Færsluflokkur: Bloggar

Ert þú búinn að bolla einhvern í dag ?

Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum. Virðist uppruni þess siðar eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska. En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins.

Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum. Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér. Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á. En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.

bjossibollaÞað skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 32-37 árum síðan, á ég hann á DVD disk. Fer Bjössi þar eitthvað út á land að heimsækja frænku sína. Fer hann með skipi, en á ferðinni verður hann sjóveikur, en hann tekur því öllu vel og fer ma. upp í brúnna til að tala við stýrimanninn. Að aflokinni sjóferðinni gengur hann niður landgöngubrúna heldur aumur á svip. Tekur þar frænka hans á móti honum, Var eins og honum væri bumbult og var hann grænn í framan.

Fljótlega rennur þó af honum sjóveikin og innan tíðar er hann farinn að spígspora um bæinn. Á glugga bakaríisins á staðnum sér hann atvinnutilboð þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni við bollubaksturinn. Hugsar Bjössi sér þar gott til glóðarinnar og víkur sér inn. Þar er honum færð svunta og er hann þegar látinn hefjast handa við bollubaksturinn.

Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur. Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar. Hann hefur uppskrift til að fara eftir en heldur komu skilaboðin bjöguð til skila til Bjössa, því hann hendir eggjunum í deig- skálina með skurninu, hendir mjólkinni í fernunni og það sem verst er hann setur gerið “eftir hendinni” sem átti að skiljast sem eftir því sem viðkomandi telur þurfa. En það verður síðan til þess að seinna springur deigið með miklum hvell. Og þeir sem nálægt standa fá á sig deig- sletturnar.

Í því bili kemur frænka Bjössa og er ekki alveg alls kostar ánægð með frammistöðu Bjössa. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum. Er hreint ótrúlegt skopskynið í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt. Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu. En heldur var hann óhreinn í framan á trýninu við bolluátið því rjóminn er einstaklega ljúffengur en linur og rennur því auðveldlega niður.

Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum. Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á. Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sú eða sá sem bollaður væri, ennþá í náttfötunum. Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru.

Er þá betra að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að þurfa ekki að gefa viðkomandi barni of margar bollur. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.

Kær kveðja.


mbl.is Tiramisu-bollurnar sem toppa allt!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þú að bolla einhvern á morgun ?

Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum. Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á. Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sú eða sá sem bollaður væri, ennþá í náttfötunum. Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru.

Er þá betra að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að þurfa ekki að gefa viðkomandi barni of margar bollur. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.
Ég hef alltaf verið hrifinn af bollum og líkar mér best við gerbollur því þær eru mjög saðsamar og líkar mér þær með nóg af sultu og hæfilega miklum rjóma. Rjóminn vill gjarnan leka úr bollunni þegar bitið er. Því er nokkur kúnst að neyta bollunnar svo vel fari.
Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum. Virðist uppruni þess siðar eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska. En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins.

Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum. Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér. Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á. En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.

bjossibollaÞað skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk. Fer Bjössi þar eitthvað út á land að heimsækja frænku sína. Fer hann með skipi, en á ferðinni verður hann sjóveikur, en hann tekur því öllu vel og fer ma. upp í brúnna til að tala við stýrimanninn. Að aflokinni sjóferðinni gengur hann niður landgöngubrúna heldur aumur á svip. Tekur þar frænka hans á móti honum, Var eins og honum væri bumbult og var hann grænn í framan.

Fljótlega rennur þó af honum sjóveikin og innan tíðar er hann farinn að spígspora um bæinn. Á glugga bakaríisins á staðnum sér hann atvinnutilboð þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni við bollubaksturinn. Hugsar Bjössi sér þar gott til glóðarinnar og víkur sér inn. Þar er honum færð svunta og er hann þegar látinn hefjast handa við bollubaksturinn.

Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur. Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar. Hann hefur uppskrift til að fara eftir en heldur komu skilaboðin bjöguð til skila til Bjössa, því hann hendir eggjunum í deig- skálina með skurninu, hendir mjólkinni í fernunni og það sem verst er hann setur gerið “eftir hendinni” sem átti að skiljast sem eftir því sem viðkomandi telur þurfa. En það verður síðan til þess að seinna springur deigið með miklum hvell. Og þeir sem nálægt standa fá á sig deig- sletturnar.

Í því bili kemur frænka Bjössa og er ekki alveg alls kostar ánægð með frammistöðu Bjössa. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum. Er hreint ótrúlegt skopskynið í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt. Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu. En heldur var hann óhreinn í framan á trýninu við bolluátið því rjóminn er einstaklega ljúffengur en linur og rennur því auðveldlega niður.

Kær kveðja. :)


Íslensku Bolludags bollurnar eru lostæti sem gott er að bíta í.

 Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum.  Virðist uppruni þess siðar eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska.  En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins. 

    Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum.  Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér.  Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á.  En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.

bjossibolla    Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 30-35 árum síðan, á ég hann á DVD disk.  Fer Bjössi þar eitthvað út á land að heimsækja frænku sína. Fer hann með skipi, en á ferðinni verður hann sjóveikur, en hann tekur því öllu vel og fer ma. upp í brúnna til að tala við stýrimanninn. Að aflokinni sjóferðinni gengur hann niður landgöngubrúna heldur aumur á svip. Tekur þar frænka hans á móti honum, Var eins og honum væri bumbult og var hann grænn í framan.

    Fljótlega rennur þó af honum sjóveikin og innan tíðar er hann farinn að spígspora um bæinn. Á glugga bakaríisins á staðnum sér hann atvinnutilboð þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni við bollubaksturinn. Hugsar Bjössi sér þar gott til glóðarinnar og víkur sér inn. Þar er honum færð svunta og er hann þegar látinn hefjast handa við bollubaksturinn.

    Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur.  Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar.  Hann hefur uppskrift til að fara eftir en heldur komu skilaboðin bjöguð til skila til Bjössa, því hann hendir eggjunum í deig- skálina með skurninu, hendir mjólkinni í fernunni og það sem verst er hann setur gerið “eftir hendinni” sem átti að skiljast sem eftir því sem viðkomandi telur þurfa. En það verður síðan til þess að seinna springur deigið með miklum hvell. Og þeir sem nálægt standa fá á sig deig- sletturnar.

    Í því bili kemur frænka Bjössa og er ekki alveg alls kostar ánægð með frammistöðu Bjössa. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum.  Er hreint ótrúlegt skopskynið  í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt.  Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu. En heldur var hann óhreinn í framan á trýninu við bolluátið því rjóminn er einstaklega ljúffengur en linur og rennur því auðveldlega niður. 

    Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum.  Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á.  Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sú eða sá sem bollaður væri, ennþá í náttfötunum.  Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru.  

    Er þá betra að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að þurfa ekki að gefa viðkomandi barni of margar bollur. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.

Kær kveðja.

 


mbl.is Bollurnar sem sprengja alla skala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandskapur gagnvart fólki sem aðhyllist Jesú Krist: Pastor Brunson spáir auknum ofsóknum gegn kristnu fólki í Bandaríkjunum

andrewbrunson2_hdvKristni presturinn sem var ranglega lokaður inni í tyrknesku fangelsi í tvö ár segist sjá fyrir sér aukið hatur gagnvart kristnum mönnum í Bandaríkjunum á næstunni.

Eins og CBN News hefur greint frá starfaði Andrew Brunson, 52 ára, trúboði í Tyrklandi í meira en 20 ár. Síðan var hann handtekinn af lögreglu í stórri aðgerð árið 2016 eftir meinta valdaránstilraun gegn Erdogan, forseta Tyrklands, sem Brunson hafði ekkert að gera með. Presturinn hafði stofnað upprisukirkjuna í Izmir, þar sem fólk deildi Kristi opinskátt og hjálpaði einnig sýrlenskum flóttamönnum - sumir þeirra Kúrdar.

Tyrkneska ríkisstjórnin sakaði Brunson um að vera umboðsmaður CIA sem leggði á ráðin með hryðjuverkamönnum Kúrda að framkvæma meint valdarán. Að lokum var hann leystur eftir að Trump-stjórnin greip diplómatískt inn í.

Brunson sagði nýlega við „Global Prayer for US Elight Integrity“ atburðinn á Facebook að honum fyndist vera eitthvað „nýtt til að brýna“ fyrir Bandaríkjunum.

„Þegar ég kom aftur til Bandaríkjanna rétt yfir tveimur árum síðan, í fyrsta skipti á ævinni - mest allt mitt líf hef ég einbeitt mér erlendis - í fyrsta skipti á ævinni, ég hef í raun brýnt fyrir þessu landi, fyrir Bandaríkin, “sagði Brunson . “Og ekki bara með þessum kosningum. Því lýkur ekki með þessum kosningum en það hefur farið vaxandi hjá mér síðustu tvö ár.“

„Ég trúi því að þrýstingur sem við sjáum í landi okkar núna muni aukast og einn af þessum þrýstingi verður fjandskapur gagnvart fólki sem umfaðmar Jesú Krist og kenningu hans, sem skammast sín ekki fyrir að standa fyrir hann,“ sagði hann. Hann hélt áfram. "Áhyggjur mínar eru að við erum ekki tilbúin fyrir þennan þrýsting. Og að vera ekki viðbúin er mjög, mjög hættulegt á ýmsum stigum."

Brunson útskýrði að hann teldi að Guð hefði þann tilgang að leyfa honum að vera varpað í tyrkneskt fangelsi svo hann gæti undirbúið aðra betur fyrir komandi reynslur og þrengingar sem þau munu þola.

„Ég held að einn af tilgangunum sem Guð hafði fyrir mig í fangelsinu var að ég lærði þrautseigju á dýpra stigi aftur og aftur og aftur, þar sem ég var ítrekað brotinn og að lokum endurreisti hann mig,“ sagði hann. „En einn tilgangurinn sem hann hafði fyrir mig var að læra þessa þrautseigju svo ég gæti hjálpað til við að búa aðra undir þrautseigju.“

Presturinn sagðist telja að ofsóknir muni koma hvort sem Trump forseti takist vel í löglegum áskorunum sínum í kosningum eða ekki.

„Þrátt fyrir hver sigrar í þessum kosningum, tel ég að ofsóknir séu enn að koma og þær komi fljótt og þær komi fljótlega,“ sagði hann. „Þannig að ef Trump forseti sigrar mun það tefja ofsóknir á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en þetta kemur ekki í veg fyrir fjandskapinn sem er að aukast í samfélagi okkar gagnvart fylgjendum Jesú,“ varaði Brunson við.

„Og ég vil nefna það hér að Jesús var ástúðlegasti og besti maður sögunnar og samt var hann kallaður vondur og fólk ætlar ekki bara að vera ósammála okkur,“ bætti Brunson við. "Þeir munu segja að við séum vond og þeir munu réttlæta allt sem þeir gera okkur vegna þess að þeir munu mála okkur sem vonda menn."

„Það sem er þungt í hjarta mínu er að við þurfum að búa okkur undir að undirbúa eigið hjarta,“ sagði Brunson.
Þýdd grein af CBN 12. desember 2020.


Betra væri að verja fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins en í Borgarlínu

Ragn­ar Árna­son hag­fræðipró­fess­or segir ný­lega skýrsla Mann­vits og danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI um hagkvæmni borg­ar­lín­unar vera ranga túlkun. Væri hún kynnt þannig að fram­kvæmd­in væri þjóðhags­lega hag­kvæm.
Er höfundur þessa bloggs honum hjartanlega sammála en ég hef undanfarin ár skrifað nokkur blogg um þetta efni án þess að telja mig vera einhvern sérfræðing á þessu sviði.
Það er skoðun mín að ef fjármunum sem annars færu í borgarlínu væri varið í að endurbæta vegakerfið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og að koma sem víðast fyrir tölvustýrðum umferðarljósum mundi umferð við það verða mun greiðari en nú er og strætósamgöngur líka. Það mætti byggja fleiri mislæg vegamót sem ekki taka mikið pláss eins og vegamótin frá Reykjanesbraut að Costco. Það mætti reisa hringtorg á sumum stöðum eins og á Miklubraut þar sem umferðarteppur myndast oft. Væru þessi hringtorg uppbyggð á þar til gerðri brú. Mundi þetta auka umferðaflæði umtalsvert.
Ekki þyrfti að gera Borgarlínu þar sem slíkt mannvirki nær ekki út í útverfin nema að litlu leiti og gert er ráð fyrir að fólk komi sér þaðan sjálft með strætó eða með öðrum hætti. Með Borgarlínu er líka ætlunin að þrengja að umferð einkabílsins sem er mikil öfugþróun því umferðarteppur skapa meiri mengun og ekki er ástæða til að minnka notkun einkabílsins því rafbílum fer sífellt fjölgandi á Íslandi. Kostnaður við þessa fyrirætluðu framkvæmd er mjóg óljós og er við hæfi að kalla hana óútfylltan tékka. Mikið betra væri að nota peningana í uppbyggingu á vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Ef það er vilji til að bæta ennfremum almenningssamgöngur í Reykjavík þá mætti nota aðeins brot af þeirri upphæð sem annars færi í Borgarlínu til að þétta leiðakerfi strætó og fjölga stoppistöðvum.

Kær kveðja.


mbl.is Borgarlínan ekki þjóðhagslega hagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju

Í framvarpi til breytinga á áfengislögum sem Áslaug Arnu Sigurðardóttir dómsmála-ráðherra hyggst leggja fram er lagt til að rekst­ur inn­lendra vef­versl­ana með áfengi í smá­sölu til neyt­enda verði heim­ilaður og að smærri brugg­hús­um verði gert kleift að selja áfengt öl í smá­sölu á framleiðslu­stað.

Frestur til að senda inn umsögn til Alþingis um frumvarp þetta lýkur á morgun mánudag. Margir hafa sterkar skoðanir á frumvarpi þessu. Sendi undirritaður inn umsögn nú í dag og er hún á þessa leið:

"Það er augljóst mál að samþykkt frumvarps háttvirts dómsmálaráðherra sem heimilar sölu áfengis á netinu til Íslendinga og áfengisframleiðendum að selja beint til neytenda, bæti rekstrargrundvöll þessara fyrirtækja og auki hagnað.

En hvað með unga fólkið og samfélagið allt? Mun þetta bæta hag unga fólksins okkar og annarra?

Það leikur enginn vafi á því að aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju. Neysla áfengis veldur aukinni tíðni ótímabærra dauðsfalla, fjölgar umferðarslysum, eykur ofbeldi utan heimilis og innan, þar á meðal kynferðismisnotkun. Áfengi er skaðlegt heilsu fólks rétt eins og tóbak, sem mikið forvarnarstarf hefur verið unnið á meðal ungs fólks undanfarna áratugi. En áfengi er að því leiti hættulegra en tóbak þar sem það slævir dómgreind, minnkar athyglisgáfu og í sumum tilfellum siðferðisvitund.

Sú röksemd að leifa eigi sölu áfengis á netinu til íslenskra neytenda vegna þess að það sé heimilt utanlands frá, er haldslítil. Það hefði aldrei átt að heimila slíka sölu af netinu utanlands frá. Framleiðendur áfengra drykkja ættu að gera sér grein fyrir að áfengi er óholl vara þeim sem neytir hennar og er mikið þjóðfélagsböl þar sem það veldur þjóðfélaginu miklu tjóni og eykur kostnað fyrir heilbrigðiskerfið."

Hérna má sjá innsendar umsagnir á samradsgatt.island.is

Sjá einnig þessa grein á heimasíðu Kristinna stjórnmálasamtaka.


mbl.is Dóri DNA á meðal umsagnaraðila áfengisfrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Valur Jensson - minning

     Í dag 16. janúar var jarðsettur hinn mikli kennimaður Jón Valur Jensson guðfræðingur, ættfræðingur og fyrrverandi prófarkalesari hjá Morgunblaðinu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Var hann einn af bestu bloggurum hér á moggablogginu, ötull baráttumaður fyrir réttindum ófæddra barna í móðurkviði og fyrir kristnum gildum í landinu og ásamt þáttöku í pólitísku umræðunni sem varðaði hag vors lands og okkur íslendinga ásamt fleiru. Var hann undirrituðum vel kunnur vegna þáttöku undirritaðs í Kristnum Stjórnmálasamtökum sem Jón heitinn var í forsvari fyrir.
     Finnst mér mikill missir af bloggvini mínum sem var mér sem vinur og samstarfsfélagi því Jón uppörvaði mig og hrósaði mér þegar við átti þegar ég sendi inn blogg á Kristbloggið eða á mína eigin bloggsíðu. Mun ég sakna hans góðu ráðlegginga og starfs hans innan Kristilegu Stjórnmálasamtakana sem hafa vaxið nokkuð hin síðari ár. Erum við eitthvað yfir 20 eftir andlát hans.
     Skilur Jón eftir eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla enda mikill og víðlesinn fræðimaður. Það er skoðun mín að við séum fátækari eftir andlát hans. Umræðan í blogginu og í þjóðfélagsumræðinni verður einsleitari. Er mikill missir af manni jafn lendum í ríki sannleikans því Jón heitinn var ötull talsmaður sannleikans Guðs orðs og varnarmaður ófæddra.  Fallin er nú frá góður drengur.

Drottinn styrki fjölskyldu hans. Blessuð sé minning Jóns Vals.


Blessuð sé minning þín Jón Valur

     Það er með trega og söknuði sem ég skrifa um bloggvin minn Jón Val Jensson sem varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu aðfaranótt 6. janú­ar, sjö­tug­ur að aldri.
     Ég kynntist Jóni árið 2015. er ég gekk til liðs við Kristin stjórnmálasamtök sem hann var í forystu fyrir. Ég sendi í gegn um tíðina inn nokkuð af bloggum á moggabloggsíðu samtakanna sem Jón las yfir og leiðrétti ef þess þurfti með og bjó þau til birtingar. Ég þekkti Jón að mestu í gegn um tölvupóstsamskipti vegna bloggana minna og í síma en hitti hann aðeins tvisvar sinnum í eigin persónu. Komst ég að því að þar fór maður með einlæga kristna trú, vingjarnlegur og hugrakkur sem var alltaf fús til að aðstoða aðra og hjálpa til.         Kristin trú hans var drifkrafturinn í baráttunni fyrir lífinu sjálfu þe. baráttunni fyrir rétti fóstra í móðurkviði og hin ýmsu mál sem snertu kristna trú og siðferði. Hann var einnig mjög virkur í stjórnmálaumræðunni um ýmis málefni eins og sjálfstæði þjóðarinnar, andstaða gegn ESB aðild og Icesave, ýmis réttlætismál ofl. Voru fáir hans líkir hvað varðar hugrekki og afköst á þeim vettvangi.

     Það er með gleði sem ég minnist samstarfs míns við Jón Val og eina flokksfunds Kristinna stjórnmálasamtaka sem ég sá mér fært að mæta á sem var á heimili Jóns snemma árs 2016. En þess tíma minnist ég jafnframt með söknuði því við munum ekki njóta krafta þessa baráttumanns sem svo einarðlega benti fólki á hin kristnu gildi með skrifum sínum. Ég mun sakna innlita Jóns Vals hér á bloggsíðu minni og pistlum hans hér á blogginu. Moggabloggið verður fátækara að honum gengnum.

Vertu blessaður Jón Valur. Megi Guð blessa þig um aldur og eilífð.

Ég votta fjölskyldu hans og öllum sem stóðu honum næst samúð mína.


mbl.is Andlát: Jón Valur Jensson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hentar það öllum að klukkunni sé seinkað

Fólk sem vinnur innandyra á daginn eins og ég sem vinn til kl 15 virka daga finnst betra að sem lengst sé eftir af dagsbirtunni þegar vinnudegi lýkur. Ég mundi ekki kjósa að klukkunni sé seinkað td. um 1. klukkustund. Á þetta sérstaklega við þegar dagsbirtu nýtur hvað skemmst við í skammdeginu. Þegar ég hef hef lokið vinnudegi finnst mér gott að enn sé bjart og ég geti gert hitt og þetta úti á meðan dagsbirtunnar nýtur við. Ef klukkunni væri seinkað um 1. klukkustund væri það sama og ég væri hætta að vinna kl. 16. og þá væri myrkrið að skella á nú í desember.

Þetta mál þarf að kryfja vel áður en ákvörðun er tekin. Það að hafa umsagna-gátt opna á Alþingi fyrir umsagnir fólks er ekki nóg. Ekki hafa allir djörfung eða getu til að senda inn umsögn - Það þarf þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál ef alþingi vill halda þessu máli til streytu. Þessi breyting hefur í för með sér það mikið inngrip í líf fólks og snertir marga ólíka fleti.

Ekki myndu margir kæra sig um þessa breytingu held ég.

Með bestu kveðju.


mbl.is Svandís vill seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrekkið dýru verði keypt

    Kristniboðs og hjálparsamtökin Open Doors á Bretlandi, hafa stutt við bakið á ofsóttu kikjunni í meira en 60 ár. Open Doors (Opnar Dyr) gefa árlega út vaktlista yfir meira en 50 þjóðríki þar sem kristið fólk mætir hvað mestum ofsóknum.
Samkvæmt rannsóknum Open Doors eru að meðaltali í hverjum mánuði:

345 Kristins fólks drepið af trúartengdum ástæðum.
105 Kirkjur og kristilegar byggingar brenndar eða á þær ráðist.
219 Kristnir dæmdir án laga, handteknir, dæmdir og fangelsaðir.
    Skýrsla Open Doors samtakana gerð þetta ár sýnir að ofsóknir á hendur kristins fólks hafa aukist um 14% frá skýslunni árið á undan. Þar er væntanlega verið að tala um árin 2017 og 2018.
    Samkvæmt 2019 skýrslu Open Doors var 245 milljónir kristinna manna ofsóttir 2018 en 215 milljónir árið áður. Á heimsvísu upplifir 1 af hverjum 9 kristinna manna miklar ofsóknir.
Í efsta 50 löndunum yfir mestu ofsóknirnar voru á heimsvísu:
4136 kristnir drepnir af trúartengdum ástæðum. Að meðaltali eru það 11 kristnir drepnir fyrir trú sína á dag.
1266 kirkjur eða kristilegar byggingar sem ráðist var á.
2625 kristnir handteknir án laga og réttar, handteknir, dæmdir og fangelsaðir.

    Verstu 10 ríkin eru þessi:
1. Norður-Kórea, 2 .Afganistan, 3. Sómalía, 4. Líbía, 5 Pakistan, 6.Súdan, 7 Eritrea, 8. Jeman, 9 Íran og 10. Indland. Kúgun af völdum Íslams var ástæða ofsókna í 8 af efstu 10 löndunum.
    Norður-Kóreu er raðað í 1 sæti 18. árið í röð sem hættulegasta landið fyrir kristið fólk.
Verði trú þín afhjúpuð er öll fjölskylda þín send í þrælavinnubúðir eða jafnvel tekin af lífi á staðnum. Þú þarft að fela Biblíuna þína vandlega og mátt ekki segja börnunum þínum frá trú þinni á Jesú, ef svo vildi til að þau segðu kennurum sínum frá henni.
    “Kristnir” eru stundum drepnir eða lokaðir inni ævilangt í fangabúðum, segir Hea Woo, sem varð að dúsa í 3 ár í nauðungarvinnubúðum N-Kóreu, vegna trúar sinnar á Jesú Krist. Talið er að milli 50,000 – 70,000 kristnir séu fangelsaðir í þræla vinnubúðum og flestir munu látast þar. Litið er á kristna sem nósnara og svikara og þeir eru stundum teknir opinberlega af lífi. Leiðtogar N-Kóreu eru dýrkaðir eins og guðir. Kristnin í N-Kóreu fer þrátt fyrir allar ofsóknir vaxandi og kristnir þar trúa að landamærin muni opnast og þeir færa myrkustu stöðum jarðarinnar fagnaðarerindi Jesú Krists.

Kristniboðs og hjálparsamtökin, Open Doors, reka neðanjarðarnet er nær til 60,000 launkristinna með matvæli, lyf og fatnað til að aðstoða þá við að komast af og að vera salt og ljós í Norður-Kóreu.

Heimild: Open Doors world watch list 2019

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Fordæmi ofsóknir gegn kristnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband