Ályktun Sjálfstæðisflokksins gleðiefni

Ég tel að það sé þjóðinni til heilla að þau lög sem sett eru á Íslandi miðist við það sem kallað er Kristin gildi og hefðir.  Kristin gildi eru það sem kristin trú kennir okkur og líka það sem þjóðin hefur numið og tileinkað sér úr Kristinni trú þessi rúmlega 1000 ár sem Kristin trú hefur verið kennd á íslandi.  Kristin trú kennir okkur að lifa í sátt og samlyndi við aðra menn og að bera haga annarra fyrir brjósti.  Kristnar hefðir eins og þær eru á Íslandi eru líka til góðs.  Það að Íslenska þjóðin skuli hafa þjóðkirkju er eins og ytri yfirlýsing að Íslendingar virði kristna trú og að stjórnskipunin öll vilji styðja kristna trú. Kristin trú hefur sannað gildi sitt hér á landi og um allan heim, þar sem fylgjendur Krists hafa komið mörgu góðu til leiðar, stofnað mörg góðgerðarsamtök eins og ABC ,Samhjálp, Hjálparstofnun Kirkjunnar og hafa stofnað skóla og hjálpað heilu löndunum til betra lífs.  Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram á þessari braut og kynni sér betur hvað kristin trú þýðir og hefur upp á að bjóða.  Mér finnst leitt að ungt Sjálfstæðisfólk skuli ekki hafa sömu skoðanir varðandi þetta mál.  Kristin trú og kristilegar hefðir hafa í gegnum árin verið á undanhaldi í íslenskum skólum og er það miður.  Unga fólkinu er núna ekki kennd eiginleg Kristnifræði í skólum eins og var þegar ég var í skóla, heldur er aðeins leyfilegt að kynna kristna trú lítillega ásamt öðrum trúarbrögðum.  Það tel ég vera mikla afturför og hnignun. Kristin trú er ekki aðeins lífsskoðun, heldur er hún eftirfylgd við son Guðs Jesú Krist og trú á Almáttugan Guð sem skapað hefur alla hluti.  Ritningin og margar aðrar heimildir greina frá á með óyggjandi hætti að Jesúm Kristur gekk um á meðal manna og var sagður hafa gert mörg kraftaverk og reis upp frá dauðum á þriðja degi.  Fræðimenn eru almennt sammála um að Jesú hafi verið til og að fólk hafi sagt það um hann sem greint er frá í Guðspjöllunum og að það sé alls ekki uppspuni að Jesú hafi verið til.  Ég vil enda þetta á versi sem kallað er litla Biblían ,Jóhannesarguðspjall 3:16 "Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."

mbl.is Kristin gildi ráði við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband