Jón Valur Jensson - minning

     Í dag 16. janúar var jarðsettur hinn mikli kennimaður Jón Valur Jensson guðfræðingur, ættfræðingur og fyrrverandi prófarkalesari hjá Morgunblaðinu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Var hann einn af bestu bloggurum hér á moggablogginu, ötull baráttumaður fyrir réttindum ófæddra barna í móðurkviði og fyrir kristnum gildum í landinu og ásamt þáttöku í pólitísku umræðunni sem varðaði hag vors lands og okkur íslendinga ásamt fleiru. Var hann undirrituðum vel kunnur vegna þáttöku undirritaðs í Kristnum Stjórnmálasamtökum sem Jón heitinn var í forsvari fyrir.
     Finnst mér mikill missir af bloggvini mínum sem var mér sem vinur og samstarfsfélagi því Jón uppörvaði mig og hrósaði mér þegar við átti þegar ég sendi inn blogg á Kristbloggið eða á mína eigin bloggsíðu. Mun ég sakna hans góðu ráðlegginga og starfs hans innan Kristilegu Stjórnmálasamtakana sem hafa vaxið nokkuð hin síðari ár. Erum við eitthvað yfir 20 eftir andlát hans.
     Skilur Jón eftir eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla enda mikill og víðlesinn fræðimaður. Það er skoðun mín að við séum fátækari eftir andlát hans. Umræðan í blogginu og í þjóðfélagsumræðinni verður einsleitari. Er mikill missir af manni jafn lendum í ríki sannleikans því Jón heitinn var ötull talsmaður sannleikans Guðs orðs og varnarmaður ófæddra.  Fallin er nú frá góður drengur.

Drottinn styrki fjölskyldu hans. Blessuð sé minning Jóns Vals.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Steindór. Vonandi er það í lagi fyrir mig að nota þetta netsvæði til að minnast örlítið Jóns Vals þar sem hef ekki lengur Blogg. Það er ekki hægt að segja að við hefðum verið samherjar á moggablogginu. Reyndar andstæðingar á flestum sviðum. Undantekningar voru þó til og má þar nefna fóstureyðingar og andstaða við orkupakka og regluverk ESB. Ég þekkti Jón Val ekki persónulega nema gegnum bloggið. Þar skynjaði ég að hann var mikill baráttumaður sem stóð fastur á sínu, skapheitur en gat fyrirgefið. Eingvers staðar hér á blogginu las ég að hann hafi verið hjálpsamur og var örlátur á því sviði sem ber vitni um góðan mann. Blessuð sé minning góðs drengs og samúðarkveðjur til fjölskyldu og nánustu aðstandenda. Megi guð blessa minningu hans.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2020 kl. 09:36

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Sæll Jósef.

Þakka þér kærlega fyrir góð orð um Jón Val og fyrir samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og aðstandenda.

Steindór Sigursteinsson, 18.1.2020 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband