Afnám laga um helgidagafrið er atlaga að réttindum launafólks og kristinni hefð

    Þau dapurlegu tíðindi bárust 12. júní sl á Mbl.is að frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um breyt­ingu á lög­um um helgi­dagafrið var samþykkt á Alþingi með 44 at­kvæðum gegn 9. Er það ekki undrunarefni að allir þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu er það í ljósi þess að þingmenns þess flokks hafa áður sett sig á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem brýtur á móti kristnu siðgæði en það var fóstureyðingarfrumvarpið alræmda sem gefið var fegrunaryrðið "þungunarrof" til þess eins að fela þann gjörning að deyða á miskunnarlausan hátt barn í móðurkviði allt til enda 22 viku meðgöngu.

    Fellir frumvarpið sem Sig­ríður kynnti þegar hún var dóms­málaráðherra úr gildi ákvæði laga sem banna til­tekna þjón­ustu, skemmt­an­ir og afþrey­ingu á til­greind­um helgi­dög­um þjóðkirkj­unn­ar. enn verður þó bannað að trufla guðsþjón­ustu, krikju­leg­ar at­hafn­ir eða annað helgi­hald.

    Það er alveg kristalstært í mínum augum að afnám helgidagafriðar hefur í för með sér meira vinnuálag fyrir launafólk og minni hvíld. Enda þótt að lagabreytingin feli ekki í sér afnám lögbundinna frídaga þá mun þessi breyting auka þrýsting atvinnurekenda á starfsfólk í vínveitinga- og veitinga- og skemmtistaðabransanum og starfsfólks í búðum að vinna á lögboðnum helgidögum kirkjunnar.
Finnst mér þetta vera hvílík hneisa fyrir Alþingi að samþykkja þetta lagafrumvarp sem að mínu áliti var samþykkt af 2 augljósum ástæðum:

1 Að maka krókinn sem mest fyrir atvinnurekendur í þjónustubundnum rekstri.
2. Að afnema sem mest af kristum hefðum og menningu sem hafa ekki skilað öðru en góðum áhrifum til samfélags okkar í gegnum árin.
    Með þessu er verið að:
1. Lítilsvirða kristna trú og þá helgidaga sem settir hafa verið fyrir áhrif kirkjunnar sem ætlaðir eru að gefa fólki frið og hvíld til að njóta þessara helgidaga.
2. Þrengja að rétti launafólks til að fá hvíld frá störfum sem veitir ekki af því vinnuálag vinnandi fólks hér á landi er með því mesta sem þekkist.

    Megi Ríkisstjórnin hafa skömm fyrir þetta lagafrumvarp sem samþykkt hefur verið og sá meirihluti þingmanna sem samþykkti þetta.
    Með Miðflokkinn er annað mál. Megi Guðs blessun fylgja þeim Miðflokksmönnum fyrir að samþykkja ekki þetta frumvarp. Mættu þeir ganga hnarreistir inn í framtíðina og ná yfirburðakosningu í komandi kosningum sem eru ekki svo langt undan. Þeir eiga það svo sannarlega skilið með þrautseigju sinni og fullveldis-ást sem þeir sýna með því að standa föstum fótum gegn 3 orkupakkamálinu 
    En um það mál vil ég segja að það er úlfur í sauðagæru þar sem ætlunin er að koma orkuauðlindum landsins sem mest í einkaeigu og græða sem mest á raforkusölu án þess að það komi fólkinu og allra síst garðyrkjubændum, bökurum, stóriðju og starfsfólki þeirra til góða. Nei þvert á móti aukast líkurnar á því að með samþykkt orkupakka 3 verði sæstrengur lagður en það myndi margfalda raforkuverð hér á landi. Þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin þykist hafa gert gegn lagningu sæstrengs munu ekki halda fari ACER í mál við ríkið vilji erlent fyrirtæki leggja hingað sæstreng.

Kær kveðja.


mbl.is Helgidagafriður ekki lögbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung fimleikakona með Downs heilkenni gerist fyrirsæta og brýtur staðalímyndir

Chelsea WarnerAllir eru fallegar á sinn hátt - það er það sem við höfum alltaf heyrt sem börn. En reyndin er ekki sú því þegar við kveikjum á sjónvarpinu og stillum á tískuþættina, sjáum við tákn fullkomnunar þar sem ekki er pláss fyrir þá sem eru öðruvísi. En jafnvel innan þessarar fullkomnunar, braut Chelsea Werner, fimleikakona frá Danville, Kaliforníu, sér leið inn í hinn fullkomna heim. Hún hefur Downs heilkenni, litningagalla sem leiðir til tafa á vitsmunalegum og lífeðlisfræðilegri þróun einstaklings.

Sem fimleikakona er Chelsea Werner vel þekkt. Hún hafði tekið þátt í United States National Championship og hefur unnið World Championship tvisvar. Að vinna eða öllu heldur, fimleikar hefur alltaf verið hluti af lífi hennar. Hún var aðeins 4 ára gömul þegar fimleikar komu í líf hennar sem leið til að styrkja vöðva hennar. Skömmu síðar varð hún meistari sem hún er nú. Samkvæmt Chelsea hefur þessi íþrótt kennt henni nýja hæfileika og þar á ofan fyllt hana sjálfstrausti.

Og það er sennilega, það sem þarf til að komast áfram með drauma sína. Og smá stuðningur frá fjölskyldunni. Saga Chelsea gæti verið sú sama fyrir verðandi módel með Downs heilkenni. Hvar sem hún leitaði fyrir sér í tísku iðnaðinum var henni vísaði í burtu þar sem ekkert pláss var fyrir einstakling með Downs heilkenni samkvæmt því sem fyrirtækin sögðu. En Chelsea hélt markvisst áfram og fjölskylda hennar gafst aldrei upp á henni.

Og þolinmæðin og þrautseigjan borgaði sig. Fljótlega var hún uppgötvuð vegna fjölmiðla af fyrirtækinu "Við tölum", stofnun sem starfar með það að markmiði að stuðla að jákvæðni varðandi líkamsvöxt og þátttöku í fyrrsætu heiminum. Chelsea sá það eins og margar aðrar leiðir, módel heimurinn hafði lága ímynd af fólki með Downs heilkenni. Hún vildi vera sú sem knúði fram breytingu. Og sem betur fer var það nóg, stofnandi We Speak, Briauna Mariah, sá hennar björtu, bjartsýnu orku á myndbandi. Hún uppgötvaði möguleika Chelsea á að klifra stigann í tískuheiminum.

Og hún gerði það! Frá fyrsta myndbandi hennar hefur Chelsea komið fram sem alþjóðleg tilfinning. Fólk dáist að henni í fjölmiðlum og hún varð geisli vonar fyrir marga foreldra með börn greind með Downs heilkenni. Ekki aðeins þáttaka hennar og myndirnar sýna að við erum öll falleg á okkar eigin hátt, heldur hefur hún sýnt fólki með Downs heilkenni að ekkert geti eða ætti að stöðva þau. Þau eru fær eins og hver annar að gera það sem þau vilja. Chelsea hefur sýnt þeim leið til að vinna bug á röskun sinni og yfirvinna hana.

Jafnvel tísku heimurinn er ánægður með Chelsea. Samkvæmt Mariah, er Chelsea bara yndisleg. Hún getur tekið viðbrögðum eins og gagnrýni án þess að líta á það með þröngsýni og hún er fljót að læra líka. Þetta eru tveir eiginleikar sem eru mjög mikilvægar fyrir alla þætti lífsins, en á sérstaklega við í fyrirsætu heiminum. Mariah er full vonar að Chelsea muni ná mjög langt á sinni braut. Það er nú þegar að verið að gera hennar eigin síðu og vörumerki og prófa hana fyrir framan myndavélina. Innan tíðar mun hún koma fram til að heilla okkur með sjálfstrausti sínu og fegurð.

Chelsea Werner mun fylgja Maran Avila og Madeline Stuart, tveimur samnemendum hennar sem einnig hafa Downs heilkenni. Stuart hefur nú þegar komið á framfæri hennar eigin fatalínu með nafninu "21 Ástæða Hvers vegna" (21 Reasons Why), sem gefur til kynna að auka 21-litninginn sem veldur Downs heilkenni. Í heimi sem lofar fullkomnun, er engin föst skilgreining á fullkomnun. Við getum öll verið falleg.

Chelsea heldur því fram að á þessum víðsjáverðu tímum ætti fólk að losa sig við misskilning varðandi fólk með fötlun, vera óttalaust og grípa það sem það dreymir um. Hún hefur gert það að verkefni hennar og við getum öll verið hluti af þessu samþykki. Losum okkur við fastar ímyndir um fegurð og lítum á þá sérstöðu sem við eigum öll í okkur. Eftir allt saman, eins og Chelsea hefur bent á erum við öll falleg á okkar hátt.

Steindór Sigursteinsson þýddi þessa grein sem birtist 24. mars 2019. á heimasíðunni scienceinsanity.com.
http://www.scienceinsanity.com/2019/03/a-champion-gymnast-with-down-syndrome.html
Sjá einnig fleiri þýddar greinar um sama málefni:
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2192613/?fbclid=IwAR0-FxIlzDfc91kBq-9zlUh3zPnDTY2wY943j75yJYBCo6U4q0exGcvoKrA
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2193063/?fbclid=IwAR3qrQIFoL5H_EOSCyMKpTiLsj36NZTwuJD_y5cafKtdLAeP7dp2D_BPnZ8
https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2183304/?fbclid=IwAR0-FxIlzDfc91kBq-9zlUh3zPnDTY2wY943j75yJYBCo6U4q0exGcvoKrA


Höfnum orkupakka 3 og treystum þar með forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum

    Miðflokksmenn eiga heiður skilinn fyrir framgöngu sína á Alþingi þar sem þeir reyna að hindra samþykkt 3 orkupakkans og að reyna að benda þingmönnum á hversu hrapalega væri að verki staðið ef haldið er áfram á þeirri braut að innleiða hér tilskipanir ESB í orkumálum. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti íslendinga er á móti innleiðingu O3. Á það ekki að koma á óvart því enn sem komið er eru orkufyrirtækin í almannaeigu (90%) og skapa ríkinu mikinn hagnað sem eykur hagsæld og rafmagnsverð er hér með því lægsta sem þekkist í heiminum þökk sé ríkisreknu fyrirtækjunum.
    Ekkert land framleiðir meiri raforku á hvern íbúa en Ísland. Orkan er hrein. Við megum ekki glata forræði okkar yfir þessari verðmætu auðlind. Áhrif kjósenda á orkumál munu hverfa með orkupakkanum. Löggjöfin kemur frá ESB og hluti ríkis- og dómsvalds í orkumálum færist til erlendra stofnana. Við verðum skuldbundin til að innleiða löggjöf sem hentar ekki okkar aðstæðum og hagsmunum. Ísland hefur enga tengingu við orkumarkað ESB og því er ekki ástæða til að innleiða hér löggjöf sameiginlega orkumarkaðarins. EES-samningurinn fer ekki í uppnám þótt við segjum nei takk við orkupakkanum. Það er okkar réttur samkvæmt samningnum að segja nei.
    Evrópusambandið hefur það markmið að einkavæða orkugeirann. Er Þriðji orkupakkinn sem Alþingi hyggst innleiða aðeins lítið skref á þessari leið eins og fyrri tilskipanir Evrópusambandsins. Uppbrot gömlu orkufyrirtækjanna voru fyrri skref. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á þeim, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði.
    Með aukinni einkavæðingu aukast líkurnar á hækkandi raforkuverði og orkupakki 3 kallar á orkuviðskipti eins og í kauphöllum.
    Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að Ice-Link færi út af þeim lista, er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun. Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út. Með lagningu sæstrengs mundi raforkuverð margfaldast því ekki mætti mismuna innlendum notendum og kaupendum raforku í evrópusambandinu.

    Höldum forræði yfir orkumálum Íslands.
    Segjum NEI TAKK við 3. orkupakka ESB!


mbl.is Nítján stundir af orkupakkaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrekkið dýru verði keypt

    Kristniboðs og hjálparsamtökin Open Doors á Bretlandi, hafa stutt við bakið á ofsóttu kikjunni í meira en 60 ár. Open Doors (Opnar Dyr) gefa árlega út vaktlista yfir meira en 50 þjóðríki þar sem kristið fólk mætir hvað mestum ofsóknum.
Samkvæmt rannsóknum Open Doors eru að meðaltali í hverjum mánuði:

345 Kristins fólks drepið af trúartengdum ástæðum.
105 Kirkjur og kristilegar byggingar brenndar eða á þær ráðist.
219 Kristnir dæmdir án laga, handteknir, dæmdir og fangelsaðir.
    Skýrsla Open Doors samtakana gerð þetta ár sýnir að ofsóknir á hendur kristins fólks hafa aukist um 14% frá skýslunni árið á undan. Þar er væntanlega verið að tala um árin 2017 og 2018.
    Samkvæmt 2019 skýrslu Open Doors var 245 milljónir kristinna manna ofsóttir 2018 en 215 milljónir árið áður. Á heimsvísu upplifir 1 af hverjum 9 kristinna manna miklar ofsóknir.
Í efsta 50 löndunum yfir mestu ofsóknirnar voru á heimsvísu:
4136 kristnir drepnir af trúartengdum ástæðum. Að meðaltali eru það 11 kristnir drepnir fyrir trú sína á dag.
1266 kirkjur eða kristilegar byggingar sem ráðist var á.
2625 kristnir handteknir án laga og réttar, handteknir, dæmdir og fangelsaðir.

    Verstu 10 ríkin eru þessi:
1. Norður-Kórea, 2 .Afganistan, 3. Sómalía, 4. Líbía, 5 Pakistan, 6.Súdan, 7 Eritrea, 8. Jeman, 9 Íran og 10. Indland. Kúgun af völdum Íslams var ástæða ofsókna í 8 af efstu 10 löndunum.
    Norður-Kóreu er raðað í 1 sæti 18. árið í röð sem hættulegasta landið fyrir kristið fólk.
Verði trú þín afhjúpuð er öll fjölskylda þín send í þrælavinnubúðir eða jafnvel tekin af lífi á staðnum. Þú þarft að fela Biblíuna þína vandlega og mátt ekki segja börnunum þínum frá trú þinni á Jesú, ef svo vildi til að þau segðu kennurum sínum frá henni.
    “Kristnir” eru stundum drepnir eða lokaðir inni ævilangt í fangabúðum, segir Hea Woo, sem varð að dúsa í 3 ár í nauðungarvinnubúðum N-Kóreu, vegna trúar sinnar á Jesú Krist. Talið er að milli 50,000 – 70,000 kristnir séu fangelsaðir í þræla vinnubúðum og flestir munu látast þar. Litið er á kristna sem nósnara og svikara og þeir eru stundum teknir opinberlega af lífi. Leiðtogar N-Kóreu eru dýrkaðir eins og guðir. Kristnin í N-Kóreu fer þrátt fyrir allar ofsóknir vaxandi og kristnir þar trúa að landamærin muni opnast og þeir færa myrkustu stöðum jarðarinnar fagnaðarerindi Jesú Krists.

Kristniboðs og hjálparsamtökin, Open Doors, reka neðanjarðarnet er nær til 60,000 launkristinna með matvæli, lyf og fatnað til að aðstoða þá við að komast af og að vera salt og ljós í Norður-Kóreu.

Heimild: Open Doors world watch list 2019

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Fordæmi ofsóknir gegn kristnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ekki ESB yfirtaka orkuauðlindir Íslands

    Evrópusambandið hefur það markmið að einkavæða orkugeirann. Er Þriðji orkupakkinn sem Alþingi hyggst innleiða aðeins lítið skref á þessari leið eins og fyrri tilskipanir Evrópusambandsins. Uppbrot gömlu orkufyrirtækjanna voru fyrri skref. Evrópusambandið þolir ekki stofnanir almennings, hefur enga trú á þeim, heldur vill aðeins kapítalísk fyrirtæki á markaði. Þriðji orkupakkinn er fullveldismál. Ef við innleiðum hann flyst forræði íslenskra auðlinda yfir til Evrópusambandsins, sem mótar og hefur eftirlit með framkvæmd orkustefnu fyrir öll ESB-ríki.

    Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra sagði í vel ígrundaðri grein sinni í Morgunblaðinu 14. apríl síðastliðinn:
    „Minnumst þess að ekki eru liðnir margir mánuðir síðan íslenskir skattgreiðendur voru    þvingaðir með dómi til að greiða Högum og öðrum verslunarrekendum þrjá milljarða í skaðabætur af völdum laga sem Alþingi Íslendinga hafði sett en þótti brjóta gegn "fjórfrelsi" ESB/EES.[...]

    Og við munum engu um það ráða hvort hingað verður lagður sæstrengur. Líklegt má heita að það yrði knúið áfram með dómsvaldi og við látin borga brúsann með hærra orkuverði. Annar afgjafi verður síðan græðgin sem mun stöðugt knýja á um meiri virkjanir. Þennan veg viljum við varla láta vísa okkur með íslenska nátttúru.“

    Peter Ørebech, sérfræðingur í Evrópu­rétti og laga­prófessor í Noregi, segir að það sé alveg á hreinu að ef fjárfestir, t.d. þýski raforku­risinn E.ON, hefur tækni­legan undir­búning að rafstreng frá Íslandi, dugir ekkert fyrir okkur að mótmæla því. Málið verður á vald­sviði stofnunar Evrópu­sambandsins, þ.e. ACER. Þetta er stofnun á embætti sem Ísland getur ekki gefið fyrirmæli eða haft áhrif á. ACER getur ekki hafnað slíkum streng því að slíkt myndi stríða gegn EES-samn­ingnum um magn­takmark­anir á inn- og útflutn­ingi, samanber 11. og 12. gr. samningsins. Það má því segja að verði orkupakki 3 innleiddur aukast líkurnar á að sæstrengur verði lagður á milli Íslands og raforkumarkaðs Evrópu. Með sæstreng myndi orkuverð hækka verulega, jafnvel margfaldast, ef marka má reynslu Norðmanna, sem myndi gera mörgum atvinnurekstri hérlendis mjög erfitt fyrir. Með sæstreng myndi stóraukast ásókn í virkjun fossa, jarðhita og vindorku.

    Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að Ice-Link færi út af þeim lista , er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun. Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út.

    Ekkert land framleiðir meiri raforku á hvern íbúa en Ísland. Orkan er hrein. Við megum ekki glata forræði okkar yfir þessari verðmætu auðlind. Áhrif kjósenda á orkumál munu hverfa með orkupakkanum. Löggjöfin kemur frá ESB og hluti ríkis- og dómsvalds í orkumálum færist til erlendra stofnana. Við verðum skuldbundin til að innleiða löggjöf sem hentar ekki okkar aðstæðum og hagsmunum. Ísland hefur enga tengingu við orkumarkað ESB og því er ekki ástæða til að innleiða hér löggjöf sameiginlega orkumarkaðarins. EES-samningurinn fer ekki í uppnám þótt við segjum nei við orkupakkanum. Það er okkar réttur samkvæmt samningnum að segja nei.
    Höldum forræði yfir orkumálum Íslands.
    Valdaframsal sem orkupakki 3 krefst er stjónarskrábrot.
    Segjum NEI TAKK við 3. orkupakka ESB!


mbl.is Vilja undanþágu frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur lífsins

    Ritningin sannar kröftuglega með mörgum augljósum dæmum upp­risu Jesú frá dauðum. Með upp­risu sinni og sigri yfir dauð­an­um leiddi hann í ljós lífið eilífa og óforgengi­leikann. En Drottinn Guð sagði við vald dauðans: Hingað og ekki lengra. Hér skulu þínar hreyknu hrannir brotna. Engill, með valdi og umboði hins æðsta Konungs, braut rómverska innsiglið, velti steininum. Huggun fyrirgefningar Guðs gagnvart þeim, er trúa á Jesúm Krist, er staðfest, og gjöf eilífs lífs í Jesú Kristi, þeim til handa, sem á Hann trúa.

    Megum við þá treysta upprisusögunni um Jesúm? geta einhverjir spurt. Dr. Ludvig von Gerdtell, merkur guðfræðingur, segir svo í bók sinni, Miracles under fire: "Trúin á upprisu Jesú er sameiginleg fyrir öll Nýja-testamentis-ritin og tengir þau öll saman. Jafnvel hinir svæsnustu gagnrýnendur, eins og t.d. David Friedrich Strauss, hafa ekki vogað sér að mæla á móti þessari staðreynd. Ef frá sögulegu sjónarmiði nokkur möguleiki hefði verið, hver sem hann hefði verið, til að mótmæla þessu, mundi án nokkurs efa þessi efnishyggju-heimspekingur og kæni andstæðingur fagnaðarerindis Jesú Krists hafa neitað því. Í bók sinni, Old and new Faiths (Fornar og nýjar trúarkenningar) (sextándu útgáfu, 1904, bls. 20) "kallar Davíð Strauss upprisu Jesú Krists sögulega bábilju. Í sama kaflanum kannast hann samt sem áður við, að postularnir hafi haft hjartanlega sannfæringu um, að þeir hefðu raunverulega séð og talað við Jesúm upprisinn."

    Að upprisu Jesú höfum við mörg vitni, sem sáu hann annaðhvort einn maður í einu eða fleiri saman, ekki einu sinni, heldur a.m.k. sex sinnum með lengra eða skemmra millibili. Sumir þeirra sáu hann nokkrum sinnum. Að minnsta kosti tólf af þessum vitnum voru menn nákunnugir honum. Jafnvel Jakob bróðir hans var einn af þessum vitnum. Það gat því ekki verið um það að ræða, að þeir hafi ekki vitað fyrir víst, hvort það var Jesús sjálfur, sem birtist þeim. Það er vert að athuga það, að Páll gefur upp nöfn manna, sem votta að upprisu Jesú, og það frammi fyrir samkomu, þar sem voru á meðal menn, sem mótmæltu kenningunni um upprisu Jesú.

    En til þess að verða hluttakendur í upprisu til eilífs lífs með honum, þurfum við að hafa tekið á móti krafti hans inn í líf okkar. Við þurfum að þekkja og reyna kraft upprisu hans, sem gefur möguleika til að lifa sigrandi lífi yfir því valdi, sem leiðir til dauðans, en það er syndin. Þennan möguleika eignumst við í endurfæðingunni. Þegar við endurfæðumst eða frelsumst, kemur Jesús inn í líf okkar með kraft sinn, en ástand syndarinnar afmáist og dauðinn drottnar ekki lengur vfir okkur. Við megum vegna Jesú fagna og vænta óumræðilega dýrðlegrar eilífðar. Þessi sannleikur, að Jesús er upprisinn, hefur því ákaflega mikla þýðingu fyrir alla menn.

    Ritningin segir að Jesús sé kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs með upprisu sinni frá dauðum. Menn krefjast sannana nú sem fyrr, og hvað er meiri sönnun fyrir kenningu Jesú og Ritningarinnar en upprisa hans?
Það er sigurhljómur í orðum postulans, er hann segir: "En nú er Kristur upprisinn." Vegna þeirra sanninda gat Páll liðið hvað sem var. Vegna þessara sanninda er lausn að fá fyrir syndarann. Af því Jesús lifir, er hann fær um að endurleysa mannssálir frá dauða til lífs. Af því hann lifir gefur hann kraft Heilags Anda og úthellir honum yfir menn og konur í dag, svo sem við getum séð og heyrt. Af því Jesús er upprisinn og lifir í dag, gerast enn undur og kraftaverk. Sjúkir verða heilbrigðir, illir andar verða að víkja og jafnvel dauðir hverfa aftur til lífsins.
Allt, sem er af eðli eilífa lífsins á samhljóm sinn í Jesú. Fögnum því og gleðjumst yfir sigri lífsins yfir dauðanum. "Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist."

    Gleðilega páska!


Við gerð þessarar greinar studdist undirritaður við tvær góðar páskahugvekjur úr Aftureldingu, 1. apríl 1952 og 1. apríl 1955.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is „Verðum að breyta um lífsstíl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það heimska að trúa ekki?

"Og hann sagði við þá: Ó, þér heimskir,
og tregir í hjarta til að trúa öllu því sem
spámennirnir hafa talað. Og hann byrjaði
á Móse og á öllum spámönnunum, og út-
lagði fyrir þeim í öllum ritningunum það
er hljóðaði um hann". Lúk. 24, 25—27.

    Er það heimska að trúa ekki þegar fólk segir að það sé heimska að trúa? Við heyrum fólk oft tala um þá sem trúa, eins og þeir væru einfeldningar. En Jesús segir, að þeir séu heimskir, sem ekki trúa og að lærisveinarnir væru heimskir, af því þeir trúðu ekki öllu, sem spámennirnir höfðu talað. Í dag mætum við mjög víða þeirri skoðun, að aðeins heimskingjar trúi öllu, sem Biblían segir.

    Jesús vildi, að lærisveinarnir tryðu, ekki aðeins því sem spámennirnir sögðu, en einnig Mósebókunum. Athugum það, Jesús sagði lærisveina sína heimska, af því þeir trúðu ekki Mósebókunum, bókum, sem nú eru stranglega gagnrýndar. Jesús gagnrýndi lærisveinana af því þeir trúðu ekki öllu, sem hann sagði þeim persónulega. Hann hafði sagt þeim fyrir um allt, er mundi koma fram. Hann spurði þá, hvers vegna þeir tryðu ekki því, sem hann hefði sagt þeim fyrir um, og björguðu sér þannig frá áhyggjum og sorg. Ef við höldum ekki fast við Guðs Orð, eins og það er skrifað í Biblíunni, höfum við engan raunverulegan grundvöll að byggja á. Í dag er það verk Satans að telja fólki trú um, að Biblían sé fölsuð.

    Þegar Jesús vildi sannfæra lærisveinana um, að hann væri upprisinn, leitaði hann staðfestingar frá Guðs Orði. Við getum verið viss um, að Jesús gat gefið næga staðfestingu um upprisu sína án Biblíunnar, en hann notaði einmitt Biblíuna við þetta tækifæri. Hann sýndi þeim naglaförin í höndum og fótum, og sagði þeim að snerta líkama sinn, til að fullvissa þá um, að hann væri ekki andi. Okkur getur fundist að þetta væri næg staðfesting á upprisunni. En Jesús stansaði ekki þar, þessi staðfesting var ekki fullnægjandi til að styrkja trú þeirra eftir himnaför hans, þegar þeir gátu ekki séð hann og snert hann lengur. Þess vegna reyndi Jesús að binda trú þeirra við Orð Guðs, sem þeir höfðu á meðal sín, þegar hann var farinn.

     Það er dásamlegt að hugsa um, að þótt hinn upprisni Frelsari bæri með sér hina fullkomnu staðfestingu á upprisunni, útskýrði hann með krafti upprisunnar bækur Móse, sálmana og spámennina. Þegar Biblíu-gagnrýnendur segja okkur, að Móse hafi ekki ritað bækur sem kenndar eru við hann, og á þann hátt reyna að grafa undan trú okkar, þá látum okkur minnast, að Jesús nefndi Móse höfund þeirra og varði trúna á Gamla testamentið með sínum eigin myndugleika, lofað sé nafn hans. Nýja testamentið staðfestir, að lærisveinarnir trúðu á upprisu Krists, og á ritningarnar.

Endurbirt grein úr Aftureldingu 1. október 1945.

Höfundur: Levi Petrus.


mbl.is Messað við sólarupprás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjum fóstur í móður kviði - Verjum lífið

    Talsmenn frjálsra fóstureyðinga saka andstæðinga sína oft um kaldranaskap og dómsýki gagnvart konum, sem hafa látið eyða fóstri. En það vakir ekki fyrir okkur, sem teljum frjálsar fóstureyðingar ekki ásættanlegt fyrirbæri að dæma neina þá manneskju, sem leitar eða hefir fengið fóstureyðingu framkvæmda. Á það ber að leggja áherslu að framkvæmd fóstureyðinga leiðir m.a. til vanmats á manngildi og brýtur á helgi lífsins. Það getur vissulega legið nærri að líta svo á, að þeir sem vilja frjálsar fóstureyðingar, hafi takmarkaðan skilning á mannréttindum, manngildi eða helgi lífsins.

    Nú erum við yfirleitt alin upp við það, að íslensk lög séu nokkur mælikvarði á rétt og rangt. Lög heimila konum að láta eyða fóstri sem þær bera undir belti að uppfylltum vissum skilyrðum ma. þegar lífi konu er stefnt í hættu við áframhaldandi meðgöngu, vegna nauðgunar eða vegna félagslegra aðstæðna móður. Óbeint er konum sagt, að barn hafi ekkert manngildi, fyrr en eftir lok 16. viku samkvæmt núgildandi löggjöf, nema því aðeins, að kona kjósi sjálf að líta svo á, að það eigi að njóta helgi lífsins. Ekki er óeðlilegt, að þetta komi til með að móta afstöðu kvenna þegar tekin er ákvörðun um fóstureyðingu.

    Fyrir Alþingi liggur frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem lögleiðir dráp á vaxandi ungviði í móður kviði allt til enda 22 viku og Sjálfstæðisflokkurinn styður. Hér hefur eitthvað meira en lítið skolast til í siðum okkar, að ætla að lögleiða eyðingu á hálfvöxnum börnum. En svona eru stjórnmálin að þróast. Með því sannast að sumir hafa augu en sjá ekki. Því menn virðast ekki vakna. Fólk á Alþingi fylgir hvert öðru að málum og jánkar þessu frumvarpi í hræðslu um að annars verði það talið gamaldags og afturhaldssamt sem á ekki upp á pallborðið hjá allt of stórum hópi fólks. Hefur núverandi ríkisstjórn látið glepjast að styðja blóðugar árásir á lífið í stórauknum mæli því hræðilegt fóstureyðingar frumvarp heilbrigðisráðherra um morð undir felunafni, á ófæddum börnum allt inn í sjötta mánuð meðgöngu liggur fyrir sem stjórnarfrumvarp.

    Ég vona að hinn almenni borgari mótmæli þessu á einn eða annan hátt svo það sjáist td. á Facebook á net-fréttamiðlum eða í blöðum. Engin gífuryrði þarf, heldur hófsamt en ákveðið, nei takk. Því það er aðeins fjöldinn sem getur stöðvað þetta, og hann getur það mikið frekar en einhver sértæk rök fáeinna manna. Og skoðanir kvenna eru sérstaklega mikilvægar.

    Ef við venjum okkur á þá hugsun að eðlilegt sé að deyða barn í móður kviði, þá missum við öll saklaus tengsl við lífið, verðum að sakamönnum. Sá sem ver lífið hefur mjög góðan málstað og honum verður umbunað á einn eða annan hátt. Verjum fóstur í móður kviði. Verjum lífið.

    Hér fyrir neðan geta menn farið inn á ísland.is og skráð sig á lista gegn ofangreindu fóstureyðingaframvarpi sem heimilar dráp á börnum allt til enda 22 viku og það án þess að nein sérstök ástæða liggi þar að baki nema þá að móðirin vilji það.

https://listar.island.is/Stydjum/39

    Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við grein eftir séra Þorberg Kistjánsson (1925-1996) sem birtist í fréttabréfi Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, 1 tbl. (mars 1993), s. 1-3. Einnig var ýmsur fróðleikur fenginn af Facebook síðu Guðmundar Pálssonar læknis og lífsverndar sinna.

Steindór Sigursteinsson


Margt röflar ölvaður maður

Það má nefna Miðflokks­mönnum og þing­mönnum Flokks fólksins til varnar að um­mæli þeirra á Klaust­ur­barn­um voru ekki ætluð að særa neinn heldur áttu þessi orða­skipti að vera á milli þeirra einna. Hefði ekki komið til ólög­leg upp­taka og ítrek­uð birt­ing hennar í sjón­varpi, útvarpi og á netinu hefðu þær persónur sem um var rætt aldrei verið særðar.

Þingmenn voru þarna undir áhrifum áfengis og málfar þeirra bar þess að einhverju leyti vitni. Að sjálfsögðu voru orð látin falla sem eru algerlega óviðeigandi og siðlaus og hefðu ekki átt að vera sögð af fólki sem á sæti á hinu háa Alþingi. En reyndin er sú, hvort sem maðurinn sem við á er venjulegur alþýðu­maður eða ráðherra, að þegar ölið er annars vegar, þá verður margur maðurinn að bjána. Og margt röflar ölvaður maður.

Þörf er á þeim Miðflokksmönnum til að standa á móti ýmsum málum sem m.a. stórveldis-sinnaðir þingmenn og ráðherrar hyggjast koma í gegn um þingið. Má þar nefna 3. orkupakkann. Þeir einu, sem eru líklegir til þess að standa í lappirnar og krefjast þjóðaratkvæðis um 3. orkupakkann, eru núna vængstýfðir eftir þetta Klaustursfyllerí.

Sigmundur Davíð sagði í viðtali á Útvarpi Sögu: "Fyrri orkupakkar sem samþykktir hafa verið hér á landi hafa síður en svo reynst vel og því lítil ástæða til þess að ætla að sá þriðji verði mikill hvalreki". Nei þriðji orkupakkinn yrði síður en svo til hagsbóta fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, og ef gerður væri sæstrengur á milli Íslands og Skotlands eins og vilji er hjá sumum þingmönnum og auðmönnum sem eiga hagsmuna að gæta, þá mundi orkuverð á Íslandi margfaldast.

Þingmaður Miðflokksins Þorsteinn Sæmundsson hefur margoft stigið í pontu Alþingis og krafist svara hjá ríkisstjórninni varðandi 3.600 íbúðir sem Íbúðalánasjóður seldi óþekktum aðilum á 57 milljarða króna, og þá hvaða einstaklingar og hvaða fyrirtæki og hverjir áttu fyrirtækin. Samkvæmt Fb-síðu Miðflokksins hefur ekkert svar borist frá félagsmálaráðherra.

Birgir Þórarinsson, nefndarmaður Miðflokksins í fjárlaganefnd, lagði meðal annars fram breytingartillögu við fjárlögin um lækkun kolefnagjalds um 2.300 m.kr., lækkun tryggingagjalds um 4.000 m.kr. og að arðgreiðslur frá innlendum aðilum hækki um 2.600 m.kr.

Þorsteinn Sæmundsson er einn reyndasti þingmaður Miðflokksins. Hans baráttumál hafa alla tíð verið mál eldri borgara, öryrkja og bættur hagur heimilanna. Þingmál sem hann lagði fram er meðal annarra: frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu.

Að lokum er rétt að geta þess að Miðflokkurinn lagði fram frumvarp á Alþingi um að 1. desember verði framvegis almennur frídagur. Væri þetta vel viðeigandi ef það yrði samþykkt svo að þessi merkisdagur fái á nýjan leik þann sess sem hann verðskuldar.

Gleðilegt nýtt ár og megi árið 2019 færa landsmönnum gæfu og Guðs blessun.


mbl.is Svara engu um tímasetningu endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur og Rangárþings eystra

Nú þegar styttist í jólin hlakka flestir til að vera með sínu nánasta fólki yfir jólahátíðina. Það á þó ekki við Tryggvi Ingólfsson sem lamaðist fyrir neðan háls í hestaslysi fyrir 12 árum. Hann og fjölskylda hans kveljast af kvíða þar sem Tryggvi hefur þurft að dveljast í litlu herbergi í 8 mánuði á Landspítalanum. Sveitafélagið hans Tryggva á Hvolsvelli lokaði dyrum sínum á Kirkjuhvoli hjúkrunarheimili á hann þrátt fyrir að hann hefði búið þar í 11 ár. Ástæðan fyrir því var að á meðan Tryggvi var í aðgerð á Landspítalanum skrifaði hluti starfsfólks heimilisins (12 manns) undir undirskriftalista þess efnis að það myndi ganga út ef Tryggvi sneri aftur á Kirkjuhvol. En hann á lögum samkvæmt að fá þjónustu í sinni heimabyggð þrátt fyrir sína hreyfihömluðun. Hefur hann verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni. Er þetta ekkert annað en mannréttindabrot.

Ný hjúkrunnarálma var opnuð á Kirkjuhvoli í vor. Það er mín skoðun að Tryggvi hefði átt að vera fyrsti íbúinn þar. Hagnaður af rekstri Kirkjuhvols fyrir árið 2017 var yfir 40 milljónir. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Tryggvi fái að dvelja á Kikjuhvoli. Það ætti ekki að vera svo að fólk sem ræður sig á hjúkrunarheimili geti ráðið hverjum það geti hjúkrað. Það sem þarf að koma til er kærleikur og sáttfýsi.

Brýtur þessi meðferð á Tryggva á móti lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38 frá 9. maí 2018.
Í 1. grein þessa laga stendur meðal annars; "Markmið laga þessara er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði".

3. grein byrjar á þessum orðum; "Fatlað fólk skal eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal veita fötluðu fólki þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði félagsþjónustu, húsnæðismála, menntunar, vinnumarkaðar, öldrunarþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
Opinberum aðilum ber að tryggja að sú þjónusta sem veitt er skv. 1. mgr. sé samfelld og samþætt í þágu einstakra notenda. Einstaklingur sem hefur notið þjónustu samkvæmt lögum þessum á rétt á að njóta hennar áfram nema verulegar breytingar verði á stuðningsþörfum hans. Einstaklingur á rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og á lögheimili". Nokkru neðar stendur; Fatlaður einstaklingur á rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og á lögheimili.

Í 4. grein eftir fyrstu greinaskil; "Ráðherra hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara, þar á meðal að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögunum sé í samræmi við markmið þeirra, reglugerðir og reglur settar samkvæmt þeim og skuldbindingar á sviði mannréttindamála. Þá hefur ráðherra eftirlit með að réttindi fatlaðs fólks séu tryggð. Ráðherra getur ákveðið að eigin frumkvæði að taka til umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags samkvæmt lögum þessum. Réttur aðila máls til að kæra ákvörðun hefur ekki áhrif á þessa heimild. Telji ráðuneytið rétt að gera athugasemd getur það:
1. gefið út leiðbeiningar um túlkun laga þessara og stjórnsýslu sveitarfélagsins á þessu sviði,
2. gefið út álit um lögmæti athafna eða athafnaleysis sveitarfélagsins eða annars er eftirlit beinist að,
3. gert sveitarfélagi að koma með tillögur til úrbóta og/eða gert tillögur til sveitarfélags um úrbætur á þjónustu þar sem þess er þörf og stuðlað að samræmingu hennar".

Og að í 9. grein stendur meðal annars; "Fatlað fólk á rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi".

Með ósk um að málið nái farsælum endi og að fjölskylda Tryggva geti heimsótt hann heima í héraði um jólin.

Kær kveðja
Steindór Sigursteinsson
Verkamaður
Búsettur á Hvolsvelli


mbl.is Boltinn er hjá Sjúkratryggingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband