Aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju

Í framvarpi til breytinga á áfengislögum sem Áslaug Arnu Sigurðardóttir dómsmála-ráðherra hyggst leggja fram er lagt til að rekst­ur inn­lendra vef­versl­ana með áfengi í smá­sölu til neyt­enda verði heim­ilaður og að smærri brugg­hús­um verði gert kleift að selja áfengt öl í smá­sölu á framleiðslu­stað.

Frestur til að senda inn umsögn til Alþingis um frumvarp þetta lýkur á morgun mánudag. Margir hafa sterkar skoðanir á frumvarpi þessu. Sendi undirritaður inn umsögn nú í dag og er hún á þessa leið:

"Það er augljóst mál að samþykkt frumvarps háttvirts dómsmálaráðherra sem heimilar sölu áfengis á netinu til Íslendinga og áfengisframleiðendum að selja beint til neytenda, bæti rekstrargrundvöll þessara fyrirtækja og auki hagnað.

En hvað með unga fólkið og samfélagið allt? Mun þetta bæta hag unga fólksins okkar og annarra?

Það leikur enginn vafi á því að aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju. Neysla áfengis veldur aukinni tíðni ótímabærra dauðsfalla, fjölgar umferðarslysum, eykur ofbeldi utan heimilis og innan, þar á meðal kynferðismisnotkun. Áfengi er skaðlegt heilsu fólks rétt eins og tóbak, sem mikið forvarnarstarf hefur verið unnið á meðal ungs fólks undanfarna áratugi. En áfengi er að því leiti hættulegra en tóbak þar sem það slævir dómgreind, minnkar athyglisgáfu og í sumum tilfellum siðferðisvitund.

Sú röksemd að leifa eigi sölu áfengis á netinu til íslenskra neytenda vegna þess að það sé heimilt utanlands frá, er haldslítil. Það hefði aldrei átt að heimila slíka sölu af netinu utanlands frá. Framleiðendur áfengra drykkja ættu að gera sér grein fyrir að áfengi er óholl vara þeim sem neytir hennar og er mikið þjóðfélagsböl þar sem það veldur þjóðfélaginu miklu tjóni og eykur kostnað fyrir heilbrigðiskerfið."

Hérna má sjá innsendar umsagnir á samradsgatt.island.is

Sjá einnig þessa grein á heimasíðu Kristinna stjórnmálasamtaka.


mbl.is Dóri DNA á meðal umsagnaraðila áfengisfrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sömu rök voru notuð gegn sölu á áfengum bjór. Reynsla síðustu áratuga sýnir aðra niðurstöðu. En það að rök og fullyrðingar þeirra sem eru andsnúnir auknu frelsi standist ekki skoðun og byggjast að miklu leiti á rangfærslum mun seint stöðva þá. Og að afleiðingar haftanna séu aðrar en þeir búast við og vona dempar ekkert forsjárhyggjuna.

Það má þakka þeim sem vilja takmarka aðgengi og stýra neyslu áfengis að auðveldara er að verða sér úti um hörð eiturlyf án þess að þurfa að fara úr húsi en áfengi. Að unga fólkið sækir í auknum mæli í bönnuð fíkniefni sem seld eru allan sólarhringinn, um allt land með heimsendingu. Já, ykkur má þakka það.

Vagn (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 15:05

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ég get ekki séð að takmarkað aðgengi að áfengi fyrir unga fólkið ýti undir að það verði sér úti um hörð eiturlyf. Ég tel að ástæðan sé að netið hefur auðveldað aðgengi barna, unglinga og ungs fólks að fíkniefnum. Glæpamenn og skipulögð glæpasamtök nýta sér því miður netið til að ná auðveldlega til fólks þar sem það býður jafnvel heimsendingu á þessum hættulegu efnum.

Steindór Sigursteinsson, 11.10.2020 kl. 16:36

3 identicon

Það sem þú getur ekki séð með gleraugum fanatíkur og forsjárhyggju er margt. Það er ekki neinum auðvelt að viðurkenna að góð áform hans varði leið til helvítis.

Það að barátta ykkar hafi skilað þessum vafasama árangri er ekki netinu að kenna heldur baráttu þar sem afleiðingarnar eru hundsaðar fyrir draumóra og látið eins og engin samkeppni sé til staðar. Það er ekki nóg að vilja vel og kenna öðrum um þegar illa fer.

Netið er komið til að vera og ef áfengissala fylgir ekki verslunarháttum nútímans þá eiga önnur efni bara greiðara aðgengi að markaðinum. Þvinganir, höft og neyslustýringar duga skammt þegar samkeppnin og frelsið sigrar með klikki músar. Og eðlileg viðbrögð við forsjárhyggju er ábyrgðarlaus hegðun.

Sá jarðvegur sem þið sköpuðuð og þau fræ sem þið sáðuð skóp uppskeruna en ekki internetið.

Vagn (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband