Borgarbúar ættu að forðast að kjósa þá flokka sem berjast gegn tilveru Reykjavíkurflugvallar.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Borgarstjórn Reykjavíkur hefur tekið mjög ákveðna afstöðu gegn tilveru Flugvallarins í Vatnsmýrinni.  Í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðvanna í kvöld var sagt frá að Borgarstjórn hefði ráðgert að hefja gröft við enda neyðarflugbrautarinnar vegna fyrirhugaðrar byggingaframkvæmda  í haust, og eyðileggja þannig neyðarflugbraut vallarins.

Staðreynd málsins er sú að farið er í þessar aðgerðir án þess að þar til gerð nefnd sem rannsaka átti málefni flugvallarins, hefði fengið að koma að málinu.  Er hér um að ræða einhliða ákvörðun borgarstjórnar.  Á ég varla orð til að lýsa hneykslun minni og vanþóknun á þessum áformum borgarstjórnar sem lýsir því yfir að mál þetta sé aðeins skipulagsmál byggðar í Reykjavíkurborg.  En það er orðið hverjum manni augljóst að hér er á ferðinni öryggis og samgöngumál sem snertir landið allt.  Þetta mál sem ég tel að kalla: yfirgengilega þröngsýni og sérhagsmunamál Borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Þetta er reyndar ekki einskorðað við þetta eina atriði, heldur er ráðgert að rífa alla aðstöðu og flugskýli svonendra Fluggarða strax á næsta ári.  Er þar fótunum kippt undan mikilvægri atvinnustarfsemi, eins og flugskólum og ýmiskonar flugrekstraraðilum og fjöldamargir einkaflugmenn munu missa flugskýli fyrir flugvélar sínar.  Er augljóst að borgarstjórnin er þarna að fara einhverskonar bakdyraleið að eyðileggingu flugvallarins.  Í október 2013 skrifaði Borgarstjórn  Reykjavíkur og Ríkisstjórnin undir samkomulag þess efnis að flugvöllurinn fengi að vera áfram í Vatnsmýrinni til 2022.  Það þarf varla að bæta því við að borgarstjórnin ráðgerir að Reykjavíkurflugvöllur víki alfarið úr Vatnsmýrinni 2022.  Það er margsannað mál og hefur verið útskýrt af fólki sem hefur góða yfirsýn yfir þessi mál að Reykjavíkurflugvöllur er nauðsynlegur fyrir öryggi landsmanna, hvað snertir sjúkraflug og líka samgöngulega mikilvægur með samgöngur við landsbyggðina í huga.  Tiilvera Reykjavíkurflugvallar er líka mikilvæg fyrir þá starfsemi sem þar fer fram eins og flugnámið, því Reykjavíkurflugvöllur er einstaklega vel fallinn til flugnáms. 

Er nokkur spurning að okkur ber að halda Reykjavíkurflugvelli á þeim stað sem hann er og að ekki skuli skerða þá starfsemi sem þar fer fram eða að fækka flugbrautum.  Þeir flokkar sem hafa þá yfirlýstu stefnu að flugvöllurinn skuli vera áframi Vatnsmýrinni eru Stjórnarflokkarnir tveir: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.  Reyndar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins mun meira afgerandi í ummælum sínum þessu viðvíkjandi en Sjálfstæðisflokkurinn.  Því mættu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til sveitarstjórnarkosninga nú í vor, skerpa stefnu sína í þessum málum og taka meira afgerandi afstöðu með Reykjavíkurflugvelli sem mikilvægum miðborgarflugvelli.

Að síðustu vil ég segja þetta:  Er nokkur ástæða að kjósa þá flokka í Borgarstjórn sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýrinni og þar með að svipta landsmönnum mikilvægasta innanlandsflugvelli landsins.


mbl.is Segja flugvöllinn aðalkosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú, já þú lesandi þessara lína minna skalt ávalt minnast þess að það voru þrjár persónur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem ákváðu með meirihluta-flokkunum að loka Reykjavíkurflugvelli. Afleiðingarnar verða hærri flugfargjöld til útlanda fyrir þig og okkur öll hin. Reykjavíkurflugvöllur verður bara með lokun einnar flugbrautar (til að gera Valsmenn ríkari) ónýtur flugvöllur um alla framtíð. Eina lausnin í þessu máli er að koma þessu fólki AF lista Sjálfstæðisflokksins. Gísli Marteinn er flúinn og eftir sitja tvær konur. Listi Sjálfstæðisflokksins verður aldrei trúverðugur í þessu máli fyrr en þær verði neyddar til að segja af sér. En er tækifæri til þess. Ef flokkurinn gerir það ekki er ljóst að margt af hans stuðningsfólki snýr sér að Framsóknarflokknum, eins og skiljanlegt er. Þessar tvær éta flokkinn innanfrá og skömm þeirra mikil.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 22:57

2 identicon

Aðeins að útskýra mál mitt betur: Verði Reykjavíkurflugvöllur ekki varaflugvöllur fyrir Keflavík þurfa allar flugvélar sem fljúga til Íslands að bera mun meira eldsneyti til þess að ná til annarra varaflugvalla. Ergo: stóraukinn kostnaður. Vilt þú borga það í hærri flugfargjöldum? Svarið er auðvitað nei, hugsaðu þá til þessarra þriggja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ömurlegt.

Svo annað: Finni nú Rögnunefndin annað flugvallastæði fyrir Reykjavíkurflugvöll (sem tæki mörg ár að byggja) eiga þá hinar "dýrmætu lóðir" í Vatnsmýri að borga þann flugvöll eða eiga aðrir að borga hann? Hver þá??? Hver vill svo borga og byggja á lóð þar sem er allt að 20 metrum niður á fast? Eiga aðrir að borga þann kostnað?  Ljóst er að verði allrar sanngirni gætt og að þeir sem fá lóð í Vatnsmýri borgi þar allan sannanlegan kostnað við lóðina þá verða þetta ekki "ódýrar lóðir fyrir unga fólkið" eins og stjórnarliðar Reykjavíkurborgar halda fram heldur lóðir fyrir ríka fólkið.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband