Gleðiefni að loforð ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu sé brátt í höfn.

Það hefur verið ofarlega á baugi í fréttum í dag að ríkisstjórnin muni brátt hrinda í framkvæmd loforðum sínum varðandi niðurfærslu höfuðstóls og heimild til að verja séreignarsparnaði til enn frekari niðurgreiðslu lána.  Sigmundur Davíð Gunnlaugson, forsætisráðherra sagði á samtali við mbl.is eftir blaðamannafund í dag um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málum skuldugra heimila:  "Kosningaloforð sem var kallað stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar.  Ætli við köllum þetta ekki stærstu efndir Íslandssögunnar," 

Mig langar til að segja að ég er ákaflega ánægður með þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson.  Þeir hafa náð að sætta ólík sjónarmið flokka sinna varðandi nálgun á þessu vandamáli, sem er skuldavandi heimilanna.  Þeir, formenn ríkisstjórnarflokkana hafa náð góðri samstöðu í þessu máli og samvinnu, og hafa þeir tvinnað listavel saman ólíkar áherslur flokka sinna í þessu máli.

Ég verð að segja að ég aðhylltist stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum lengi vel í kosningabaráttunni og í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs hinnar nýju ríkisstjórnar.  Fannst mér stefna Sjálfstæðisflokksins vera varkárari og ábyrgari en sú stefna sem Framsóknarflokkurinn boðaði í kosningaherferð sinni.  En fljótt sá ég þó að efndir myndu fylgja orðum hjá háttvirtum forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, þegar ég sá stefnufestu hans og áræði hans í þessu máli.  Það má segja að ég leiki við hvern minn fingur, núna þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til skuldugra húsnæðiseigenda er að líta dagsins ljós.  Enda er ég sjálfur íbúðaeigandi með áhvílandi lán á raðhús íbúð minni, eins og svo margir aðrir.  Þessar aðgerðir munu skila íbúðareigendum sem hafa lán á íbúðum sínum, verulegri kaupmáttaraukningu. 

Það er ekki satt sem haldið er fram af sumum sem mótfallnir eru ríkisstjórninni, að Framsóknarflokkurinn hafi lofað í kosningabaráttu sinni að aðgerðir til handa skuldugum húsnæðiskaupendum mundi nema 300 milljarðum króna.  Sigmundur Davíð lofaði aldrei að aðgerðir þessar yrðu ígildi 300 milljarða króna.  Slíkt er alger misskilningur og rangminni hlutaðeigandi aðila.

Kær kveðja.

 


mbl.is „Stærstu efndir Íslandssögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband