Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Háttvirtur Fjármála- og Efnahagsráðherra sýnir ábyrgð í fjársýslu ríkisins.

Í frétt á Mbl. is er greint frá að Fjármálar-og Efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson geri ráð fyrir að sett verði 45% skuldaþak á skuldir ríkisins sem hluti af vergri landsframleiðslu.  En við núverandi aðstæður er skuldahlutfall ríkisins um tveir þriðju af landsframleiðslu.

Þarna er Bjarni Benediktsson að sýna fyrirhyggju og ábyrgð í fjármálum ríkisins, eins og honum einum er lagið.  Það er gott að gæta hófs þegar ákvarðanir eru teknar um fjárveitingar til ýmissa mála.  Vert er að hyggja að fjárhagslegum stöðugleika og skuldastöðu ríkissjóðs þegar fjárveitingar eru ákveðnar til ýmissa málaflokka og ekki síst einstakra hópa launþega.  Nýverið voru gerðir launasamningar á almennum vinnumarkaði.  Einkenndist samningavinnan af vilja bæði launþega og atvinnurekanda að skapa stöðugleika í landinu.  án efa hefði hækkun launa mátt vera meiri, ekki veitir af því fyrir skuldug heimili en þessar launahækkanir voru skref í rétta átt. 

Ég vil hvetja hlutaðeigandi aðila sem krefjast vilja mun hærri launahækkunar en sem fólk á almennum vinnumarkaði hlaut, að gæta hófs í launakröfum sínum.  Sú 10% launahækkun sem ríkið hefur boðið framhaldskóla kennurum ætti að samþykkja af samtökum framhaldskólakennara.  Miklar hækkanir einnar stéttar geta eins og kunnugt er sett af stað skriðu launadeilna hjá öðrum stéttum með aðgerðum eins og verkföllum.  Það er ekki rétt að núverandi ríkisstjórn þurfi allt í einu snemma á ríkisstjórnartíma sínum að hífa laun viðkomandi launafólks upp í það sem tíðkast hjá einka reknum fyrirtækjum. 

Fólk á almennum vinnumarkaði samþykkti með nýjustu samningum 2,8-5% launahækkun.  Grunnlaun verkafólks eru í mörgum tilvikum 230-240 þúsund á mánuði.  Verkafólk á ekki rétt á að vinnuafl þess sé álitið eitthvað minna mikilvægt en verkmennta- og háskólamenntaðs fólks.  Vinna þeirra er oft á tíðum erfið og lýjandi og vinnudagur langur.  Það er fáránlegt þegar talað er um að menntun sé eins og grunnskilyrði fyrir góðum lífskjörum í landinu.  Lág laun verkafólks er ekki vegna lélegrar menntunar þess fólks sem vinnur verkamannavinnu heldur lítilsvirðing og vanvirðing atvinnurekanda við verkafólk þar sem það er álitið á lægri stalli en aðrar stéttir. 

Kær kveðja.


mbl.is Sett verði 45% skuldaþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðu er þörf á Alþingi til að ljúka megi málum á tilsettum tíma

Það er ljóst að nokkuð miklar annir verða á Alþingi á næstunni, þar sem mörg mál bíða enn afgreiðslu.  En engir þingfundir eru dymbilviku, eða um páskana og framundan eru sveitarstjórnarkosningar í vor.  Í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni kom fram að frestur til að leggja ný mál fram, rennur út á morgun.  Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis sagði í þættinum að hann telji að mál sem boðuð hafa verið muni ekki verða lögð fram fyrir tilskilinn frest.  muni það koma í ljós hvort samstaða verði til að taka þessi mál fyrir og afgreiða þau.  hann telji engu að síður að hægt sé að ljúka þinginu með skikkanlegum hætti og þá án þess að halda þurfi sumarþing.

Það hafa sjaldan verið eins mörg stór mál sem eru á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar í samanburði  við fyrri stjórnir Íslenska lýðveldisins.  Stórfelld skuldaniðurfærsla er í þann mund að eiga sér stað á næstu misserum.  Aðgerðir sem eru með þeim stærri sem farið hefur verið í, í Íslenskri stjórnmálasögu.  Sumir meta lítils þessar aðgerð ríkisstjórnarinnar, segja að þær nái ekki til þeirra sem eru með íbúð í félagslega kerfinu.  Tel ég að ekki sé loku fyrir það skotið að ríkisstjórnin komi til móts við þennan hóp fólks því að í fréttatíma einnar sjónvarpsstöðvarinnar eitt kvöldið var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann tjáði sig á þá leið að sértækar aðgerðir eins og þessi væri í verkahring félagsmálaráðuneytisins að leysa úr.  Var þá Eygló Harðardóttir Félags og Húsnæðismálaráðherra innt svara varðandi þetta málefni.  Svaraði hún því til að þetta mál myndi verða skoðað. Þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar um almenna niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána er eitthvað sem koma mun sér vel fyrir skulduga húsnæðiseigendur og gott væri ef hægt yrði að koma einnig til móts við fólk í félagslega kerfinu.

Það hefur verið mikil umræða um ýmis stór mál á Alþingi eins og afturköllun ESB umræðnanna og mikill tími fór í umræður um þingstörf.  Slíkt tók mikinn tíma frá umræðu um önnur mikilvæg mál.  Mörg mál bíða enn og vona ég að almenn samstaða skapist um það á Alþingi að koma þeim málum í gegn og ljúka þeim á tilsettum tíma.  Vil ég hvetja fólk til að sýna hinni nýju ríkisstjórn þolinmæði varðandi mál sem hún hyggst koma í gegn fólkinu í landinu til hagsbóta. Ríkisstjórnin er að vinna að hagsbótum fyrir almenning í landinu.  Kaupmáttur launa fer hægt vaxandi og efnahagur ríkisins er á uppleið.

Kær kveðja.


mbl.is Viðbúið að annir verði miklar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiefni að loforð ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu sé brátt í höfn.

Það hefur verið ofarlega á baugi í fréttum í dag að ríkisstjórnin muni brátt hrinda í framkvæmd loforðum sínum varðandi niðurfærslu höfuðstóls og heimild til að verja séreignarsparnaði til enn frekari niðurgreiðslu lána.  Sigmundur Davíð Gunnlaugson, forsætisráðherra sagði á samtali við mbl.is eftir blaðamannafund í dag um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málum skuldugra heimila:  "Kosningaloforð sem var kallað stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar.  Ætli við köllum þetta ekki stærstu efndir Íslandssögunnar," 

Mig langar til að segja að ég er ákaflega ánægður með þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson.  Þeir hafa náð að sætta ólík sjónarmið flokka sinna varðandi nálgun á þessu vandamáli, sem er skuldavandi heimilanna.  Þeir, formenn ríkisstjórnarflokkana hafa náð góðri samstöðu í þessu máli og samvinnu, og hafa þeir tvinnað listavel saman ólíkar áherslur flokka sinna í þessu máli.

Ég verð að segja að ég aðhylltist stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum lengi vel í kosningabaráttunni og í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs hinnar nýju ríkisstjórnar.  Fannst mér stefna Sjálfstæðisflokksins vera varkárari og ábyrgari en sú stefna sem Framsóknarflokkurinn boðaði í kosningaherferð sinni.  En fljótt sá ég þó að efndir myndu fylgja orðum hjá háttvirtum forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, þegar ég sá stefnufestu hans og áræði hans í þessu máli.  Það má segja að ég leiki við hvern minn fingur, núna þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til skuldugra húsnæðiseigenda er að líta dagsins ljós.  Enda er ég sjálfur íbúðaeigandi með áhvílandi lán á raðhús íbúð minni, eins og svo margir aðrir.  Þessar aðgerðir munu skila íbúðareigendum sem hafa lán á íbúðum sínum, verulegri kaupmáttaraukningu. 

Það er ekki satt sem haldið er fram af sumum sem mótfallnir eru ríkisstjórninni, að Framsóknarflokkurinn hafi lofað í kosningabaráttu sinni að aðgerðir til handa skuldugum húsnæðiskaupendum mundi nema 300 milljarðum króna.  Sigmundur Davíð lofaði aldrei að aðgerðir þessar yrðu ígildi 300 milljarða króna.  Slíkt er alger misskilningur og rangminni hlutaðeigandi aðila.

Kær kveðja.

 


mbl.is „Stærstu efndir Íslandssögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atriði sem styðja við Biblíulega sköpun

 Mig langar til að birta hérna hluta úr grein sem vinur minn setti saman um Biblílega sköpun og sendi mér.  Mér fannst þetta svo merkileg grein að mér fannst ég eiga að leiða þetta fyrir sjónir sem flestra, því þetta er mikill sannleikur sem vert er að komi fyrir augu fólks.  Kennsla um sköpun jarðar öðru nafni "þróun" er of einhliða kennd í skólum og fræðibókum á Íslandi.  Er því haldið fram að um sé að ræða nánast fullsannaða kenningu og ekkert er mynnst á atriði sem styðja Biblíulega sköpun.  Hérna er greinin lítillega endursögð.  Greinin var miklu lengri en hún hafði líka að geyma ýmsar staðreyndir um sannleiksgildi Biblíunnar.  Þótti mér það of langt mál að birta það allt hér.  En það væri gott efni til að birta síðar.                                                                                 

 1. Milliliðir eða Týndir hlekkir. Ekki hefur fundist einn einasti, milli liður milli manna og dýra eða á milli dýra, sem áttu að sanna þróunarkenningu Charles Darwins um uppruna tegundanna í þau 150 ár sem grafnir hafa verið upp steingervingar.  Svo að þetta eru þá sannkallaðir tíndir hlekkir. Hvers vegna eru þessir týndu hlekkir, milliliðir, þá í kennslubókum þar sem þróunarkenningin er kennd sem staðreynd ?" Charles Darwin skrifaði í bók sinni: Uppruni tegundanna að ef að það fyndist ekki neinir milliliðir milli manna og dýra eða á milli dýra þá væri kenning hans fallinn.  

það er vídeó þáttur hérna fyrir neðan um þetta efni: 

There are no Missing Links! - Kent Hovind.

 

2. Apamenn. Þessir svo kölluðu apamenn sem fundist hafa  voru annað hvort veikt fólk, sumir með hryggskekkju eða þá að falsaðar voru beinagrindur, settar saman jafnvel úr tveimur beinagrindum, Gott dæmi um þetta er Lucy sem átti að hafa verið með blendingseinkenni apa og manna, af tegund apa er kölluðust "Sunnapar", þeir áttu að hafa veri uppi fyrir 2,7 til 4 milljónum ára. En beinagrindinn úr henni var sett saman úr tveimur pörtum sem fundust með 1 1/2 kílómetra millibili.

Síðar var hún rannsökuð betur þá kom í ljós að þetta var bara beinagrind úr apa.

 það eru vídeó þættir hérna fyrir neðan um þetta efni:  

Dr. David Menton: Lucy--She's No Lady -- Clip, 

Dr. David Menton - Lucy she's no lady.

 

 

 

  

3. Steingervingar. Steingervingar af sjávar- lífverum hafa fundist um alla Jörðinna í öllum Löndum uppi á hæstu fjöllum. En Biblían segir frá því að Guð hafa látið koma flóð, sem náði yfir alla Jörðinna, upp á hæstu fjöll á dögum Nóa. En það má nefna að flestir steingervingar sem hafa fundist á liðnum 150 árum hafa fundist á lífi í dag, sjávar- lífverur og landdýr fyrir utan útdauð dýr. 

það eru vídeó þættir hérna fyrir neðan um þetta efni: 

living fossils - dr. Carl werner, part 1 of 2 origins, 

Fossil Man - Dr. Don Patton.  

 

 

 

 

4. Jörðin. Jörðin hægir á sér.  Það er ekki mikið en það er nógu mikið til að ef við förum nokkur milljón ár aftur í tímann þá hefði Jörðin snúist hraðar, það hratt að hún hefði þeytt öllu frá sér út í geiminn - þá hefði ekkert líf þrifist á Jörðinni. En þróunarkenningin á að hafa náð 3500 - 4000 milljón ár aftur í tímann.

Tunglið. Tunglið færist smátt og smátt frá Jörðinni, það er aðeins um 3 1/2 sm á ári, en það er nógu mikið að ef við förum 1 1/2 milljón ára aftur í tímann, þá hefði tunglið snert jörðinna. En þróunarkenningin á að hafa náð 3500 - 4000 milljón ár aftur í tímann.

Sólin. Sólin minnkar um 5 fet á klukkutíma það er ekki mikið fyrir svo stóra stjörnu sem er um1.392.000 km (um 109 sinnum þvermál Jarðarinnar). En ef við förum 20 milljón ára aftur í tímann þá hefði Sólin verið svo mikill massi að hún hefði snert Jörðinna.

En hvað haldið þið, þróunarkenningin á að hafa náð 3500 - 4000 milljón ár aftur í tímann.

 það eru vídeó þættir hérna fyrir neðan um þetta efni: 

Our Created Solar System, 

Our Created Universe.

 


Spurning ?" kannski gleymist að hafa þessi 3 ofangreindu atriði með í útreikningum í sambandi við Þróunarkenninguna, en fyrstu bakteríurnar áttu að hafa myndast fyrir um 4000 milljónum ára,sem áttu síðan að hafa þróast í frumstæðar sjávar- lífverur.  Síðan í lindýr og fiska sem áttu síðan að hafa gengið á land og breyst í skriðdýr, og eftir það í önnur dýr, apamenn og síðan í menn.

 5. Ernst Haeckel (1834-1919) var áhrifamikill Þýskur vísindamaður. Árið 1866 birti hann kenningu um fósturvísa þar sem hann hélt því fram að fósturvísar dýra og manna væru nánast eins á frumstigum þeirra. Hugsunin á bak við þessa kenningu var sú að fyrstu bakteríurnar og einfrumungar hefðu verið nánast eins fyrir 3500 - 4000 miljónum ára og fósturvísar dýra og manna hefðu haldist eins fram á dagin í dag. Þetta hljómaði vel í eyru þeirra manna sem héldu því fram að allt líf hefði þróast frá bakteríum sem áttu síðan að hafa þróast í frumstæðar sjávar lífverur, síðan í fiska sem áttu síðan að hafa gengið á land og breyst í skriðdýr síðan í önnur dýr, apamenn og síðan í menn. Gallin við þessa kenningu Ernst Haeckel var að hann laug, hann falsaði þessar teikningar sem hann birti árið 1874.  Það er óskiljanlegt að þessi kenning hans er ennþá í skólabókum í dag.

það er vídeó þáttur hérna fyrir neðan um þetta efni:

Ernst Haeckel: 'An Embryonic Liar' 

Ég sýni hérna að neðan skýringarmyndir frá honum af fósturvísum sem hann teiknaði.

_cid_ii_1440e00617fd2b1a.jpg

_cid_ii_1440e01d3d1d4800.jpg

Efri myndin er upprunaleg skýringarmynd Haeckel og neðri myndin, efri hluti myndarinnar er skýringarmynd Haeckels

Neðri myndin, neðri hluti myndarinnar, eru myndir af fóstrum nokkura dýrategunda og mannsfóstri eins og þau raunverulega líta út.

Margir hafa spurt sig þeirar spurningar ef að Guð er til sem stjórnar öllu, af hverju er þá svona mikil illska á Jörðinni, þar sem stríð eru, þar sem þeir venjulega verða undir sem minna mega sín börn og konur, þar sem milljónir deyja í stríðsátökum sjúkdómum drepsóttum og hungri.

Biblían segir frá því þegar Guð skapaði Jörðina í upphafi, þá hafi allt verið fullkomið á Jörðinni engin illska hafi verið, engin stríð sjúkdómar drepsóttir eða hungur. Biblían segir frá því að höggormurinn sem var Satan hafi fellt Jörðina þegar hann freistaði Evu og ginnti hana til þess að borða af skilningstré góðs og ills, og hún gaf manni sínum að borða með sér, og að Guð hafi bannað henni að taka af því og borða ella mundi hún deyja. Eftir að eftir að þau borðuðu af skilningstré góðs og ills þá höfðu þau skin góðs og ills.

Biblían segir frá því að Guð bölvaði Jörðinni út af því sem þau gerðu, og Satan fékk yfirráð yfir Jörðinni, og illska hans komst að þar sem stríð sjúkdómar drepsóttir og hungur komst að,

Biblían segir frá því að satan komi til þess að stela slátra og eyða lífi hvers manns.

Biblían segir frá því að Jesús kom í heiminn til þess að frelsa fólk undan yfiráðum Satans í lífi hvers manns.

Þess vegna dó Jesú á krossi fyrir þig svo að þú megir öðlast frið í hjartað, svo að hann geti verið með þér á góðum stundum og slæmum, svo að hann geti leit þig í gegnum erfiðleika og gefið þér eilíft líf með honum á himnum.

Spurning?" Villtu trúa því að lífið á Jörðinni hafi þróast og að maður lifi þessu lífi og deyi svo og verði grafinn, og líf hvers og eins manns endi þá.

Eða villtu trúa því að Guð sá er Biblían talar um hafi skapað allt, Jörðinna himingeiminn og mannfólkið og að maður deyi og verði grafinn, og fari þá til himinsins þar sem Guð ríkir og maður verði með honum um eilífð ef að maður hefur tekið við Jesú sem frelsara sínum.           

6. Hvað með fegurð, er það eitthvað sem að Guð skapaði ? Eða hefur hugtakið fegurð þróast með manninum í milljónir ára ? Hér fyrir neðan er mynd af landslagi með fjöllum, trjám, fyrði, og í forgrunninum eru allskonar tegundir af blómum. Er þetta skapað af elskandi umhyggjusömum Guði Biblíunnar ? Eða hafa þessi fjöll fjörður tré og blóm á þessari mynd orðið til á milljónum ára ? Ég bið þá sem lesa þennan texta, að hugsa málið.

_cid_ii_1440e08d5a543060.jpg

Það er síða á internetinnu um fegurð hérna fyrir neðan: 

Friday sunset.

fridaysunset.net/creation/beauty.html



Kannski léstu ferma þig og fórst með Trúarjátninguna og ef til vill hefurðu gleymt því sem þú lofaðir að fylgja Jesú Kristi og gera hann að leiðtoga lífs þíns.

Ef svo er farðu þá með Trúarjátninguna Upphátt eða í hljóði.

                                                                                                      TRÚARJÁTNINGIN

Ég trúi á Guð föður, almáttugan skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs, og mun þaðan koma, að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf, amen.

Biddu síðan Jesús að fyrirgefa þér það sem þú hefur ranglega gert (syndirnar), því að Biblían segir að allir menn hafi syndgað og skorti Guð dýrð

Kveðja Steindór.

 


Hefði ekki verið betra að spyrja þjóðina þegar sótt var um ESB - aðild?

Það hefur verið mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni upp á síðkastið, hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB.  Mótmæli hafa verið með stuttu millibili á Austurvelli þar sem ESB aðildarsinnar hafa boðað fólk til þáttöku til að krefjast atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna.  Það sem mér finnst skjóta skökku við er að þessi "pakki" sem fylgjendur aðildar hafa haldið fram að þurfi að opna og líta í er í raun og veru ekki til.  Það eru margir stjórnmálamenn sem eru vel inni í þessu máli, því þeir þekkja málið af eigin raun.  Einn þeirra er Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, hann skrifar um þetta mál í pistli á bloggsvæði Pressunar.

"Það virðast margir trúa því enn að aðildarviðræður snúist um að "kíkja í pakkann".  Þessi "pakki" er regluverk ESB.  Hann er þekktur og undan honum semur sig enginn.  Aðildarviðræður, snúast í öllum meginatriðum um það hvernig regluverk ESB kemur til framkvæmda og á hvað löngum tíma.  Stjórnmálamenn eiga því að hætta að blekkja almenning í þessu efni.  Það eru engar vöruhillur í stórmarkaði ESB, sem Íslendingar velja úr af handahófi, eftir smekk og þörf.  Við vitum hverjir eru kostir og gallar við aðild að ESB.  Umræðan á að vera um hvert vegur þyngra, kostirnir eða gallarnir.  Og hvort það prinsipp um að vera fullvalda þjóð í eigin landi skipti einhverju máli í því hagsmunamati."

 Ég vil taka undir þessi orð Brynjars og ég vil benda á að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Ísland, sýnir ekki sé um að villast að Íslendingar verða að taka upp regluverk ESB óbreitt .  Á bls 25 í viðauka I - umsókn Íslands og stækkunarstefnu ESB stendur:

"Þær breytingar á aðildarferlinu sem urðu með umsókn Mið- og Astur-Evrópuríkjanna hafa sætt gagnrýni.  Með þeim hafi Evrópu-sambandið fengið yfirhöndina í aðildarviðræðum sem sé þróun sem hófst með fyrstu stækkuninni.  Ríkjunum sé ekki eingöngu gert að samþykkja löggjöf sambandsins á fyrstu stigum heldur einnig að laga sig að stefnu sambandsins og hrinda löggjöf þess í framkvæmd fyrir gerð aðildarsamnings og gildistöku hans."

Af þessu ætti ljóst að vera að Evrópusambandið veitir ekki undanþágu frá aðlögunarkröfu sinni sem felur í sér að umsóknarríki tekur upp laga- og regluverk ESB á meðan á aðildarferlinu stendur.  Það hefur margoft verið bent á að undanþágur eru almennt ekki í boði og þær undanþágur sem aðildarríki hafa fengið eru smávægilegar og hafa nánast alltaf átt sér stað áður en Esb breytti umsóknarferli sínu eftir að Mið- og Austur-Evrópuríkin hófu inngöngu í Sambandið.

Ég vil beina þeirri spurningu til þingflokks Samfylkingar og Vinstri Grænna:  Af hverju var þjóðin ekki spurð álits þegar sótt var um aðild að ESB 2009?  Skoðanakannanir á þeim tíma bentu til þess að um 75% þjóðarinnar var á móti aðild þá.  Ég held að svarið við þeirri spurningu sé að ráðherrar Samfylkingar vissu að Íslendingar myndu ekki samþykkja aðildarumsókn ef gengið yrði til kosninga þá.   Ég tel að ástæðan fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, komst ekki lengra í aðildarferlinu er að meirihlutinn á Alþingi var ekki tilbúinn í þá aðlögun sem ESB krafðist.

Eftir síðustu Alþingiskosningar styrktist ESB-andstaðan á alþingi.  Ríkisstjórnarflokkarnir tveir  hafa það skýrt í flokksamþykktum sínum að Íslandi sé best borgið utan ESB.  Þeir sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB halda því fram að hægt sé að  gera hlé á viðræðum og bíða færis að ræsa aðlögunarferlið ef það skyldi eiga sér stað að ESB sinnar næðu meirihluta á alþingi.  Evrópusambandið vill ekki hálfvelgju í þessu máli; annað hvort er ríki umsóknarríki og á leiðinni inn í sambandið, eða ekki.  Ísland getur ekki verið umsóknarríki að ESB, þegar vilji ráðamanna í ríkisstjórn er ekki til staðar né heldur vilji landsmanna til inngöngu í ESB.

Ég vil ljúka þessu spjalli mínu á að vitna í orð Jóns Bjarnasonar, fyrverandi ráðherra Vinstri Grænna sem hann lét falla í baráttufundum sem haldnir voru víða á landinu af Heimssýn, Ísafold - félagi ungs fólks gegn aðild að ESB og Herjan.

"Á fundunum var áberandi einhugur um að staðið yrði við afturköllun umsóknar að ESB." "Það er mjög afdráttarlaus og einlægur vilji hjá fólki að fara ekki í ESB og leika sér að þeim eldi.  Fólk vill ekki framselja fullveldið, þrátt fyrir þúsundir blaðsíðna af skýrslum." "Það er í raun engin önnur heiðarleg leið heldur en að afturkalla umsóknina, hvorki gagnvart þjóðinni né öðrum þjóðum,"

Kær kveðja.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð er að koma mörgu góðu til leiðar.

Háttvirtur Þingmaður vinstri Hreifingarinnar Græns Framboðs Bjarkey Gunnarsdóttir, lét þau orð falla um háttvirtan forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson að hann væri "eftirbátur forvera sinna".  Átti hún þá við að hann hafi tekið þátt í færri umræðum utan dagskrár en 2 fyrrverandi forsætisráðherrar gerðu á sama tímabili.  En þær voru 1 samanborið við 4 hjá Fyrrverandi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og 9 hjá Geir Harde .  Reyndar kemur fram á frétt á mbl.is sem greinir frá þessu að Sigmundur hafi svarað 46 óundirbúnum fyrirspurnum samanborið við 54 hjá Jóhönnu og 28 hjá Geir Harde fyrrverandi forsætisráðherra.

Ég vil lýsa yfr þeirri skoðun minni að háttvirtur forsætisráðherra Sigmundur Davíð er að koma mörgu góðu í framkvæmd fyrir þjóð sína.  Eins og að undirbúa niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána sem á sér enga hliðsltæðu í íslenskri stjórnmálasögu, slíkt er umfang þessarar aðgerðar með jákvæðum áhrifum á lífskjör fólks.  Sigmundur og ríkisstjórn hans hafa líka í bígerð afnám verðtryggingar og það sem komið hefur fram í fjölmiðlum í dag að stokka eigi upp í húsnæðislánakerfinu og að sögn Háttvirts  félagsmálaráðherra Eygló Harðardóttur fólki verði gert auðveldara að kaupa sér húsnæði. Hagvöxtur hefur eflst á tíma núverandi ríkisstjórnar og vert er að horfa bjartsýn fram á veginn með núverandi ríkisstjórn við stjórnvölinn.  Allt annað á ekki við rök að styðjast, eins og fjaðrafokið vegna slita á aðildarviðræðum við ESB sem er ekki annað en ryk sem aðildarsinnar hafa þyrlað upp til að villa fólki sýn.  ESB aðild hentar ekki hagsmunum Íslands og er það ekki aðeins varðandi meginatvinnuvegina: Sjávarútveg og Landbúnað heldur einnig það sem skapat getur í framtíðinni, samstarf varðandi auknar skipaferðir um norður heimskautssvæðið.  Núverandi ríkisstjórn og háttvirtur forsætisráðherra eru að gera góð hluti fyrir þjóðina að mér finnst.

Enda eru formenn stjórnarflokkanna að fylgja samþykktum þingflokka sinna sem samþykktar voru lögformlega af hundruðum félagsmanna sem ályktuðu um þessi mál og kusu um niðurstöðuna.  Og í síðustu þingkosningum dæmdi þjóðin þingflokkumunum  í vil sem nú eru í stjórn landsins og samþykktu þar stefnumál þeirra.  Eitt þeirra var að aðildarviðræðum skyldi hætt og þeim skyldi ekki haldið áfram aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Í þessari stefnu Stjórnarflokkana fólst alls ekki lokorð um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það er mín skoðun að ráðherrum ríkisstjórnarinnar beri að framfylgja þessari stefnu þingflokka þeirra og eins og öðrum megin- stefnumálum þeirra.

Kær kveðja.


mbl.is Sigmundur eftirbátur forvera sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttvirt Ríkisstjórn - ekki samþykkja neina hjáleið Stjórnarandstöðunnar varðandi ESB málið.

Það er deginum ljósara nú eftir að umræður á Alþingi hófust á ný um þingsályktunartillögu háttvirts utanríkisráðherra, að stjórnarandstaðan hefur stundað málþóf og mikið er um neikvæðar athugasemdir í garð ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Ég fylgdist með umræðum á Alþingi í gær í sjónvarpinu og sá að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru margir hverjir óvægnir í ummælum sínum um háttvirtan Forsætisráðherra, Fjármálaráðherra og fleiri ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Fannst mér það jaðra við persónulegt níð.   Ég var ánægður með að Háttvirtur Forsætisráðherra var fastur fyrir í málflutningi sínum og lét í engu bifast af ásökunum stjórnarandstöðunnar þegar afturköllun ESB umsóknar bar á góma.

Ég vil hvetja forsætisráðherra, Sigmund Davíð og fleiri ráðherra sem með þetta mál fara að falla ekki frá ákvörðun sinni um að slíta aðildarviðræðum við ESB.  Ríkisstjórnin hefur fullt umboð til að koma þingsályktunartillögu sinni um viðræðuslit í framkvæmd.   Þar sem þetta mál var samþykkt á landsfundum beggja stjórnarflokkana og er eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar sem skráð er í stjórnarsáttmálanum.

Mig langar til að segja:  Hjáleið hefur verið boðin af hálfu Vinstri Grænna sem hljóðar upp á að aðildarviðræðum verði ekki slitið heldur verði aðildarumsóknin áfram á ís þangað til rétt fyrir enda þessa kjörtímabils en þá verði kosið um áframhald aðildarviðræðna.   Er ætlun Vinstri Grænna að ríkisstjórnin setji aðeins út þetta kjörtímabil, og að því loknu taki vinstri stjórn aftur við sem leiða mun þjóðina aftur í átt að inngöngu í ESB ?  Ég vil vara Háttvirta Ríkisstjórn við að samþykkja þessa tillögu Vinstri Grænna, sem er málamiðlun sem felur ma. í sér að Ísland verði áfram lagalega séð umsóknarríki að ESB.  Þessari ESB umsókn sem fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna þröngvaði upp á þjóðina, án atvæðagreiðslu, ætti að vera dregin til baka af núverandi ríkisstjórn á lögformlegan hátt með samþykkt Alþingis.  Því þessi umsókn var fullkomlega ólögmæt þar sem hún var í andstöðu við vilja þjóðarinnar, þar sem skoðanakannanir þá og ætíð síðar hafa leitt í ljós að þjóðin vill ekki aðild að ESB.

Það er skoðun mín að stjórnarandstaðan og ESB sinnar séu að reyna að koma styggð á hjörðina sem er fólkið í landinu, sem hún - fyrrverandi ríkisstjórn eitt sinn hafði yfirráð yfir og hafði sett á hana hlekki ESB umsóknarinnar.  Nú eru ESB sinnar og Stjórnarandstaðan að hlaupa til hliðar við vagninn sem hjörðin er nýlega komin upp í og er stjórnað af Sigmundi, Bjarna og fleirum ráðherrum.  Þeir hafa tekið hana upp á sinn verndarvæng - þjóðina, og bjóða henni lausn frá ánauð ESB aðildar og laganetsins sem aðildarumsóknarferlinu fylgir og eru þeir að koma á umbótum hjá hjörðinni - í landinu, bæði efnahagslega og á öðrum sviðum.  Stjórnarandstaðan og ESB aðdáendur gera nú allt hvað þeir geta til að koma styggð á hjörðina með hrópum og köllum sem þeir beina til þeirra Bjarna og Sigmundar og reyna að fá sauðina til að stökkva út af vagninum, og í átt til þeirra sem bjóða þeim áframhaldandi tryggð við ESB umsókn og hlekki ESB aðildar. 

Kær kveðja.

 


mbl.is Engin niðurstaða af fundi formanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er slæmt ef þvinga á áframhaldandi ESB aðildarviðræðum upp á ríkisstjórnina..

Ríkisstjórnarflokkarnar unnu hérna yfirburða sigur í síðustu alÞingiskosningum 27 apríl 2013.  Var það eitt af aðalstefnumálum þeirra að ekki skildi gengið lengra í aðildarviðræðum við ESB, enda báðir flokkar  á móti aðild.  Ríkisstjórnin hefur á þessum tíma sem hún hefur verið við völd í hartnær 1 ár komið til vegar nokkuð betri efnahag en verið hefur undanfarin ár.  Ríkisstjórnin hefur, ákveðið að auka framlög til Landspítalans um 3 milljarða og aukið framlög til ýmissa málaflokka sem eiga að létta líf og greiðslubyrði almennings, um 460 milljarða ofl.  Nú er umræðan í fjölmiðlum og á meðal margra landsmanna að ríkisstjórnin sé að standa sig illa og er ástæðan sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætli að stöðva aðildarviðræður við ESB og láta tímann leiða í ljós hvort áhugi skapast fyrir inngöngu í ESB sem síðan mundi kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu.  Óttast ESB aðildarsinnar að ESB muni ekki samþykkja Ísland sem umsóknarríki ef viðræðum hefur verið slitið. 

Mig langar til að segja að  ríkisstjórnin er að standa sig vel, það er gott að ríkisstjórnin stefni að hallalausum ríkisrekstri og að atvinnuleysi fer minnkandi.  Það er leitt að stofnað sé til mótmæla gegn ríkisstjórninni og ákvörðun hennar að slíta aðildarviðræðum.  Það er ein af áætlunum ríkisstjórnarinnar sem er vel ígrunduð, að stefna að því að Ísland standi utan ESB, enda er það skoðun ríkisstjórnarinnar að það sé þjóðinni heillavænlegast.  Háttvirtur forsætisráðherra sat fyrir svörum í úundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi áðan, og sagði hann eitthvað á þá leið: að atvinnuleysi væri nú mjög lítið á Íslandi sem væri ekki raunin í ríkjum ESB þar sem  væri jafnvel 50% atvinnuleysi á meðal ungs fólks.  Sagði hann að það væri ekki hægt að ríkisstjórn sem er á móti inngöngu í ESB skuli standa i aðildarviðræðum.  Hefur ríkisstjórnin myndað sér fastmótaða skoðun á því að landi okkar er best borgið utan við ESB.  Sagði Sigmundur að ef vilji Alþingis og landsmanna skapaðist fyrir aðild þá yrði stofnað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mér finnst leitt að aðildarviðræðunum sem var þvingað upp á þjóðina af fyrrverandi ríkisstjórn 2009, eigi nú að þvinga upp á land okkar og ríkisstjórn.  Stjórnarandstaðan og velunnarar ESB hafa æst fólk upp í móti ríkisstjórninni svo nú er mótmælt nánast daglega á Austurvelli.  Helstu fjölmiðlarnir eru mjög hliðhollir Samfylkingunni í fréttaflutningi sínum og á ég þar við Stöð 2, Rúv og Fréttablaðið.  Finnst mér að verið sé að kaffæra boðskap þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi landsins.  Sjónarmið þeirra sem finnst þjóðaratkvæðagreiðsla ekki tímabær núna og að aðildarviðræður sem enginn vilji sé fyrir séu ekki til góðs, fær sjaldnast að koma fram í fjölmiðlum.  Má segja að þessar raddir hrópi hjáróma einhverstaðar í skúmaskotum, á vefmiðlum og bloggsíðum.  Er ekki annars von þar sem flestir fjölmiðlarnir eru fylgjandi ESB aðild (að ég tel).

Ég vil árétta með núverandi ríkisstjórn og þeim sem vilja að Ísland sé áfram sjálfstætt ríki og án erlendra yfirráða að:  Höfum við eitthvað við það að gera að afsala okkur fyllveldi okkar og framselja ákvarðanavaldi íslenskra stjórnvalda til Brussel.  Að afsala okkur 200 mílna landhelgi sem ríkisstjórnir fyrr á tímum komu í gegn með samtakamætti, kjarki og frumkvæði.  Viljum við eins og sumar þjóðir sem ESB tilheyra láta nægja 12, eða í mesta lagi 24 eða 30 mílna landhelgi ?  Og láta fiskveiðiskip annarra aðildarþjóða fá að veiða þar sem við eitt sinn höfðum 200 mílna landhelgi ?  Innganga í ESB myndi valda því að okkur væri meinað að gera af eigin forsendum viðskiptasamninga og fiskveiðisamninga við önnur lönd og ef ég tala nú ekki um að ákveða fiskveiðikvóta okkar.


mbl.is Reisa girðingar vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhliða fréttaflutningur varðandi Evrópumálin á Stöð 2 og Rúv.

Á Mbl.is birtist frétt í gærmorgun þar sem greint var frá því að skýrsla Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið til umræðu á Alþingi síðastliðinn þriðjudag . Voru Stefán Már Stefánsson og Maximilian Conrad höfundar viðauka skýrslunnar, gestir fundarins.  Í fréttinni tjáði Birgir Ármansson, formaður utanríkismálanefndar sig á þá leið að hæpið væri að undanþágur fáist, sem máli skipta fyrir Ísland á sviði sjávarútvegs og landbúnaðarmála.  Sagði hann að það væru himinn og jörð á milli regluverks ESB á þessu sviði og þeirra sjónarmiða sem Íslendingar þyrftu að setja á oddinn.  Sýndist honum að regluverk ESB væri þannig úr garði gert að það séu hreinir draumórar að halda því fram að Íslendingar nái fram einhverjum sérlausnum sem máli skipta.  Enda þótt til séu dæmi um sérlausnir, eru þær aðeins á afmörkuðum þröngum sviðum, sagði hann.

 Ég fylgdist með fréttatíma Stöðvar 2 og Rúv í gærkvöldi og í dag.  Var ekkert minnst á þessi ummæli Birgis Ármannssonar varðandi þessa skýrslu, heldur var aðeins fjallað á heldur neikvæðan hátt um fyrirhuguð slit ríkisstjórnarinnar á aðildarviðræðum við ESB.  Mér finnst fréttaflutningur þessara tveggja stöðva bera vott um neikvæða afstöðu til ríkisstjórnarinnar og tillögu hennar.  Finnst mér alvarlegt þegar ríkisfjölmiðill eins og Rúv sem á að vera hlutlaus og óháður og er styrktur af skattgreiðendum sé ekki hlutlaus í fréttaflutningi sínum og sé hlutlægur varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar. 

Ég held að það væri að bera vatn í bakkafullan lækinn að koma með einhver rök sem styðja þessi orð Birgis Ármanssonar varðandi það að ekki sé  líklegt að Íslendingar nái einhverjum sérlausnum í samningum sínum við ESB.  Um það hafa nokkrir bloggarar sem bloggað hafa við þessa sömu frétt útlistað nokkuð vel.

Kær kveðja. 


mbl.is Undanþágur hreinir draumórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú búinn að bolla einhvern í dag ?

Það hefur lengi verið siður hér á landi að börn búi til bolluvendi til þess að þau geti á Bolludegi farið og Bollað fólk.  Er talað um að börnin eigi að fá Bollur hjá þeim sem það flengir og þá í þeim fjölda sem bollað er.  Ég mynnist þess í æsku að ég gerði Bolluvönd í skólanum.  Var hann eins og í dag, gerður úr priki sem litríkar lykkjur úr sérstökum pappír var festur á.  Fannst mér ekki ástæða til að bolla neinn því ég fékk mínar bollur heima, þrátt fyrir það.

Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma.  Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er.  Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.

Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk.  Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar.  Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur.  Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum.  Er hreint ótrúlegt skopskynið  í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt.  Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu.

Það er gott að setjast niður eftir amstur dagsins með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollu.

Kær kveðja.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband