Einkavæðing orkukerfisins og bankanna gæti verið rétt handan við hornið

Héðan í frá vakna vonandi upp fleiri réttsýnir menn og konur eins og Guðmundur Franklín sem una ekki grófri spillingu. Það er ekki langt í kosningar og menn geta lært af Guðmundi, sem vonandi heldur áfram að verja lýðveldið Ísland.

Innleiðing orkupakka 3. var mikið glappaskot. Við sjáum vindmyllugarða rísa upp sem framleitt geta mikla orku. Eru fjárfestar að bíða þess að sæstrengur verði lagður eða að selja raforku til fyrirtækja og almennings kannski á miklu hærra verði en nú þekkist? Það hefði mátt hafna innleiðingu þessa lagabjálks af Alþingi sjálfu eða þá að forseti hefði hafnað undirskrift lagana og lagt málið í dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Háttvirtur forseti okkar hafnaði 3000 undirskriftum fólks sem mótmælti orkupakka 3. en vissi það mætavel að það var almenn óánægja meðal almennings með innleiðingu orkubálks ESB. Það voru gerðar skoðanakannanir á þessum tíma sem sýndu ótvírætt fram á þetta. Viðskiptablaðið birti 14. maí, 2018. niðurstöður könnunar sem sýndi að 80.5% landsmanna væru á móti því að vald yfir orkumálum yrði fært til evrópskra stofnana en 8.3% voru hlynnt því.
Látið hefur í veðri vaka að Guðmudur Franklín hafi gefið í skyn vissa einræðistilburði í kosningabaráttu sinni til forseta með því að hamra á málskotsréttinum og að hann vildi vera öryggisventill þjóðarinnar.
Það er skammt að minnast þess að Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér einmitt þennan rétt varðandi fjölmiðlalögin og Icesafe. Guðmundur sagðist aðeins vilja halda áfram á sömu braut og Ólafur gerði yrði hann forseti að nýta málskotsréttinn gerðist þess þörf.
Mikill þrýstingur er nú hjá ráðandi mönnum á Alþingi að einkavæða bankana. Það er mál sem Guðmundur Franklín varaði við. Við þurfum ekki að fara aftar en til ársins 2008 til að sjá afleiðingar þess að ríkisreknu bankarnir voru seldir til fjárfesta, svonefndra útrásarvíkinga. Hrunið kom og margir misstu aleigu sína vegna þessa.

Vaknið upp vaskir menn og konur! einkavæðing bankanna og orkukerfisins gæti verið rétt handan við hornið og aðgerða er þörf. Við megum ekki reka sofandi að feygðarósi eins og sagt var oft hér í fyrri tíð. Þörf er á dugmiklum stjórnmálamönnum og konum sem geta komið í veg fyrir frekara valdaframsal orkumála til ESB og sölu á bönkunum.


mbl.is Búinn að vekja 13 þúsund manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband