Bloggfærslur mánaðarins, júní 2020

Einkavæðing orkukerfisins og bankanna gæti verið rétt handan við hornið

Héðan í frá vakna vonandi upp fleiri réttsýnir menn og konur eins og Guðmundur Franklín sem una ekki grófri spillingu. Það er ekki langt í kosningar og menn geta lært af Guðmundi, sem vonandi heldur áfram að verja lýðveldið Ísland.

Innleiðing orkupakka 3. var mikið glappaskot. Við sjáum vindmyllugarða rísa upp sem framleitt geta mikla orku. Eru fjárfestar að bíða þess að sæstrengur verði lagður eða að selja raforku til fyrirtækja og almennings kannski á miklu hærra verði en nú þekkist? Það hefði mátt hafna innleiðingu þessa lagabjálks af Alþingi sjálfu eða þá að forseti hefði hafnað undirskrift lagana og lagt málið í dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Háttvirtur forseti okkar hafnaði 3000 undirskriftum fólks sem mótmælti orkupakka 3. en vissi það mætavel að það var almenn óánægja meðal almennings með innleiðingu orkubálks ESB. Það voru gerðar skoðanakannanir á þessum tíma sem sýndu ótvírætt fram á þetta. Viðskiptablaðið birti 14. maí, 2018. niðurstöður könnunar sem sýndi að 80.5% landsmanna væru á móti því að vald yfir orkumálum yrði fært til evrópskra stofnana en 8.3% voru hlynnt því.
Látið hefur í veðri vaka að Guðmudur Franklín hafi gefið í skyn vissa einræðistilburði í kosningabaráttu sinni til forseta með því að hamra á málskotsréttinum og að hann vildi vera öryggisventill þjóðarinnar.
Það er skammt að minnast þess að Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér einmitt þennan rétt varðandi fjölmiðlalögin og Icesafe. Guðmundur sagðist aðeins vilja halda áfram á sömu braut og Ólafur gerði yrði hann forseti að nýta málskotsréttinn gerðist þess þörf.
Mikill þrýstingur er nú hjá ráðandi mönnum á Alþingi að einkavæða bankana. Það er mál sem Guðmundur Franklín varaði við. Við þurfum ekki að fara aftar en til ársins 2008 til að sjá afleiðingar þess að ríkisreknu bankarnir voru seldir til fjárfesta, svonefndra útrásarvíkinga. Hrunið kom og margir misstu aleigu sína vegna þessa.

Vaknið upp vaskir menn og konur! einkavæðing bankanna og orkukerfisins gæti verið rétt handan við hornið og aðgerða er þörf. Við megum ekki reka sofandi að feygðarósi eins og sagt var oft hér í fyrri tíð. Þörf er á dugmiklum stjórnmálamönnum og konum sem geta komið í veg fyrir frekara valdaframsal orkumála til ESB og sölu á bönkunum.


mbl.is Búinn að vekja 13 þúsund manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti lýðveldisins ber að vera öryggisventill þjóðarinnar

Guðmundur Franklín er ekkert annað en SIGURVEGARI forsetakosninganna. Að ná að bjóða sig fram og fá þúsundir atkvæða gegn öflugri kosningavél Rúv sem studdi háttvirtann forseta okkar einarðlega.

Framboð og kosningabarátta Guðmundar Franklín Jónssonar mun hafa til lengdar jákvæð áhrif á pólitíkina hérna. Mikið af því sem hann hefur bent á að miður fari í þjóðfélaginu og hættur sem að þjóðinni steðjar vegna spillingar og framsali valda með þjóðarauðlindum til ESB er komið meira upp á yfirborðið og verður ekki svo auðveldlega þaggað niður eftir þessa baráttu hans. Hans málefni í þessari baráttu voru líka svo langt frá því að vera einhverjar öfgar heldur þvert á móti var verið að feta í fótspor fyrrverandi forseta Ólafs Ragnars.

Stóri sigurvegari þessara kosninga er samt lýðræðið sjálft sem ekki er hægt að setja verðmiða á. Fólkið ræður og er stolt af því að geta kosið og látið með því vilja sinn í ljós. Vitið til Íslendingar ekki grenja þegar Orkupakka 4 og 5 verður troðið ofan í okkur, orkan hirt og reikningarnir hækka. Þá getur "fávís lýðurinn", nagað sig í handarbökin og grátið krókódílatárum. Guðmundur Franklín verður ekki til staðar sem öryggisventill þjóðarinnar sem hann talaði um heldur háttvirtur forseti okkar Guðni Th. sem samþykkir allt sem frá lögþinginu kemur. Á ég þar við orkupakkana auk landsréttarmálsins og hin sorglegu lög um fóstureyðingar að 22 viku. (Hann getur auðvitað bætt um betur næsta kjörtímabil og samþykkt ekki orkupakka 4 og 5 og ýmislegt annað sem kann að koma upp á sem brýtur á móti almennu siðferði.)

Auðmjúkur forsetaframbjóðandi hann Guðmundur, hann kemur vel fyrir og geislar af honum kærleikurinn. Maður sem vildi láta gott af sér leiða en var rakkaður niður alls staðar. Heldur einhver að Guðmundur hafi ekki vitað að hann væri að fara í hakkavél með þessu framboði. Því meira af árásum á persónu frambjðóenda en ekki málefni hans verða til þess að við fáum ekki okkar besta fólk í framboð. Takk Guðmundur fyrir að gefa kost á þér, lýðræðið er mikilvægt tæki fyrir þjóðina og það er fallegt að jafnvel venjulegt fólk geti boðið sig fram til forseta í þessu fallega landi okkar.

Þrátt fyrir allt segi ég: Til hamingju Guðni TH. Jóhannesson!


mbl.is Lokatölur liggja fyrir: Guðni fær 92,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franklín þurfti að glíma við ríkisrekið fjölmiðlabáknið RUV ofan á baráttu við Guðna

Það hefur komið betur í ljós hvað fjölmiðlar og valdið í landinu er tengt. Það leikur sér að því að stúta hvaða málstað sem er.
Guðmundur Franklín Jónsson kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er heiðarlegur og einlægur.
Fréttamenn og Guðni missa sig alveg og verða taugahrúgur vegna þess að þau hafa mætt ofjarli sínum. Ég kýs Guðmund Franklín Jónsson vegna mannkosta hans, hann hefur eiginleika sem ekki allir geta státað af.
Fjölmiðlalög hafa verið îtrekað brotin á Guðmundi Franklín . Þar er kveðið á um hlutleysi gagnvart frambjóðendum. Það hefur alls ekki verið gert . Fjölmiðlar og fréttamenn með Ruv fremst í flokki hafa gengið harðast fram í þessu. Hann fær mikið minni umfjöllun og rými. Einelti og hreint andlegt ofbeldi og mismunun hefur átt sér stað í ríkum mæli. Það er hægt að kæra þetta allt saman en til þess þarf pening og orku sem kannski ekki er fyrir hendi hjá öllum. Ég er inni í þessu og hef fylgst með og veit hvað ég er að segja og sko ekki einn um það. Ekki eins og ég sé á einhverjum prósentum við að tala fyrir þessu. Nei við stuðningsmenn Guðmundar sjáum þetta vel og margir aðrir. Fólk Þarf líka að vera inni í pólitík til að skilja hvað núverandi forseti og stjórnvöld eru að fara með þessa þjóð. Það verður gaman að heyra í fólki þegar orkureikningurinn þeirra hækkar þegar búið er að einkavæða allt dótið, koma okkur inn í ESB þar sem okkur verður skipað fyrir um flestalla hluti frá Brüssel. Því miður þá eru bara alltof fáir sem láta sig þessi mál varða. Hversu mikill Guðna maður sem ég væri hefði ég ekki samvisku til að kjósa hann eftir þessa meðferð á manninum, ég myndi skila auðu... Ég gæti ekki tekið þátt í þessu ranglæti. Guðmundur Franklín fær mitt atkvæði enda vill hann berjast gegn spillingunni sem hér ríkir og koma á beinu lýðræði þ.e. þjóðaratkvæðinu sem Guðni hefur tekið burt. Hvað er með fólk sem ekki vill þetta? Maður spyr sig??


mbl.is Guðni og Guðmundur mættu snemma á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband