Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Háttvirt ríkisstjórn - standið fast á stefnu ykkar !

Samkvæmt frétt á Mbl.is söfnuðust saman milli fimm og sex þúsun manns á Austurvelli á samstöðufundi þar sem mótmælt var að stjórnvöld hyggjast draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu.  Langar mig til að hvetja ríkisstjórnina að hvika ekki frá tillögu sinni um slit á viðræðum við ESB.  Er það, að ég tel aðgerðir ríkistjórnar sem ber hag Íslands fyrir brjósti og borgurum þess, og hér er ríkisstjórnin líka að fylgja yfirlýstri stefnu sinni sem kemur fram í Stjórnarsáttmálanum. 

Kæru Landsmenn !  ESB aðildarviðræður eru ekki þess eðlis að samningsaðilar Íslands og samningsaðilar ESB koma saman og ræða málin, heldur felast í þessari umræðu sem réttu nafni nefnast aðildarferli, lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB og ýmislegt annað sem á sér stað á viðræðutímanum.  ESB aðild er ekki Landi og þjóð til góðs, því hún bindur hendur Íslenskra ráðamanna þar sem ákvarðanavald færist yfir til Brussel !

Mér finnst svo mikilvægt að fram komi meiri fagleg umræða í fjölmiðlum um eðli og afleiðingar ESB aðildarviðræðna.  Hvað þær raunverulega eru og hvað í þeim felst.  Ég skora á stjórnendur sjónvarpsstöðvanna að koma með þátt í sjónvarpinu þar sem útskýrt er á hreinskiptan og faglegan hátt í hverju aðildarviðræður felast.

Kæra ríkisstjórn, mér finnst þið vera að standa ykkur vel.    Haldið ótrauð áfram verki ykkar !

Kær kveðja.


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og faglegt mat á ESB umsókn hjá Björg Thorarensen Lagaprófessor

Björg Thorarenssen lagaprófessor við Háskóla Íslands tjáði sig í útvarpsþættinum vikulokin í gærmorgun, eitthvað á þá leið að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við ESB væri ekki heillavænlegur kostur.  Átti  hún þá við að það sé ekki skynsamlegt að ríkisstjórnarflokkarnir, sem báðir eru andvígir aðild haldi áfram aðildarviðræðum.  Finnst mér það vera fullkomlega rökrétt  skoðun.  Reyndar er Björg andvíg þeirrri stefnu ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum heldur að umsókninni verði haldið opinni svo að önnur ríkisstjórn geti ef áhugi er fyrir hendi staðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hún sagði ennfremur að slík þjóðaratkvæðagreiðsla væri aðeins ráðgefandi en ekki lagalega bindandi. 

Er ég reyndar sammála ríkisstjórninni að aðildarviðræðum beri að slíta til að koma hreint fram við stækkunarnefnd ESB, og að ef vilji skapist í framtíðinni eða aðstæður innan ESB breytist verði stofnað til þjóðraratkvæðagreiðslu.  Mér finnst gleðilegt þegar ég sé í fjólmiðlunum faglega umræðu um ESB aðild. 

Mig langar til að biðja þá sem um þetta mál fjalla í fjölmiðlum og hvort sem það er í sjónvarpi, fréttablöðum eða á netmiðlum að útskýra á faglegan og hreinskiptan hátt hvað aðildarviðræður við Evrópusambandið séu og í hverju þær felast.  Eru þetta aðeins viðræður þar sem Íslenskir samningaaðilar koma og ræða við samningsaðila ESB?  Eða er eitthvað meira innifalið í þessum umræðum, eins og lagabreytingar Íslensks stjórnkerfis, aðlögun að ESB eða eitthvað í þá áttina?


mbl.is Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávinningur af blómstrandi landbúnaði og matvælaframleiðslu er mikill.

Þau orð Sigurðar Inga Jóhannssonar að Íslendingar ættu ekki vera upp á aðrar þjóðir komnar með matvælaframleiðslu eru orð að sönnu.  Innlendur Landbúnaður kallar á fjöldamörg störf fyrir landsmenn og mörg fyrirtæki, verslanir og þjónustufyrirtæki sem njóta góðs af.  Það er ekki gott að auka innflutning á matvælum því það kemur fljótt niður á þjóðarbúinu og samfélagi okkar  með fækkandi störfum og minnkandi umsvifum matvælafyrirtækja og öðrum fyrirtækjum.  En það veldur því að innviðir efnahagslífsins rýrna smátt og smátt.  Og fyrir vikið verður Ísland í meiri hættu hvað varðar framboð á matvælum ef eitthvað óvænt skeður,  eins og stríð eða náttúruhamfarir.
Kæra ríkisstjórn mér finnst þið vera að standa ykkur vel.  Haldið ótrauð áfram verki ykkar!
Kær kveðja.

mbl.is Verði ekki upp á aðrar þjóðir komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er að leggja ástandið hjá þjóð okkar í hendur Guðs.

Árið 2009 lét þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vinstri öflin hrinda sér af stalli. Samfylkingunni tókst með hjálp Vinstri Grænna að troða ESB umsókn upp á þjóðina, sem var á móti aðild.  Samfylkingin kaffærði þarna meirihluta landsmanna sem ekki vildi aðild að Evrópusambandinu.  Nú virðist það sama vera í farvatninu hjá stjórnarandstöðuflokkunum og ESB sinnum.  Látið er í veðri vaka að ríkisstjórnin sé óhæf og sé að svíkja gefin fyrirheit, og að best sé að hún dragi til baka ákvörun sína að slíta aðildarviðræðunum sem fyrrverandi ríkistjórn stofnaði til.  Að sjálfsögðu er ríkisstjórnin aðeins að framfylgja Stjórnarsáttmálnum sem gerður var 2013.

Við kjósendur sem viljum ekki aðild að ESB og kusum Ríkisstjórnarflokkana ma. vegna þessa, eigum líka rétt á að okkar málstaður nái fram að ganga.  Núverandi ríkisstjórn ætti nú ekki að láta Stjórnarandstöðuna og ESB sinna neyða sig til að samþykkja áframhaldandi viðræður við ESB.

Ég sem tel mig trúaðan mann vil hvetja fólk til þess að biðja fyrir Landi og Þjóð og fyrir Ríkisstjórninni sem hlýtur að hafa erfiða daga á þessum tímum ólgu og mótmæla.  Það þarf enginn að skammast sín fyrir að trúa á Jesúm Krist.  Stjórnmálamönnum þessa lands vil ég benda á að farsælast er að koma með málefni líðandi stundar til Guðs sem skapað hefur alla hluti og sem getur breytt hlutum fyrir bæn.  Það eru mörg vandamál í þjóðfélaginu sem þarfnast úrlausna.  Og gott er að koma með vandamálin til hans sem valdið hefur, og fær er um að leysa úr málum.  Í Biblíunni, Guðs orði stendur þetta um bæn:   "Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir , til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.  Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum."  1 Tímóteusarbréf 2:1-4  Og ég vil bæta við öðrum góðu ritningarstað:  "Gjaldið engum illt fyrir illt.  Stundið það sem er fagurt er fyrir sjónum allra manna.  Hafið frið við alla menn að því leyti sem sem það er unnt og á yðar valdi."  Rómverjabréfið 12:17-18


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband