Færsluflokkur: Bloggar
Verjum fóstur í móður kviði - Verjum lífið
3.2.2019 | 12:12
Talsmenn frjálsra fóstureyðinga saka andstæðinga sína oft um kaldranaskap og dómsýki gagnvart konum, sem hafa látið eyða fóstri. En það vakir ekki fyrir okkur, sem teljum frjálsar fóstureyðingar ekki ásættanlegt fyrirbæri að dæma neina þá manneskju, sem leitar eða hefir fengið fóstureyðingu framkvæmda. Á það ber að leggja áherslu að framkvæmd fóstureyðinga leiðir m.a. til vanmats á manngildi og brýtur á helgi lífsins. Það getur vissulega legið nærri að líta svo á, að þeir sem vilja frjálsar fóstureyðingar, hafi takmarkaðan skilning á mannréttindum, manngildi eða helgi lífsins.
Nú erum við yfirleitt alin upp við það, að íslensk lög séu nokkur mælikvarði á rétt og rangt. Lög heimila konum að láta eyða fóstri sem þær bera undir belti að uppfylltum vissum skilyrðum ma. þegar lífi konu er stefnt í hættu við áframhaldandi meðgöngu, vegna nauðgunar eða vegna félagslegra aðstæðna móður. Óbeint er konum sagt, að barn hafi ekkert manngildi, fyrr en eftir lok 16. viku samkvæmt núgildandi löggjöf, nema því aðeins, að kona kjósi sjálf að líta svo á, að það eigi að njóta helgi lífsins. Ekki er óeðlilegt, að þetta komi til með að móta afstöðu kvenna þegar tekin er ákvörðun um fóstureyðingu.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem lögleiðir dráp á vaxandi ungviði í móður kviði allt til enda 22 viku og Sjálfstæðisflokkurinn styður. Hér hefur eitthvað meira en lítið skolast til í siðum okkar, að ætla að lögleiða eyðingu á hálfvöxnum börnum. En svona eru stjórnmálin að þróast. Með því sannast að sumir hafa augu en sjá ekki. Því menn virðast ekki vakna. Fólk á Alþingi fylgir hvert öðru að málum og jánkar þessu frumvarpi í hræðslu um að annars verði það talið gamaldags og afturhaldssamt sem á ekki upp á pallborðið hjá allt of stórum hópi fólks. Hefur núverandi ríkisstjórn látið glepjast að styðja blóðugar árásir á lífið í stórauknum mæli því hræðilegt fóstureyðingar frumvarp heilbrigðisráðherra um morð undir felunafni, á ófæddum börnum allt inn í sjötta mánuð meðgöngu liggur fyrir sem stjórnarfrumvarp.
Ég vona að hinn almenni borgari mótmæli þessu á einn eða annan hátt svo það sjáist td. á Facebook á net-fréttamiðlum eða í blöðum. Engin gífuryrði þarf, heldur hófsamt en ákveðið, nei takk. Því það er aðeins fjöldinn sem getur stöðvað þetta, og hann getur það mikið frekar en einhver sértæk rök fáeinna manna. Og skoðanir kvenna eru sérstaklega mikilvægar.
Ef við venjum okkur á þá hugsun að eðlilegt sé að deyða barn í móður kviði, þá missum við öll saklaus tengsl við lífið, verðum að sakamönnum. Sá sem ver lífið hefur mjög góðan málstað og honum verður umbunað á einn eða annan hátt. Verjum fóstur í móður kviði. Verjum lífið.
Hér fyrir neðan geta menn farið inn á ísland.is og skráð sig á lista gegn ofangreindu fóstureyðingaframvarpi sem heimilar dráp á börnum allt til enda 22 viku og það án þess að nein sérstök ástæða liggi þar að baki nema þá að móðirin vilji það.
https://listar.island.is/Stydjum/39
Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við grein eftir séra Þorberg Kistjánsson (1925-1996) sem birtist í fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1 tbl. (mars 1993), s. 1-3. Einnig var ýmsur fróðleikur fenginn af Facebook síðu Guðmundar Pálssonar læknis og lífsverndar sinna.
Steindór Sigursteinsson
Bloggar | Breytt 4.2.2019 kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margt röflar ölvaður maður
3.1.2019 | 20:56
Það má nefna Miðflokksmönnum og þingmönnum Flokks fólksins til varnar að ummæli þeirra á Klausturbarnum voru ekki ætluð að særa neinn heldur áttu þessi orðaskipti að vera á milli þeirra einna. Hefði ekki komið til ólögleg upptaka og ítrekuð birting hennar í sjónvarpi, útvarpi og á netinu hefðu þær persónur sem um var rætt aldrei verið særðar.
Þingmenn voru þarna undir áhrifum áfengis og málfar þeirra bar þess að einhverju leyti vitni. Að sjálfsögðu voru orð látin falla sem eru algerlega óviðeigandi og siðlaus og hefðu ekki átt að vera sögð af fólki sem á sæti á hinu háa Alþingi. En reyndin er sú, hvort sem maðurinn sem við á er venjulegur alþýðumaður eða ráðherra, að þegar ölið er annars vegar, þá verður margur maðurinn að bjána. Og margt röflar ölvaður maður.
Þörf er á þeim Miðflokksmönnum til að standa á móti ýmsum málum sem m.a. stórveldis-sinnaðir þingmenn og ráðherrar hyggjast koma í gegn um þingið. Má þar nefna 3. orkupakkann. Þeir einu, sem eru líklegir til þess að standa í lappirnar og krefjast þjóðaratkvæðis um 3. orkupakkann, eru núna vængstýfðir eftir þetta Klaustursfyllerí.
Sigmundur Davíð sagði í viðtali á Útvarpi Sögu: "Fyrri orkupakkar sem samþykktir hafa verið hér á landi hafa síður en svo reynst vel og því lítil ástæða til þess að ætla að sá þriðji verði mikill hvalreki". Nei þriðji orkupakkinn yrði síður en svo til hagsbóta fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, og ef gerður væri sæstrengur á milli Íslands og Skotlands eins og vilji er hjá sumum þingmönnum og auðmönnum sem eiga hagsmuna að gæta, þá mundi orkuverð á Íslandi margfaldast.
Þingmaður Miðflokksins Þorsteinn Sæmundsson hefur margoft stigið í pontu Alþingis og krafist svara hjá ríkisstjórninni varðandi 3.600 íbúðir sem Íbúðalánasjóður seldi óþekktum aðilum á 57 milljarða króna, og þá hvaða einstaklingar og hvaða fyrirtæki og hverjir áttu fyrirtækin. Samkvæmt Fb-síðu Miðflokksins hefur ekkert svar borist frá félagsmálaráðherra.
Birgir Þórarinsson, nefndarmaður Miðflokksins í fjárlaganefnd, lagði meðal annars fram breytingartillögu við fjárlögin um lækkun kolefnagjalds um 2.300 m.kr., lækkun tryggingagjalds um 4.000 m.kr. og að arðgreiðslur frá innlendum aðilum hækki um 2.600 m.kr.
Þorsteinn Sæmundsson er einn reyndasti þingmaður Miðflokksins. Hans baráttumál hafa alla tíð verið mál eldri borgara, öryrkja og bættur hagur heimilanna. Þingmál sem hann lagði fram er meðal annarra: frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu.
Að lokum er rétt að geta þess að Miðflokkurinn lagði fram frumvarp á Alþingi um að 1. desember verði framvegis almennur frídagur. Væri þetta vel viðeigandi ef það yrði samþykkt svo að þessi merkisdagur fái á nýjan leik þann sess sem hann verðskuldar.
Gleðilegt nýtt ár og megi árið 2019 færa landsmönnum gæfu og Guðs blessun.
Svara engu um tímasetningu endurkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú þegar styttist í jólin hlakka flestir til að vera með sínu nánasta fólki yfir jólahátíðina. Það á þó ekki við Tryggvi Ingólfsson sem lamaðist fyrir neðan háls í hestaslysi fyrir 12 árum. Hann og fjölskylda hans kveljast af kvíða þar sem Tryggvi hefur þurft að dveljast í litlu herbergi í 8 mánuði á Landspítalanum. Sveitafélagið hans Tryggva á Hvolsvelli lokaði dyrum sínum á Kirkjuhvoli hjúkrunarheimili á hann þrátt fyrir að hann hefði búið þar í 11 ár. Ástæðan fyrir því var að á meðan Tryggvi var í aðgerð á Landspítalanum skrifaði hluti starfsfólks heimilisins (12 manns) undir undirskriftalista þess efnis að það myndi ganga út ef Tryggvi sneri aftur á Kirkjuhvol. En hann á lögum samkvæmt að fá þjónustu í sinni heimabyggð þrátt fyrir sína hreyfihömluðun. Hefur hann verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni. Er þetta ekkert annað en mannréttindabrot.
Ný hjúkrunnarálma var opnuð á Kirkjuhvoli í vor. Það er mín skoðun að Tryggvi hefði átt að vera fyrsti íbúinn þar. Hagnaður af rekstri Kirkjuhvols fyrir árið 2017 var yfir 40 milljónir. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Tryggvi fái að dvelja á Kikjuhvoli. Það ætti ekki að vera svo að fólk sem ræður sig á hjúkrunarheimili geti ráðið hverjum það geti hjúkrað. Það sem þarf að koma til er kærleikur og sáttfýsi.
Brýtur þessi meðferð á Tryggva á móti lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38 frá 9. maí 2018.
Í 1. grein þessa laga stendur meðal annars; "Markmið laga þessara er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði".
3. grein byrjar á þessum orðum; "Fatlað fólk skal eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal veita fötluðu fólki þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði félagsþjónustu, húsnæðismála, menntunar, vinnumarkaðar, öldrunarþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
Opinberum aðilum ber að tryggja að sú þjónusta sem veitt er skv. 1. mgr. sé samfelld og samþætt í þágu einstakra notenda. Einstaklingur sem hefur notið þjónustu samkvæmt lögum þessum á rétt á að njóta hennar áfram nema verulegar breytingar verði á stuðningsþörfum hans. Einstaklingur á rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og á lögheimili". Nokkru neðar stendur; Fatlaður einstaklingur á rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og á lögheimili.
Í 4. grein eftir fyrstu greinaskil; "Ráðherra hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara, þar á meðal að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögunum sé í samræmi við markmið þeirra, reglugerðir og reglur settar samkvæmt þeim og skuldbindingar á sviði mannréttindamála. Þá hefur ráðherra eftirlit með að réttindi fatlaðs fólks séu tryggð. Ráðherra getur ákveðið að eigin frumkvæði að taka til umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags samkvæmt lögum þessum. Réttur aðila máls til að kæra ákvörðun hefur ekki áhrif á þessa heimild. Telji ráðuneytið rétt að gera athugasemd getur það:
1. gefið út leiðbeiningar um túlkun laga þessara og stjórnsýslu sveitarfélagsins á þessu sviði,
2. gefið út álit um lögmæti athafna eða athafnaleysis sveitarfélagsins eða annars er eftirlit beinist að,
3. gert sveitarfélagi að koma með tillögur til úrbóta og/eða gert tillögur til sveitarfélags um úrbætur á þjónustu þar sem þess er þörf og stuðlað að samræmingu hennar".
Og að í 9. grein stendur meðal annars; "Fatlað fólk á rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi".
Með ósk um að málið nái farsælum endi og að fjölskylda Tryggva geti heimsótt hann heima í héraði um jólin.
Kær kveðja
Steindór Sigursteinsson
Verkamaður
Búsettur á Hvolsvelli
Boltinn er hjá Sjúkratryggingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki á að skylda konur til þess að ganga í kjólum á vinnustað sínum
9.5.2018 | 18:46
Hingað til hafa konur á Hard Rock Café klæðst skyrtum og buxum, líkt og karlar, en nú fer fyrirtækið fram á að þær klæðist kjólum í stað skyrtna og buxna.
Kemur krafan frá stjórnendum fyrirtækisins að utan. Leituðu starfsmenn til Stéttarfélags síns Eflingar vegna þessa.
Ég verð að segja að ég aðhyllist ekki feminískar skoðanir. En að skylda konur til þess að ganga í kjólum við vinnu á vinnustað sínum samræmist ekki Íslenskum hugsunarhætti. Slíkar einstrengingslegar kröfur varðandi kvennkyns starfsmenn á Hard Rock Café er ekki í anda umburðarlyndrar og frjálslegrar menningar Íslendinga.
Kjólakrafan kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu
22.10.2017 | 11:54
Það er athyglisvert að aðild Íslands að Evrópusambandinu, undir þeim formerkjum að taka upp gjaldmiðilinn Evru sé enn í umræðunni. Þrátt fyrir að árum saman hafi skoðanakannanir leitt í ljós að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Þær skoðanakannanir voru að engu hafðar þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna ákvað að sækja um aðild að ESB í júli 2009. Þessar aðildaviðræður voru síðan settar á ís af sömu ríkisstjórn snemma árs 2013.
Frá því sótt var um aðild að ESB 2009 voru nánast einu rökin fyrir aðild þau, að Íslenska krónan væri ekki lengur nothæf sem gjaldmill. Því væri það eina raunhæfa leiðin að ganga í ESB og myntbandalag þess og taka upp evru.
Francois Heisbourg sem er einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðstjórnmálum sem gefið hefur út bókina "Endalok evrópska draumsins" telur að Íslendingar eigi ekki að taka upp evru. Hann tók svo djúpt í árinni á fyrirlestri sem hann flutti í Háskóla Íslands 2014 að "Evran gæti gengið að Evrópusambandinu dauðu". Hann sagði að fulltrúar á Evrópuþinginu séu að verða mjög þreyttir á því að ráðstafanir sem gerðar hafi verið á evrusvæðinu séu litlu að skila. Efnahagsvöxtur sé sáralítill. Atvinnuleysi sé fast í um 12% á evrusvæðinu. "Einhvers staðar, einhvern tíma mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum." Á sama tíma og verið væri að innleiða margvíslega þætti sem stuðla eigi að auknum efnahagslegum samruna evruríkjanna þá hafi menn verið að endurreisa bankakerfið á grundvelli einstakra ríkja. Nefndi hann sem dæmi að stóru bankarnir fjórir í Frakklandi sem áður hafi verið á alþjóðlegum markaði, spili nú á innanlandsgrunni. Sama þróun hafi verið í Þýskalandi og á Ítalíu hafi menn í raun aldrei komist út fyrir landssteinana hvað bankana snertir, sama sé upp á teningnum á Spáni, þar hafi sama þróunin átt sér stað. Sagði Heisbourg að tæknilega séð sé tiltölulega auðvelt fyrir þessi lönd að ganga út úr evrusamstarfinu. Og í raun séu evruríkin á fullu við að undirbúa að evran líði undir lok og ætla þá að vera tilbúin að taka upp eigin gjaldmiðil að nýju. Sagði hann að evran auki á vandann í frjálsu flæði vinnuafls milli landa og að löndum eins og Svíþjóð og Danmörku vegni vel vegna þess að þau eru með sinn eigin gjaldmiðil. Með öðrum orðum að evran væri ekki að skila tilætluðu hlutverki sínu. Sagðst Hedelbourg eiga mjög erfitt með að skilja rökin fyrir því að Íslendingar taki upp evru við núverandi aðstæður.
Ég vil taka undir með Heidelbourg að upptaka evru þjónar alls ekki hagsmunum Íslands. Og því er það hverjum manni augljóst að við höfum ekkert að gera inn í Evrópusambandið heldur. Við getum bjargað okkur sjálf með eigin gjaldmiðil, en hann gefur okkur færi á að fella gengið þegar okkur hentar. Hjá evruríkjunum er það ekki hægt og þörf er á að beita aðhaldsaðgerðum með niðurskurði og uppsögnum opinberra starfsmanna. Sveigjanleiki krónunnar er kostur á vissan hátt.
Ég vil hvetja komandi ríkisstjórn Íslands að halda sér utan ESB og Evru myntbandalagsins, því það tel ég vera þjóðinni fyrir bestu.
Endurbirt og lítillega breytt grein undirritaðs frá 2. maí 2014.
Steindór Sigursteinsson
Krónan búin að vera dýrt spaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Látið ykkur ekki dreyma um að hægt sé að afskrifa Sigmund Davíð úr stjórnmálum Íslands
28.9.2017 | 20:17
Ef Sigmundur Davíð væri ennþá forsætisráðherra og ríkisstjórn hans hefði fengið að starfa út kjörtímabilið væri margt á betri veg statt en nú er. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og BF hefur verið erlendum kröfuhöfum föllnu bankanna einkar vilholl þar sem höftum af þeim var aflétt umfram það sem fólkið í landinu fékk að njóta. Sigmundur skrifaði á Facebókarsíðu sína 12. mars sl.:
"Hér sannast endanlega að aðgerðir okkar til að endurreisa efnahagslíf landsins og aflétta höftum heppnuðust fullkomlega. Aðgerðir sem sagðar voru einstakar í fjármálasögu heimsins."
"En í stað þess að klára planið eins og lagt var upp með og gera þetta að sigurdegi virðist stjórnvöld ætla að nota tækifærið til að leysa vogunarsjóðina út með gjöfum, alla á einu bretti. Óttinn reyndist réttur. Það stendur til að verðlauna hrægammana sem vildu ekki spila með (í útboðinu í fyrra) og ákváðu þess í stað að beita áróðri og undirróðri til að hafa áhrif á íslensk stjórnmál," bætir hann við.
Sigmundur barðist eins og kunnugt er gegn ásælni erlendra hrægammasjóða í inneignir föllnu bankanna og að þeir mættu flytja fé sitt óheft úr landi; hann var líka á móti Icesave-kröfum erlendu bankanna, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem vildu setja skuldaklafa á íslenska þjóð um ókomna framtíð.
Hann hefur sýnt fram á að hann er einn af meiri stjórnmálaskörungum sem Ísland hefur alið. Má þar nefna að hann og ríkisstjórn hans ýtti úr vör skuldaniðurfærslu til handa almennings með stökkbreytt íbúðalán. Fjárhagur ríkisins og kaupmáttur fólks tók mikið stökk upp á við í valdatíð ríkisstjórnar hans.
Það hafa engar sannanir verið færðar fram sem sýna fram á sekt fyrrverandi forsætisráðherra varðandi svonefnd Panamaskjöl. Öðru fremur hefur Sigmundur Davíð sýnt fram á að hann og eiginkona hans hafi staðið skil á sköttum varðandi umtalaðar aflandseignir.
Stjórnarandstaðan stóð fyrir nokkurri gagnrýni á fyrrverandi ríkisstjórn og samflokksmann Sigmundar, fyrrverandi utanríkisráðherra, í tengslum við Evrópumálin. En eins og kunnugt er dró Gunnar Bragi umsókn Íslands að ESB til baka með bréfi til formanns ráðherraráðs ESB. Þessi gagnrýni stjórnarandstöðunnar og ESB-fylgjandi fjölmiðla var ekkert nema stormur í vatnsglasi. Það var enginn skaði skeður fyrir Íslendinga, síður en svo. Létu þingmenn Samfylkingar og hinir vinstri flokkarnir (því þeir snerust óvænt á sveif með Samfylkingunni í þessum áróðri) þau ummæli falla að þjóðin skuli fá að neyta réttar síns og fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.
En það er hvílík fásinna að það nær engu tali. Að sjálfsögðu er hér ekki um eiginlegar umræður eða samningaferli að ræða heldur aðlögun og innsetningu og tilskipun laga frá evrópska stórveldinu. Mætti íslensk þjóð varðveitast frá því að flækja sig í Evrópu- og evru-samstarfinu, því það er bágt efnahagsástand í mörgum ríkjum ESB sem margir vilja kenna evrunni um, og mikið atvinnuleysi sérstaklega á meðal ungs fólks, svo mikið að við Íslendingar höfum aldrei kynnst öðru eins.
Sigmundur Davíð hefur líka staðið vörð um stjórnarskrá lýðveldisins, en vinstri flokkarnir og Viðreisn vilja breyta henni til að auðvelda hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið og einnig til að fá úr gildi tekin lög um tengingu ríkis og kirkju. En það er mikilvægt að Íslenska ríkið styðji áframhaldandi við kristna trú og kirkju og meti hana sem órjúfanlegan hluta af íslensku þjóðlífi, efli hana og að hún verði áfram hluti af starfi hins opinbera með launagreiðslum til presta og fleiri þjóna hennar.
Mætti hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs Miðjuflokkurinn sem og aðrir stjórnarflokkar standa vörð um kristin gildi og hafa kristin viðmið og kristin gildi í heiðri í gerðum sínum og flokkssamþykktum.
Endurbirt grein af bloggsíðu Kristilegra Stjórnmálasamtaka 25. maí 2017.
Sigmundur býður fram undir X-M | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti kennarinn í Argentínu með Downs-heilkenni þurfti að ganga gegn ríkjandi viðhorfi til að sjá draum sinn verða að veruleika
16.8.2017 | 19:34
Noelia Garella kennir í leikskóla. Hún hefur sýnt fram á að fötlun hennar er engin hindrun fyrir því að verða frábær kennari. "Það sem mér líkar við að vera leikskólakennari er hversu falleg hjörtu börnin hafa." Hún hefur unnið við kennslu síðan 2012.
Garella vann sigur á gagnrýnendum sínum. Einn skólastjóri líkti henni við skrímsli. "Nú er ég ánægt skrímsli. Hún er sú sem er sorgmætt skrímsli," sagði Garella.
Bæði foreldrar og nemendur hafa tekið Garellu opnum örmum. Garella lærði til þess að verða kennari með góðum árangri.
Það er stórkostlegt hvernig þessari konu tókst að yfirstíga félagslegar hindranir til að þess að ná sínu fram. Hún hefur sigrast á fleiru en flestir geta ímyndað sér vegna löngunar sinnar til að vinna og gera það sem hún elskar. Eitt er víst að auðugra verður líf nemenda hennar að fá að kynnast þessari dugnaðarkonu og þeim krafti og þeim persónueiginleikum sem hún býr yfir.
Í Bandaríkjunum og hér á landi er því þannig farið að greinist fóstur með Downs-heilkenni þá er foreldrum ráðlagt að láta eyða fóstri. Downs-heilkenni er enginn dauðadómur. Ég vildi óska að fleiri læknar myndu lesa þennan pistil og horfa á myndböndin sem vísað er til á þessari síðu.
Mætti þessi frásögn af Garellu eiga sinn þátt í því að umbreyta hugmyndum fólks um fatlaða og hvað þeir eru færir um að gera, en þeir eru oft ekki meðteknir í atvinnulífinu í samfélagi okkar vegna fötlunar sinnar. Og breyta hugmyndum okkar á þann hátt að við lítum á þau sem venjulegt fólk og að líta til styrkleika þeirra og mannkosta í stað þess að dæma viðkomandi eftir fötlun sinni eða útliti. Ef við gætum gert þetta þá væri heimurinn betri.
Steindór Sigursteinsson.
Kindhearted: Ms Garella plays with children at her school in the Argentinian city of Cordoba
Read more (m.a. með myndbandi o.fl. myndum): http://www.dailymail.co.uk/femail/article-3880832/Down-syndrome-teacher-Argentina-Latin-America.html#ixzz4OU7MCaSP
Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook
https://www.facebook.com/MicMedia/videos/1268271319862322/?pnref=story
Endurbirt grein af Kristbloggi 29. október 2016.
Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.8.2017 kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Leikkonan Sally Phillips: Samfélagið vill að börn með Downs-heilkenni hætti að fæðast - og það er rangt!
16.8.2017 | 16:35
"Ef við meinum einhverjum um tækifæri til að fæðast vegna þess að við höfum ákveðið að viðkomandi muni ekki mæta fyrir fram ákveðnum mælikvarða á stöðu eða árangur, þá skiljum við ekki hvað það er að vera mannleg."
"Ég ætla að gera blóðrannsókn til að sjá hvort sonur þinn er með Downs-heilkenni." Ég var svo leið. Ég gleymi aldrei greiningunni. Læknirinn leit út eins og Iain Glen. Ég grét ekki, þótt hjúkrunarfræðingur á vakt gerði það. Ég andaði mjög hratt og blakaði höndunum. Ég man ég hugsaði, "Ef ég ætti að leika manneskju sem hefur orðið fyrir áfalli í mynd, þá mundi ég ekki gera þetta, þetta er of mikið." Við drukkum sætt te og vorum tekin inn í hliðarherbergi, þar sem við hringdum í vini og töluðum við þau lágum rómi. Einn læknir sagði: "Sum þeirra lifa nokkuð langan tíma" og annar: "Fullorðnir geta haft falleg, saklaus augu." Hjartasjúkdómar og hvítblæði voru nefnd, kímnigáfa og dansgeta voru ekki nefnd. Ef bara einhver á Royal Free-sjúkrahúsinu í Norður-London vissi að flestir með Downs-heilkenni fara í almennan skóla, hafa tilfinningahæfni fyrir ofan meðaltal eru elskaður af fjölskyldum þeirra og eru ánægðir ...
Það hafði tekið tíu daga fyrir þau að taka eftir auka-litningunum sem Olly var með. Móðir mín hélt áfram að segja, "Barnið grípur ekki", vegna þess að hún hafði lesið einhvers staðar að nýburar hafi grip-styrk á við apa og geti haldið uppi eigin þyngd ef þau hanga niður úr stöng ...
Á öðrum degi spurði ég barnalækni af hverju augu Olly opnuðust ekki almennilega. Voru kinnar hans of stórar, spurði ég. Var það vegna þess að ég hafði borðað of margar sætabrauðs-lengjur þegar ég var ólétt? "Hugsanlega, já," sagði hún. Hvernig við hlógum.
Á þriðja degi athugaði ljósmóðirin athugasemdir mínar. "Þú fæddist í Hong Kong. Áttu kínverska ættingja?" Enginn hafði nokkurn tíma sagt eitthvað svo skemmtilegt. En það kemur kannski ekki á óvart ef heilbrigðisstarfsfólk getur ekki alltaf tekið eftir hvort barnið er með Downs-heilkenni. Það eru aðeins um 40.000 manns með heilkennið í Bretlandi. Ég geri ráð fyrir að flestir læknar hafa aldrei hitt neinn með Downs-heilkenni, hafi aldrei verið vinir einhvers með Downs-heilkenni, aldrei haft tannbursta sinn í sama bolla og viðkomandi. Vissulega er lýsingin á einhverjum með Downs-heilkenni í læknisfræðikennslubókum gjörólík 12 ára drengnum okkar.
Olly var ekki tveggja ára áður en mér byrjaði að líða eins og ég væri svikari. Margir voru ennþá að kinka kolli til mín og sýna mér samúð, en líf mitt hafði alls ekki verið verið lagt í rúst. Langt frá því. Það er öðruvísi, það er allt og sumt. Það eru fleiri viðfangsefni, en líka mikið meiri hlátur. Þeir segja að gamanleikur sé harmleikur sem spilaður sé á 120 mílna hraða á klukkustund. Kannski er það það sem er að gerast.
Þar sem ég bý er ég ekki álitin vera konan frá Miranda sem þarf að "afbera" eitthvað. Ég er mamma Ollys. Olly er fær um að gera hluti, þú sérð. Fólk með Down-heilkenni getur ekki klifrað, segir bókin. En það á ekki við um hann. Hann klifraði upp 12 feta girðingu með stiga aftur og aftur til að komast inn í garð nágranna okkar vegna þess að hann langaði til að leika við tvíbura þeirra. Við erum öll vinir núna: við settum upp stiga.
Þegar hann var sjö ára fórum við í Disney World. Við skráðum okkur inn í Pixar-hótelið. Þegar ég var í baði sofnaði maðurinn minn (Andrew Bermejo), sonur minn Luke, þá fimm ára og Tom, ungabarnið. Olly fór að leita að Nemo. Samtal mitt við öryggisverðina fimm mínútum síðar var eitthvað á þessa leið.
"Sonur minn hljóp í burtu!"
Öryggisvörðurinn (í talstöðina): "Við höfum týnt barni. Frú, í hverju var hann? "
"í engu."
Eftir stutta þögn. "Við höfum hann, frú."
"Vissir þú hvort hann hafði Downs-heilkenni þegar þú varst ólétt?" Það er ekki góð spurning, en fólk spyr samt. Stundum segja þeir: "Vissir þú ekki?", sem er verra. Ég vissi ekki að hann myndi segja slæma brandara og elska hip-hop og heldur ekki að hann myndi styðja sjö knattspyrnufélög í einu í ensku úrvalsdeildinni. Auðvitað myndi ég hafa haldið honum. Mér líkar áskoranir og það er ekki eins og ég lifði hefðbundnu lífi sem óhefðbundið barn væri að raska. En ég er óhefðbundin. Í Bretlandi láta 90 prósent kvenna sem fá greiningu á Downs-heilkenni á meðgöngu slíta meðgöngu. Það er spurning hvort ástæðan sé hversu lítið viðkomandi virðist vita um raunveruleikan að búa með Downs-heilkenni. Hvaða upplýsingar hefur fólk þegar það tekur þessar erfiðu ákvarðanir, og myndi það velja öðruvísi ef það vissi sannleikann?
Ég byrjaði að gera BBC2-heimildarmynd mína vegna þess að ég finn ekki að Down-heilkenni sé svo alvarleg fötlun að það krefjist svo mikilla fjárfestinga ríkisstjórnarinnar í svo mörgum ástandsprófunum. Sumir málsvarnar-hópar töldu að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr fjölda Downs-samfélagsins til að spara peninga. Ég vonaði virkilega að þeir hafi rangt fyrir sér. Hér skimum við til að gefa konum kost. Hins vegar, á meðan gerð heimildarmynd stóð yfir, heyrði ég margar, margar sögur af konum sem voru undir þrýstingi frá heilbrigðisstarfsfólki að fara í ómskoðun og jafnvel að binda enda á meðgöngu. "Við skulum hætta þessari vitleysu núna á meðan þú getur," "ég hef bókað þig í fóstureyðingu á morgun," "hjónabandið mun brotna upp ef þú ert með þetta barn," "þú vilt ekki annað eins og hana, er það?" "Þau setja mikið álag á heilbrigðisþjónustuna, þú veist." Þetta eru allt beinar tilvitnanir ...
Ef við meinum einhverjum að fæðast vegna þess að við höfum þegar ákveðið að sá eða sú muni ekki mæta einhverjum fyrirfram ákveðnum mælikvarða á stöðu eða árangur, þá höfum við alvarlega misskilið hvað það er að vera mannlegur. Kannski er ein af þeim miklu gjöfum, sem fólk með fötlun hefur að færa okkur, valdið til að minna okkur á þetta, að kenna okkur og leiða okkur aftur inn í það að vera mannleg. Þegar ég var yngri, ef þú hefðir spurt mig um tilgang lífsins, hefði ég reynt að gefa þér eitthvert sniðugt svar. En nú myndi ég segja ást. Það skiptir ekki máli hvort þú getur gert stundatöflur eða ekki ef þú hefur elsku. Ég mat áður sjálfstæði mikils. Ég velti nú fyrir mér hvort sjálfstæði sé ekki svolítið einmanalegt og ef það að vera öðrum háður sé ekki allt í lagi.
Stundum skammast ég mín fyrir að geta ekki stjórnað krökkunum mínum án foreldra minna, en öðrum tímum er ég bara fegin að við erum svo mikið nær hvert öðru. Ég var í vinnunni og Olly gekk í hús vinkonu sinnar og settist í garðinum hennar og neitaði að fara. Ég hringi í pabba taugaóstyrk. Og pabbi lagði allt frá sér, kemur á bílnum, vindur niður rúðunni. "Hæ, Olly, ég ætla að bjóða þér upp á ís."
Vandamálið leyst. Pabbi og ég höfum hlegið mikið. Borðað mikið af ís. Blaðamenn spyrja mig: "En Olly er að gera vel, hvernig myndi þér líða ef hann væri ekki svo ánægður, öruggur eða klár?" Ég held að það væri synd ef ást foreldris á barninu sínu, hvert svo sem ástand þess er eða heilsa, ráðist af því hvort barnið sé alltaf glatt, öruggt og klárt. Í sannleika sagt, ef þú hugsar um það, það er oft aðeins þegar barnið er ekki ánægt eða öruggt að foreldrarnir vita skyndilega hversu djúpt þeir elska barnið og hvernig þeir þurfa að tjá því ást ...
Mér var sagt Olly gæti ekki gengið. Hann gengur, hleypur, syndir og hjólar. Mér var sagt að hann gæti ekki talað. Hann kveður ljóð, hann virkar, hann spilar á píanó. Mér var sagt að hann myndi ekki vera fær um að höndla peninga eða vera sjálfstæður. Klukkan 8 í morgun hafði Olly gert sinn eigin morgunverð, fengið sjónvarpið til að virka sem enginn annar gat lagað og kveikt á Match of the Day, skroppið út til að kaupa Jumbo-pakka af Marshmallows, etið mikið og kallaði mig "wazzock"..." (mild útgáfa af orðinu kjáni).
Grein þessi er lítillega stytt þýðing af viðtali við bresku leikkonuna Sally Phillips á vefsíðunni radiotimes.com.
http://www.radiotimes.com/news/2016-10-05/sally-phillips-society-wants-to-stop-down-syndrome-babies-being-born--and-its-wrong
Endurbirt grein af Kristbloggi 26. mars 2017. Steindór Sigursteinsson þýddi.
Palin líkir Íslendingum við nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.8.2017 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur?
17.4.2017 | 10:45
Hér fyrir neðan er grein sem skrifuð var af íslenskri konu og birtist í tímaritinu Aftureldingu 1. mai 1965. Á þessi grein fullvel upp á pallborðið hjá fólki í dag vegna þess að margt sem greinarhöfundur talar um á vel við okkar tíma. En það er tengt kristilegu uppeldi æsku landsins og að dregið hefur verið úr kristnifræðikennslu og kristinni innrætingu í grunnskólum landsins.
Vandamál æskunnar í landi okkar er lýðum Ijóst. Það er sorglegt, að svo gullmyndarlegur æskulýður, sem íslenzk æska er, skuli vera svo rótlaus og reikandi, sem raun ber vitni. En sjálfrar orsakarinnar er ekki að leita hjá hinum ungu, heldur hvernig búið er í pottinn fyrir þá í heimilunum og skólunum. Flest íslenzk heimili í dag, eru guðvana heimili. Þegar skólarnir taka svo við þessum hálfþroskuðu unglingum, sem ekki hafa heyrt talað um Guð í heimilum sínum, nema þá helzt á þann veg, að einlæg Guðs trú, eða persónuleg trúarreynsla hefur verið gerð hlægileg, þá verða þeir eins og rótlaus blóm, sem stormurinn hrekur til og frá.
Svo koma framhaldsskólarnir, sem virðast vinna markvisst að því að taka Guð frá nemendunum. Ofan á þetta koma svo bókmenntirnar og útvarpið. Allt saman leggst á sömu sveif, að ræna trúnni frá hinum ungu.
Ungir menn, myndarlegir dragast upp í fangelsum þessa lands. Mér hefur verið sagt, að þeir skipti hundruðum, sem gangi lausir, sem málefnalega hefðu þó þurft að vera undir lás komnir, en fangelsin eru full fyrir. Ég veit mörg dæmi þess, að þegar þessir óhamingjusömu menn hafa talað við þann undir fjögur augu, sem þeir bera trúnað til, hafa þeir játað, að öll barns- og unglingsárin hafi liðið svo fram, að aldrei hafi þeim verið bent á það, að trúin á Guð geti gefið ungum manni kjölfestu.
Er þetta satt, sem hér stendur?" sagði einn af þessum óhamingjusömu mönnum, við þann sem þetta ritar nú fyrir stuttu, þegar hann benti á vissa ritningargrein, sem hann hafði undirstrikað með rauðum blýanti, rétt áður en ég kom, en hann hafði beðið mig að koma til sín, eftir að hann hafði fengið leyfi yfirvalda til þess. Ritngargreinin, sem hann hafði strikað undir, var um fyrirgefandi náð Guðs í Jesú Kristi. Ég spurði hann, hvort hann hefði aldrei heyrt talað um það, þegar hann var barn og unglingur, að Guð væri miskunnsamur og kærleiksríkur, eins og þessi ritningargrein talaði um. Nei," sagði hann, um leið og þungt andvarp sté frá brjósti hans. Væri þetta bara einstakt dæmi, fyndist mér að hægt væri að bera það, en það er ekki eitt, þau eru þúsund og aftur þúsund svona dæmi í þjóðfélagi okkar og það frá heimilum, sem við mundum ekki trúa, ef við rækjum okkur ekki á hina köldu staðreynd.
Það var alveg eins og það hefði getað verið rödd einhvers unga mannsins eða stúlkunnar í röðum okkar óhamingjusömu íslenzku æsku, sem gat að líta í Göteborgsposten" nú fyrir stuttu. Hróp ungu stúlkunnar, sem skrifar það, er eins og rödd í eyðimörku. Unga stúlkan beinir sínum sárbeittu orðum til þeirra, sem bera ábyrgð á uppeldi æskunnar þar í landi. Við leyfum okkur að taka það upp, hér á eftir, sem hún segir:
Þið kvartið yfir hjáguðadýrkun okkar æskufólks. Ykkur finnst hún vera hræðileg. Og það er hún líklega. Þið segist ekki geta skilið, hvers vegna við ungar stúlkur, grátum og æpum, þegar við sjáum Bítlana" til dæmis! Við skiljum undrun ykkar yfir þessu, að vissu marki, því að við viljum þetta ekki, innst inni. Allt fyrir það getum við ekki útskýrt, hvers vegna við gerum þetta. En eitt er víst, að þið hafið ekki gefið okkur neitt betra. Þið hafið gert allt til þess, að taka frá okkur þann Guð, sem við trúðum á, þegar við vorum börn. Þið fækkið kennslustundum í kristnum fræðum, og takið burtu morgunbænirnar í skólunum. Það eruð þið, sem framleiðið og flytjið inn í landið hinar sóðalegu kvikmyndir og skrifið hinar saurugu ritsmíðar í blöð og sorprit. Þið, sem ættuð þó að vera fyrirmynd okkar. Það eruð þið, sem berið ábyrgðina á því að eggja ímyndun okkar, að kynlífið sé það eina, sem veiti æskunni hamingju. Þið hafið skapað þann heim, sem við eigum að alast upp í, til þess að verða menn og konur, sem dreymir um að lifa hamingjusömu lífi. En komi það svo fyrir okkur, að við förum afleiðis í lífinu, er allri skuldinni skellt á okkur æskufólkið.
Við viljum ekki kvarta yfir þjóðfélaginu í heild, heldur yfir þeim mönnum sem bera ábyrgðina á því, hvernig komið er. Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið eruð samtíðarmenn okkar? Hvers vegna getið þið ekki skilið það, að þið hafið farið rangt að þegar um uppeldi okkar er að ræða?
Við viljum ekki eyða lífi okkar í tómleika. Við viljum lifa hreinu lífi sem hefur ákveðið og fast markmið. En við getum það ekki, vegna þess að við eigum engan grundvöll til að byggja líf okkar á. Hvers vegna tókuð þið frá okkur fyrirmyndina og velsæmið? Hvers vegna urðum við að tilbiðja unga menn, með langt hár, sem ekkert hafa að gefa okkur? Hvers vegna tókuð þið Guð frá okkur, sem við lærðum að elska í sunnudagaskólanum?
Pella.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensku Bolludags bollurnar eru lostæti sem gott er að bíta í.
27.2.2017 | 17:12
Sá góði siður að bjóða upp á rjómabollur á Bolludag barst til Íslands seint á 19 öld, með áhrifum frá erlendum bökurum. Virðist uppruni þess siðar eiga uppruna sinn í að fólk á Norðurlöndunum neytti ýmis góðmetis á þriðjudegi rétt fyrir föstutímabil sem byrjaði 7 vikur fyrir páska. En Íslendingar færðu bolludaginn yfir á mánudaginn til að trufla ekki hefðbundinn matarsið sprengidagsins.
Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn, og er það vel því fátt er skemmtilegra en að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og fá sér bollur áður en vinna og aðrar kvaðir hversdagsins taka við á mánudeginum. Eru bollurnar ýmist vatnsdeigsbollur sem eru mjúkar og safaríkar og síðan gerbollur sem eru þéttari í sér. Eru þær yfirleitt með róma og sultu inn í og með súkkulaði eða glassúrhjúp ofan á. En nú til dags má oft sjá bollur í bakaríum og búðum með alls konar kremi í ýmsum litum.
Það skemmtilegasta sem ég minnist í sambandi við Bollumenninguna á Íslandi er þáttur með Bjössa Bollu sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir 25-30 árum síðan, á ég hann á DVD disk. Fer Bjössi þar eitthvað út á land að heimsækja frænku sína. Fer hann með skipi, en á ferðinni verður hann sjóveikur, en hann tekur því öllu vel og fer ma. upp í brúnna til að tala við stýrimanninn. Að aflokinni sjóferðinni gengur hann niður landgöngubrúna heldur aumur á svip. Tekur þar frænka hans á móti honum, Var eins og honum væri bumbult og var hann grænn í framan.
Fljótlega rennur þó af honum sjóveikin og innan tíðar er hann farinn að spígspora um bæinn. Á glugga bakaríisins á staðnum sér hann atvinnutilboð þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni við bollubaksturinn. Hugsar Bjössi sér þar gott til glóðarinnar og víkur sér inn. Þar er honum færð svunta og er hann þegar látinn hefjast handa við bollubaksturinn.
Vil ég segja að það á hvern hátt hann bjó til bollurnar er ekki samkvæmt því sem ég tel góð vinnubrögð við bollubakstur. Er alveg einstakt að fylgjast með Bjössa þegar hann býr til Bollurnar. Hann hefur uppskrift til að fara eftir en heldur komu skilaboðin bjöguð til skila til Bjössa, því hann hendir eggjunum í deig- skálina með skurninu, hendir mjólkinni í fernunni og það sem verst er hann setur gerið eftir hendinni sem átti að skiljast sem eftir því sem viðkomandi telur þurfa. En það verður síðan til þess að seinna springur deigið með miklum hvell. Og þeir sem nálægt standa fá á sig deig- sletturnar.
Í því bili kemur frænka Bjössa og er ekki alveg alls kostar ánægð með frammistöðu Bjössa. Er með ólíkindum hve Bjössi kemur skemmtilega fram í þættinum. Er hreint ótrúlegt skopskynið í þættinum og svipbrigði og tal Bjössa alveg einstakt. Þættinum lýkur síðan að sjálfsögðu á því að Bjössi fær sér Bollu. En heldur var hann óhreinn í framan á trýninu við bolluátið því rjóminn er einstaklega ljúffengur en linur og rennur því auðveldlega niður.
Sá siður að börn búi sér til bolluvendi og flengi foreldra sína eða aðra með bolluvendi kom hingað til lands snemma á 19 öld með dönskum kaupmönnum. Eru Bolluvendirnir búnir til úr priki sem litríkir borðar eru límdir á. Og er hugsunin sú að börnin bolli foreldra sína þegar þau eru ný komin á fætur, og upphaflega taldist flengingin ekki gild nema barnið væri fullklætt en sú eða sá sem bollaður væri, ennþá í náttfötunum. Átti barnið að kalla Bolla, Bolla ! þegar það flengdi og átti sá sem Bollaður var að færa barninu eins margar bollur og flengingarnar voru.
Er þá betra að vera snöggur að víkja sér undan og láta ekki bolla sig of oft til að þurfa ekki að gefa viðkomandi barni of margar bollur. Ég minnist þess í æsku að ég bjó til bolluvönd í skólanum, en ég sá ekki ástæðu til þess að nota hann því ég fékk mínar bollur heima þrátt fyrir að hafa ekki bollað neinn.
Kær kveðja.
Þetta er að verða bolluvika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)