Ég lifi og þér munuð lifa
20.4.2020 | 10:09
Hver hefir sagt: ,,Ég lifi og þér munuð lifa?" Og hverjum sagði hann það? Jú, hann sagði það við lærisveina sína, skömmu áður en hann skildi við þá og fór til Föðurins. Jóh. 14, 19.
Undursamlega huggunarrík hafa þessi áðurgreindu orð Krists verið fyrir lærisveina hans á þessari stóru stundu. En hvað er í raun og veru það að hugleiða þau, borið saman við það, að heyra þau flutt af Jesú Kristi sjálfum.
Mér finnst eins og ég sjái lærisveina Krists einna gleggst í þetta skipti. Viðræða Drottins var að vísu æfinlega þrungin lífi og krafti, en í þetta skipti var það nokkuð nýtt og einkennandi. Meðal annars þetta, að hann færi burt til Föðurins.
Kæri lesandi, vilt þú reyna að standa í sporum þessara lærisveina, þessara nemenda, í þetta skipti. Vilt þú hugleiða þetta, að Meistarinn mikli, Drottinn Jesús Kristur sagði til þeirra: Ég fer burt." Hann, sem þeim hefir eflaust svo oft, já mörgum sinnum, verið búið að finnast mikið til um í orði og verki.
Þú kæra sál, sem hefir átt trúan og góðan vin, hefði það ekki snert tilfinningar þínar að sjá honum á bak, lífs eða liðnum. Efalaust er slíkt eitt af vorum mestu tilfinningamálum.
En það í sjálfu sér er lítil mynd af þeim mikla veruleika, sem hér er um að ræða. Þeim alheims sannleika, að Drottinn Jesús Kristur var í þann veginn að yfirgefa lærisveina sína og fara til Föðurins á himnum, eftir allar þær mörgu og guðdómlegu samverustundir, er þeir höfðu átt með honum. Mér finnst eins og andinn í brjósti mér segi: Hallelúja, lof sé Guði! Þegar ég hugsa um framhaldið á ræðu Jesú í þetta skipti, þá finnst mér það vera dýrðlegt fyrir allar sanntrúaðar sálir um allan heim.
Allt miðar þeim til góðs, sem Guð elskar." Þetta, að Drottinn Jesús færi burt og sem olli lærisveinum hans svo mikillar hryggðar, átti að miða þeim til góðs. Hvernig mátti það verða? í því var það fólgið, að ef hann færi ekki burt kæmi ekki Huggarinn, Andinn heilagi til þeirra, en þegar ég er farinn, þá sendi ég hann til yðar frá Föðurnum.
Hvað átti svo Huggarinn, Andinn heilagi, að gera? Meðal annars: Sannfæra heiminn um synd, um réttlæti og um dóm, Jóh. 16, 8, bera Jesú Kristi vitni, Jóh. 15, 26., leiða þjóna Drottins í allan sannleikann og kunngera þeim það, sem koma á, Jóh. 16, 13., að því ógleymdu, að kenna þeim alt og minna. þá á alt, sem Kristur hafði sagt. Jóh. 14, 26. Að síðustu: Vegsama Jesúm Krist, vegsama Konung Konunganna og Drottinn Drottnanna. Lofað sé Drottins heilaga nafn!
Þökk, kæri Jesús, fyrir allt, allt, sem þú hefir gert fyrir oss mennina, hvað viðvíkur eilífðarmálunum! Frá mínu sjónarmiði séð eru þau allt. Hins vegar játa allir menn og allar konur, er þekkja orð Krists, hans heilnæmu kenningu, sem er að finna í guðspjöllunum, að Drottinn Jesús gefur fyrirheit fyrir þetta jarðneska líf. Já, fyrir vorri tímanlegu heill. Meðal annars: Leitið fyrst Guðs og hans réttlætis og þá mun yður veitast allt annað að auki." Minnist þess, kæru menn og konur, að loforð Drottins Jesú Krists eru skilorðsbundin, Trúið og treystið Jesú.
Kristur er hið sanna ljós, er koma átti í þennan heim, til þess að hrekja burtu myrkur, efasemda og hleypidóma. Gefa oss mönnunum andlegt ljós í stað hins andlega myrkurs, er vér sátum í. Gleði í stað hryggðar, frið í stað friðleysis og líf í stað dauða. Kæra sál, hefur þú öðlast þetta fyrir trúna á Krist? Ef ekki þá kepptu eftir því. Minnstu þess, að Kristur sagði: Leitið og þér munuð finna." Ef til vill hefur þú leitað Krists, ef til vill hefur þú fundið. En sorgleg er þessi staðreynd, að margir menn og konur virðast leita að öllu öðru í þessum heimi en Jesú Kristi. En kæri lesandi, það, sem þér ríður mest á að leita að og finna í þessu lífi, er Jesús Kristur, hafir þú ekki þegar fundið hann. Hvers vegna? Vegna þess, að þú átt ódauðlega sál, sál, sem enginn getur bjargað nema Jesús Kristur. Hvers vegna? Vegna þess að Kristur sagði: Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig."
Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið." Jóh. 14, 6.
Mannleg skynsemi fær aldrei til fulls skilið þann mikla leyndardóm, sem fólginn er í Jesú Kristi. Nei. Svo miklu sem himininn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum", segir Drottinn. Jesaja 55, 9. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir allt, vilja svo margir menn og konur skilja allt Guðs ráð.
Líf Jesú Krists hér á jörðu, verk hans og hin guðdómlega kenning hans færir oss heim sannin um, að honum ber að trúa og treysta. Hann er meðalgangarinn milli Guðs og vor. Minnumst þess, er Páll postuli, hinn stórvitri maður, sagði í bréfinu til Efususmanna".
Á honum Kristi grundvallast nú djörfung vor og hinn öruggi aðgangur að Guði, er vér eigum fyrir trúna á hann." 3, 12.
Ef til vill kynnu einhverjir að segja, sem hafa litla eða enga þekkingu á orðum Krists, að hann hafi einvörðungu átt við þá lærisveina sína, er voru hjá honum á þessum stað og á. þessari téðu stundu. Þeir aftur á móti, er hafa kynnt sér orð Krists, sjá, að Drottin Jesús hefir haft fleiri í huga, því að hann segir í þetta sama sinn, á þessum sama stað, í bæn til Föðurins, Jóh. 17, 20.: En ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra."
Guði sé lof! Allra þeirra, sem eiga eilífa lífið í Jesú Kristi er minnst. Til allra þeirra nær þetta fyrirheit Krists: Ég lifi og þér munuð lifa." Og þar, sem ég er, þar skuluð þér og vera."
Kæra sál! Getur þú tileinkað þér fyrirheit Jesú Krists, svo mörg sem þau eru og dýrðleg?
Guð veiti þér það af náð sinni.
Árni Eiríksson. Tímaritið Afturelding 1. maí.1936.
Fámennt en góðmennt við bænastund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guð er kærleikur
11.4.2020 | 10:35
Sjáið hvílíkan kærleika Faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn, og það erum vér. Vegna þess þekkir heimurinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki. Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn og það er ennþá ekki orðið bert hvað vér munum verða. Vér vitum, að begar hann birtist þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Og hver sem hefir þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn". (1. Jóh. 3: 13).
Þetta ritaði postulinn Jóhannes. En spyrjum nú okkur sjálfa: Hvernig getum við hreinsað okkur eins og hann er hreinn? Guðs Orð kennir, að við höfum öll syndgað og skortir Guðs dýrð. En postulinn segir í 1. kap. v. 9: En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti". Svo mikil er gæska Guðs við okkur, að hann fyrirgefur okkur allar syndir okkar, ef við játum þær fyrir honum af öllu hjarta og biðjum hann að fyrirgefa okkur þær og hreinsa okkur af þeim.
Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skulið ekki syndga; og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá Föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta, og hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins".
Á þennan hátt birtir algóður Guð sinn eilífa kærleika til okkar syndugra manna, að hann sendi sinn elskaða son Jesúm Krist í heiminn, til að láta líf sitt á krossinum, sem lausnargjald fyrir syndir allra manna. Hann er steinninn, sem einskis var virtur af ykkur húsasmiðunum, hann er orðinn að hyrningarsteini. Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að ekki er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða". (Post. 4: 1112). Pétur postuli, fylltur Heilögum Anda, talaði þessi undursamlegu orð til höfðingja Gyðinga, sem létu krossfesta Jesúm, af því að þeir trúðu því ekki, að hann væri sá fyrirbeitni Messías, sem Guð hafði lofað að senda, til þess að frelsa heiminn. En Guð lét vantrú Gyðinganna verða til þess, að Jesús fórnaði lífi sínu, sem sektarfórn fyrir syndir vorar og gera okkur að erfingjum eilífs lífs; því að það er ómögulegt að nokkur maður geti kvittað fyrir syndir sínar hjá Guði, með góðverkum sínum, því að öll okkar góðverk eru sem saurguð klæði í augum Guðs; heldur er það aðeins Jesú heilaga blóð, sem er fullkomið lausnargjald fyrir syndir okkar. Ekkert annað getur Guð tekið gilt, sem lausnargjald fyrir syndir mannanna. Án helgunar getur enginn komist inn í Guðs ríki.
Ekki mun hver sá er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá er gerir vilja Föður míns, sem er í himnunum", segir Jesús. (Matt 7: 21). En það er vilji Guðs að allir menn trúi á Jesúm og taki á móti þeim gjöfum, sem hann vill gefa hverjum þeim, sem til hans kemur; því að Guð vill að allir frelsist. Þess vegna sendi hann son sinn í heiminn, til þess að heimurinn frelsaðist fyrir hann. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, sem ekki eru af blóði né af holdsvilja, né af mannsvilja, heldur af Guði getnir, segir guðspjallamaðurinn Jóh. 1: 1213. Það, sem allir menn þurfa að gera, til þess, að geta komist inn í Guðs ríki, er að trúa á Jesúm af öllu hjarta, játa syndir sínar fyrir honum og biðja hann að hreinsa sig af öllum misgjörðum.
Að krossi Jesú kom og sjá hans kvöl, hans píslarmynd. Hann gaf sitt líf, hann gaf sitt blóð, sem gjald fyrir þína synd".
Jesús tekur þá að sér, sem koma að krossi hans, með iðrunartárum. Og hann gefur þeim sinn frið. Líf þeirra verður fullt af unaði og gleði, þó að þrautir og erfiðleikar mæti manni, við og við, í þessum synduga heimi. En Jesús þekkir sína, og hann sleppir ekki verndarhendi sinni af þeim, sem hann tekur að sér. Hann leiðir þá að lifandi vatnslindum, sem er hans blessaða Heilaga Orð. Þar geta allir fengið hvíld og svölun fyrir anda sinn. Komið til mín, allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita sálum yðar hvíld", segir Jesús. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því að ok mitt er indælt og byrði mín létt". Matt. 11: 2830.
Þetta eru undursamleg orð. Það er svo blessað að mega koma til Jesú með allar sínar ábyggjur og sorgir; alla sjúkdóma og allt, sem amar að. Því að Jesús megnar að bæta úr öllu böli okkar. Hann hefir allt valdið, bæði á himni og jörðu; svo að allir, jafnt háir sem lágir verða að lúta honum. Hann heyrir líka bænakvak sinna nauðstöddu barna, sem brópa til hans í neyð sinni. En hann hefir alltaf sérstakt markmið okkur til heilla með það böl, sem hann ætlar okkur að bera. Og þó hann bænheyri okkur ekki strax, eins og við biðjum hann, þá megum við vita. það, að hann gefur okkur annað betra, en við biðjum um; því hann vill styrkja okkur í trúnni og þolinmæðinni, með því að prófa okkur í eldraun þjáninganna, til þess að við getum skinið því skærar í dýrðinni hjá honum. Ó þér að líkjast, ljúfasti Jesús. Löngun mín er og bæn sérhvern dag. Ef þú ert hjá mér einskis ég sakna, Ástríki Jesús, nær þér mig drag". Jesús sagði: Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt Orð, og Faðir minn mun elska hann og til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum", Jóh. 14: 23. Elskum hann, því að hann hefir elskað okkur að fyrra bragði, og enginn ástvinur er sem hann. Hann bregst ekki sínum, því að loforð hans standa stöðug að eilífu.
Smundur Sigfússon. Tímaritið Afturelding 1. júní 1946.
Prestsembætti endurvakið í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
B. Abbot trúboði hrópaði á dauðastundinni: Dýrð sé Guði! Ég sé dýrð himinsins ljúkast upp fyrir mér.
Mr. Allen, sem dó 1843, dó með eftirfarandi orð á vörum: "Ég hugsa um hin dýrðlegu orð Frelsarans: Þér skuluð og vera þar sem ég er.
Síðustu orð Mikaels Angelos, sem dó 1564,. voru: Ég dey í trúnni á Jesúm Krist og í bjargfastri trú á betra líf. Dr. Baleman, sem dó 1819, kallaði upp skyndilega: Hversu dýrðlegt! Englarnir bíða mín! Drottinn Jesús, tak í móti sál minni! Verið sæl!
Bosquet biskup, dáinn 1704, sagði á dauðastundinni: Ó, dauði, þú gerir ekki áform mín að engu, en fullkomnar þau! Flýt þér - þú góði dauði!
Jakob Böhme, sem lét lífið 1624, sagði við son sinn: Heyrir þú hinn dýrðlega hljóðfæraslátt? Þegar sonurinn svaraði neitandi, bætti faðirinn við: Opnið dyrnar, svo að hann heyrist betur! Nú geng ég inn í Paradis! J. Brown rétti fram höndina á dauðastundinni, og var spurður: Eftir hverju seilist þú? Konungsríki, hvíslaði hann.
Indianatrúboðinn David Brainerd, sem andaðist 1747, endaði líf sitt með þessum orðum: Að þóknast Guði og vera honum fullkomlega sameinaður er sá himinn, sem ég þrái. Vökumaðurinn er hjá mér, hvers vegna bíður vagninn svo lengi? Athugið eftir hverju hann er að bíða!
Greifinn af Buskan, dáinn 1829, hrópaði á dauðastundinni: Hamingjusamur, hamingjusamur. Richard Cromwell, dáinn 1712, sagði að síðustu: Lifið í kærleika! Ég fer til Guðs kærleikans.
John Elliot trúboði, dáinn 1689, sagði á dauðastundinni: Drottinn Jesús, sem ég hefi þjónað í 80 ár, kom í dýrð! Ég hefi lengi beðið komu þinnar. Velkomin, gleði!
Deyjandi enskur prestur sagði: Alla æfi mína hefi ég strítt við storminn, en nú sé ég að lokum höfnina.
Hinn frægi sænski uppfinningamaður Jolm Ericson, dáinn 1889, sagði á dauðastund sinni: Hvíldin er hugljúfari en henni verði með orðum lýst.
Dr. Judson dó 1850 með þessi orð á vörum: Ég fer með álíka mikilli gleði og drengurinn, sem hefir fengið frí frá skólanum.
Karl af Bala, dáinn 1814, gekk yfir um með orðunum: Það er borg frelsisins.
Hinn ameríski trúboði dr. S. A. Keen sendi eftirfarandi kveðju frá dánarbeð sínum: Hið fullkomna frelsi, sem við höfum boðað, er fullkomnara en nokkru sinni fyrr.
Wittiam Knibb dó árið 1845 með þessi orð á vörum: Hvílík dýrð að sjá skýin dreifast og að velþóknun Guðs hvílir yfir mér.
Peter Kruse gekk yfir um með þessum orðum: Allir himnanna herskarar!
Kalkuttatrúboðinn Alphonse la Croix hrópaði undir það síðasta: Allt er gott, enginn ótti, enginn efi, fullkominn friður, Jesús er nálægur!
Dr. Lechman dó 1785 með orðunum: Ég á ekki einungis frið á síðustu augnablikum mínum, en einnig gleði, sigurfögnuð - er alveg frá mér numinn. Hvaðan kemur þessi mikli fögnuður? Frá þessari bók (Biblíunni), því að hún gefur okkur fullvissuna um, að hið dauðlega uppsvelgist í sigur.
R. Leister kallaði upp yfir sig á dauðastundinni: Sigurinn er unninn!
Marteinn Lúther andaðist 1546. Hann sagði: Vor Guð er sá Guð, sem frelsið kemur frá. Guð er Drottinn, og í honum umflýjum við dauðann.
Robert Lawe sagði: Ég er deyjandi. Sjón mín er næstum horfin. En það verður bjartara og bjartara. Presturinn Hugh McKeil, sem var líflátinn 1661, sagði við Guð: Nú byrja ég samvist mína við þig, og hún mun aldrei enda taka.
D. L. Moody, sem fékk heimfararleyfi 1899, sagði við elsta son sinn morguninn, sem hann dó: Jörðin hverfur sýnum og himininn opnast yfir mér, Guð kal1ar. Er þig að dreyma, pabbi? Nei, Vill, mig var ekki að dreyma. Eg hefi verið innan við hliðin. Ég hefi séð barnsandlitin. Því næst sagði hann: Er þetta dauðinn? Þetta er dýrðlegt. Enn þá seinna: Guð kallar. Þetta er krýningardagur minn. Ég hefi lengi beðið eftir honum.
Morris biskup dó 1877 með orðunum. Framtíðin er björt. Isaau Myers fagnaði á dauðastundinni, segjandi: Sigur, sigur, fagnaðarríki sigur! Brátt er ég farinn - brátt er ég farinn - næstum heima - ég er tilbúinn! Hann er kominn, hann er kominn!
James Needham kallaði upp yfir sig á dauðastund sinni: Dýrð, heiður, vald, hátign og kraftur tilheyrir Guði og Lambinu að eilífu.
Síðustu orð dr. Newtons voru: Eg er upprisan og lífið, sagði Jesús Kristur, Frelsari syndara. Lofið Drottin, lofi hann alheimur! Far vel synd, far vel dauði! Lofið Drottin! Lofið hann að eilífu!
Píslarvotturinn John Noys sagði við vini sína, þegar hann stóð í bálinu: Við munum ekki missa líf okkar í þessum eldi, en við fáum það aðeins endurbætt. í stað kola fáum við perlur. Annar píslarvottur, Bandioon, sem var brenndur á báli 1556 ásamt föður sínum, sagði við hann: Ver hughraustur, faðir! Hið versta er bráðum búið. Sjá, ég sé himininn opinn og miljónir af ljósenglum tilbúna að taka á móti okkur. Blessanir himnanna munu oss nú gefnar verða! Aðeins nokkur augnablik og við munum ganga inn í hina himnesku bústaði.
John Owen sagði á dánardegi við Payne: Hinn langþráði dagur er nú loks upprunninn, dagurinn, þegar ég fæ að sjá dýrðina á annan hátt en ég hingað til hefi séð.
Síðustu orð J. Parsons voru: Þegar ég geng inn til dýrðarinnar mun ég með rödd minni taka þátt í himneskum söng og veifa með pálmagreinum yfir höfðum hinna heilögu og hrópa: Sigur, sigur í blóði lambsins!
Síðustu orð John Swails voru: Ó, hvílík dýrð! Herbergið er fullt af ljóma!
Topbady dó 1778 með þessi orð á vörum: Dauðinn er ekki eyðilegging. Himininn er bjartur, það eru engin ský. Kom, Drottinn Jesús, kom fljótt!
Samuel Walker dó 1761 með þessum vitnisburði: Ég er borinn á englavængjum. Himininn hefir verið opnaður fyrir mér. Ég mun brátt vera þar. ó, vinur minn, ef ég hefði haft þrek til þess að tala, mundi ég hafa sagt þér þvílíkar nýjungar, að sál þín hefði stórkostlega fagnað. Ég sé þvílíkar undursamlegar sýnir, en ég megna ekki að segja meira.
Síðasti vitnisburður W. Whytbys var: Hver er þar? Hvað er þetta? Englar koma til mín!
Rob. Wilkinson trúboði dó með þessum orðum: Ó, hvílíka hluti hefir ekki Drottinn opinberað fyrir mér í kvöld! Ó, Guðs dýrð! Ó, Paradís með þína guðdómlegu fegurð og sælu! Guð er kærleikur! Ó, hjálpa mér að lofa hann! Ég mun lofa hann eilíflega!
Sunnudagsmorgun einn árið 1860 kvaddi James Wilson þennan heim til þess að búa í húsi Drottins að eilífu. Hann sagði: Það er ekkert myrkur í dalnum. Það er aðeins ljós!
Mary Davis hrópaði á dauðastundinni: Hvílík dýrð!
Frú Glenontry sagði, þegar hún var að deyja: Ef þetta er dauðinn, þá er hann hugþekkasta fyrirbrigöi, sem hugsast getur.
Síðustu orð frú Hastings voru: Ó, mikilleiki þíns guðdómlega fagnaðar, sem mér er úthlutaður. Síðasta orð Hönnu Mores var: Gleði!
Kveðjuorð Susönnu Wesley til barna hennar voru: Börn, þegar ég er farin, þá syngið söng Guði til dýrðar!
Sunnudagaskóladrengur einn, E. Lawrence, sagði á dauðastundinni við móður sína: Ég kem! Jesús bíður mín og ég hans. Þar eru björt klæði, og þar er kóróna. Ég fer til þess að taka á móti þessu! Vertu sæl mamma!
Rowland Hill trúboði, dáinn 1833, endurtók hvað eftir annað eftir að hann skildi við: Jesús hefir elskað mig, ég get ekki sagt hvers vegna. Við erum eitt. Hann vill ekki vera í dýrðinni og láta mig vera fyrir utan.
Gunnar Wingren var sænskur trúboði, og brautryðjandi hvítasunnusafnaðarins í Brasilíu. Hann lést árið 1933. Vinir hans, er stóðu við dánarbeð hans, sáu allt í einu björtum geisla slá yfir hann. Í geislanum komu fram tvær gegnumstungnar hendur, er fóru niður með síðum hans, eins og þær ætluðu að lyfta honum upp. Um leið fagnaði hann stórlega í Andanum og sagði: Nú heyri ég sönginn - eins og inni í hjarta mínu. Rétt á eftir dó hann.
T. B. Baratt, sem af mörgum hefir verið nefndur postuli hvítasunnuvakningarinnar á Norðurlöndum, dó 29. jan. 1940. Þegar hann var kominn að dauða, skrifaði hann þessa kveðju til hvítasunnufólksins víðs vegar: Allir mínir kæru hvítasunnuvinir! Sækið fram, haldið ykkur nærri Guði, og trúið öllum þeim sannleika, sem Biblían hefir frætt okkur um. Ef einhverjir hníga og verða teknir heim í dýrðina, þá munu nýir ganga fram í eldlínuna. Það er aðeins tjaldbúð mín, sem er hrörleg nú, en andi minn fagnar í Drottni. - Ykkar bróðir og vinur T. B. Barratt.
Nokkru síðar, þegar nákomnustu starfsbræður hans komu til þess að kveðja hann hinnstu kveðjunni, lyfti hann hönd sinni til himins og sagði með ástúðlegum kærleika í röddinni: Ég mun sjá Konung konunganna í ljóma sínum. Nokkru þar á eftir gekk andi hans út úr tjaldbúðinni og inn í dýrðina.
Látum oss því og, þar sem vér erum umkringdir af slíkum fjölda votta, létta af oss allri byrði og viðloðandi synd, og þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrir sett og beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar ... Hebr. 12, 1-2.
Ásmundur Eiríksson. (Fyrrverandi forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík).
Sunnudagaskóli þjóðkirkjunnar myndskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lesið um 19 vikna fóstrið
15.2.2020 | 11:07
Sjáið fóstrið sjúga á sér þumalfingurinn.*
Komið er í ljós, að þegar fóstur sýgur þumalfingur sinn, þá sést að það er fyrir fram viðbúið með því að opna munninn rétt áður.
Spurt er á dreifiblaði brezkra lífsverndarsinna:
If he is not alive,
why is he growing?
If he is not a human being,
what kind of being is he?
If he is not a child,
why is he sucking his thumb?
If he is a living, human child,
why is it legal to kill him?
* Myndin er af fjögurra og hálfs mánaðar fóstri, þ.e. um 19 vikna, tekin af hinum sænska Lennart Nilsson (Et Barn bliver til, Gyldendal, endurútg. 1985, s. 125; Barn verður til, Vaka-Helgafell, án ártals, s. 140).
En hér á Alþingi Íslendinga var í alvöru samþykkt að gera fóstureyðingar frjálsar að kröfu konu (af hvaða ástæðu sem er og þarf ekki að tilgreina neina!) til loka 22. viku meðgöngu! Og þetta var stjórnarfrumvarp!!!
þessi sönnu og vel ígrunduðu orð eru skrifuð af Jóni Vali heitnum á Kristblogi 25. júní 2019. Er þessi pistill birtur í fullvissu þess að höfundur hefði viljað að boðskapur hans væri sem flestum ljós.
Trúmál og siðferði | Breytt 16.2.2020 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á hverjum degi í Norður-Ameríku eru þúsundir barna teknar af lífi í móðurkviði. Og á hverjum degi, þegar við förum til vinnu, deyja börn í móðurkviði hræðilega sársaukafullum dauðsdaga, síðustu stundir þeirra fyllast af óumræðilegri kvöl. Og þó, sú staðreynd að börn eru pyntuð til dauða í móðurkviði, eins og einn fóstureyðinga aðgerðarsinni orðaði það, er varla minnst á það í fréttum fjölmiðla - jafnvel þegar glæsileg ný rannsókn leiðir í ljós að margar forsendur sem fjölmiðlar gjarnan benda séu rangar. Frá "The Blaze":
Í læknisfræðilegri sátt hefur verið talið að ófædd börn finni ekki fyrir sársauka fyrr en um miðjan eða lok annars þriðjungs, 20 til 24 vikur. En nýlegar læknisfræðilegar rannsóknir benda til þess að ófædd börn geti fundið fyrir sársauka miklu fyrr.
Nýju rannsóknirnar benda til þess að ófædd börn geti fundið fyrir einhverju eins og sársauka strax á 13 viku, sagði breski verkjasérfræðingurinn Stuart Derbyshire, sem hefur áður ráðfært sig við Planned Parenthood, og bandaríski doktorinn John Bockmann sagði við Daily Mail.
Nýju sönnunargögnin eru í raun að segja að það að Derbyshire og Bockmann hunsi sönnunargögnin daðra við siðferðilegt kæruleysi sem við erum hvött til að forðast.
Sterka fullyrðingin kemur þrátt fyrir yfirlýsingu Derbyshire frá 2006 í British Medical Journal um að upplýsa ekki konur sem sækja eftir fóstureyðingu um hugsanlegan sársauka sem ófætt barn þeirra muni upplifa sé góð stefna byggð á góðum sönnunum um að fóstur geti ekki fundið fyrir sársauka.
Áður héldu læknasérfræðingar að yngri ófædd börn gætu ekki fundið fyrir verkjum vegna þess að heilabörkurinn, sem hefur stjórn á skynjunarupplýsingum og taugakerfinu, er ekki nægilega þróaður fyrr en eftir um það bil 24 vikur. Í einni nýlegri læknisrannsókn kom í ljós að fullorðinn einstaklingur með mikið skemmdan heilabörk geti enn fundið fyrir verkjum, samkvæmt Daily Mail.
Miðað við sönnunargögn um að fóstrið gæti hugsanlega fundið fyrir eins og verkjum við fóstureyðingu á síðari tíma meðgöngu virðist það vera sanngjarnt að klíníska teymið og barnshafandi konan séu hvött til að íhuga fósturverkja [verkjastillingu], sögðu læknarnir.
Afleiðingar nýju rannsóknarinnar eru mikilvægar vegna þess að fóstureyðingarmörk eru oft byggð á þeirri trú að ófædd börn finni ekki fyrir sársauka fyrr en í 24 viku. Ef niðurstöðurnar eru staðfestar - að ófædd börn finna fyrir sársauka strax í byrjun annars þriðjungs meðgöngu - gætu ný fóstureyðingalög verið gerð til að vernda ófætt líf um allan heim.
Sú niðurstaða er líklega of bjartsýn - ég held að flestum fóstureyðingafólki sé einfaldlega alveg sama. Miðað við hryllingssögurnar sem hafa lekið úr fóstureyðingariðnaðinum með litlum undirtektum í áratugi, gera fjölmiðlar það heldur ekki. Þeir hafa haldið uppi yfirhylmingu allt of lengi (The Guardian endar allar sögur sínar um fóstureyðingar með smá eftirskrift sem upplýsir lesandann um að fóstureyðingar séu mannréttindi), og það er einmitt þess vegna sem svo fáar fréttastofur nenna að hylja þessa sprengjusögu.
Þvílík hræðileg speglun á því sem við erum orðin.
Þýdd frétt frá: Thebridgehead.ca
Met fjöldi lífsverndarsinna ganga til stuðnings lífs fyrir fæðingu
18.1.2020 | 13:25
Þúsundir mættu í kröfugöngur í Denver og Chicago til að mótmæla fóstureyðingum.
Göngurnar eru hluti af alþjóðlegu átaki til að vekja athygli á að yfir 600.000 þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar í Bandaríkjunum á hverju ári.
9.000 manns tóku þátt í "ganga fyrir lífið" í Chicago í Illinois sem hafði þemað Life Empowers: Pro-Life is Pro-Woman! (sem útleggst "Lífið gefur kraft: ófætt líf er verðandi kona".
Sá sem fór fyrir göngunni Dawn Fitzpatrick, stjórnarformaður "ganga fyrir líf í Chicago sagði við Chicago Tripune, Það eru fleiri í Illinois og miðvesturlöndunum sem viðurkenna hversu brýnt þetta er. Við viðurkennum að manneskja er til allt frá því að getnaður á sér stað."
Yfir 8.000 manns komu saman í gönguna; "Celebrate Life rally" - "áttak til að fagna lífinu" í Denver í Colorado og bar fólk skilti sem á stóð: Borgaraleg réttindi byrja í móðurkviði og Ég er kynslóð þeirra ófæddu (I am the pro-life generation).
Var þátttakendum gefinn kostur á að skrifa undir beiðni til að krefjast atkvæðagreiðslu í Colorado árið 2020, sem hefur það að markmiði að að vernda ófædd börn með því að binda enda á fóstureyðingar seint á meðgöngu.
með frumkvæði 120 einstaklinga mætti fá lögum breitt þannig að ef læknir framkvæmir fóstureyðingu eftir 22 viku meðgöngu verði læknisleyfi hans afturkallað í amk þrjú ár nema í tilvikum þar sem líf móðurinnar er í hættu.
Samkvæmt Charlotte Lozier-stofnuninni, rannsóknarhópi um ófætt líf, voru árið 2018 gerðar 323 fóstureyðingar í Colorado á 21 viku meðgöngu eða síðar. Lífslíkur barna fædd eftir 22 vikur hafa tvöfaldast á undanförnum áratug sem krefst þess að gefnar verði nýjar leiðbeiningar í Bretlandi, sem gera læknum kleift að reyna að bjarga börnum sem fæðast allt niður í 22 vik á meðgöngu.
Colorado varð fyrsta ríkið sem leyfði fóstureyðingar í afmörkuðum tilvikum árið 1967. Sem stendur hefur ríkið engar takmarkanir á því hvenær hægt er að framkvæma fóstureyðingu og hafa talsmenn fóstureyðingasinna þrýst á að halda því þannig. þeir sem framkvæma fóstureyðingar í ríkinu þurfa ekki að veita móður umönnun eftir fóstureyðingu og ekki þarf samþykki foreldra barnungra mæðra sem óska eftir fóstureyðingu.
Meðal ræðumanna í göngunni var erkibiskupinn Samuel J. Aquila, sem deildi því hvernig reynsla hans af því að vinna á sjúkrahúsi sem háskólanemi og sjá börn sem eytt hafði verið í fóstureyðingu, breytti lífi hans.
Mæting á viðburði um allan heim fyrir hinum ófæddu hefur einnig aukist á undanförnum árum. Árið 2019 hvöttu yfir 50.000 Slóvakar leiðtoga landsins til að vernda ófædd börn. Viðburðir til stuðnings á lífinu á Norður-Írlandi náðu til yfir 20.000 manns, yfir 11.000 gengu til lífs í Hollandi, yfir 5.000 manns gengu til lífs í Bretlandi og yfir 2.000 manns sóttu Mars for Life í Nýja-Sjálandi.
Stytt útgáfa af frétt sem birtist á Right til Life UK 15. Janúar 2020.
Steindór Sigursteinsson
Kvíðavaldandi að þurfa samþykki fyrir þungunarrofi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Valur Jensson - minning
16.1.2020 | 20:54
Í dag 16. janúar var jarðsettur hinn mikli kennimaður Jón Valur Jensson guðfræðingur, ættfræðingur og fyrrverandi prófarkalesari hjá Morgunblaðinu í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Var hann einn af bestu bloggurum hér á moggablogginu, ötull baráttumaður fyrir réttindum ófæddra barna í móðurkviði og fyrir kristnum gildum í landinu og ásamt þáttöku í pólitísku umræðunni sem varðaði hag vors lands og okkur íslendinga ásamt fleiru. Var hann undirrituðum vel kunnur vegna þáttöku undirritaðs í Kristnum Stjórnmálasamtökum sem Jón heitinn var í forsvari fyrir.
Finnst mér mikill missir af bloggvini mínum sem var mér sem vinur og samstarfsfélagi því Jón uppörvaði mig og hrósaði mér þegar við átti þegar ég sendi inn blogg á Kristbloggið eða á mína eigin bloggsíðu. Mun ég sakna hans góðu ráðlegginga og starfs hans innan Kristilegu Stjórnmálasamtakana sem hafa vaxið nokkuð hin síðari ár. Erum við eitthvað yfir 20 eftir andlát hans.
Skilur Jón eftir eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla enda mikill og víðlesinn fræðimaður. Það er skoðun mín að við séum fátækari eftir andlát hans. Umræðan í blogginu og í þjóðfélagsumræðinni verður einsleitari. Er mikill missir af manni jafn lendum í ríki sannleikans því Jón heitinn var ötull talsmaður sannleikans Guðs orðs og varnarmaður ófæddra. Fallin er nú frá góður drengur.
Drottinn styrki fjölskyldu hans. Blessuð sé minning Jóns Vals.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blessuð sé minning þín Jón Valur
11.1.2020 | 12:04
Það er með trega og söknuði sem ég skrifa um bloggvin minn Jón Val Jensson sem varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 6. janúar, sjötugur að aldri.
Ég kynntist Jóni árið 2015. er ég gekk til liðs við Kristin stjórnmálasamtök sem hann var í forystu fyrir. Ég sendi í gegn um tíðina inn nokkuð af bloggum á moggabloggsíðu samtakanna sem Jón las yfir og leiðrétti ef þess þurfti með og bjó þau til birtingar. Ég þekkti Jón að mestu í gegn um tölvupóstsamskipti vegna bloggana minna og í síma en hitti hann aðeins tvisvar sinnum í eigin persónu. Komst ég að því að þar fór maður með einlæga kristna trú, vingjarnlegur og hugrakkur sem var alltaf fús til að aðstoða aðra og hjálpa til. Kristin trú hans var drifkrafturinn í baráttunni fyrir lífinu sjálfu þe. baráttunni fyrir rétti fóstra í móðurkviði og hin ýmsu mál sem snertu kristna trú og siðferði. Hann var einnig mjög virkur í stjórnmálaumræðunni um ýmis málefni eins og sjálfstæði þjóðarinnar, andstaða gegn ESB aðild og Icesave, ýmis réttlætismál ofl. Voru fáir hans líkir hvað varðar hugrekki og afköst á þeim vettvangi.
Það er með gleði sem ég minnist samstarfs míns við Jón Val og eina flokksfunds Kristinna stjórnmálasamtaka sem ég sá mér fært að mæta á sem var á heimili Jóns snemma árs 2016. En þess tíma minnist ég jafnframt með söknuði því við munum ekki njóta krafta þessa baráttumanns sem svo einarðlega benti fólki á hin kristnu gildi með skrifum sínum. Ég mun sakna innlita Jóns Vals hér á bloggsíðu minni og pistlum hans hér á blogginu. Moggabloggið verður fátækara að honum gengnum.
Vertu blessaður Jón Valur. Megi Guð blessa þig um aldur og eilífð.
Ég votta fjölskyldu hans og öllum sem stóðu honum næst samúð mína.
Andlát: Jón Valur Jensson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki hentar það öllum að klukkunni sé seinkað
8.12.2019 | 11:31
Fólk sem vinnur innandyra á daginn eins og ég sem vinn til kl 15 virka daga finnst betra að sem lengst sé eftir af dagsbirtunni þegar vinnudegi lýkur. Ég mundi ekki kjósa að klukkunni sé seinkað td. um 1. klukkustund. Á þetta sérstaklega við þegar dagsbirtu nýtur hvað skemmst við í skammdeginu. Þegar ég hef hef lokið vinnudegi finnst mér gott að enn sé bjart og ég geti gert hitt og þetta úti á meðan dagsbirtunnar nýtur við. Ef klukkunni væri seinkað um 1. klukkustund væri það sama og ég væri hætta að vinna kl. 16. og þá væri myrkrið að skella á nú í desember.
Þetta mál þarf að kryfja vel áður en ákvörðun er tekin. Það að hafa umsagna-gátt opna á Alþingi fyrir umsagnir fólks er ekki nóg. Ekki hafa allir djörfung eða getu til að senda inn umsögn - Það þarf þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál ef alþingi vill halda þessu máli til streytu. Þessi breyting hefur í för með sér það mikið inngrip í líf fólks og snertir marga ólíka fleti.
Ekki myndu margir kæra sig um þessa breytingu held ég.
Með bestu kveðju.
Svandís vill seinka klukkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullyrðing stuðningmanna Orkupakka 3 varðandi sæstreng er röng
31.8.2019 | 12:02
Orðræða þingmanna sem hlynntir eru Orkupakka 3 einkennist á afneitun á því að umrædd reglugerð feli í sér að Íslendingum beri að samþykkja langingu sæstrengs ef td. erlent stórfyrirtæki sæktist eftir því. Heyrist sú fullyrðing oft í fjölmiðlum að ekkert standi í OP3 varðandi það að Íslendingar séu skyldir til þess að samþykkja lagningu sæstrengs. Augljóslega eru í OP3 ákvæði sem mæla fyrir um raforkuviðskipti yfir landamæri, með raflínum, sem í tilfelli eylandsins Íslands hlýtur að vera í formi sæstrengs eða sæstrengja. Allar fullyrðingar um, að þriðji orkupakkinn feli EKKI í sér sæstrengi, eiga því ekki við rök að styðjast.
Í reglugerð Evrópusambandsins nr. 702/2009 frá 13. júlí 2009, um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, segir svo í 1. og 5. lið:
1) Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem ber yfirskriftina Stefna í orkumálum fyrir Evrópu" er lögð áhersla á mikilvægi tilkomu innri markaðarins á sviði raforku og jarðgass. Það að bæta regluramma á vettvangi Bandalagsins var auðkennt sem lykilráðstöfun til að ná því markmiði. [...]
5) Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku. [...]
Í viðauka við reglugerð EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 714/2009 segir svo: "Flutningskerfisstjórar skulu leitast við að samþykkja öll viðskipti, þ.m.t. þau sem tengjast viðskiptum yfir landamæri."
Í 19. grein ofangreindrar reglugerðar stendur ma: "eftirlitsyfirvöld skulu vinna saman og með framkvæmdastjórninni og stofnuninni til að uppfylla markmið þessarar reglugerðar, eftir því sem við á, í samræmi við IX. kafla tilskipunar 2009/72/EB," og í 21. gr.: "Með fyrirvara um 2. mgr. skulu aðildarríkin setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim ákvæðum sé beitt...."
Þetta þýðir ekki að Íslenska ríkisvaldið sé skylt til að kosta og leggja héðan sæstreng, heldur einfaldlega, að engum leyfist að hindra viðskipti með raforku um slíkan sæstreng. Og við munum engu um það ráða hvort hingað verður lagður sæstrengur verði OP3 innleiddur. Líklegt má heita að það yrði knúið áfram með dómsvaldi og við látin borga brúsann með hærra orkuverði.
Peter Ørebech, sérfræðingur í Evrópurétti og lagaprófessor í Noregi, segir að það sé alveg á hreinu að ef fjárfestir, t.d. þýski raforkurisinn E.ON, hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Íslandi, dugir ekkert fyrir okkur að mótmæla því. Málið verður á valdsviði stofnunar Evrópusambandsins, þ.e. ACER. Þetta er stofnun á embætti sem Ísland getur ekki gefið fyrirmæli eða haft áhrif á. ACER getur ekki hafnað slíkum streng því að slíkt myndi stríða gegn EES-samningnum um magntakmarkanir á inn- og útflutningi, samanber 11. og 12. gr. samningsins.
Vonast eftir stuðningi við sæstreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.9.2019 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)