Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Kjósum inn nýjan meirihluta í Borgarstjórn - XD og XB.

Ég horfði á kappræður oddvita framboðanna í Reykjavík til sveitarstjórnarkosninga, á Stöð 2 og Rúv í gærkvöldi.  Fannst mér aðdáunarvert að hlusta á málflutning Sveinbjargar Birnu oddvita Framsóknar þar sem hún kom stefnumálum sínum fram af einurð og festu þar sem hún benti á að óraunhhæft væri að bjóða upp á lóðir til íbúðabygginga í Vatnsmýrinni vegna óvissu um eignarhald og hás lóðaverðs sem ekki myndi henta þeim efnaminni.  Einnig fannst mér góður málflutningur Halldórs Halldórssonar oddvita lista Sjálfstæðismanna en hann benti á að auka þurfti lóðarframboð í borginni og að byggja þurfi litlar og meðalstórar íbúðir.  Var hann eini oddvitinn sem vill lækka útsvar.  Vildi hann skapa svigrúm til þess með bættum rekstri borgarinnar, en Sveinbjörg sagði um þetta mál "nei, ein markmiðið er já".  Fannst mér sú ákvörðun hennar og lista hennar varðandi að Reykjavíkurflugvöllur standi óhreifður og ekki verði skertur að neinu leiti ákaflega rétt og mikilvægt fyrir þessar atvinnugreinir sem þarna eru.  Fannst mér að þarna færi kona sem mun koma mörgu góðu til leiðar, komist hún í borgarstjórn, ákveðnin og dugnaðurinn eins og skein frá henni.  Halldór Halldórsson virkaði einnig á mig sem heiðarlegur maður með raunhæfar lausnir varðandi rekstur borgarinnar.  Sagði hann að flugvöllurinn skuli vera áfram í Vatnsmýrinni ef ekki finnst annar staður fyrir hann og að starfsemi flugvallarins verði ekki flutt til Keflavíkur.

Það er engin spurning í mínum huga:  Kjósum þá flokka sem hafa raunhæfar lausnir í skipulgs og íbúðamálum og öðrum hagsmunamálum íbúa í Reykjvík.  Krossum við XD eða XB í dag. 


mbl.is Gengið til kosninga í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum ekki við framboð sem vinna að brottnámi flugvallarins.

Ég vil hvetja Reykvíkinga til að kjósa ekki Samfylkinguna eða Bjarta framtíð, þar sem stefna þeirra er að taka neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar undir íbúðabyggð ásamt flugvallarsvæðinu Fluggörðum.  Þetta er það mikið þjóðþrifamál að Flugvöllurinn fái að standa áfram óbreyttur, því sé neyðarflugbrautin tekin undir íbúðabyggð  fellur Reykjavíkurflugvöllur niður í ruslflokk hvað öryggi og nýtingahlutfall varðar.  Er ekki ætlun mín að kasta rýrð á Það ágæta fólk sem í þessum framboðum er en staðreyndirnar tala.  Ennfremur er stefna þessara framboða að þétta byggð í og kringum miðborg Reykjavíkur, sem felur í sér þrengingu gatna, fækkun bílastæða og bílskúra.  Hefur verið talað um aðför að einkabílnum í því sambandi.

Mér finnst það mjög mikilvægt að styðja við framboð Framsóknarmanna og Flugvallarvina.  Þeir sem hagsmuna eiga  að gæta á flugvallarsvæðinu, og á ég þar við flugvallarvini, eiga að hafa sína fulltrúa í Borgarstjórn. það er algerlega fyrir neðan allar hellur að Borgaryfirvöld geti valtað yfir þá sem eignir eiga á flugvallarsvæðinu og eyðilagt fasteignir þeirra og starfsumhverfi.  En mikill fjöldi einkaflugmanna er með flugskýli í Fluggörðum og þar eru meðal annars flugskólar og aðrir flugrekstraraðilar.  Ég vona að framboð Framsóknar og Flugvallarvina fái aukið fylgi og nái inn 2 eða fleiri mönnum.

Kjósum XB vegna framtíðar Flugvallarins og til þess að ekki verði hrint í framkvæmd, deiliskipulagi sem felur í sér aðför að einkabílnum í Reykjavíkurborg. 


mbl.is Framsókn með einn mann í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er fólk að hugsa? Vilja Reykvíkingar ekki hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni ?

Samkvæmt skoðanakönnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík mældist samanlagt fylgi Samfylkingar og BF 53,5%.  Fylgi Framsóknarfokks og flugvallarvina mældist 5,3%, heldur hærra en í fyrri könnun en þá mældist fylgið 4,6%, fylgi Sjálfstæðisflokks sem hefur lýst yfir vilja sínum að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrini mælist með 21,1% fylgi. 

Eftir að hafa lesið þessa frétt á mbl.is er mér næst skapi að spyrja;  hvað er fólk að hugsa sem vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni ?  Er fólki ekki meira annt um Reykjavíkurflugvöll en þetta að það vill kjósa yfir sig svipaða Borgarstjórn og verið hefur, sem hefur það að markmiði að flugvöllurinn fara smátt og smátt undir íbúðabyggð næstu árin.  Og er ætlun núverandi Borgarstjórnar að hefja strax í haust framkvæmdir við einn brautarenda neyðarflugbrautarinnar og hefja niðurrif Fluggarða á næsta ári, eftir því sem ég best veit. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 71,2% Reykvíkinga og 80,% landsmanna að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýrinni.

Ég vil hvetja Reykvíkinga til að kjósa X-D eða X-B í komandi kosningum  Þessir flokkar hafa það ekki aðeins á stefnuskrá sinni að Reykjavíkurflugvöllur fái að vera áfram á sínum stað heldur stendur vilji þeirra ekki til að fækka bílastæðum, bílskúrum og þrengja götur.  Sem er stefna núverandi Borgarstjórnar.

  http://xdreykjavik.is/uploads/Borgarstjrnarkosningar-2014-XD-stefna-02.pdf

 


mbl.is Samfylking og BF með 53,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið gleðiefni fyrir mig og aðra greiðendur verðtryggðra íbúðalána.

Það voru góðar fréttir sem ég las hérna á Mbl.is í morgun að Alþingi hefði samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu höfuðstóls íbúðalána.  Greiðendur verðtryggðra lána hafa margir hverjir verið orðnir langþreyttir á að greiða af lánum sínum, og hafa verið að vonast eftir þessu síðustu 5 árin en ekkert hefur verið gert í málinu fyrr en nú í tíð núverandi ríkisstjórnar.  Þessi höfuðstóls- niðurfærsla mun koma sér mjög vel fyrir mig, sem og aðra sem hafa töluverða greiðslubyrði af ibúðalánum sínum og ekkert of háar tekjur.  Vil ég segja að ég er mjög þakklátur Sigmundi Davíð og fleiri úr ríkisstjórninni að hafa með fádæma hugrekki og þrjósku komið þessu máli í gegn.

Kær kveðja.


mbl.is „Leiðréttingin“ samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa Íslendingar frekari sannanir þess að Íslandi hentar ekki innganga í ESB?

Samkvæmt skoðanakönnun sem Evróðusambandið gerði sjálft á afstöðu þeirri sem ríkisborgar aðildarríkjanna bera til sambandsins kom eftirfarandi fram:  59% treysta ekki Evrópusambandinu en 32% segjast bera traust til sambandsins.  Það er að mínu mati að koma betur og betur í ljós að innganga í ESB hentar ekki Íslendingum.  Við inngöngu í ESB mundu Íslendingar missa sína 200 mílna fiskveiðilögsögu en halda aðeins eftir 12 mílna landhelgi, varla mikið meira.  Það er gert ráð fyrir að við innlimun í ESB taki umsóknarríki upp reglur sambandsins varðandi sjávarútveginn eins og fleiri málaflokka og það er mjög óraunhæft að gera ráð fyrir að hægt sé að fá undanþágur í því efni. 

Er þetta það sem Íslendingar vilja ?  Ég held ekki.  Sjávarútvegurinn er Íslendingum afar mikilvægur, því við getum séð að aðrar atvinnugreinir eins og td ferðaþjónustan getur verið mjög viðkvæm og lítið má út af bera til að fjöldi ferðamanna dragist saman, eins og verkfall flugmanna hjá Icelandair hefur sýnt fram á og Náttúruhamfarir eins og eldgos geta líka sett strik í reikninginn.

Höfum við fleiri vísbendinga við ?  Við Íslensk þjóð höfum ekkert við inngöngu í ESB að gera.  Okkur ber að sjálfsögðu að viðhalda góðum tengslum við nágranna okkar í Evrópu bæði hvað varðar viðskipti og hvað varðar menningarleg tengsl.  Ríkisstjórninni ber að standa við stjórnarsáttmála sinn að stöðva viðræður við ESB.  Það er það eina rökrétta sem hægt er að gera í þessu máli.  Og ekki er ráðlegt að bíða með slit á aðildarviðræðum eða að setja viðræður á Ís, því að ríkisstjórnin ber að minnast þeirra hluta landsmanna sem kusu flokka þá sem eru nú eru í ríkisstjórn einmitt vegna þeirra afstöðu þeirra að Íslandi sem best borgið utan ESB.


mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttvirtur Forsætisráðherra er að vinna að bættum hag landsmanna.

Mig langar til þess að segja að ég er mjög ánægður með háttvirtan forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og ríkisstjórn hans.  Mér finnst hann vera að vinna mjög gott verk í þágu þjóðar sinnar, með undirbúningi niðurfærslu höfuðstóls íbúðalána.  Hann og ríkisstjórn hans eru að vinna ötullega að þessu málefni, en ýmsir þingmenn bæði innan og utan  stjórnarandstöðu og aðrir aðilar eru að setja sig upp á móti þessum góðu áformum ríkisstjórnarinnar.

Viðskiptaráð Íslands tjáði sig um þetta mál fyrir stuttu og sagði að betra væri að nota þessa 80 milljarða í eitthvað annað, td að greiða niður skuldir ríkisins sem síðan gæti flýtt fyrir afnámi hafta.  En það er að mínu mati tími til kominn að illa staddir skuldarar fái smá leiðréttingu á sínum kjörum.  Það er augljóst mál að skuldaniðurfærslan gagnast illa stæðum heimilum mjög vel.  Það er vel skiljanlegat að Viðskiptaráð Íslands vilji að höftum verði aflétt sem fyrst, en það þarf að fara varlega í slíka framkvæmd, því hugsa ber um hag þjóðarinnar allrar og fólksins í landinu en ekki aðeins einstakra fyrirtækja.  Mig langar til að lýsa yfir þeim áhyggjum mínum; að bágt væri það ef þingsályktunartilllögu ríkisstjórnarinnar yrði hafnað á Alþingi og þetta þarfa þjóðþrífamál fengi ekki fram að ganga.  Það er nefnilega fólk í landinu með mjög lítiið fé yfir að ráða eins, og verkafólk og öryrkjar sem munar mjög mikið um þessa lækkun á útborgun húsnæðislána sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu færa.

Annað sem ríkisstjórnin hefur gert er að lækka skattprósentu lítillega á miðþrep launa, sem er mjög jákvætt.  Ríkisstjórnin hefur dregið úr veiðigjöldum sem voru allt of há og voru hækkuð mjög á tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.  Þessi gjöld hafa verið að sliga sum sjávarútvegsfyrirtæki, og er jafnvel þörf á að mínu mati að hagræða þessum gjöldum þannig að sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga í rekstrarerfiðleikum fái haldið velli.  Það er af og frá aðlíta beri svo á að ríkisstjórnin sé að taka tekjur frá ríkissjóð heldur er verið að forða mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum frá miklum rekstrarerfiðleikum og gjaldþroti, með fækkun starfa og fleiru sem því fylgir.

Ríkisstjórnin hefur líka stóraukið framlög til Landspítalans, miðað við tíð fyrverandi ríkisstjórnar.  Framlög til löggæslu hafa einnig verið aukin. Kjör öryrkja hafa einnig verið bætt nokkuð, en það er von mín að það sé aðeins byrjunin á þeirri vegferð að bæta kjör þessa fólks svo sómi sé að.

Ríkisstjórnin hefur líka boðað að aðildarviðræðum við ESB skuli slitið.  Er það gert með frumvarpi háttvirts utanríkisráðherra, en ekki hefur enn fengist tími til að ljúka umræðum um frumvarpið.  Og vil ég í leiðinni árétta að það er von mín að ríkisstjórnin komi þessu máli í gegn sem fyrst og slíti þessum viðræðum sem fyrrverandi ríkisstjórnarkom á, án samþykkis þjóðarinnar.  Það er að mínu mati alls ekki þjóðinni til hagsbóta að Ísland gangi í ESB.   Það hafa verið að koma fréttir í fjölmiðlum um skoðanir fólks úr ýmsum ríkjum innan ESB og er þar áberandi óánægja með evruna og í mörgum löndum er óánægja með evrópusambandið og yfirstjórn þess.


mbl.is 10 ástæður til að flytja til Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð stefnumörkun hjá lista Framsóknarflokksins og Flugvallarvina.

Sveinbjörn Birna Sveinbjarnardóttir sem er efst á lista Framsóknar og flugvallarvina, tjáði sig á eftirfarandi hátt í frétt Mbl.is:  "samþættingin hefur gengið mjög vel og við erum að ganga í sömu átt.  Það mætti eiginlega segja að við séum að bíða eftir fyrsta ágreiningnum,"  En eins og flestum er kunnugt hefur Framsóknarflokkurinn teflt fram lista þar sem barist er fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni.  Hefur verið ákveðið að flugvallarvinir séu velkomnir inn á lista Framsóknar.   Stefna listans í flugvallarmálinu er alger verndun Reykjavíkurflugvallar, þar með talið allar flugbrautir vallarins, öll aðstaða flugrekstraraðila og flugskýli sem eru á svæðinu.

Það er gott til þess að vita að framboð Framsóknarmanna í Reykjavík hafi tekið flugvöllinn upp á sína arma .  Það er einnig baráttumál þeirra að ekki verði farið í óréttlætanlega og óraunhæfa samþjöppun byggðar á Reykjavíkursvæðinu með fækkun bílastæða og bílskúra og þrengingu margra gatna sem núverandi borgarstjórn hefur ráðgert að hrinda í framkvæmd.  Listinn hefur líka fleiri mál á stefnulista sínum sem ég ætla ekki að útlista hér.

Mér líst vel á Sveinbjörgu Birnu sem skipar efsta sæti listans.  Það er gott mál að listi Framsóknar skuli hafa komið í verk hugmyndum þeim sem fyrrverandi formaður Framsóknar kom með fyrir stuttu síðan og á ég þar við að standa vörð um flugvöllinn með hjálp flugvallarvina.

Það er augljóst að listi Samfylkingar og Vinstri grænna hafa það á stefnuskrá sinni að þétta byggð og taka land Reykjavíkurflugvallar smátt og mátt undir íbúða- og atvinnubyggð.  Slíkar aðgerðir eru að sjálfsögðu algerlega óraunhæfar þar sem flugvöllurinn er bæði þjóðhagslega mikilvægur með innanlandsflugið, flugskólana og ýmsa starfsemi sem tengist fluginu í huga.  Hann er líka öruggur út frá þjóðaröryggi hvað sjúkraflugið snertir og er neyðarflugbrautin einkar mikilvæg þar sem hún býður upp á lendingar þegar vindátt er óhagstæð til lendingar á öðrum brautum vallarins.


mbl.is Góð samstaða með flugvallarvinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldaniðurfærsla háttvirts Forsætisráðherra kemur sér vel fyrir fólkið í landinu.

Núna þegar skuldaniðurfærsla háttvirts forsætisráðherra er til umræðu í þinginu, eru þingmenn vinstri flokkana að láta í sér heyra. Hafa þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata talað niður til þingsálykturnartillögu Ríkisstjórnarinnar varðandi niðurfærslu höfuðstóls  húsnæðislána.  Má segja að þau finni tillögunni flest til foráttu.  Um þetta mál vil ég segja eftirfarandi sögu, í ljósi þess að núna er um það bil ár liðið síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum:

Þegar þjóðin hafði valið Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til þess að fara með stjórn landsins, í síðustu kosningum, þá valdi forseti Íslands eins og kunnugt er formann Framsóknarflokksins til að leiða stjórnarmyndun.  Þegar Sigmundur Davíð hafði tekið við umboði frá Forseta Íslands, sneri hann sér fyrst til vinstri með gottið sem voru aðgerðir þær sem hann hyggst koma í framkvæmd landinu og landsmönnum til góðs.  Hann sneri sér ekki til hægri til formanns Sjálfstæðisflokksins, eins og eðlilegast hefði talist, heldur til vinstri framboðanna. Hann gekk til Birgittu, Árna, Katrínar og Guðmundar og skoðaði gottið sem þau höfðu upp á að bjóða, en það voru áform sem þau höfðu varðandi bættan hag landsins og fólksins í landinu.  Þegar hann skoðaði í nammipokann hjá þeim sá hann enga mola sem voru eins góðir á að líta og hans eigin molar, hans eigin áform sem hann hafði áformað ásamt Þingflokk sínum að framkvæma.  Varð honum þá hugsað til Bjarna Formanns Sjálfstæðisflokksins, skyldi hann ekki hafa betra gotterí en hin í vinstri framboðunum höfðu ?  Það var bara einn hængur á, hann var ekki viss um að Bjarni myndi líka við gottið sem hann hafði í nammipoka sínum og Sigmundur hélt mikið upp á.  Það var nefnilega svo að Sigmundur hafði sinn uppáhaldsmola í poka sínum.  Og hann var svolítið smeikur um að Bjarni mundi kíkja í pokann hans og taka burtu uppáhaldsmolann hans, sem var kosningaloforð hans sem voru aðgerðir til handa skuldugum heimilum.

Á meðan var Bjarni einmanna og svolítið stúrinn á svip því honum fannst honum hafa verið hafnað.  Ætlaði Sigmundur að fara til allra hinna í vinstri framboðunum en skilja sig út undan og flokk hans ? Á meðan var Sigmundur Davíð að velta því fyrir sér hvort hann ætti að snúa sér til Bjarna.  Eftir nokkurn umhugsunartíma tók hann af skarið og fór á fund Bjarna. 

En það var eins og við manninn mælt, Bjarni tók honum mjög vel, hann lét uppáhaldsmolann hans alveg vera.  Þeir ræddu um sín á milli hvernig þeir gætu skipt gottinu og gefið það síðan landsmönnum sem voru svangir eftir langann kosningavetur.  Þeir fundu alveg prýðilega leið til þess að móta molana og gera þá þannig úr hendi að gottið hentaði fólkinu í landinu sem best.  Þeir mótuðu úr uppáhaldsmolum sínum einn mola sem voru aðgerðir þær sem þeir hyggjast koma í framkvæmd, sem er niðurfærslu höfuðstóls íbúðalána. Og þeir mótuðu alla molana eftir því sem þeim best leist og hvernig best kom sér fyrir þjóðarhag.  Að því loknu helltu þeir öllum molunum í stóra skál, sem kallast Stjórnarsáttmáli Ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.  Og þeir fóru með sælgætisskálina til Reykjavíkur, í Stjórnarráðið, en þeir höfðu dvalist í sumarbústað á Suðurlandsundirlendinu þegar á stjórnarviðræðunum stóð. Eftir að hafa sýnt sínum eigin flokksmönnum gottið sem var í skálinni varð formleg stjórnarmyndun, og ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var mynduð. Var Sigmundur Davíð skipaður forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, auk þess fengu þeir fólk úr flokkum sínum sem skipuðu hin ýmsu ráðherraembætti hinnar nýju ríkisstjórnar.  Þau voru: Sigurður, Gunnar, Egló, Kristján, Hanna Birna, Ragnheiður og Illugi.  Stjórnarsamstarfið gekk vel og fólkið í hinni nýju ríkisstjórn var ánægt yfir því góða sem þau hugðust koma til leiðar fyrir land sitt. Tíminn leið og viðræður fóru fram á Alþingi um aðgerir ríkisstjórnarinnar.  Stjórnarliðar höfðu nammiskálina sem þau höfðu fyrir fólkið í landinu.

En skjótt skipast veður í lofti. Þegar Sigmundur, Bjarni og öll hin í ríkisstjórninni voru að útdeila gottinu úr nammiskálinni, þá komu allt í einu hin úr vinstri framboðurnum;  Árni, Katrín, Birgitta, Guðmundur og fleiri og réðust að þeim þar sem þau voru brosandi vegna þeirra góðu áforma sem þau höfðu í huga að framkvæma landsmönnum til góðs.  Reyndu þau að hrifsa uppáhaldsmola þeirra Sigmundar og Bjarna úr sælgætisskálinni.  En þau í ríkisstjórninni gerðu það sem þau gátu til þess að þau í vinstri framboðunum gætu ekki  tekið gottið.  Og það var mikil barátta um gottið á milli þeirra, á milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, og lýkur hér þessari sögu.


mbl.is Góðar tillögur stöðugt talaðar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu.

Það er athyglisvert að aðild Íslands að Evrópusambandinu, undir þeim formerkjum að taka upp gjaldmiðilinn Evru sé enn í umræðunni.  Þrátt fyrir að árum saman hafi skoðanakannanir leitt í ljós að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki ganga í Evrópusambandið.  Þær skoðanakannanir voru að engu hafðar þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna ákvað að sækja um aðild að ESB í júli 2009.  Þessar aðildaviðræður voru síðan settar á ís af sömu ríkisstjórn snemma árs 2013.  En pólitískar deilur um framhaldið hafa nú klofið þjóðina í tvennt.  Það sem deilt er um núna er hvort stofna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum eða ekki.

Frá því sótt var um aðild að ESB 2009 voru nánast einu rökin fyrir aðild þau, að Íslenska krónan væri ekki lengur nothæf sem gjaldmill.  Því væri það eina raunhæfa leiðin að ganga í ESB og myntbandalag þess og taka upp evru.

Francois Heisbourg sem er einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðstjórnmálum sem gefið hefur út bókina "Endalok evrópska draumsins" telur að Íslendingar eigi ekki að taka upp evru.    Hann tók svo djúpt í árinni á fyrirlestri sem hann flutti í Háskóla Íslands nýverið að "Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu".  Hann sagði að fulltrúar á Evrópuþinginu séu að verða mjög þreyttir á því að ráðstafanir sem gerðar hafi verið á evrusvæðinu séu litlu að skila.  Efnahagsvöxtur sé sáralítill.  Atvinnuleysi sé fast í um 12% á evrusvæðinu.  "Einhvers staðar, einhvern tíma mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum."  Á sama tíma og verið væri að innleiða margvíslega þætti sem stuðla eigi að auknum efnahagslegum samruna evruríkjanna þá hafi menn verið að endurreisa bankakerfið á grundvelli einstakra ríkja.  Nefndi hann sem dæmi að stóru bankarnir fjórir í Frakklandi  sem áður hafi verið á alþjóðlegum markaði, spili nú á innanlandsgrunni.  Sama þróun hafi verið í Þýskalandi og á Ítalíu hafi menn í raun aldrei komist út fyrir landssteinana hvað bankana snertir, sama sé upp á teningnum á Spáni, þar hafi sama þróunin átt sér stað.  Sagði Heisbourg að tæknilega séð sé tiltölulega auðvelt fyrir þessi lönd að ganga út úr evrusamstarfinu.  Og í raun séu evruríkin á fullu við að undirbúa að evran líði undir lok og ætla þá að vera tilbúin að taka upp eigin gjaldmiðil að nýju.  Sagði hann að evran auki  á vandann í frjálsu flæði vinnuafls milli landa og að löndum eins og Svíþjóð og Danmörku vegni vel vegna þess að þau eru með sinn eigin gjaldmiðil.  Með öðrum orðum að evran væri ekki að skila tilætluðu hlutverki sínu.  Sagðst Hedelbourg eiga mjög erfitt með að skilja rökin fyrir því að Íslendingar taki upp evru við núverandi aðstæður.

Ég vil taka undir með Heidelbourg að upptaka evru þjónar alls ekki hagsmunum Íslands.  Og því er það hverjum manni augljóst að við höfum ekkert að gera inn í Evrópusambandið heldur.  Við getum bjargað okkur sjálf með eigin gjaldmiðil, en hann gefur okkur færi á að fella gengið þegar okkur hentar.  Hjá evruríkjunum er það ekki hægt og þörf er á að beita aðhaldsaðgerðum með niðurskurði og uppsögnum opinberra starfsmanna.  Sveigjanleiki krónunnar er kostur á vissan hátt.

Ég vil hvetja ríkisstjórn Íslands að halda fast við fyrirhuguð slit á umsókn um aðild að ESB, því það tel ég vera þjóðinni fyrir bestu.


mbl.is „Einföld og skýr krafa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarbúar ættu að forðast að kjósa þá flokka sem berjast gegn tilveru Reykjavíkurflugvallar.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Borgarstjórn Reykjavíkur hefur tekið mjög ákveðna afstöðu gegn tilveru Flugvallarins í Vatnsmýrinni.  Í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðvanna í kvöld var sagt frá að Borgarstjórn hefði ráðgert að hefja gröft við enda neyðarflugbrautarinnar vegna fyrirhugaðrar byggingaframkvæmda  í haust, og eyðileggja þannig neyðarflugbraut vallarins.

Staðreynd málsins er sú að farið er í þessar aðgerðir án þess að þar til gerð nefnd sem rannsaka átti málefni flugvallarins, hefði fengið að koma að málinu.  Er hér um að ræða einhliða ákvörðun borgarstjórnar.  Á ég varla orð til að lýsa hneykslun minni og vanþóknun á þessum áformum borgarstjórnar sem lýsir því yfir að mál þetta sé aðeins skipulagsmál byggðar í Reykjavíkurborg.  En það er orðið hverjum manni augljóst að hér er á ferðinni öryggis og samgöngumál sem snertir landið allt.  Þetta mál sem ég tel að kalla: yfirgengilega þröngsýni og sérhagsmunamál Borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Þetta er reyndar ekki einskorðað við þetta eina atriði, heldur er ráðgert að rífa alla aðstöðu og flugskýli svonendra Fluggarða strax á næsta ári.  Er þar fótunum kippt undan mikilvægri atvinnustarfsemi, eins og flugskólum og ýmiskonar flugrekstraraðilum og fjöldamargir einkaflugmenn munu missa flugskýli fyrir flugvélar sínar.  Er augljóst að borgarstjórnin er þarna að fara einhverskonar bakdyraleið að eyðileggingu flugvallarins.  Í október 2013 skrifaði Borgarstjórn  Reykjavíkur og Ríkisstjórnin undir samkomulag þess efnis að flugvöllurinn fengi að vera áfram í Vatnsmýrinni til 2022.  Það þarf varla að bæta því við að borgarstjórnin ráðgerir að Reykjavíkurflugvöllur víki alfarið úr Vatnsmýrinni 2022.  Það er margsannað mál og hefur verið útskýrt af fólki sem hefur góða yfirsýn yfir þessi mál að Reykjavíkurflugvöllur er nauðsynlegur fyrir öryggi landsmanna, hvað snertir sjúkraflug og líka samgöngulega mikilvægur með samgöngur við landsbyggðina í huga.  Tiilvera Reykjavíkurflugvallar er líka mikilvæg fyrir þá starfsemi sem þar fer fram eins og flugnámið, því Reykjavíkurflugvöllur er einstaklega vel fallinn til flugnáms. 

Er nokkur spurning að okkur ber að halda Reykjavíkurflugvelli á þeim stað sem hann er og að ekki skuli skerða þá starfsemi sem þar fer fram eða að fækka flugbrautum.  Þeir flokkar sem hafa þá yfirlýstu stefnu að flugvöllurinn skuli vera áframi Vatnsmýrinni eru Stjórnarflokkarnir tveir: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.  Reyndar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins mun meira afgerandi í ummælum sínum þessu viðvíkjandi en Sjálfstæðisflokkurinn.  Því mættu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til sveitarstjórnarkosninga nú í vor, skerpa stefnu sína í þessum málum og taka meira afgerandi afstöðu með Reykjavíkurflugvelli sem mikilvægum miðborgarflugvelli.

Að síðustu vil ég segja þetta:  Er nokkur ástæða að kjósa þá flokka í Borgarstjórn sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýrinni og þar með að svipta landsmönnum mikilvægasta innanlandsflugvelli landsins.


mbl.is Segja flugvöllinn aðalkosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband