Brottfall tillögu um að lög skulu taka mið af kristnum gildum er óæskilegt.

Ég verð að segja að mér finnst það miður að tillögu um að lög sem sett eru á Íslandi skuli taka mið af kristnum gildum, skyldi vera hafnað á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.  Ég tel að þeir Sjálfstæðismenn sem höfnuðu tillögunni hafi ekki rétta mynd af Kristinni trú, að hún sé eitthvað sem á við í öllum sviðum lífs okkar þar á meðal í stjórnmálum og því sem snýr að gerð laga.  Ég tel að Kristin trú sé þeim sem hana aðhyllast, hafa gefið Jesú Kristi líf sitt eins og það er kallað, eitthvað sem umbreytir lífum þeirra og kennir þeim að greina gott frá illu og að lifa dag hvern öðrum til blessunar.  Ég tel að kristin gildi séu meira óljós hjá meginþora landsmanna sérstaklega hjá ungu fólki en var fyrir nokkrum árum eða áratugum.  Kristinni kennslu og kristilegum áhrifum hefur verið eins og meira og meira ýtt út úr skólakerfinu.  Ég tel að það að kristin gildi og hefðir séu hafðar til hliðsjónar við gerð laga sé ekki eins og sumir vilja meina óviðeigandi eða óljós, heldur sé það einfaldlega að það réttlæti sem Kristin trú boðar fái að vera grundvöllurinn í lögum lands okkar. Kristin trú er í eðli sínu sáraeinföld, það er að trúa á Guð og þann sem hann sendi Jesúm Krist og elska Guð og elska náunga sinn eins og sjálfan sig.  Í Rómverjabréfinu 13:10 stendur "Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein, þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins".  Ég tel að það sé ekki snúið eða óljóst að gera lög sem samræmast kristilegum viðmiðum. Í Filippíbréfinu 4:8 stendur "...allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það".  Á göngunni með Kristi öðlast maðurinn glögga mynd af hvað er rétt og rangt og með þekkingu á kristinni trú á að vera auðvelt að gera lög sem samræmast Kristilegri hugsun, lög sem verða öllum til góðs.  Það er augljóst að lög eins og réttur til fóstureyðinga samræmist ekki kristilegri trú og mér finnst slæmt að gerð hafi verið lög á Stór Reykjavíkursvæðinu þar sem Kristilegri iðkun og heimsókn presta og Gídeonmanna séu ekki leyfð í grunnskólunum.  Þetta eru ekki lög byggð á mannréttindum eins og haldið var fram heldur var minnihlutinn að traðka á rétti meirihlutans þarna.  Vísindin eins og við köllum þau hafa á engann hátt afsannað Kristnina eða orð Guðs Biblíuna, heldur  hefur tíminn leitt í ljós að Biblían er meira og meira að sanna sig sjálf.  Borgir og ýmis svæði og hlutir sem Biblían skrifar um hafa verið að finnast.  Ég er þeirrar skoðunar að allur umheimurinn, þar á meðal við mannfólkið, dýrin og plönturnar hafa ekki getað orðið til af sjálfu sér.  Það er augljóst hversu gífurlega flókin og undursamleg sköpun Guðs er, að hún gat ekki hafa orðið til vegna einhverrar mikillar sprengingar í upphafi.  Ég vona svo sannarlega að þeir flokkar sem ráða í næstu ríkisstjórn beri gæfu til að hafa Kristin viðmið að leiðarljósi í gjörðum sínum og ákvörðunartöku og þegar ný lög eru gerð.


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband