Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Við ættum ekki að vera hrædd við að börn okkar fái að heyra um Jesú Krist.
25.12.2014 | 12:28
Það hefur mikið verið rætt um heimsóknir grunnskóla í kirkjur nú rétt fyrir jólin. Hafa spunnist miklar deilur manna á meðal um réttmæti þess að skólar séu með þessu að hafa milligöngu um trúarinnrætingu Kristinnar trúar fyrir skólabörn. Hafa kennarar og skólastjórnendur skóla sem hafa farið í þessar heimsóknir haldið fram að þetta sé ekki trúarinnræting heldur kennsla undir handleiðslu og fylgd kennara. Tiltölulega lítið hlutfall landsmanna er andvígur þessum heimsóknum í kirkjur, og er málflutningur þeirra að skólar eigi ekki að innræta börnum kristna trú og að ekki eigi að gera einum trúarbrögðum hærra undir höfði en öðrum. Hefur þetta verið baráttumál samtaka eins og vantrúar, siðmenntar ofl. Hefur mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem er eins og armur þessara samtaka inn í borgarstjórn, stuðlað að því að lagabjálkur var innleiddur sem hindrar mjög eða bannar afskipti þjóðkirkju eða trúfélaga innan grunnskóla Reykjavíkursvæðisins.
Ég hef það á tilfinningunni að meirihluti landsmanna hafi ekkert á móti heimsóknum skóla í kirkjur tengdar jólum og öðrum stórhátíðum tengd kristinni trú, og gildir það engu hvort að svonefnd trúarinnræting eigi sér þar stað eða ekki. Á vefsíðu Menntamálaráðuneytinu eru birtar tillögur frá 2012 þar sem kemur fram að grunnskólar skuli halda uppi góðri og vandaðri trúarbragðafræðslu og að heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.
Ég vil segja sambandi við hvort trúarleg innræting egi sér stað í þessum heimsóknum eða ekki, að við Íslendingar eigum að vera stollt af Kristinni trú okkar sem kom hingað til lands árið 1000 og hefur fylgt okkur með uppbyggilegri fræðslu og áhrifum sem henni fylgir. Það er ekkert að því að boða börnunum Kristna trú með öllu því sem hún kennir; náungakærleik og umburðarlyndi, virðingu fyrir yfirvöldum og mikilvægi góðra verka bæði fyrir þjóðfélagið, fjölskylduna og náungann og þá sem hafa það bágt. Samtök eins og Hjálparstarf Þjóðkirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, ABC ofl. hafa unnið mikilvægt og þarft starf áratugum saman og hafa verið eins og græðandi armur Krists fyrir skjólstæðinga sína og alla landsmenn og fólk utan landssteinana. Það er engin ástæða að hindra að börnin fái að heyra boðskap trúarinnar um að "Því svo elskaði Guð heiminn að hann sendi son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf" (Jóhannes 3:16). Og "þú skalt elska Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni,öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 'ekkert boðorð annað er þessum meira'. (Markús 12:30-31)
Kær kveðja.
Trúmál og siðferði | Breytt 22.9.2018 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði.
16.12.2014 | 18:17
Í fyrradag skrifaði Hr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sína:
Fór á jólaball þar sem mikill fjöldi leikskólabarna skemmti sér innilega við söng og dans. Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, segir hann.
Það er aðdáunarvert að háttvirtur forsætisráðherra skuli taka afstöðu með kristinni trú. Að leik- og grunnskólabörn fái að njóta þess að fagna komu jólanna hvort sem það er með heimsókn í kirkju eða með því að fara á jólaball. Mættu fleiri skólar stíga í skref Langholtsskóla og bjóða nemendum sínum upp á heimsókn í kirkju þar sem þau fá að fræðast um boðskap jólanna. Við eru kristin þjóð og eigum að varðveita þann menningararf sem fylgt hefur okkur síðustu 1000 árin, og við ættum að vera stolt af. Að síðustu er hér tilvitnun í Biblíuna: "Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar". Sálmur 33:12
Kær kveðja.
Sigmundur hnýtir í mannréttindaráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir í kirkjur er aðeins eðlilegur hlutur í lífi flestra Íslendinga.
10.12.2014 | 18:41
Samkvæmt frétt á Mbl.is vakti Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi VInstri Grænna, formaður Mannréttindaráðs athygli á fyrirhugaðri heimsókn nemenda og starfsmanna Langholtsskóla í Langholtskirkju í næstu viku í Facebokk-síðu sinni. Sagði hún það algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Að skólar séu fræðslu og menntastofnanir og hafi ekkert með trúboð að gera.
Ég vil segja í þessu sambandi að það að fara í kirkju er fullkomlega eðlilegur hlutur í lífi Íslensku þjóðarinnar og hefur verið það síðustu 1000 árin frá kristnitöku. Það er á engann hátt réttlætanlegt að þessum þætti í Íslensku mannlífi sé haldið frá börnum í leik og grunnskólum. Það þykir sjálfsagt í skólum að nemendur kynnist sem flestum þáttum í Íslensku samfélagi, farið er í leikhús og jafnvel farið í bíó, farið á íþróttaviðburði tónleikar og söngkeppnir eru haldnir innan grunnskólanna. Þjóðkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir hafa haldið uppi góðu og uppbyggilegu starfi fyrrir fullorðna sem börn og unglinga. Það eru engin haldbær rök fyrir því að þessu góða starfi sem börnum bjóðast sé haldið frá börnum í leik- og grunnskólum.
Það er slæmt að samtök fólks sem ekki líkar við Kristna trú hafi getað með áhrifum sínum í borgarstjórn og í hinum pólitíska armi, komið því til leiðar hin síðari ár að trúarlegri innrætingu og góðri kristnifræðslu hafa verið nánast útrýmt innan grunnskóla í Reykjavík. Margir skólar hafa eftir því sem ég best veit fetað í veg skóla á höfuðborgarsvæðinu.
Það að Langholtsskóli hafi tekið ákvörðun um að fara með nemendur sína ásamt starfsmönnum í Langholtskirkju til þess að hlýða á það sem þar er á boðstólunum er mikið gleðiefni og fleiri skólar ættu að feta í fótspor þeirra. Í guðsþjónustunni mun prestur kirkjunnar flytja hugvekju, nemendur þriðja bekkjar munu flytja helgileik og sungin verða jólalög. Er til eitthvað eðlilegra og sjálfsagðara en að hlusta á Guðs orð og njóta fallegrar jólatónlistar. Kristin trú er ekkert sem á ekki við í grunnskólum landsins, trúin kennir okkur að elska Guð og náungann eins og sjálfa okkur og að koma vel fram við aðra. Sú kennsla á svo sannarlega við í grunsskólum landsins og í þjóðfélagi okkar.
Kær kveðja.
Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sorglegt að á Íslandi sé fólk sem vill vinna kirkjunni tjón.
18.4.2014 | 10:18
Um klukkan fimm aðfaranótt skírdags var eldur lagður að kirkjuhurð Akureyrarkirkju og er hún hugsanlega ónýt. Er leitt til þess að vita að hér á landi sé fólk sem valda vill tjóni á kirkjubyggingum. Er þetta því leiðinlegra í ljósi þess að þetta var nóttina fyrir byrjun páskahátíðarinnar þegar Kirkjan heldur upp á, og heiðrar þjáningu Frelsarans og dauða hans á krossi.
Núna á föstudeginum langa þegar páskar eru í hönd er vert að minnast þess sem Jesús Kristur gerði fyrir okkur. Hann hafði verið svikinn af einum lærisveina sinna, Júdasi Ískaríot. Vinir hans, hinir lærisveinarnir höfðu yfirgefið hann vegna hræðslu, að þeir kynnu líka að verða handteknir og þeim refsað ef þeir reyndu að koma honum til hjálpar. Hann hafði verið yfirheyrður af öldungaráði lýðsins, æðstu prestunum og fræðimönnunum sem dæmdu hann dauða sekann. Þeir fengu lýðinn til að samþykkja að hann yrði krossfestur þegar Pontíus Pílatus vildi bjóða þeim að hann yrði settur laus í stað Barnabasar sem var ræningi. En það var hefð fyrir því hjá Pílatusi að frelsa einn bandingja á páskunum.
Við þekkjum flest frásögnina hvað gerðist eftir það. Hann var hýddur með gaddasvipu höggin 40, þyrnikóróna var sett á höfuð hans. hann var látinn bera kross sinn til Golgatahæðar en hann kiknaði undan byrðinni og maður að nafni Símon var látinn bera kross Jesú síðasta spölinn til aftökustaðarins. Þar á Golgatahæð var hann krossfestur, Rómverskir hermenn ráku nagla í gegn um hendur hans og fætur og síðan var hann látinn hanga á krossinum. Eftir nokkurn tíma, um nón gaf hann upp andann.
Jesú Kristur gerði þetta allt fyrir okkur. Hann vildi að við fengjum í gegnum fórnardauða hans, eilíft líf og fyrirgefningu synda okkar. Hann gerðist staðgengill fyrir okkur. Við áttum skilda refsingu fyrir það illa sem við höfðum gert, en hann tók á sig refsingu okkar. Hann býður okkur öllum að koma til sín og trúa á hann og fá hjá honum fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Jóhannes postuli segir svo fallega í guðspjalli sínu: "Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf." Jóh 3:16.
Hugleiðum það sem Jesús Kristur hefur gert fyrir okkur, núna um páskahátíðina.
Kirkjuhurðin líklega ónýt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hanna Birna á heiður skilið fyrir gott ávarp á Kirkjuþingi varðandi trú og skóla.
17.11.2013 | 18:04
Eins og kunnugt er hefur háttvirtur Innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir tekið þátt í Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar. Ég var að kynna mér hvað hún hafði að segja í ávarpi sínu sem hún flutti á kirkjuþinginu. Það hreif mig mjög að hún skyldi taka hlut hinna trúuðu varðandi hvort börn í grunnskólum landsins eigi að fá að heyra kristna trú boðaða í skólum. Um það sagði hún að hún harmaði að sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafi gert það að forgangsverkefni að færa trúna sem lengst í burtu frá skólabörnum þessa lands. Ég afritaði hluta ávarps hennar og birti það hér í bloggfærslu minni. Því þetta er eins og talað út frá mínu eigin hjarta, því börnin þurfa svo sannarlega á Kristi að halda eins og við öll. Hérna kemur hluti úr ávarpinu:
"Nokkur umræða hefur verið í samfélaginu á liðnum misserum um gildi og hlutverk kristinnar trúar.
Það er ekkert nema eðlilegt að við sem samfélag skiptumst á skoðunum um slík grunngildi
en sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum.
Ég er ekki sammála þeirri stefnu og það segi ég ekki bara sem stjórnmálamaður -
heldur miklu frekar sem móðir tveggja barna á grunnskólaaldri. Á sama tíma og börnin okkar kynnast flestu ef ekki öllu sem gerist í samfélaginu; heimsækja reglulega á vegum skólans fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, fá í heimsókn boðbera ólíkra sjónarmiða í skólana sína, að því ógleymdu að dvelja flest óáreitt langdvölum í netheimum er Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista samhliða því sem af alvöru er rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands.
Á ögurstundum í lífi þessarar þjóðar getur það varla verið forgangsmál að forða börnunum okkar frá boðskap um kristni og kærleika enda hlýtur skólastarf nútímans að eiga að einkennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoðanir, trú og sannfæringu."
kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2013/11/setning-avarp-radherra.pdf
Kirkjuþing fái aukin völd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 18.11.2013 kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing um Kristna trú og stjórnmál.
17.4.2013 | 19:46
Trúmál og siðferði | Breytt 2.6.2013 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að segja að mér finnst það miður að tillögu um að lög sem sett eru á Íslandi skuli taka mið af kristnum gildum, skyldi vera hafnað á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að þeir Sjálfstæðismenn sem höfnuðu tillögunni hafi ekki rétta mynd af Kristinni trú, að hún sé eitthvað sem á við í öllum sviðum lífs okkar þar á meðal í stjórnmálum og því sem snýr að gerð laga. Ég tel að Kristin trú sé þeim sem hana aðhyllast, hafa gefið Jesú Kristi líf sitt eins og það er kallað, eitthvað sem umbreytir lífum þeirra og kennir þeim að greina gott frá illu og að lifa dag hvern öðrum til blessunar. Ég tel að kristin gildi séu meira óljós hjá meginþora landsmanna sérstaklega hjá ungu fólki en var fyrir nokkrum árum eða áratugum. Kristinni kennslu og kristilegum áhrifum hefur verið eins og meira og meira ýtt út úr skólakerfinu. Ég tel að það að kristin gildi og hefðir séu hafðar til hliðsjónar við gerð laga sé ekki eins og sumir vilja meina óviðeigandi eða óljós, heldur sé það einfaldlega að það réttlæti sem Kristin trú boðar fái að vera grundvöllurinn í lögum lands okkar. Kristin trú er í eðli sínu sáraeinföld, það er að trúa á Guð og þann sem hann sendi Jesúm Krist og elska Guð og elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Í Rómverjabréfinu 13:10 stendur "Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein, þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins". Ég tel að það sé ekki snúið eða óljóst að gera lög sem samræmast kristilegum viðmiðum. Í Filippíbréfinu 4:8 stendur "...allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það". Á göngunni með Kristi öðlast maðurinn glögga mynd af hvað er rétt og rangt og með þekkingu á kristinni trú á að vera auðvelt að gera lög sem samræmast Kristilegri hugsun, lög sem verða öllum til góðs. Það er augljóst að lög eins og réttur til fóstureyðinga samræmist ekki kristilegri trú og mér finnst slæmt að gerð hafi verið lög á Stór Reykjavíkursvæðinu þar sem Kristilegri iðkun og heimsókn presta og Gídeonmanna séu ekki leyfð í grunnskólunum. Þetta eru ekki lög byggð á mannréttindum eins og haldið var fram heldur var minnihlutinn að traðka á rétti meirihlutans þarna. Vísindin eins og við köllum þau hafa á engann hátt afsannað Kristnina eða orð Guðs Biblíuna, heldur hefur tíminn leitt í ljós að Biblían er meira og meira að sanna sig sjálf. Borgir og ýmis svæði og hlutir sem Biblían skrifar um hafa verið að finnast. Ég er þeirrar skoðunar að allur umheimurinn, þar á meðal við mannfólkið, dýrin og plönturnar hafa ekki getað orðið til af sjálfu sér. Það er augljóst hversu gífurlega flókin og undursamleg sköpun Guðs er, að hún gat ekki hafa orðið til vegna einhverrar mikillar sprengingar í upphafi. Ég vona svo sannarlega að þeir flokkar sem ráða í næstu ríkisstjórn beri gæfu til að hafa Kristin viðmið að leiðarljósi í gjörðum sínum og ákvörðunartöku og þegar ný lög eru gerð.
Tillaga um kristin gildi felld út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 11.5.2013 kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ályktun Sjálfstæðisflokksins gleðiefni
24.2.2013 | 13:41
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 11.5.2013 kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)