðung og neyð og bera þyrnikórónu til þess að geta áunnið handa okkur dýrð og sælu og eilífa kórónu lífsins í ríki Guðs.
    Þegar nú hermennirnir voru búnir að pína og hæða hann, þá finnst þeim það viðeigandi að skipta með sér klæðum hans og kasta hlut um kyrtil hans. Hjörtu okkar komast við, þegar við hugsum um þetta, og við segjum: Þetta var hræðilegt! Að þeir skuli hafa farið svona að með Jesúm! En þetta gjörðu nú hermennirnir.
    En hvað gjöra svo menn þann dag í dag og hafa gjört á öllum tímum, síðan Kristur lifði og dó? Með lífi og athöfnum sínum flétta menn kórónur sínar og þrýsta á höfuð Drottins. Þeir segjast vera kristnir og bera hið guðdómlega nafn hans, sem trúarjátningu. En hvar er hinn sanna guðsdýrkun og tilbeiðsla?
    Verður það ekki oft eins og hjá hermönnunum?
    Það verður háð og spott, þyrnar og stingandi broddar, af því að hjartað er ekki gagntekið af elsku til Frelsarans. Þeir játa trúarskoðanir ýmiskonar og segjast vera kristnir, en lífið og orðin eru eins og stingandi þyrnigerði. Og heldurðu að Kristur finni það ekki og líði fyrir það?
    Hér þarf að koma vakning, svo að menn leiti til Jesú í auðmýkt og trú og frelsist frá hinni heimslegu og syndsamleg breyttni, til þess að þeir af hug og sál geti elskað hann og þjónað honum, sem leið vegna synda þeirra.
    En hve margir eru þeir, sem gjöra eins og hermennirnir? Þegar þeir hafa hætt og spottað og staðið gegn kærleika Krists, og hafnað kenningu hans um hreint og heilagt líf, þá fara þeir að skipta milli sín klæðum hans. Það er: gjöra tilkall til blessunar og gæða Jesú Krists hér í tímanum og í eilífðinni. Þeir vilja vera með og njóta þess, sem Kristur hefur komið til leiðar. En þeir vilja ekki ganga hinn mjóa veg lífsins með Kristi, sem enn í dag, eins og fyrr, er kross- og þyrnivegur. En einmitt á þessum vegi er sælu Guðs að finna. Þar getum við í stað broddanna áunnið okkur perlur og gimsteina til að prýða hina fögru dýrðarkórónu eilífa lífsins.
    Hvað gjörum við? Hvað veljum við? Sækjumst við eftir stundaránægiu með þeim, sem hæða og spotta og afneita Kristi? Eða viljum við taka krossinn upp daglega og fylgja okkar ástkæra Frelsara hér? Ef við veljum Krist hér, þá vitum við, að við fáum að vera með honum í ríki Guðs um alla eilífð.
    Sérhver maður athugi þetta, á meðan hann hefur tíma til þess.

Endurbirt grein úr Aftureldingu 01.04.1953. Höfundur E.E.


mbl.is Skráningum í Siðmennt fjölgar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesið um 19 vikna fóstrið

Sjáið fóstrið sjúga á sér þumal­fing­urinn.*

methode_times_prodmigration_web_bin_1de94d19-91ed-3b68-804d-aadbfccc5363 (1)

Komið er í ljós, að þegar fóstur sýgur þum­alfingur sinn, þá sést að það er fyrir fram við­bú­ið með því að opna munninn rétt áður.

Spurt er á dreifiblaði brezkra lífsverndarsinna:

If he is not alive,
why is he growing?
If he is not a human being,
what kind of being is he?
If he is not a child,
why is he sucking his thumb?
If he is a living, human child,
why is it legal to kill him?

* Myndin er af fjögurra og hálfs mánaðar fóstri, þ.e. um 19 vikna, tekin af hinum sænska Lennart Nilsson (Et Barn bliver til, Gyldendal, endurútg. 1985, s. 125; Barn verður til, Vaka-Helgafell, án ártals, s. 140).

En hér á Alþingi Íslendinga var í alvöru samþykkt að gera fóstureyðingar frjálsar að kröfu konu (af hvaða ástæðu sem er og þarf ekki að tilgreina neina!) til loka 22. viku meðgöngu! Og þetta var stjórnarfrumvarp!!!

þessi sönnu og vel ígrunduðu orð eru skrifuð af Jóni Vali heitnum á Kristblogi 25. júní 2019. Er þessi pistill birtur í fullvissu þess að höfundur hefði viljað að boðskapur hans væri sem flestum ljós.


Ný rannsókn varpar ljósi á hræðilegan sársauka sem börn upplifa við fóstureyðingu

Á hverjum degi í Norður-Ameríku eru þúsundir barna teknar af lífi í móðurkviði. Og á hverjum degi, þegar við förum til vinnu, deyja börn í móðurkviði hræðilega sársaukafullum dauðsdaga, síðustu stundir þeirra fyllast af óumræðilegri kvöl. Og þó, sú staðreynd að börn eru „pyntuð til dauða í móðurkviði,“ eins og einn fóstureyðinga aðgerðarsinni orðaði það, er varla minnst á það í fréttum fjölmiðla - jafnvel þegar glæsileg ný rannsókn leiðir í ljós að margar forsendur sem fjölmiðlar gjarnan benda séu rangar. Frá "The Blaze":

Í læknisfræðilegri sátt hefur verið talið að ófædd börn finni ekki fyrir sársauka fyrr en um miðjan eða lok annars þriðjungs, 20 til 24 vikur. En nýlegar læknisfræðilegar rannsóknir benda til þess að ófædd börn geti fundið fyrir sársauka miklu fyrr.

Nýju rannsóknirnar benda til þess að ófædd börn geti fundið fyrir „einhverju eins og sársauka“ strax á 13 viku, sagði breski verkjasérfræðingurinn Stuart Derbyshire, sem hefur áður ráðfært sig við Planned Parenthood, og bandaríski doktorinn John Bockmann sagði við Daily Mail.
Nýju sönnunargögnin eru í raun að segja að það að Derbyshire og Bockmann hunsi sönnunargögnin „daðra við siðferðilegt kæruleysi sem við erum hvött til að forðast.“
Sterka fullyrðingin kemur þrátt fyrir yfirlýsingu Derbyshire frá 2006 í British Medical Journal um að upplýsa ekki konur sem sækja eftir fóstureyðingu um hugsanlegan sársauka sem ófætt barn þeirra muni upplifa sé „góð stefna byggð á góðum sönnunum um að fóstur geti ekki fundið fyrir sársauka.“

Áður héldu læknasérfræðingar að yngri ófædd börn gætu ekki fundið fyrir verkjum vegna þess að heilabörkurinn, sem hefur stjórn á skynjunarupplýsingum og taugakerfinu, er ekki nægilega þróaður fyrr en eftir um það bil 24 vikur. Í einni nýlegri læknisrannsókn kom í ljós að fullorðinn einstaklingur með „mikið skemmdan“ heilabörk geti enn fundið fyrir verkjum, samkvæmt Daily Mail.

„Miðað við sönnunargögn um að fóstrið gæti hugsanlega fundið fyrir eins og verkjum við fóstureyðingu á síðari tíma meðgöngu virðist það vera sanngjarnt að klíníska teymið og barnshafandi konan séu hvött til að íhuga fósturverkja [verkjastillingu],“ sögðu læknarnir.

Afleiðingar nýju rannsóknarinnar eru mikilvægar vegna þess að fóstureyðingarmörk eru oft byggð á þeirri trú að ófædd börn finni ekki fyrir sársauka fyrr en í 24 viku. Ef niðurstöðurnar eru staðfestar - að ófædd börn finna fyrir sársauka strax í byrjun annars þriðjungs meðgöngu - gætu ný fóstureyðingalög verið gerð til að vernda ófætt líf um allan heim.

Sú niðurstaða er líklega of bjartsýn - ég held að flestum fóstureyðingafólki sé einfaldlega alveg sama. Miðað við hryllingssögurnar sem hafa lekið úr fóstureyðingariðnaðinum með litlum undirtektum í áratugi, gera fjölmiðlar það heldur ekki. Þeir hafa haldið uppi yfirhylmingu allt of lengi (The Guardian endar allar sögur sínar um fóstureyðingar með smá eftirskrift sem upplýsir lesandann um að fóstureyðingar séu mannréttindi), og það er einmitt þess vegna sem svo fáar fréttastofur nenna að hylja þessa sprengjusögu.

Þvílík hræðileg speglun á því sem við erum orðin.

Þýdd frétt frá: Thebridgehead.ca


Met fjöldi lífsverndarsinna ganga til stuðnings lífs fyrir fæðingu

Þúsundir mættu í kröfugöngur í Denver og Chicago til að mótmæla fóstureyðingum.
Göngurnar eru hluti af alþjóðlegu átaki til að vekja athygli á að yfir 600.000 þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar í Bandaríkjunum á hverju ári.
9.000 manns tóku þátt í "ganga fyrir lífið" í Chicago í Illinois sem hafði þemað „Life Empowers: Pro-Life is Pro-Woman!“ (sem útleggst "Lífið gefur kraft: ófætt líf er verðandi kona".
Sá sem fór fyrir göngunni Dawn Fitzpatrick, stjórnarformaður "ganga fyrir líf í Chicago sagði við Chicago Tripune, „Það eru fleiri í Illinois og miðvesturlöndunum sem viðurkenna hversu brýnt þetta er. Við viðurkennum að manneskja er til allt frá því að getnaður á sér stað."
Yfir 8.000 manns komu saman í gönguna; "Celebrate Life rally" - "áttak til að fagna lífinu" í Denver í Colorado og bar fólk skilti sem á stóð: „Borgaraleg réttindi byrja í móðurkviði“ og „Ég er kynslóð þeirra ófæddu“ (I am the pro-life generation).
Var þátttakendum gefinn kostur á að skrifa undir beiðni til að krefjast atkvæðagreiðslu í Colorado árið 2020, sem hefur það að markmiði að að vernda ófædd börn með því að binda enda á fóstureyðingar seint á meðgöngu.
með frumkvæði 120 einstaklinga mætti fá lögum breitt þannig að ef læknir framkvæmir fóstureyðingu eftir 22 viku meðgöngu verði læknisleyfi hans afturkallað í amk þrjú ár nema í tilvikum þar sem líf móðurinnar er í hættu.
Samkvæmt Charlotte Lozier-stofnuninni, rannsóknarhópi um ófætt líf, voru árið 2018 gerðar 323 fóstureyðingar í Colorado á 21 viku meðgöngu eða síðar. Lífslíkur barna fædd eftir 22 vikur hafa tvöfaldast á undanförnum áratug sem krefst þess að gefnar verði nýjar leiðbeiningar í Bretlandi, sem gera læknum kleift að reyna að bjarga börnum sem fæðast allt niður í 22 vik á meðgöngu.
Colorado varð fyrsta ríkið sem leyfði fóstureyðingar í afmörkuðum tilvikum árið 1967. Sem stendur hefur ríkið engar takmarkanir á því hvenær hægt er að framkvæma fóstureyðingu og hafa talsmenn fóstureyðingasinna þrýst á að halda því þannig. þeir sem framkvæma fóstureyðingar í ríkinu þurfa ekki að veita móður umönnun eftir fóstureyðingu og ekki þarf samþykki foreldra barnungra mæðra sem óska eftir fóstureyðingu.
Meðal ræðumanna í göngunni var erkibiskupinn Samuel J. Aquila, sem deildi því hvernig reynsla hans af því að vinna á sjúkrahúsi sem háskólanemi og sjá börn sem eytt hafði verið í fóstureyðingu, breytti lífi hans.
Mæting á viðburði um allan heim fyrir hinum ófæddu hefur einnig aukist á undanförnum árum. Árið 2019 hvöttu yfir 50.000 Slóvakar leiðtoga landsins til að vernda ófædd börn. Viðburðir til stuðnings á lífinu á Norður-Írlandi náðu til yfir 20.000 manns, yfir 11.000 gengu til lífs í Hollandi, yfir 5.000 manns gengu til lífs í Bretlandi og yfir 2.000 manns sóttu Mars for Life í Nýja-Sjálandi.

Stytt útgáfa af frétt sem birtist á Right til Life UK 15. Janúar 2020.
Steindór Sigursteinsson


mbl.is Kvíðavaldandi að þurfa samþykki fyrir þungunarrofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám laga um helgidagafrið er atlaga að réttindum launafólks og kristinni hefð

    Þau dapurlegu tíðindi bárust 12. júní sl á Mbl.is að frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um breyt­ingu á lög­um um helgi­dagafrið var samþykkt á Alþingi með 44 at­kvæðum gegn 9. Er það ekki undrunarefni að allir þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu er það í ljósi þess að þingmenns þess flokks hafa áður sett sig á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem brýtur á móti kristnu siðgæði en það var fóstureyðingarfrumvarpið alræmda sem gefið var fegrunaryrðið "þungunarrof" til þess eins að fela þann gjörning að deyða á miskunnarlausan hátt barn í móðurkviði allt til enda 22 viku meðgöngu.

    Fellir frumvarpið sem Sig­ríður kynnti þegar hún var dóms­málaráðherra úr gildi ákvæði laga sem banna til­tekna þjón­ustu, skemmt­an­ir og afþrey­ingu á til­greind­um helgi­dög­um þjóðkirkj­unn­ar. enn verður þó bannað að trufla guðsþjón­ustu, krikju­leg­ar at­hafn­ir eða annað helgi­hald.

    Það er alveg kristalstært í mínum augum að afnám helgidagafriðar hefur í för með sér meira vinnuálag fyrir launafólk og minni hvíld. Enda þótt að lagabreytingin feli ekki í sér afnám lögbundinna frídaga þá mun þessi breyting auka þrýsting atvinnurekenda á starfsfólk í vínveitinga- og veitinga- og skemmtistaðabransanum og starfsfólks í búðum að vinna á lögboðnum helgidögum kirkjunnar.
Finnst mér þetta vera hvílík hneisa fyrir Alþingi að samþykkja þetta lagafrumvarp sem að mínu áliti var samþykkt af 2 augljósum ástæðum:

1 Að maka krókinn sem mest fyrir atvinnurekendur í þjónustubundnum rekstri.
2. Að afnema sem mest af kristum hefðum og menningu sem hafa ekki skilað öðru en góðum áhrifum til samfélags okkar í gegnum árin.
    Með þessu er verið að:
1. Lítilsvirða kristna trú og þá helgidaga sem settir hafa verið fyrir áhrif kirkjunnar sem ætlaðir eru að gefa fólki frið og hvíld til að njóta þessara helgidaga.
2. Þrengja að rétti launafólks til að fá hvíld frá störfum sem veitir ekki af því vinnuálag vinnandi fólks hér á landi er með því mesta sem þekkist.

    Megi Ríkisstjórnin hafa skömm fyrir þetta lagafrumvarp sem samþykkt hefur verið og sá meirihluti þingmanna sem samþykkti þetta.
    Með Miðflokkinn er annað mál. Megi Guðs blessun fylgja þeim Miðflokksmönnum fyrir að samþykkja ekki þetta frumvarp. Mættu þeir ganga hnarreistir inn í framtíðina og ná yfirburðakosningu í komandi kosningum sem eru ekki svo langt undan. Þeir eiga það svo sannarlega skilið með þrautseigju sinni og fullveldis-ást sem þeir sýna með því að standa föstum fótum gegn 3 orkupakkamálinu 
    En um það mál vil ég segja að það er úlfur í sauðagæru þar sem ætlunin er að koma orkuauðlindum landsins sem mest í einkaeigu og græða sem mest á raforkusölu án þess að það komi fólkinu og allra síst garðyrkjubændum, bökurum, stóriðju og starfsfólki þeirra til góða. Nei þvert á móti aukast líkurnar á því að með samþykkt orkupakka 3 verði sæstrengur lagður en það myndi margfalda raforkuverð hér á landi. Þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin þykist hafa gert gegn lagningu sæstrengs munu ekki halda fari ACER í mál við ríkið vilji erlent fyrirtæki leggja hingað sæstreng.

Kær kveðja.


mbl.is Helgidagafriður ekki lögbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða þýðingu hefur kristið heimili ?

Endurbirt grein úr aftureldingu 1. mars 1968. 
Oskar Nilsson, félagsmálráðherra:  Fyrstu mánuðina af ævi barnsins, tekur barnið inn til sín andrúmsloft heimilisins. Þau áhrif verða grundvallandi og einkennir meir og meir hinn verðandi mann í öllu, sem lýtur að rétti, sannleika, kærleika og réttlætistilfinningu. Vísast er áminninga þörf, en hitt hefur þó miklu meira að segja, áhrifin frá því heimili sem einkennist af guðhræðslu og bæn. Þetta er andlegur arfur, sem þroskast því meir með barninu og unglingnum, sem árin líða. Hvernig sem lífsvegurinn formar sig, verður andlegi arfurinn lifandi raunveruleiki hjá öllum.

Í hverju þjóðfélagi er hvert kristið heimili eins og lind ljóss og kraftar, sem ómögulegt er að meta að verðleikum.

Birgit Palm, frú:  Það er ómögulegt að meta það of hátt. Dæmin frá sögu kristninnar eru svo fjölmörg, sem renna rökum undir mikilvægi kristins heimilis. Og sjálf hef ég innlifað blessanir þess sem kristið bernskuheimili veitir.

Mikið er undir því komið, að foreldrarnir í kristnu heimili hafi næma ábyrgðartilfinningu gagnvart skyldum sínum við börnin. Fordæmi foreldranna og uppfræðsla hefur oftast nær úrslita þýðingu á viðhorf barnsins til flestra hluta í lífinu.

Frú Booth, kona stofnanda Hjálpræðishersins, var eitt sinn spurð, hver væri leyndardómur þess, að hún hefði unnið öll börn sín til lifandi trúar á Jesúm Krist? Hún svaraði: „Ég setti mér alltaf það markmið, að verða á undan Satan."

Það besta, sem við getum gefið börnum okkar, er ekki alltaf það sem þau óska sér. Nei, það er að gefa þeim kristið heimili.

Birger Andréen, forstöðumaður:  Í raun og sannleika getur engin mannleg tunga sagt hve svimháa þýðingu kristið heimili hefur. Sérhverju heimili mæta margvíslegar áhyggjur. Þetta er gangur lífsins. Að hugsa sér þá, hvílíka þýðingu það hefur að geta varpað öllum áhyggjum sínum á Drottin! Heimili getur verið fátækt, en það er auðugt, ef Guð er miðdepill þess. Það dreifir skuggum fátæktarinnar.

Þau börn eru hamingjusöm sem alast upp í kristnu heimili. Persónuiega get ég játað það, að guðsótti móður minnar hefur fylgt mér og orðið mér til stöðugrar blessunar allt lífið.

Á umliðnum árum hef ég komið í mörg þúsund heimili í ólíkum löndum. Það hefur sýnt mér hvílíkur reginn munur er á milli kristinna heimila og hinna, sem ekki eru það. Eitt sinn fékk ég bréf frá móður fyrir austan járntjald. í bréfinu þakkaði hún fyrir fatnað, sem ég hafði sent henni, og svo skrifaði hún hugleiðingu nokkra, sem ég hef oft hugsað um. Hún skrifar: „Nýju austurvaldhafarnir hafa nú þvingað manninn minn til að ferðast langt inn í Rússland, til þess að vinna þar. Getum við þá nokkurntíma vænst þess að hittast framar? Í mörg ár hefur hann aðeins getað komið heim einu sinni á ári, vegna þess hvað lítið hann hefur haft í aðra hönd. En hvernig mun það þá verða hér eftir? En við erum öll frelsuð, og við væntum endurkomu Krists. Við horfum fram til þess dags, er allar sorgir jarðlífsins eru að baki. Þá mælumst við til þess að eignast betra heimili um eilífð."

Hvílík von, sem kristið heimili á! Hvernig sem við veltum hlutunum fyrir okkur, verðum við að viðurkenna þann mikla ríkdóm og hamingju, sem kristið heimili er. Mættum við gera það að bænaefni okkar, að við öðluðumst sömu fjölskylduvakningu, sem Nói fékk að reyna, þar sem faðir, móðir og öll börnin völdu þann lífsveg, að ganga inn í frelsisörk Guðs.

Þetta er tekið úr víðlesnu sœnsku blaði.


mbl.is Allir brotaþolar skjólstæðingar lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið öllum æðra

Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi þáttur í Postulasögunni, er nafnið Jesús.  Við rannsókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninnar var tengt nafninu Jesús og persónu hans.

Þegar menn þúsundum saman, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pétur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafnið Jesús:  "Snúið ykkur og látið skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda ykkar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda."

Þetta hafði áhrif.  Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öðluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum.

Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins:  "Trú þú á Drottinn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt."  Þetta hafði stórkostleg áhrif.  Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippíborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður.  Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi.

Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar.  Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar.  Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni.  Illir og afvegleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir.  Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists.  Umfram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú.

Píslavætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú.  Þeir sem stóðu með nafni Jesú voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir.  Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús.  Ekkert nafn hefur verið svo elskað sem nafnið Jesús.   Þess vegna voru þeir glaðir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú.

Andstaðan varð sigruð.  Nafnið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í Ísrael og fram fyrir ráðamenn og konunga.  Nafnið Jesúm náði lengra og lengra.

Boðskapurinn um nafnið Jesús náði til norrænna manna.  Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannfórnum, drykkjuskap, siðleysi og ofbeldi. Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlutirnir að breytast.  Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er betra en nafnið Jesús.

Að endingu: "Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir."  Heb.13,8.  Ákallaðu Jesú nafn.  Allt fer að breytast og verður þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús.

Afturelding 4. tbl. 1985.  Karl Erik Heinerborg.  Fyrrum forstöðumaður (prestur) Fíladelfíukirkjunnar í Stokkhólmi.


mbl.is Fangageymslur lögreglu fullar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tár frelsarans

     Jesús var sannur maður, jafnframt því, að hann var guðdómlegur. Hann sýndi sig aldrei annan en þann, sem hann var, þess vegna kæfði hann aldrei tilfinníngar sínar. Hve oft sjáum við ekki, að bak við brosandi andlit, er hrópandi tómleiki í hjartanu og óróleiki í sálinni. Því  er sagt: Getur hjartanu liðið vel, þegar andlitið vitnar um annað?
    Ætti það ekki að vera huggun fyrir okkur, sem í dag lifum í þessum heimi, sem er fullur af sorg og tárum, að Jesús gat grátið? Hve nálægur verður hann okkur ekki í mannlegum veikleika? Hve stór er hann ekki, þegar hann sveiflar svipunni í vandlætingu fyrir Guði í musterinu, eða þegar hann rekur út illa anda og hótar náttúruöflunum með sigri hrósandi myndugleika. En er hann minni, þegar hann fellir tár þjáninga og sorgar?

    Biblían nefnir á þrem stöðum, að Drottinn Jesús hafi grátið. Við skulum nema staðar og athuga þessar frásögur. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir frá því í 19: 41-44. í fylgd með honum voru lærisveinar hans og fjöldi fólks, En hvílíkum andstæðum mætum við ekki. Lærisveinarnir fögnuðu og sungu lofsöngva, meðan þeir fylgdu Meistara sínum og kennara inn í höfuðstað þjóðarinnar. Umhverfis þá, sjáum við fjölda af mönnum, konum og unglingum með sveiflandi pálmagreinar, og með fagnaðarhrópum hylla þann, sem það vonar að sé hinn, eftirþráði konungur. En hve þung voru ekki skref Meistarans á meðal þeirra. Drættir heilagrar sorgar móta hið göfuga andlit, og tár renna niður kinnar hans, meðan hann undir andvörpum setur fram hina þjáningarfullu yfirlýsingu, Það er sorg hins lítilsvirta kærleika, sem við sjáum hér. Það var ekki yfir götum, húsum eða musteri borgarinnar, sem hann grét. Nei, það var yfir hinu harðhjartaða, blinda og eftirtektarlausa fólki, sem ekki hafði þekkt vitjunartíma sinn, heldur gekk með haldin augu, móti hinni komandi eyðileggingu.

     Társtokknum augum horfir Frelsarinn til hinna örlagaþrungnu daga, þegar rómverskir menn undir stjórn Titusar sitja um borgina, svelta fólkið, höggva það niður eða selja í ánauð, rífa niður borgina og brenna musterið. 

     Vinur, eru þessi sorgartár vegna þín? Ertu einnig meðal hinna gálausu, sem orsaka sorg í hjarta Frelsarans með því að lifa í synd og þverúð? Ef svo er, nem staðar um stund í hlíð Olíufjallsins, og athugaðu grátandi Frelsara þinn, láttu hin dýrmætu tár hans vekja þig og með krafti kærleikans leiða þig út frá valdi hins vonda, sem hefir bundið þig.

    Önnur mynd er dregin upp fyrir okkur í Jóh. 11: 35. Þar er lýst, hvernig Jesús gengur grátandi á leiðinni að gröf Lazarusar. Gyðingar, sem voru með í förinni, álitu að sársauki hans og tár stöfuðu af þvi, að hann hafði misst vin sinn, Lazarus, og þeir sögðu: "Sjá, hve hann hefir elskað hann". Það er greinilega tekið fram í þessari frásögu, að Jesús elskaði Lazarus og systur hans, en þó er tæplega hægt að álíta, að sá aðskilnaður, sem dauðinn gerði. hafi hrært hann til tára, þar sem hann vissi, að endurlífgun Lazarusar myndi eiga sér stað. Það liggur nær að halda, að tár hans hafi verið sprottin af meðaumkun, Hið viðkvæma hjarta hans stundi í samúð með hinni djúpu sorg systranna. Hið minnsta vers Biblíunnar — Jesús táraðist — lýsir einu því stærsta, sem hægt er að segja um Jesú. Hve samúðarfullan Frelsara eigum víð ekki. Hann lítilsvirðir ekki neyð okkar, og snýr sér ekki burt frá syrgjandi hjörtum. Nei, hann beygir sig í meðaumkun niður að okkur og tekur þátt í sorg okkar. Og einmitt í þessu opinberast mikilleiki hans. Tár hans eru sönn tár þau voru staðfesting á virkilegri samúð.
     Þú, reyndi bróðir og systir. Jesús gleymir þér ekki, þótt jarðneskir vinir bregðist. Hann er tryggari en bróðir. Ef þú, eins og Marta og María, sendir eftir honum í neyð þinni, þá muntu finna þann, sem skilur þig, þann, sem getur huggað fremur öllum öðrum; hjálpað, þar sem allt virðist vonlaust.

     Þriðja myndin er frá sálarstríðinu í Getsemane. Það er eflaust þetta úrslitastríð, sem Hebreabréfið talar um (5: 7.-8.). Það voru tár dauðaangistarinnar, sem þar á milli trjánna runnu niður andlit hans og ásamt hinum blóðiblandaða svita féllu á jörðina. Þótt hann væri Sonur Guðs, gat hann ekki fullkomnað endurlausnarverkið, nema með því að ganga undir angist dauðans, sem á þessum skelfinga-augnablikum þrýsti fram bænar- og neyðarópi, já, jafnvel hrópi og tárum. Svo djúpt varð hann að stíga niður í djúp mannlegrar eymdar, að skelfing dauða-angistarinnar gegnumþrengdi sál hans, svo að hann einnig hér gæti komið hinum líðandi kynslóðum til hjálpar í innilegri samúð, með sinni eigin reynslu.
     Einnig þá fékk hann bænheyrslu frá sínum himneska Föður. Hinn himneski sendiboði leysti hann frá angistinni og færði honum þann sálarstyrk, sem hann þurfti, til þess fríviljugur að gefa sig í hendur syndara.
     Tár Getsemanestríðsins hafa því tvöfaldan boðskap til okkar. Þau minna okkur um hið órannsakanlega djúp af kærleika, að hann okkar vegna vildi tæma þjáningabikar dauða-angistarinnar, tii þess að geta frelsað frá, þrældómi og ótta dauðans. Þú sál, sem enn ekki átt fullkomið tillit til þíns miskunnsama Frelsara, lít þú á tár hans í Getsemane, og minnstu þess, að það var þín vegna, að hann gekk í gegnum þjáningarnar.
     Getur þú efast um kærleik hans, þegar þú hefir horft á stríð hans? Nei, við ljómann af tárum hans. hefir efi og vantrú þúsundanna horfið, eins og dögg fyrir sólu.
     Þú hrædda hjarta, sem með angist horfir móti dauðanum og eilífðinni, kom með ótta þinn til hans, sem grét í garðinum, og eins og grátur hans stöðvaðist, svo munu tár þín verða þerruð af, og óttinn víkja, við það að Andi hans gefur þér himneska huggun og styrk.

Afturelding 1. mars 1939. L. B. þýddi lauslega úr Biblisk Tidskrift.


mbl.is Kynsjúkdómar aukist hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslimar djúpt snortnir eftir að kristnir koptar gera hið ólýsanlega. Kristileg viðbrögð í tengslum við ISIS árás hafa áhrif á samfélag Egypta

JAYSON CASPER í CAIRO | 20. APRÍL 2017
Tólf sekúndna þögn er sem óþægileg eilífð í sjónvarpi. Amr Adeeb, sem er einn mest áberandi spjallþátta þulur í Egyptalandi, hallaði sér áfram þegar hann leitaði að svari.

"Koptar í Egyptalandi ... eru úr stáli!" Sagði hann að lokum.

Augnabliki seinna var Adeeb að horfa á samstarfsmann í látlausu heimili í Alexandríu tala við ekkju Naseem Faheem, öryggisvarðar hjá dómkirkjunni St Marks á Miðjarðarhafsströndinni.

Á Pálmasunnudag, vísaði vörðurinn sjálfsmorðs sprengjumanninum frá þegar hann kom að málmleitartækinu, þar sprengdi hryðjuverkamaðurinn sig í loft upp. Var hann sennilega sá fyrsti sem dó í sprengingunni, og með því bjargaði Faheem lífi tuga fólks innan kirkjunnar.

"Ég er ekki reiður við þann sem gerði þetta," sagði konan hans, með börnin sér við hlið. "Ég er að segja honum," Megi Guð fyrirgefa þér, og við fyrirgefum þér líka. Trúðu mér, við fyrirgefum þér."

"Þú setur manninn minn á stað sem ég gat ekki dreymt um.""

Undrandi, vafðist Adeeb tunga um tönn þegar hann talaði um að Koptar hefðu þurft að þola grimmdarverk í hundruðir ára, en gátu ekki komist undan Mið Austurlanda hneykslinu.

"Hversu mikil er þessi fyrirgefning sem þú hefur sýnt!" Rödd hans brást. "Ef þetta væri faðir minn, gæti ég aldrei sagt þetta. En þetta er trú þeirra og trúarleg sannfæring. "

Milljónir undruðust með honum á öldum ljósvakans í Egyptalandi.

Það gerðu einnig milljónir Kopta, sem nýlega enduruppgvötvuðu fornu arfleifð sína, samkvæmt Ramez Atallah, forseta Biblíufélagsins í Egyptalandi, sem textaði og endurvann gervihnatta sjónvarps myndbandið.

"Í sögu og menningu Kopta er mikið kennt um píslarvætti," sagði hann við CT (Christianity Today). "En þar til Líbýa lét til skarar skríða var það aðeins í kennslubókum, en þó djúpt innrætt."

Íslamska ríkið í Líbýu rændi og afhöfðaði 21 manns sem voru að mestu kristnir Koptar í febrúar 2015. CT tilkynnti áður um skilaboð um fyrirgefningu sem gefin voru út af fjölskyldum þeirra og vitnisburð þeirra.

"Síðan þá hafa verið hugarfarsleg umskipti," sagði Atallah. "Forfeður okkar lifðu eftir og trúðu þessum boðskap, en við þurftum þess aldrei."

Koptar miða helgisiða dagatal sitt við árið 284 e.Kr, þegar ofsóknir gegn þeim hófust af hendi Rómverja undir stjórn Diocletian. Erfiðleikar vegna heiðinna og múslimskra landstjóra hafa komið og farið í gegnum tímans rás, en í páskaávarpi sínu hrósaði Tawadros Páfi koptísku rétttrúnaðarkirkjunni og sagði hana vera "kirkju píslarvottanna."

Sagan endurtók sig með hefnd árið 2010, þegar "Kirkja Tveggja Heilagra" í Alexandríu var sprengd í loft upp á gamlársdag. Streymdu þá Koptar út á göturnar í reiði, í aðdraganda arabíska vorsins. Á næstu mánuðum fylktu múslimar kringum þau og vörðu kirkjurnar.

Næstum sjö árum síðar er þjóðin orðið þreytt. Í sjálfsmorðsárásunum tveimur á Pálmasunnudag voru meira en 45 manns drepnir og er það önnur ISIS árásin á kristna helgidóma á fimm mánuðuðum. Tuttugu og níu manns voru drepnir í sjálfsmorðs sprengjuárás í Papal-dómkirkjunni í Kaíró í desember. Í sömu viku og þessi frétt var rituð réðst ISIS á klaustrið fræga St Catherine á suðurhluta Sínaí skagans.

Allir þrjár kristnu kirkjudeildirnar aflýstu páskadags hátíðum sínum og rétttrúnaðarkirkjan frestaði móttöku samúðarkerta. Ríkið lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og hélt páskaguðþjónustu fyrir slasaða á hersjúkrahúsi. Margir múslimar brugðust við með áfalli og sýndu samúð.

En á meðan merki um þjóðarsamstöðu sjást stundum á almenningsstöðum, virðist sýnilegt útstreymi samstöðu miklu minna.

Andrúmsloftið hefur breyst, sagði Amro Ali, músliskur aðstoðarmaður prófessors í félagsfræði við "Ameríska Háskólann" í Kaíró (AUC).

Þessi frétt er þýdd af Steindóri Sigursteinssyni af heimasíðu Christianity Today.
http://www.christianitytoday.com/ct/2017/april-web-only/forgiveness-muslims-moved-coptic-christians-egypt-isis.html
Sjá einnig myndband með viðtali við ekkju Naseem Faheem öryggisvarðar:
https://vimeo.com/212755977?ref=fb-share&1

 


mbl.is Ekkert ofbeldi í guðs nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband